Lögrétta


Lögrétta - 12.05.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.05.1926, Blaðsíða 2
2 LÖGRJ ETTA 1 akuryrkjulöndunum eru tvö tímabil, sem talin eru þýðingar- mest fyrir afkomu manna. það eru „sáðtíminn“ og „uppskeru- tíminn“. Á fleiri tímum þarf ak- uryrkjubóndinn að vera sjerlega árvakur, svo sem um plæginga- tímabilið, áburðar- og vaxtar- tímabilið, og að lokum þreski- og markaðstímabilið. Mesta nákvæmni leggur hann við sáninguna. Hann vill ekki að hið dýra sáð fari til ónýtis, en það getur komið fyrir á ýmsa vegu, ef ekki er vel að gæftt. En mesta vinnu-árvekni leggur hann í uppskeruna. þá vill hann ekki tapa eða eyðileggja neitt af því, sem guð og jörðin hafa gefið honum, sem ávöxt iðju sinnar. En þetta er í akuryrkjulönd- unum, en ekki hjá okkur, því að við höfum svo lítið af slíku, og svo höfum við það við bæjarvegg- inn til ígripavinnu, garðávexti. — Af þessu leiðir að fjaðurmagns þess, sem akuryrkjulöndin byrla börnum sínum á sáningar- og uppskerutímabilinu, gætir lítið. En útlöndin hafa önnur sáning- ar- og uppskerutímabil heldur en einungis í jarðrækt — það er í húsdýraræktinni. þar streyma aðr- ar rafbylgjur eldmóðs og áhuga. Sáðtímabil í þeirri grein er talið þegar „karldýr" og „kvendýr“ er leitt saman til samræðis, og upp- skerutími þegar afkvæmið fæðist. Leggja menn engu minnLalúð og rækt við þessa sáningu og upp- skeru. Við höfum húsdýr líka, þótt þau sjeu ekki eins fjölbreytt að kynsheitum. Sauðfjárafurðir eru aðalfram- leiðsla (íslenskra) sveitabænda. En nú þegar líður að uppskeru- tíma í þeirri grein — sauðburð- inum — vil jeg fara nokkrum orðum um hann, ef verða mætti, að þau glæddu athygli eimhvers fjárbóndans eða hirðisins á sauð- fjáruppskerunni, svo að hann gæti — í framtíðinni — lagt meira verðmæti á markaðsborðið eða í búið. Að skrifa um sauðburðinn, lið fyrir lið, í heild, geri jeg ekki, brestur til þess tíma — og rúm í blaðagrein. Sjálfsagt er að hafa gott eftirlit með ánum um burð- inn, þótt sumir vilji halda því fram, að þeir missi ekki fleiri lömb nje ætr, þó að þeir kosti ekki eftirlit á ánum um sauðburðinn, Æfisaga Krists Eftir Giovanni PapinL (Ágzip.) Frh. ------ Kraftaverk. þegar Jesús hafði boðað hin nýju lög um, að líkja eftir guði, gekk hann niður aí fjallinu. Menn geta ekki altaf ver- ið uppi á fjöllunum. þegar komið er upp á hæsta tindinn, hljóta menn að snúa niður á við aftur. það er knýjandi nauðsyn. Hver ganga upp felur í sjer skyldu til þess að ganga niður aftur. Sá, sem eitthvað þarf að segja, verður að fá menn til þess að hlusta á sig. Ef hann talaði altaf uppi á fjalla- tindum, mundu orð hans aðeins nú til fárra manna, því uppi á tindunum er venjulega kalt og þangað erfið leið. Sá, sem kominn er til þess að gefa, getur ekki vænst þess, að menn elti hann til hæða um erfiðar brautir. Hann verður sjálfur að koma til þeirra niður í dalina og heimsækja þá í kofum þeirra. Hann verður að stíga niður til þeirra til þess að lyfta þeim upp til sín. Jesús veit, að altof háfleyg orð gagna ekki, ef gleðiboðskapurinn á að ná til allra og síkiljast af öll- um. Hann veit, að til þess þarf myndaríkt mál og frásagnir. Og hann veit, að jafnvel þetta nægir heldur en hinir, sem altaf sjeu að rangla við ærnar. þetta getur verið satt, en það er enginn fær um að geta fært sönnur á það mál, t. d. hvað lambadauðann snertir. Ekki bera lambaræflamir, sem liggja í haganum, vitni með hon- um. þótt búið sje að sleppa ánum þarf að smala þeim nokkrum dög- um fyrir tal (burðartíma), fara hægt að því, láta ærnar ekki hlaupa mikið að óþörfu, síst skarpa spretti og ekki hrökkva við. Slíkt getur valdið veiki hjá fóstrinu, sem verður því til hnekkis — stundum bana — þótt ekki verði fyr en eftir fæðinguna. Margreynt er það, að rangur að- burður stafar oft af hnjaski eða snöggri áreynslu. Undantekið er þótt annar fóturinn sje kreptur, eða liggi aftur með, sem kallað er. Stafar það oftastnær af þrengslum. Slíkum lömbum er oftar bani búinn í fæðingunni, og ærnar verða sjaldnar jafngóðar. Laginn maður, sem viðstaddur er í tíma, getur altaf látið hvort- tveggja halda lífi óskemt. Vil jeg fara nokkrum orðum um það sjerstaklega. Jeg nefni það eitt, sem einum manni er hægt og mjer hefir reynst best. Sje nefið fætt skal taka ána, leggja hana niður, sem umbrota- minst, gæta vel að, með hreinum fingri, hvort rjett er athugað, að annar fóturínn komi ekki með höfði.Ef svo er, þá skal taka um báða afturfæitur ærinnar fyrir ofan hækilbeinið, lyfta henni svo hátt, að kviður hennar nemi um það bil við klof hans, hann stendur klofvega yfir henni og er innskeifur. Ærin liggur á herðun- um, maðurinn styður hana með öklum um herðablöð, en með rist- um og tám síður og hrygg, hann er hokínn í hnjám ,og styður undir mjaðmir hennar með þeim. Slepp- ir hann þá tökum á fótunum, en lætur þá verða á milli olnboga sinna og læra, styður þá þannig. Nú sjer hann ekkert á lambið, það hefir sigið að ánni af eigin þunga sínum, þreifar hann samt fyrir sjer með þeirri hendinni, sem honum er tamari, (en hrein þarf hún að vera og ekki stórar neglur á fingrum. Sje hreint vatn ekki við hendina er best að þvo sjer úr þvagi sjálfs sín) og fylg- ir eftir lambinu, nær í þann fót- inn, sem kreptur var, hefir nú báða fætur og nef lambsins í hendi sinni. Lætur hann nú ána síga hægt og gætilega, en slepp- ekki. Fólkið, sem fylgdi Jesú, var almúgafólk, sem átti erfitt með að gera sjer ljós andleg efni. Fyrir það varð að klæða hugsanirnar í sýnilegan búning, gefa þeim lík- ama, er svo ummyndaðist og vrði að andlegri opinberun. Ræður dugðu ekki. þess vegna tekur Jesús til dásemdarverka og skáld- skapar. Hann gerii' kraftaverk og talar í líkingum. Kraftaverkin, sem guðspjalla- mennimir segja frá, hafa orðið mörgum að fyrstu ástæðu ti! þess, að snúa baki við Jesú og guðspjöllunum. þeir geta ekki trúað á kraftaverk. Til þess eru heilar þeirra of visnir. það verð- ur þá lýgi, sem guðspjöllin segja um kraftaverkin. Og þegar alt er orðið að lýgi, sem þar er sagt um kraftaverkin, þá er ekki heldui' hægt að trúa öðru, sem þar stend- ur. Jesús getur ekki hafa lífgað dauða menn. þess vegna er orð- um hans ekki trúandi. þeir, sem svo hugsa, leggja miklu meirí áherslu á kraftaverk- in en Jesús ætlast til að gert sje. Ef þeir hefðu lesið guðspjöllin, mundu þeir hafa sjeð, að Jesús er oft mótfallinn því, að gera kraftaverk; að hann skorast und- an, þegar hann er beðinn að gera þau og, að hann leggur ekki neina sjerstaka áherslu á hið guðdóm- lega vald, sem honum er gefið að i ir hendinni ekki alveg af lambinu, þótt hann haldi ekki í það, en hagræðir ánni svo, að hún liggí eðlilega. Lambið kemur nú fljótt af sjálfu sjer, svo langt, að nef þess og fætur koma upp í grind- arholið, dregur hann þá að sjer hendina og bíður rólégur þangað til lambið er fætt, sem sjaldan tekur langan tíma. Ef höfuð lambsins er alveg fætt, og sje það ekki orðið mjög bólgið og dauðalegt, hagar maður sjer eins í öllu sem fyr segir með ána, tekur svo hægri hendi (læjgn- ari hendi) um höfuð lambsins þannig að lófinn er framan á and- liti þess, þumalfingurinn um hinn framrjetta fót og höku lambsins, vísifingur um vanga þess fyrir neðan augu, langa- fingur og græðifingur um enni þess, en litla fingur um hinn vangann fyrir neðan augað og þrýstir svo lambinu að ánni með mestu hægð og gefur altaf ofurlít- ið eftir þegar ærin fær hríð (ger- ir sóttarátak), með lausu hend- inni hjálpar hann tií að halda ánni, færa ullarlagða og óhrein- indi frá, o. fl. Mestur styrkur er lagður í þá tvo fingur, sem á enn- inu eru. Eftir að höfuð lambsins er komið inn úr grindarholinu er farið eins að og fyr. Sje lambið orðið mjög bólgið og hálsinn að miklu leyti fæddur, er varhugavert að ýta því að ánni, heldur reyna að láta það fæðast svona, þótt það hafi oft verri af- leiðingar. Er þá fyrst að liðka, sem raunar altaf, kynfæri ær- innar, taka svo í þann fótinn, sem rjettur er, það þjett, að hann rjetti úr bugðunni, sem er á hon- um um olnbogaliðinn, en ýta hon- um svo bráðlega til baka aftur. það íiðkar mikið. Svo reynir mað- ur að ná í skinnið sem neðst á axlarlið þess fótar, sem aftur með liggur, og togar í það upp og aft- ur, upp að dindli ærinnar. Annari hendi heldur maður altaf um háls lambinu, um banalið, og togar lítið upp O'g aftur. Geti maður krækt fingri inn fyrir axlarliðinn og dregið hann upp og að sjer, heyrist oft eins og dimmur smellur, og um leið slaknar mjög mikið á. það er gott, því þá hefir axlarliðurinn smollið upp í grind- arholið, þá má lítið stansa, en láta lambið fæðast svo sem mað- ur vildi koma því í klof ærinnar, en hæ^gir á sjer strax og brjóst- holið er fætt, þar með olnboga- liðurinn. Ef ó-greinilegt lífsmark sjest með lambinu, lyftir maður þessu leyti. Hann neitar að gera kraftaverk þegar hann finnur rjettmæta ástæðu til þess. Ef hann samt sem áður er þrábeðinn, þá lætur hann undan, til þess að launa trú þeirra, sem beðið hafa og þjást. En fyrir sjálfan sig gerir hann aldrei kraftaverk. Margir biðja harm um teikn frá himni til þess að sannfæra þá vantrúuðu um, að orð hans sjeu sannleikur. „það er vond og ótrú kynslóð, sem þráir teikn“, svarar hann, „og annað teikn skal henni ekki gefast en teikn Jónasar spá- manns“. En hvaða teikn er það, sem hann talar þar um. Guð- spjallamennimir, sem skrifa um þetta eftir upprisu Jesú, halda, að Jónas, sem eftir þrjá daga kom út úr kviði hvalsins, eigi að tákna Jesús, sem eigi á þriðja degj að rísa upp úr gröfinni. En þau orð Jesú, sem á eftir fara, sýna, að hann á við annað. „Menn frá Ninive skulu á dóms- ins degi koma fram og fordæma þessa kynslóð; því þeir skipuðust við orð Jónasar. Og sjá, hjer er sá, sem meiri er en Jónas“. Nin- ive-menn heimtuðu ekki tákn: þeir snerust fyrir orð Jónasar. Hinir, sem heyra orð Jesú, en taka ek-ki sinnaskiftum, þótt hann flytji þeim miklu æðri vísdóm en þann, sem Jónas kendi, þeir eru eftirbátar Ninive-manna, eftirbát- bógunum lítið eitt frá bringunni og hreyfir þá fram og aftur, stingur nefi þess, ekki munni, í munn sjer og púar þjett í það, en ekki lengi. Pressast þá slím það, út um munn þess, sem í honum kann að vera. Ef þetta hefir ver- ið endurtekið eftir fæðing þess þrisvar á hálfri annari mínútu án þess að lífsmark sjáist, er lambið í flestum tilfellum dautt. Ekki þarf að taka hverja á með lambsótt og skoða, hvort rjett ber að eða ekki. Hin mikla óró, samtímis lambsóttinni hjá þeim ám, sem hjálpar þurfa við, segir til þess. Jeg hef farið svo mörgum orð- um um þennan lið sauðburðarins, af því, að eitthvað af lömbum drepst á hverju vori á flestum tíæjum, af því að fólk kann ekki, eða áræðir ekki, að hjálpa þótt það sjái, hvað að er, heldur að ær og lamb hafi það af. Hinir hugsa hvorki um það nje annað, sem ekki vilja líta eftir ánum um burðinn. það er undantekningarlítið, að þetta er hjá vænum ám og stór- um lömbum. Lömbin drepast sjaldan af því, að fæðingin taki svo langan tíma, heldur af því, að liðirnir, einkum olnbogaliður, þrengir svo mikið að brjóstholinu, að hjartað stöðvast. Af bólgu um höfuð geta þau drepist eftir að þau eru fædd, geta ekki sogið. þegar lamb hefur drepist und- an á, sem gat hugsað um það og mjólkað því, vilja flestir venja undir hana, -sem kallað er, gefa henni lifandi lamb í staðinn fyrir hið dauða. þektasta aðferðin til þess er að flá belg: af dauða lambinu og færa hið lifandi í feldinn, en til þess eru valin móðurlaus lömb, tví- lembingar, eða tekið lamb frá ein- hverri lítilfjörlegri á. Mistan er látin inn í hús eða stíuð þar af, og lambið — ífært kufli dauða ' lambsins — til hennar. Á hún að þekkja lambið sitt endurlifnað af lykt skinnsins. Er blóði hins dauða lambs stundum núið um höfuð og fætur þess lifanda líka, og á það að vera betra. Oft gengur treglega að fá ána til að kannast við lambið, sem ekki er nema eðlilegt, því að húm, fer svo mikið eftir lyktinni, en eðlileg lykt hverfur starx og rotn- un byrjar í skinninu; auk þess verða lömbin svo þungfær í þessu aukaskinni, geta naumast valdið ar hjáguðadýrkenda og heiðingja. „þið skuluð ekki trúa mjer fyr- ir það eitt, að jeg geri krafta- verk“, sagði Jesús, og „ef þeir ekki sannfærast af orðum Móse og spámannanna, sannfærast þeir ekki heldur, þótt einhver risi upp frá dauðum“. þeir bæir brugðust honum, þar sem hann hafði gert stærst kraftaverk. „Vei þjer, Kor- izan, og vei þjer Betsajda; því ef þau kraftaverk, sem hjá ykkur hafa verið gerð, hefðu verið gerð í Tyros eða Sidon, þá hefu íbúar þeirra fyrir löngu tekið sipna- skiftum“. Allir geta gert verk, sem líta út eins og kraftaverk. Töframenn og loddarar gera þau með blekk- ingum. Maður að nafni Símon gerði á sínum tíma kraftaverk í Samaríu, og lærisveinar Faríse- anna gerðu einnig kraftaverk. En þessi kraftaverk eru marklaus. þau hjálpa ekki til inngöngu í ríkið. „þann dag munu margir segja við mig; Herra, herra, höf- um við ekki spáð í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gert í þínu nafni mörg krafta- verk? Og jeg mun segja við þá; Jeg hef aldrei þekt yk-kur; víkið burt frá mjer, þið sem órjett gerið“. það gagnar ekki að reka út illa anda, ef þú hefur ekki rekið út þann illa anda, sem 1 sjálfum þjer býr. — Af þessum sjer. Oftast þarf sólarhring til þess, að venja undir með skinni, stundum fleiri daga, og kemur fyrir, að það mishepnast alveg. Aðferð sú, sem mjer hefir reynst best, er að láta missuna inn í „stíu“, sem er um 30 þuml- ungar á breidd og 42 á lengd. (þetta er í minsta lagi fyrir stægstu ær, en heldur of stórt fyrir minstu frekjuær). Stían þarf að vera svo vel búin, að ærin geti ekki stokkið upp úr henni, og svo þjett, að lambið geti ekki smogið út úr henni. Tek jeg svo lambið, sem henni er ætlað, helst sama kyns, um lit hirði jeg minna, væti hendur mínar í steinolíu og strýk þeim þannig um alt lambið, nema and- litið, sjerstaklega hnakka, rass, klof, kvið og brjóst, bæti svo olíu í hægri lóf minn, tek ána með vinstri hendi, legg hægri lóf- ann á nef henni og nudda olíu- votri hendinni nægilega um nasir henni og upp undir augu, læt svo lambið til hennar strax, læt það byrja að sjúga og fer svo frá. Ef jeg hefi ekkert lamb, nema stálpað eða frá nægilegri mjólk, læt jeg missuna vera þar, sem hún misti lambið sitt, (þótt það sije burtu), tek lamb það, sem hún á að fá, læ(t það á afvikinn stað, þar sem það getur ekki heyrt eða sjeð til kinda, hvolfi yfir það kassa, læt það ofan í tunnu, eða á einhvern stað, sem það er vel geymt á, en ekki má vera kalt á því. Læt jeg það svo vera þama í klukkutíma, dægur ef lambið er gamalt, læt svo missuna í stíuna, og samlykta með olíu; bæta má olíulykt á hvort tveggja við dægramót, ef þurfa þykir. Jeg veit ekki til að nokkum tíma hafi mistekist að venja und- ir með þessari aðferð, ef alls er gætt, sem að framan er getið. 1 flestum tilfellum er ærin búin að taka. lambið eftir dægur, altaf eftir þrjú dægur, nema ef til vill ef það er stálpað og af öðru kyni. þessi samlyktun hefur það fram yfir aðrar aðferðir, sem jeg þekki, að fljótara er að venja undir, að skifta má á litlu lambi og stóru, svörtu og hvítu, að eng- in hætta er hinu lifandi lambi af veiki þeirri, sem hinu varð að bana, nema hún stafi frá móð- urinni, og að engin þörf er að finna hið dauða lamb, til annars en að verka skinn þess sem versl- unarvöru. Sá maður, sem gætir fjár um sauðburðinn, þarf altaf að hafa sökum leiddi Jesús sem mest hjá sjer að gera kraftaverk. Og þegar hann gerði þau, bað hann oft um, að því væri leynt. En hann, sem var kominn til þess að hjálpa öll- um, sem bágt áttu, gat ekki neit- að trúuðum sjúklingum um bfen- heyrslu. Svarið til Jóhannesar. Jesús læknar, en ekki að hætti töfra- mannsins og særingamannsins. Hann notar ekki töfrastafi, sær- ingaþulur nje neitt annað því likt. Hann ákallar hvorki guði yfir- heima nje undirheima til hjálpar sjer. Vilji hans einn er fullnægj- andi ásamt trú þeirra, sem hjálp- arinnar beiðast. Við þá alla segir hann: „Trúir þú, að jeg geti gert þetta?“ Og þegar lækningin hefur farið fram, segir hann: „Far þú, trú þín hefur frelsað þig“. Jesús lítur á kraftaverkið eins og árang- ur af átökum tveggja góðra vilja, sem orðið hafa samtaka, eins og árangur af sameining tveggja kraíta, trúarvissu þess, sem hjáipar og hins, sem verður fyrir hjálpinni. „því sannarlega segi jeg yður: Ef þjer hefðuð trú eins og mustarðskom, gætuð þjer sagt við fjallið: flyttu þig, og það mundi flytja sig; og ekkert væri yður þá ógerlegt. Ef þjer hefðuð trú eins og mustarðskorn, gætuð þjer sagt við mórberjatrjeð: ríf bú þig upp með rótum og gróður-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.