Lögrétta


Lögrétta - 06.04.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 06.04.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA ekki númerstölu á húsi Einars porkelssonar, nje heldur í hverja átt dymar snúa á bæ hans. GuSm. FriÖjónsson. „Tvö kvæði um Guðmund biskup góða*'. n. „pá kemur að kvæði Dvíðs“, segir Jón og bætir við: „Finst mönnum ekki heldur annar andi í þessum línum en þeim sem til- færðar hafa verið úr kvæði þor- steins: „pú grætur með hryggum og sveltur með þeim soltna og betlar fyrir betlarann og talar um heilög mál við heimskan förulýð og gerist allra snauðra þræla þræll og krýpur fyrir blóðvörgum og bófum og kyssir þá, sem kaunum eru hlaðnir og samneytir með sekum". Meira tilfærir ekki Jón úr kvæði Davíðs að sinni og skulu ljóðlínur þessar athugaðar nokkuð nánar. þetta er upphaf að kvæði Davíðs, er Jón tilfærir, aðeins slept fyrstu ljóðlínu. — Kvæði Daviðs er einskonar rjettarhald yfir Guðmundi biskupi. Við fyrsta lestur kvæðisins brá mynd þessari fyrir í huga mjer. Strákkjáni (dómarinn) situr uppi á borði og dinglar forugum bífunum fram og aftur: Hann hallar undir flatt og glápir á Guðmund biskup. Löng stund líður! Loks spyr strákurimi biskup — því vitanlega er hann alveg ófróður um hann: „því ertu nefndur Guðmundur hinn góði“. Lljóðlína þessi er mælsk, um framhald kvæðisins. Næst fer hending þessi: „þú grætur með hryggum og sveltur með þeim soltna“. Fyrri hluti hennar er biblíuboð, sem Davíð segir Guð- mund biskup hafa uppfylt. Seinni hluti hennar er sagður út í bláinn — hörmulega sagður — ruglað lýsingarorðum á manni og hundi. Menn tala um svangan mann, en soltinn hund. þetta er illa af stað farið! Davíð segir við biskup: „þú betlar fyrir betlarann“. Hvaðan hefir Davíð þetta? Sturlunga get- ur þess hvergi. þess getur Sturl- unga, að kirkjutíundir hafi gold- ist illa. Að krefja um rjettmæt gjöld, heitir ekki að betla. Hend- ing jþessi snertir ekki Guðmund biskup. Hún er smánaryrði og al- veg marklaus! Davíð segir við biskup: „þú talar um heilög mál við heimskan förulýð“. Hending þessi er ákaf- lega fátækleg. Hún er ein þeirra setninga, er hortugir menn svara þannig: „Vissu fleiri en þögðu þó“. þetta er sama og segja við prest einhvem: „þú messar fyrir söfnuðinn“. Að heyrendur orðs- ins hafi verið „heimskir“ er flóns- lega að orði komist. Meðal þess- ara heimskingja hafa verið: Snorri Sturluson, Sturla þórðar- son, Kolbeinn Tumason o. s. frv. þessi hending sjer kennir ekki að neinu Guðmund biskup góða. Davíð segii við biskup: „þú gjörist allra snauðra þræla þræll“. Hending þessi er í eðli sínu svo andstyggileg, að skáldsins vegna skýri jeg hana ekki. Hún er óvita- þvættingur og snertir ekki Guð- mund biskup góða. Næst segir Davíð við biskup: „þú krýpur fyrir blóðvörgum og bófum“. Hver hefir skrökvað þessu að Davíð? Sjáanlega þekkir Davíð ekkert til sögu Guðmundar bisk- ups góða og ræðst þó til að yrkja um hann. það er átakanlegt and- varaleysi. Jeg kemst ekki hjá að vitna til Sturlungu. þar segir: „þá er Guðmundr biskup kom út ok hann tók forráð kennimanna ok stjóm kristni fyrir norðan land, urðu margar greinir með þeim Kolbeini Tumasyni, þær er sinn veg þótti hvárum þeira ok varð með þeim mikit sundrþykki. Var biskup minni leiðingarmaðr ok alt ráðgjamari en svá, sem Kolbeinn ætlaði“. þótt það sje höfundi kvæðis þessa til minkunar, verður ekki hjá því fcomist, að tilfæra vísu þessa, eftir Kolbein Tumason: „Ara vill Guðmundr görvask glíkr Tómasi at ríki, nær liggr okkr við eyra erfingi höfðingja; ræðr jjuðs laga greiðir geðbjartur snöru hjarta; hræðisk himna prýði hann, en vætki annat. Frá skiftum Guðmundar bisk- ups og Arnórs Tumasonar: „Nú gera þeir Arnórr tvá fcosti, annan at hann skyldi taka þá úr banni, en þeir mundu gefa grið sumum þeim er í kirkju vóru, en biskup skyldi fara af staðnum ok koma þar aldri síðan, ella mundu þeir drepa þá alla er í kirkju vóm ok eira engu vætta, en hafa þó biskup af staðnum svívirðilega. Biskup kaus hvámgan kostinn, sagðist eigi mega leysa þá. þat Reiðtýgi og reiðbeisii, Alctýgi (3 tegundir). Klyf- töskur, Hnakktöskur, Handtöskur, Feröakistur, Skjalatöskur, Seðlaveski, Peningabuddur o. fl. Ennfremur allskonar ólar og lausir hlutir í aktýgi og viðvíkjandi söðlasmíði. Ágætir erfiðisvagnar ásamt aktýgjum mjög ódýrir. Ýmaar járnvörur svo sem beislisstangir, munnjám, ístöð, taumalásar, hringjur allskonar, saumur, saumgarn, keyri, svipur o. fl. Tjöld, vagna-, bíla- og fisk-yfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Sendið mjer muni til aðgerðar og mun jeg senda þá fljótt og vel viðgerða til baka á minn kostnað. Sendið pöntun i tíma, því á vorin er ávalt mikið að gjöra. örugg sönnun fyrir þvi, að best sje aö versla í Sleipnir, er hin stöðugt vazandi sala. Hröð afgreiðsla. 1. fl. efni og vinna. Heildsala. Smáeala. Símnefni Sleipnir. * Sími 646. varð við bæn þeira, er dauðamenn vóm þá, at biskup vann þat til lífs þeim, at hann söng- yfir þeim Miserere ok segir þeim þó, at þá vóru þeir eigi lausari en áðr“. Niðurl. Stefán frá Hvítadal. ----0---- Sullaveiki og ull. Fyrir nokkru síðan sá jeg í Isafold grein eftir G. H. (Guðm. Hannesson lækni?) með þessari yfirskrift. Læfcnirinn getur þess, að fleiri konur en karlar sjeu með sullaveiki. I því sambandi leiðir hann (eftir Matthíasi Ein- arssyni lækni) grun að því, að ull muni geta verið flutningsliður milli hundsins og mannsins — konunnar. Tilraun hafi verið gerð til að ganga úr skugga um þetta, en ekki leitt neitt í ljós. Mjer finst ekkert ósennilegt, að bandormsegg geti slæðst upp í kindareifið og loðað þar alllengi eftir að rúið er. Ef búið er að finna nothæfa aferð til að finna eggin, ef þau em í ullinni, þá er auðvelt að ganga úr skugga um, hvort ullin slæðir þeim auðveld- lega í sig, með því að láta band- ormsveikan hund liggja á fjár- húsgólfi eða hafa mikiinn um- gang um það, þar sem kindur liggja inni. þær þyrftu ekki að vera margar; tvær eða þrjár, ungar og ullarmiklar, ætti að vera nóg. (En gera þarf ráð fyrir að aflífa þurfi kindur þessar). þótt læknunum tækist að sanna, að ull sje áuðveldur eggjaberi — sem ekki er ólíklegt —, þá er sá grunur ekki sannaður, að konur smitist fremur af henni en karlar, því að þeir fást meira við hana óþvegna heldur en þær íyrir, eftir og um rúning. Jeg vil leiða getur að því, hvort sullaveiki í mönnum og skepnum verði ekki markaður þrengri bás en nú er, með því að hver heimil- isfaðir, sem hund hefur á heim- ili sínu, hafi sjerstakt hús handa honum (eða þeim ef fleiri eru), og að sá, sem notar hundinn, hvort sem það er eigandinn eða einhver annar, hirði hann að öllu leyti, þar með talið að halda mataríláti hans hreinu, og færa honum matinn í hús sitt. Enginn mundi vilja verða þekt- ur að því að færa hundi sínum hráæti eða sullmengað æti, og hundarnir ættu engan kost á að ná í það sjálfir. þá hyrfi sá plága, að hundar fari út um haga, styggi fjenað og rífi í sig dauðar kindur. Metn- aður mundi koma í notendur hundanna að hafa þá væna og þokkalega, hvorttveggja getur batnað til muna frá því, sem nú er. Að fleiri konur en karlar þjást af sullaveiki, hygg jeg að stafi af því, að kvenfólkið gefur hund- unum, þeir eru að flaðra upp um þær — sníkja — vefja sig utan um þær með sídinglandi rófuna. Ekki lifa hundamir fyrir sjálfa sig. Án fjárhundarins getum við ekki verið, svo að okkur ber skylda til að gera vel við hann. Vanhirða, þótt á hundi sje, er enginn sómi. Palli. Jónas Gíslason, áður kaupmað- ur á Fáskrúðsfirði, er nýkominn suður hingað og er að flytja sig að Búðum á Snæfellsnesi. Hefur keypt hálfa jörðina á móti Finn- boga Lárussyni, sem að undan- förnu hefur einn verið eigandi hennar og ábúandi. Heilsuhæli Norðurfcuids. Aðal- fundur þess er nýafstaðinn. Stjóm og framkvæmdanefnd endurkos- in. Sjóður fjelagsins er nú orðinn 230 þús. kr. Glímuför til Danmerkur. Flokk- ur glímumanna hjer ætlar í vor að fara til Danmerkur og sýna þar íslenska glímu. Fyrir honum verður Jón þorsteinsson, kennari Múllersskólans hjer, og stýrði hann glímuflokknum, sem til Nor- egs fór í fyrra. Karlakór K.F.U.M. fer utan 22. þ. m. og ráðgerir að syngja víðs- vegar um Noreg undir stjóm Jóns Halldórssonar ríkisfjehirðis. Gísli Bjarnason lögfræðingur frá Steinnesi er skipaður aðstoð- armaður í fjámiálaráðuneytinu frá 1. þ. m. Frá Færeyjum. þaðan er sagt, að inflúensuveikin breiðist mjög út. Skólanum í þórshöfn hefur verið lokað og mörg skip, sem sendast áttu hingað til lands til veiða um þetta leyti, hafa orðið að fresta förinni vegna veikind- anna. Vjelbátur strandar. Fyrir skömmu rak upp í Grindavík vjel- bátinn írafoss og er hann talinn eyðilagður. Dánai'fregn. 29. f. m. andaðist hjer í bænum frú Guðbjörg Mel- chiarsdóttir, ekkjá Ólafs Jónsson- ar fyrrum bæjarfógetaskrifara hjer, 76 ára. Hún dó hjá Grím- úlfi syni sínum, en tveir aðrir synir hennar hafa lengi verið er- lendis, Björgólfur læknir í Singa- pore og Melchior skipstjóri í San Francisco. Máli Bast biskups í Kaupm.- höfn er nú sagt lokið. Hefur það verið lengi á döfinni og vakið mikla athygli í Danmörku og víðar þar sem meþódista-kirkjan er útbreidd. Var Bast ákærður fyrir svik og fjárdrátt af fátækra- fje aðallega, sem hann hafði til umráða, en það var mikið því að hann var vinsæll maður. Hann var dæmdur sekur og í 3ja mán- aða fangelsi. Skjóna heitir nýútkomin saga eftir Einar þorkelsson, falleg og vel sögð. ___________ Prentsmiðjan Acta. ur til ærumeiðandi refsingar, það er ekki hægt að taka eið af yður“. Brevet laut höfði. „þrátt fyrir það“, hjelt forseti áfram, „getur það komið fyrir, að jafnvel hiá manni, sem lögin hafa gjört ærulausan, sje til sóma- og rjettlætistilfinning, þegar guðdómleg miskunnsemi vill svo vera láta. það er þessi tilfinning, sem jeg skírskota til á þessari mikilsvarðandi stundu. Ef þessi tilfinning, eins og jeg vona að sje, er enn til hjá yður, þá hugsið yður vel um áður en þjer svarið, hugsið annarsvegar til þess, að eitt orð frá yður getur varpað ógæfu yfir þennan mann, og hinsvegar til þess, að rjettlætinu ber að fullnægja, og að eitt orð frá yður vai’par ljósi yfir málið. þetta er há- tíðleg stund, og þjer getið enn þá tekið það aftur, sem þjer hafið sagt, ef þjer haldið að yður hafi skjátlast. Ákærði, standið upp. Horfið vandlega á ákærða, Brevet, hugsið þjer yður um og segið oss, og leggið þar við sál yðar og samvisku, hvort þjer haldið fast við það, að þjer þekkið þennan mann aftur sem fyrverandi fangelsisfjelaga yðar, Jean Valjean. Brevet leit á ákærða, sneri sjer síðan að dómurunum. „Já, herra forseti“, sagði hann, „jeg var sá fyrsti, sem þekti hann, og held fast við það, sem jeg hefi sagt. þessi maður er Jean Valjean, sem kom til Toulon árið 1796 og fór þaðan 1815. Jeg fór þaðan árið eftir. Hann er orðinn nærri því eins og dýr, og hlýtur það að vera fyrir aldurs sakir, því að í dýflissunni var hann nógu kænn. Jeg þekki hann áreiðanlega aftur“. — „Setjist þjer“, sagði forseti. „Ákærði stendur kyr“. Nú var kom- ið inn með Chenildien; hann var galeiðuþræll æfilangt, eins og sjá mátti af rauðu úlpunni og grænu húfunm. Hann tók út hegningu sína í Toulon, og þaðan hafði hann verið sóttur í tilefni af þessu máli. þetta var lítill maður um fimtugt, fjörlegur, hrukkóttur, gulur og skorpinn; hann var ósvífinn útlits og eitthvert óðagot á honum, er olli því að maðurinn virtist allur vera sjúklega veik- bygður, en afburðaafl var í augnaráðinu. Fjelagar hans í dýflissunni höfðu gefið honum viðumefnið guðníðingur- inn. Forseti sagði hjerumbil það sama við haxm og hann hafði sagt við Brevet. þegar hann var mintur á, að hann hefði fyrirgert rjetti sínum til þess að fá að sverja, hóf hann upp höfuðið og leit með þrjósku út yfir mannfjöld- ann. Forseti áminti hann um að hugsa sig vel um og segja til um það, hvort hann stæði við það, að hann hefði þekt ákærða. Chenildien fór að skellihlæja. „Hvort jeg þekki hann!“ sagði hann; „jeg þekki hann svei mjer! Við höf- um verið bundnir við sama hlekk í fimm ár. þú gefur mjer þá enn þá hornauga, náungi, eða hvað?“ — „Setjist þjer niður“, sagði forseti. Rjettarþjónninn leiddi Cochepaille inn. þessi maður, fem líka var galeiðuþræll æfilangt, var sveitamaður frá Lourdes, nokkurskonar björn frá Tyreneafjöllunum. Hann hafði verið kúasmali í fjöllunum og síðan gerst ræningi. Cochepaille var ekki óskuggalegri en ákærði og enn sljórri að sjá. Hann var einn þessara ógæfusama manna, sem náttúran virðist hafa gert úr garði eins og villidýr og þjóðfjelagið setur að lokum á galeiðurnar. Forseti reyndi að vekja hann með nokkurum alvarlegum og hjartnæm- um orðum og spurði hann þvínæst, eins og hann hafði spurt hina tvo, hvort hann gæti sagt hiklaust og vafæ iaust að hann þekti þennan mann, sem stóð fyrir framan hann. „það er Jean Valjean“, sagði Cochepaille. „þeir fcölluðu hann líka Jean vindu, af því að hann var svo sterkur“. Hver yfirlýsingin fyrir sig, sem bersýnilega voru hreinskilnar og framkomnar af heilum hug, hafði valdið nokkurum óróa meðal áheyrenda, sem var ills viti fyrir ákærða, og gætti meira og meira og stóð lengur og lengur vfir með hverju sinni. Ákærði hafði hlustað á þær forviða í framan, og var það, eftir því sem sækjandi sagði, aðal- vörn hans. þegar Brevet hafði talað, heyrðu lögreglu- mennirnir, sem stóðu hjá honum, að hann nöldraði í barm sjer: „Sá er dálaglegur!“ þegar næsta yfirlýsingin kom, sagði hann dálítið hærra, nærri því glaðlegur á svipinn: „þessi er númer tvö!“ Og á eftir þeim þriðja kaillaði hann upp: „Ágætt!“ Forseti sneri sjer aftur að honum. „þjer hafið heyri, hvað sagt hefur verið, ákærði“, mælti hann; „hvað hafið þjer að segja?“ — „Jeg segi ekki annað en að þetta sje ágætt!“ svaraði hann. Meðal áheyrendanna heyrðist óá- nægju-uml, sem nærri því smitaði kviðdómarana. Bersýni- legt var að nú var úti um manninn. „þjónar“, sagði for- seti, „sjáið um að þögn verði. Jeg'ætla að leiða málið til lykta“. Um leið varð nofckurt rask rjett hjá forseta, og rödd heyrðist hrópa: „Brevet! Chenildien! Cochepaille! Lítið hingað!“ Allir, sem heyrðu þessa rödd, fanst eins og blóð- ið stirðnaði í æðum þeirra, svo var hún sár og hræðileg. Allir litu þangað, þaðan sem hún kom frá. Maður nokkur, sem sæti átti meðal ‘þeirra áheyrenda er meira var haft við, að baki dómaranna, hafði staðið upp, hrundið upp hliðinu að grindunum og stóð nú í miðjum salnum. For- seti, ríkissóknari, herra Bamatabois og fjöldi annara manna þektu hann og kölluðu einum rómi: „Herra Made- leine!" það var hann. Bjarminn frá lampa skrifarans fjelJ framan í hann. Hann hjelt á hattinum í hendinni, föt hans voi'U ekki í óreiðu, frakkanum var vandlega hnept. Hann var mjög fölur, og hrollur var í honum. Hár hans sem var grátt þegar hann kom til Arras, var nú alveg hvítt; það hafði orðið það síðustu klukkustundina. Allir litu upp. Undrunin var óumræðileg. Áheyrend- urnir vissu á þessari stundu bersýnilega ekki, hverju þeir áttu að trúa. Röddin hafði verið svo glymjandi, maðurinn, sem stóð þarna, virtist vera svo rólegur, að það var í fyrstu ekki hægt að átta sig á, hvað um var að vera. Menn spurðu hver annan, hver það væri, sem hefði hrópað. það var ekki hægt að trúa því, að það væri þessi maður, sem hefði rekið upp þetta hræðilega óp. þessi óvissa stóð ekki nema nokkurar sekúndur. Áður en forseti og ríkis- sóknari höfðu getað sagt eitt orð, áður en lögreglumenn- irnir og1 þjónarnir höfðu getað hreyft sig, hafði þessi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.