Lögrétta


Lögrétta - 06.04.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.04.1926, Blaðsíða 1
inaheiinta og afgmðsla í Veltusundi 3 Öími 185. LOGRJETTA Útgeíandi og ritstjór' þorsteiun Gíslasen Þingholtsstrœti 17. Sími 178. XXI. ár. Rejkjavít. þriðjudaginn 6. apríl 1926. Um víða verðld. Úr Ameríkublöðum. Maður en nefndur H. L. Menc- ken og er ritstjóri tímarits, sem út kemur í Bandaríkjunum og heitir „The american Mercury“. I þessu riti hefur hann birt upp- tíning úr ýmsum blöðum Ameríku frá síðastliðnu ári og gefið síð- an út bók, sem hann kallar „Ame- ricana 1925“. Prófessor Otto Jespersen í Kaupmannahöfn hef- ur nýlega gert þessa bók að um- talsefni í Politiken og þýtt ýms- ar klausur úr henni. Bókin er háð- rit, gefið út í því skyni, að skop- ast að því, sem upp er tínt úr blöðunum. O. J. segir, að mörgu í bókinni sje þannig varið, að Ame- ríkumenn einir geti notið þess til fulls, en þó sje þar einnig margt, sem muni vekja eftirtekt utan Ameríku. Menn megi ekki líta of hátíðlega á það, sem þarna sje dregið fram, ekki líta svo á, að þarna komi fram raddir almenn- ings í Bandaríkjunum. En bók- in sýni þó ýmislegt sjerkennilegt í hugsanalífi Ameríkumanna, sem náð hafa að festa rætur hjá stærri eða smærri hópum meðal almenn- ings þar. Hjer skulu nú þýddar nokkrar af þeim klausum, sem 0. J. sýnir, 1. Næsta sunndag verður gerð tilraun til þess, að lesa Nýja- testamentið alt upp á einum degi frá kl. 6 um morguninn til kl. 11,30 að kvöldi. Til þess þarf að fá 68 menn. Engin prjadikun verður, enginn söngur og enginn hljóðfærasláttur. Upplestrinum verður haldið látlaust áfram. Menn geta komið og farið eftir vild sinni, án þess að trufla lest- urinn. Offur geta menn gefið eins og venja er til. Kapplesturinn fer fram í Meþódistakirkjunni. M. Habgood prestur les fyrstur. 2. M. L. G. Porter prestur við Meþódistakirkjuna í Longhill hefir uxmið biblíukapplesturinn og les- ið Nýjatestamentið á 18 klukku- tímum. Hann byrjaði skömmu fyrir miðnætti og hjelt lestrinum áfram viðstöðulaust, að undan- teknum fáum mínútum, sem hann þurfti til þess að fá sjer næringu. — í Andrews í Indiana tók lestur- urinn 17 kl.tíma og þar á Mrs. S. S. Beauchamps heiðurinn fyrir, að hafa setið lengstan tíma við guðsþjónustugerðina, þ. e. 14 kl.- tíma og 40 mínútur. Næst komst frú Wischmeier (sat 14 kl.tíma og 30 mínútur). 3. Jesúítapresturinn W. Par- sons skrifar: Hvemig getum við vitað, að þetta sjerstaka krafta- verk, jómfrúrfæðingin, hafi átt sjer stað? Við vitum þetta af því að katólska kirjan kennir, að hún hafi átt sjer stað. þetta er full- komin sönnun þess, að hún hafi átt sjer stað. 4. Sá, sem á 20 öldinni heldur fram þróunarkenningunni, getur ekki talist meðal mannkynsins, þótt allur skapnaður hans bendi til þess, að svo ætti að vera, það eitt, að sólin kemur upp í austri hvern morgun og gengur undir í vestri hvert kvöld, er flestum okk- ar gild sönnun fyrir því, að guð sje til. Hvers vegna setst hún ekki til tilbreytingar stundum í norðri? Af því að svo hefur ekki verið fyrir skipað í heimsráðstöf- un drottins. 5. Ef nokkur er sá, er vilji mæla bót hinni guðlausu þróunarkenn- ingu, sem er til orðin í helvíti, þá látum hann ganga út og leita sjer stuðnings hjá þeim mönnum, sem trúa á þesisa bölvuðu kenningu, en ekki ætlast til þess, að kristnir menn hjer í landi borgi fyrir kenslu hjá spiltum, pestlyktandi prófessor, sem kennir börnunum okkar að yfirgefa guð og gerir skóla okkar að heimkynni guð- lausra og skítugra stjórnmála. 6. Senator G. W. Wightmon ætlar að bera fram lagafrumvarp (í Norður-Carólínu) um að sviftir verði ríkisstyrk allir skólar, sem leyfa að haldið sje fram þeim kenningum, að mennirnir sjeu komnir af öpum. 7. C. S. Fothergill, sögukennari við háskólann í Baylor, hefur í dag beðið um lausn frá embætti, að því að hann tryði ekki að örk Nóa, með þeirri stærð, sem biblían nefnir, hafi getað rúmað tvær skepnur af öllum þeim dýrateg- undum, sem til hafi verið á dög- um Nóa, og af því að fundið hafi verið að því, að hann hefði látið þessar skoðanir sínar 1 ljósi. 8. Við Yale-háskóla fór fram at- kvæðagreiðsla meðal nemendanna um það, hver væri hjá þeim í mestum metum af öllum þeim mönnum, sem nafn eiga í verald- arsögunni. Fjekk Napóleon 181 atkv., Kleopatra 7, Jeanne d’Arc 7, Woodrow Wilson 7, Sókrates 5, Jesús 4, Mussolíni 3. Uppáhalds- rithöf. nemendanna (í óbundnu máli) voru þessir: Stevenson 24, Dumas 22, Sabatíni 11, Anatole France 5, Cabell 5, Bemhard Shaw 4. — Mestir núlifandi manna voru taldir: Coolidge forseti 52 atkv., Daves 32, Mussolíni 3, Prinsinn af Wales 24, J. P. Morgan 15, Einstein 3, Berhhard Shaw 3. 9. Stríð er í raun og veru heil- agt og þeir, sem reyna hin bæt- andi og göfgandi áhrif þess, bera vitni hinum guðdómlegu eigin- leikum, sem skaparinn gæddi oss, er hann skóp manninn í sinni mynd. Hermaður einn ljet þenn- an sannleik í ljósi við prest sinn með þessum orðum: I bardögun- um erum við allir herprestar. 10. Á einu af helstu gistihúsun- um í Columbus í Ohíó stóð svo- hljóðandi tilkynning: þegar menn hafa annars kyns gesti í svefn- herbergjum sínum, er það viðeig- andi, að hurðir standi opnar, svo að gátt sje að minsta kosti 6 þumlungar. 11. Ástadorg í orðum eða lát- bragði við námsstúlkur og kenslu- konur á skólum mun verða bann- að í Norður-Carólínu, samkv. uppástungu, sem nú hefir verið lögð fyrir kenslumálaráð ríkisins. Fyrirskipunin telur ástadorg með- al yfirsjóna, sem varða skulu frá 5 til 50 dollara sektum, eða frá 10 til 30 daga fangelsi. þetta gild- ir í skólahúsum og á vegum til frá skóla. 12. Allen Móses og kona hans, sem eru rík negrahjón, fóru hjeð- an (frá Cohlsboro) í gærkvöld til Washington og New York í Pull- mans-svefnvagni. það er í fyrsta sinni í stögu þessa bæjar, sem negri hefur gerst svo frekur, eins og saimborgari okkar einn komst að orði, að taka svefnvagnsfar- seðil. Hefir þetta Vakið hreyfingu meðal hinna hvítu borgara og það er sagt, að Ku Klux Klan muni fá hvatningu til þess að taka svo- leiðis á móti Mósesi, þegar hann kemur aftur, að honum verði það minnistætt. 13. þar sem einn gerðardóms- manna gat ekki orðin sammála hinum um að dæma Alvin Cal- boun, negra, sem ákærður var fyrir morð, sekan, þá söfnuðust menn saman og drógu gerðar- dómsmanninn út úr rjettarsaln- um, börðu hann og veltu honum í forarpolli Eftir þessa refsingu fór hann aftur inn í rjettarsalinn og var með í að kveða upp dóm- inn: „Sekur“. 14. Negralæknir, Smith að nafni, var brendur; höfðu áður hendur og fætur verið höggn- ai' af honum. Sökin var, að hann hafði í bíl sínum rekist á bíl, sem hvítt fólk var í. 15. Samkv. opinberri skýrslu frá lögregluliðinu hefur tala fangelsanna fyrir drykkjuskap aukist um 121 p.c. frá 1910. Á sama tíma hefur fólksfjöldinn aukist um 32 p.c. Fangelsanir fyr- ir að stýra bílum í ölæði hafa aukist um 850 p.c. (Distr. of Columbia). 16. Síðan bannlögin komu í gildi sjást ekki aðeins di'engir á skólaaldri, heldur og stúlkuböm og önnur börn oftlega undir áhrif- um forboðinna drykkjarvara. Drengir sjást reika á götunum og sofna fram á skólaborðin. (Dela- ware). Síðustu fregnir. Kaupdeila er fyrir dyrum i Noregi, sem spáð er, að geti orðíð eríið viðfangs. Um s. 1. mánaða- mót voru samningai’ útrunuir þar um vinnukaup í mörgum atvinnu- greinum og mun það veraj eitt af helstu verkefnum hinnar nýju stjórnar að miðla þar málum, svo að ekki dragi til stórvandræða. Síðustu símíregnir segja, að stjórnin hafi skipað sáttanefnd, en vinnuveitendur krefjist 25% launalækkunar og þar að auki styttingar á sumarleyfi verka- manna. Chr. Collin prófessor í Osló er nýlega dáinn. Innflutningstollar í Frakklandi hafa verið hækkaðir um 30%, nema á nauðsynjavöru. það er sagt, að flugferðir eigi mjög að aukast hjer í vestur- hluta álfunnar á næsta sumri vegna samvinnu milli hinna stærstu flugfjelaga ýmsra landa. Frá Khöfn á t. d. að verða flogið til Parísar á 6 klst. Fregn frá Málmey segir, að verkfræðingur þar, Fledin að nafni, hafi fundið upp nýja að- ferð til þess að búa til járn, og veki þetta mikla athygli. Stál- hringur Bandaríkjanna hefur sent mann austur til þess að rannsaka gagnsemi uppfyndningarinnar. Amundsen norðurfari en nú í Róm og hefur tekið þar við loft- farinu, sem hann ætlar að hafa í heimskautsför sína. Talað er um dansk-amerískan Grænlandsleiðangur, sem til standi í sumar og á að athuga ísbreyt- ingar, landfræðileg og veðurfrœði- leg efni og fiskalíf þar nyðra. Peter Freuchen, sem nú hefir um hríð verið í Khöfn, en er manna kunnugastur í Grænlandi, verður með í förinni. Símað er frá New York borg, að íbúat. Bandaríkjanna hafi aukist um 11 miljónir síðan 1920, og er nú 117 miljónir. (Var tekið mann- tal í júlílok 1926, og mun nú bú- ið að vinna úr manntalsskýrslun- um). Brjef úr þingeyjarsýslu 16. mars 1926. Jeg er nú að lesa gengisfrv. Tr. þ. ásamt greinargerð, og þyk- ir það s. a. s. talsvert skemti- legur lestur. Mikilsverðar upp- lýsingar finn eg þar samt ekki (fyrir mig) um málið, aðra en þá, að Landsbankixm hafi verið einn um kaup á útlendum gjald- eyri nálega alt næstliðið ár og því í rauninni eins konar einokr- ari í þessu gengismáli. það virð- ist bví hafa verið hann aðallega, 6em „skattlagt“ hefir framleið- endur um þessar 5 milj. sem Tr. þ. talar um. Hinsvegar vantai' upplýsingar um hvert þessar 5 milj. hafa runnið. Ætla má að eitthvað af þeim hafi stöðvast hjá bankanum. En meginið af þeim hefur vafalaust runnið út til landsmanna aftur, með vaxandi kaupmagni krónunnar. þetta er einmitt einn meginstraumui'inn í gengishækkunannálinu: það, sem framleiðendur (Pi'oducenter) tapa, vinna verkamenn og neytendur (Konsumenter). Með öðrum orð- um: hækkunin kemur þar fram um dreifslu og jafnaðarhi'eifing. það er nú vel skiljanlegt að ól. Thors og fleiri útgerðai'menn, hafi horn í síðu gengishækkunar- innar, og eðlilegt, að jafnaðar- menn sjeu henni, á hinn bóginn, fylgjandi. Jafn eðlilegt er það, að Tr. þ. leggist þar á sveif með út- gerðar mönnum, því hann er fyrst og fremst fulltrúi stórbænda (sem nú eru reyndar flestir dauðir). Minn fulltrúi er hann ekki í því máli; það er vist. Mjer sýnist það, sem hann segir um skaða bænda af hækkuninni mestmegnis ýkjur og gullkrónuhjal hans o. fl. manna, að miklu leyti út í blá- inn. Við bændur t. d. borgum ekki okkar nauðsynjar með „gullkrón-. um“ heldur með vörum. Og með ákveðið magn af vörum (t. d. afurðh' af 1 á, (ull og dilk) höf- um við getað gert meira — en ekki minna — tvö síðast. ár, en t. d. 1928, þ. e. áður en gengið fór að hækka. Jeg veit að þama kemur fleira en gengisbreytingin til greina og einkum lækkun kjöt- tollsins í Noregi. En þó tekið sje tillit til hans, haggast aðalniður- staðan ekki. Jafnvel ullin, sem þó er í hraki, mun hafa svii>að greiðslumagn nú og 1923 — jafn- vel til skuldagreiðslu. Sannleikur- inn er, að við bændur erum alt í senn: framleiðendur, verkamenn og neytendur, og gengisbreyting- arnar eru því að mestu leyti — að því er okkur snertir — færsla á milli vasa. Að gengishækkun- m sje aðalorsök þess, að skuldir hafi vaxið í kaupfjelögum bænda svo að skifti hundruðum þúsunda, næstl. ár, nær ekki neinni átt. Að minsta kosti fullyrði jeg, að svo sje ekki hjer í þingeyjar- sýslu. Aðalorsökin er gjaldeyris- bi'estur, sem stafar af skepnu- fækkun f. á. Víðtækar nákvæmar skýrslur hefi jeg ekki um þetta, en fulla vissu um aðalatriðið samt. það er haft eftir kaup- sýslumönnum á Húsavík síðastl. haust, að magn landbúnaðarvöru, sem til verslana kæmi þangað þ. á. (1925), mundi verða c. V4 minna en árið á undan (1924) og má næxri geta að það skiftir nokkru, þegar kaup eru jafnmikil og jafnvel meiri — meðal annars vegna bætts reikningshags fyrra 15. tbl. árið. 1 Leiðardeild Kaupfjel. þing. (sem jeg veiti forstöðu), slátr- uðu 36 viðskiftamenn 694 kind- um til innleggs í K. þ. síðastl. haust, en sömu menn 1010 kind- um haustið 1924, og lík munu hlutföllin hafa verið annarsstað- ar. þetta er fullljós bending, bæði um það, að fjárhækkunin hjer i sýslu (og skuldalækkun) árið 1924, var meira af hagsýnilegum ástæðum en fjárfelli (og krafta- verkum) og að skuldahækkunin starfar hinsvegar einkum af gjaldeyi'isbresti, sem því betur (vegna fjárfjölgunar) er ekki eins slæmur í raun og á yfirborði. Sigurjón Fxiðjónsson. ----o----- Mannalát. þórður Guðjohnsen, fyxrum verslunarstjóri á Húsavík, andaðist í Kaupmannahöfn 16. f. m., 81 árs að aldri fæddur hjer í bænum 14. sept. 1844, atkvæða- maður mikill um langt skeið í verslunarrekstri þar nyrðra, en bjó síðari hluta æfi sinnax- í Khöfn. Jón J. Setberg trjesmíðameist- ari andaðist hjer í bænum 16. f. m. af aíleiðingum meiðsla, sem hann hiaut nýlega við byltu. þmgirjettir koma í næsta blaðx. Asa strandar. Hinn nýi togari Duus-verslunai', Ása, strandaði aðfai’anótt síðastl. laugardags út frá Járngerðarstöðum í Grinda- vík, var á heimleið úr veiðiíör, en veðui' hvast á austan. þetta var1 fyrsta veiðiíör skipsins. Mexm björguðust allir á laugaidaginn á þann hátt, að kaðli var fleytt í land frá skipinu og við haim fest olíuíiát, sem skipsmenn stigu í og voru svo dregnir til lands. Skipið er sagt mikið brotið og eng- in von um að það náist út. Fjórir menn drukna. Rjett fyrir páskana vildi hjer til það sorg- iega slys, að bátur fórst með 4 mönnum á leið frá Viðey til lands. þeir, sem fórust, voru Sólberg Guðjónsson netjagerðamaður á Grettisgötu 43, sonur hans Mar- teinn, 14 ára, og bræðurnir Árni, 16 ára, og Theodór, 13 ára, synir þorsteins þorkelssonar á Grettisg. 44. þeir voru í kirkju í Viðey á föstudaginn langa, en síðan vita menn ekkert um ferð þeirra. þingvellir 1930. Á skírdag borð- uðu þeir Ág. H. Bjamason pró- fessor og Matth. þórðarson fom- menjavörður til fundar til þess að x-æða um, hvort ekki þætti ger- legt, að koma upp einhverju minnismerki á þingvöllum 1980. Komu fram ýmsar tillögur um þetta, sem síðar mun verða minst á, en engin ákvörðun var tekin. Nú er komin fram á Alþingi til- laga um, að ‘flytja þingið þangað 1930. Búast má samt við, að sú tillaga mæti mótstöðu, því ýmsir erfiðleikar eru þar í vegi, þótt skemtilegast væri að öðru jöfnu að hafa þingið á þeim stað. En yrði þingið flutt til þingvalla, þarf að reisa þar þinghús, sem þá yrði um leið hið sjálfsagða 1000 ára minnismerki Alþingis. Aflabrögð. Á Austfjörðum var nýlega sagður meiri afli en menn muna áður um þetta leyti árs, og víðast hvar kringum land hefur að undanfömu verið góður afli. Næsta stórstúkuþing verður haldið hjer í bænum og kemur saman 24. júní. -----o-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.