Lögrétta


Lögrétta - 12.05.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.05.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 8 poka á hlið sjer, festa með reim upp um öxlina, (líkt og grasa- fólk tínupoka sinn, en grynnri). Ef hann þarf að færa lamb til eða bera það heim, læitur hann það í pokann, getur svo farið fullum fetum ferða sinna og gert það, sem gera þarf með höndunum. Aldrei má bera unglamb á hand- legg sjer, það kýtir þau, ekki lyfta þeim öðru vísi en á fram- fótum eða herðaskinni. Betra er að vera hundlaus og fara alla króka sjálfur, en að hafa þann hund, ;sem er sígeltandi, ýflrandi, eða býtur í hælinn. þeir verða fremur til skaða en ábata. Best er að velja líflömb fyrir næsta vetur um sauðburðinn. pau lömb, sem eru þjettholda og ákveðin í hreyfingum nýfædd, eru gædd meiri lífsskilyrðum, heldur en þau, sem eru fædd lausholda og óstyrk í hreyfingum. Hin lausbygðu lömb gjöra meiri kröfu til móður mjólkurinnar, ef hún er nóg, verða þau aftur gerfismikil um fráfærur, stór og bústin að haustinu sem dilkar, en sem graslömb (fráfærningar) mögur og ljeleg. Feður vorir nytkuðu ær sínar á sumrin, skáru ljelegustu lömbin á haustin og drápu Ijelegasta fjeð úr fóðurskorti í mörgum árum, enda var fje þeirra kvillafátt og neytslugrant, en afurðasælt. Nú láta flestir ær sínar ganga með dilk, velja líflömb af handa- - hófi á haustin, oft þau, sem rúa mikið. Lausbygðu lömbin verða oft mörg í þeim hóp. Lúðvík Jónsson skrifaði grein í Vörð nýlega, 13. tölublað, með yfirskrift „Um ormaveiki í sauð- fje og ráð við henni“. Hún byrjar þannig: „Oft hefi jeg heyrt gamla fjár- menn tala um það, hvað fjeð sje orðið óhraustara eða kvillasamara en áður var og vandfóðrað, enda þótt meðferð á því sje miklu betri nú en fyrrum“.*) þetta er satt, eftir sögn. Gam- all og merkur bóndi sagði svo að jeg heyrði veturinn 1922, að hann eyddi alt að því helmingi meira *) Úr því að jeg nefni grein Lúð- víks Jónssonar, vil jeg geta þess, að orma í meltingarfærum sauðfjár mun mega drepa með því að væta tóbak í steinolíu og gefa það líkt og við skitu, með þriggja til fjögra daga millibili, tvisvar eða þrisvar sinnum. Munntóbak reynist mjer best. fóðri í hverja kind nú, en fyrir 30 árum. „Og hef þó ekki ekkert meiri arð“, bætti hann við. þessi mikla fóðureyðsla fram yfir það, sem áður var, skiftist í marga samtvinnaða þæjtti. Einn af þeim er handahófsvalið á líf- lömbunum, en bætt meðferð gerir þeim ljelegri fært að ná fullorð- insaldri og auka kyn sitt. Af því leiðir fleiri eyðsluliði, meðal ann- ara þann, að með miklu húsfóðri tapar fjeð sjálfsbjargarhvötinni, sem er þýðingarmikill liður til fóðurspamaðar og afurðagjafar. Bændur og fjármenn, munið eft- ir uppskerutímanum! Akuryrkju- bóndinn safnar sjer sáði til næsta árs af bestu kornöxunum, og not- ar svo aðeins það besta af þeim, hitt fer á markaðsborðið fyrir nauðsynjar. Gjörið slíkt hið sama, og mun það vel reynast, en kastið þeirri firru, að aukin fóðurgjöf ein auki afurðagjöf fjárins. Stóra-Núpi í apríl 1926. Guðmundur P. Ásmundsson (frá Svínhóli). ----o--- Þingtíðindi. Veðdeild Landsbankans. þingið hefir samþ. lög um heim- ild fyrir veðdeild Landsbankans til að gefa út nýja flokka (serí- ur) bankavaxtabrjefa, og skulu teknar hjer upp nokkrar greinar þeirra: 1. gr. Veðdeild Landsbankans skal vera heimilt að gefa út bankavaxtabrjef, alt að 10 milj- ónum króna. Vaxtabrjefunum má skifta í flokka, og nefnist sá þeirra, er fyrst kemur til fram- kvæmda, 5. flokkur veðdeildar- innar og hinir í áframhaldandi töluröð þar á eftir. Fjármálaráð- herra ákveður, hvenær hverjum flokki skuli lokið, er stjóm Lands- bankans hefir gert tillögur um það. Heimilt er, með samþykki fjármálaráðherra, að hafa 2 flokka með mismunandi vöxtum starfandi í senn. En eigi má hvor flokkur þá vera stærri en 3 milj- ónir króna. Fyrstu fjögur árin, eftir að 5. flokkur er settur á stofn, veitist tillag til þessara veð- deildarflokka úr ríkissjóði, 8000 kr. á ári. 6. gr. Fje veðdeildarflokkanna má lána gegn veði í jarðeignum, erfðafestulöndum og húseignum með lóð í kaupstöðum og verslun- um því aðeins, að þæjr sjeu vár trygðar 1 vátryggingarstofnun, er bankastjórnin tekur góða og gilda. Lánsupphæð má ekki fara fram úr 3/4 af virðingarverði fasteign- arinnar. Ennfremur er heimilt að veita lán bæjar-, sýslu- og sveita- fjelögum. 7. gr. Eignir þær, sem veðdeild- arflokkamir taka að veði, skal á kostnað lánþega virða á þann hátt, er nánar verður tiltekið í reglugerð fyrir flokkana. 1 reglu- gerðinni má meðal annars ákveða, að stjórn Landsbahkans megi nefna til þá menn, er virða skuli veðin, og að hreppsnefnd eða bæjarstjóra, sú er í hlut á, sam- þykki virðinguna. Svo skal lán- takandi, að minsta kosti á hverj- um 5 ára fresti, meðan lánið stendur, sýna skírteini, sem bankastjórnin tekur gild fyrir því, að veðið hafi eigi rýrnað í verði, svo að veðdeildarflokknum geti verið nein hætta búin. Láti lántakandi farast fyrir að senda bankastjórn Landsbankans þetta skírteini, má stjóm bankans láta skoðunargerð af innanhjeraðs- mönnum fram fara á kostnað lán- takanda. 8. gr. Lántakendur veðdeildar- flokkanna skulu, auk þess að bera ábyrgð á sínum eigin skuldum, ábyrgjast sameiginlega (in so- lidum) skuldbindingar hvers flokksins, þó eigi meira en 10% af því, sem lán þeirra námu á síðasta gjalddaga, áður en taka þurfti til ábyrgðarinnar. Skal í reglugerð deildarinnai ákveða, hvenær grípa skuli til þessarar sameiginlegu ábyrgðar og hvernig henni að öðru leyti skuli vera fyrir komið. 9. gr. Eigi má lána nema gegn 1. veðrjetti. Minsta lán skal vera 300 kr„ og skulu lán jafnan standa á hundraði króna. Láns- tíminn má vera alt að 40 árum, sje veðið jarðeign eða vandað steinsteypuhús eða steinhús, og alt að 30 árum, sje veðið vandað timburhús. Sje lánið bæjarlán, sýslulán eðá sveitarlán, skal því lokið á eigi lengri tíma en 40 árum. 10. gr. Lán þau, sem veðdeildin veitir, má hún greiða í banka- vaxtabrjefum sínum eftir ákvæð- isverði þeirra, en lánþegi hefur rjett til að heimta, að banka- stjómin annist um að koma vaxtabrjefunum í gjaldgenga peninga endurgjaldslaust, ef þess er kostui, en borga verður hann kostnað þann, sem af því leiðir, og verðfall. Einkasala á sfld. Neðri deild hefur samþykt laga- frv. um einkasölu á síld og er talið líklegt, að það nái einnig samþykki í efri deild. Aðalefnið er þetta: 1. gr. Ef eigi færri en 20 þeirra manna, er á síðastliðnu ári ljetu salta eða krydda sfld til útflutn- ings, eða gerðu skip út á sfld- veiðar, eða ætla að stunda slíka atvinnu á yfirstandandi ári og leggja fram gögn fyrir, stofna fjelag í þeim tilgangi að sjá um hagkvæmari sölu síldar á erlend- um markaði, þá er ráðherra heim- ilt að veita slíku fjelagi einka- sölu á síld til útflutnings, enda samþykki ráðherra lög fjelagsins. 2. gr. þegar fullnægt er skil- yrðum 1. gr„ er öllum, sem salta eða krydda síld til útflutnings, skylt að láta fjelagið sjá um söluna, enda er þá og óheimilt að salta eða krydda síld til útflutn- ings í skipum í landhelgi. 3. gr. Allir, sem gera út skip á síldveiðar, eða fást við að salta eða krydda síld til útflutnings, eiga rjett til að verða fjelags- menn. 4. gr. öll síld, sem fjelags- stjórnin selur, skal seld fyrir sameiginlegan reikning, þannig að árlega fær hver eigandi sfldar sama verð fyrir samskonar vöru að gæjðum. 5. gr. Að fengnum tillögum fje- lagsstjómarinnar, setur ráðherra með reglugerð eða reglugerðum nánari ákvæði um síldarsöluna, greiðslu andvirðis síldarinnar og alt annað, sem að framkvæmd- um lýtur í þessu efni, eftir því sem þurfa þykir. Heimilt er fje- lagsstjóminni að banna að salta eða krydda síld til útflutnings frá 15. mars til 25. júlí ár hvert, enda skal bannið auglýst með að minsta kosti mánaðar fyrirvara. 6. gr. Fjelagsstjóminni er heim- ilt að ákveða fyrir eitt ár í senn hve mikla síld megi krydda og salta til útflutnings. Einnig er fjelagsstjóminni heimilt að selja innanlands þá síld, er hún telur eigi tilvinnandi að flytja út. 7. gr. Allur kostnaður, sem er samfara síldarsölunni, greiðist af andvirði síldarinnar, og má setja nánari ákvæði um þetta í reglu- gerð. 8. gr. Stjóm fjelagsins skal skylt að gera árlega tilraunir til þess að útvega nýjan markað fyrir síld, og skal í þessu skyni öelja utan Norðurlanda alt að 5% af útfluttri síld á ári hverju, þótt settu þig í hafinu; og það mundi hlýða yður“. þeir, sem engu trúa, fullyrða, að enginn hafi slíkt vald og að Jesús sje svikari. í guðspjöllunum eru kraftaverk- in táknuð með þremur orðum: kraftar (dinameis), undraverk (perata) og teikn (semeia). þeir sem líta á þau með Messíasar spádómana í huga, skoða þau sem teikn; þeir, sem eru vitni að þeim, líta á þau sem undraverk. En Jesús lítur eingöngu á þau sem krafta, dinameis, — sigrandi gneista frá yfirmannlegu valdi. Lækningar Jesú er tvenns konar. þær eru ekki aðeins líkamlegar, heldur og andlegar. Og það eru hinir andlegu sjúkdómar, sem hann vill lækna, svo að himnaríki megi grundvallast hjer á jörð- unni. þeir sjúkdómar, sem Jesús læknar, eru einkum: djöfulæði, magnleysi, holdsveiki, blinda og heyrnar- og mál-leysi. Djöfulæði er hið gamla nafn á sinnisveiki og brjálsemi. Jafnvel Aristóteles trúði því, að illir andar tækju sjer bústaði í mönnum. það var al- menn skoðun, að brjálaðir menn, tunglsjúkir, þeir, sem þjáðust af niðurfallssýki, eða geðveiki, væ|ru undir áhrifum illra anda. Og hinar margbreyttu skýringar nú á tím- um á þessum sjúkdómum afsanna ekki, að þessu sje oft og tíðum svona varið. En skoðanir manna á sálarsjúkdómunum, bæði lærðra manna og almennings, lágu sjer- lega vel fyrir Jesús, til þess að nota dæmi þaðan í kenningum sínum. Hann vildi stofna guðsríki, en eyðileggja ríki satans. það var því í verksviði hans, að reka út illa anda. Hann lagði ekki áherslu á, að greina í milli, hvort sálar- lífstruflunin væri manninum sjálf- um að kenna, eða þar væri um verulegt djöfulæði að ræða. En líkamlegir og andlegir sjúkdómar eru hliðstæðir og í raun og veru skyldir. Æðisgenginn og tryltur máður á mikið skylt við hinn niðurfallssjúka, sá hugarsljóvi við þann lamaða og magnlausa, sá óhreini við þann holdsveika, sá blindi við þann, sem ekki getur greint sannleikann, sá heymar- lausi við þann, sem ekki vill heyra sannleikann, og sá frelsaði eða læknaði við þann endurvakta. þegai- Jóhannes sendi úr fang- elsinu tvo lærisveina sína til Jesú og ljet spyrja, hvort hann væri sá, sem koma ætti, eða, hvort vænta skyldi annars, svaraði Jesús: „Farið og segið Jóhannesi hvað þjer heyrið og sjáið: blindir fá sýn, haltir ganga, líkþráir hreins- ast, daufir heyra, dauðir upp rísa og fátækum eru guðspjöllin boð- uð“. Jesús telur þama upp án að- greiningar fagnaðarboðskapinn og kraftaverkin. það eru verk, sem eru í sama skyni unnin. Hann á við, að hann læjkni líkamleg mein manna til þess að hugir þeirra verði móttækilegri fyrir fagnaðar- boðskapinn. þeir, sem ekki sáu áður sólarljósið, sjá nú ekki ein- göngu það, heldur einnig ljós sannleikans. þeir, sem ekki gátu áður heyrt mál mannanna, heyra nú ekki einungis það, heldur og rödd guðs. þeir, sem áður voru óðir af áhrifum satans, em nú lausir við hann o. s. frv. þetta eru vitnisburðir þeir, sem jeg hef fram að leggja. Jesús er læknir og frelsari. öll hans verk eru unnin í þjónustu heilbrigðinnar, kraftsins, hrein- leikans og frelsisins. Hann er hamingjunnar spámaður. Talitha Qumi. „Dauðir upp rísa“. þetta er eitt af táknunum, sem eiga að færa Jóhannesi í fangelsinu heim sanninn um það, hver Jesús sje. En guðspjalla- mennimir segja frá þremur upp- risum, sem eru sögulegir atburðir, staðfestir af skýrum orðum sjón- arvotta. Jesús hefur vakið þrjá menn upp frá dauðum, ungan mann, barn og einn vin sinn. Jesús var á leið inn í Nain, hinn fagra bæ, sem stóð efst á lítilli hæð skamt frá Nazaret, og mætti þá líkfylgd. Ungur maður, sonur ekkju einnar, var borinn til graf- ar, Ekkjan hafði fyrir skömmu mist mann sinn, og þetta var einkasonur þeirra. Nú var hann líka dáinn. Jesús sá móðurina í hópi nokkurra kvenna í líkfylgd- inni, og hún var harmþrungin og grjet. Hún hafði mist alt og var nú einstæðingur. Jesús komst við. — „Gráttu ekki“, sagði hann. Svo gekk hann að líkbörunum og snart þær. Ungi maðurinn lá þar með hjúp yfir sjer, en andlitið var bert. þeir, sem báru, námu stað- ar. Allir stóðu þögulir. Móðirin hætti að gráta og starði á þetta, eins og aðrir. „Ungi maður“, sagði Jesú, „stattu upp, jeg segi þjer að gera það. Nú er ekki Iengur tími til hvfldar. þú sefur þarna rólega, og móðir þín er frá sjer numin af sorg. Stattu nú upp!“ Og ungi maðurinn hlýddi, reis upp á bör- unum og fór að tala. „Og Jesús gaf hann aftur móður hans“. öðru sinni, er Jesús kom úr ferð til Gadara, kastaði maður sjer fyrir fætur honum. Maður- inn hjet Jair, dóttir hans var að dauða komin, og þótt hann væri safnaðarformaður, trúði hann á Jesú og bað hann hjálpar. Og Jesús sagði við föðurinn: „Ótt- astu ekki, trú þú, og henni skal verða bjargað“. þeir gengu svo saman heimleiðis til Jairs. En á miðri leið kom maður af heimil- fyrir lægra verð sje en fáanlegt er á venjulegum markaðsstöðum. Nú þykir þörf á að reyna nýja meðferð sfldar til útflutnings á nýja markaði, og getur þá fjelags- stjómin látið framkvæma þetta á kostnað fjelagsins. 9. gr. Heimili fjelagsins og varnarþing skal vera á Akureyri, og þar skal að minsta kosti einn maður úr stjórn fjelagsins vera búsettur. 10. gr. Fjelagið er ekki útsvars- skylt, enda greiðir það sfldareig- endum árlega alt andvirði síldar, að frádregnum kostnaði. Fjárlögin. þau eru nú samþykt af þinginu. Nd. breytti engu í þeim, er þau komu til hennar aftur frá Ed. Tekjur eru áætlaðar kr. 10,834,- 134,00, en gjöld kr. 11,109,646,80. Tekjuhalli kr. 275,512,80. Af tekjunum eru skattar og tollar 10,320,000 kr„ tekjur af fasteignum 35,100 kr„ tekjur af bönkum og vaxtatekjur 325,000 kr. og óvissar tekjur 154,034 kr. — Útflutningsgjald er áætlað 1 milj., áfengistollar (þar með öl og gosdrykkir) 650 þús„ tóbaks- tollar 750 þús„ kaffi og sykur- tollar 1 milj., vörutollar 1 milj. 375 þús„ verðtollar 850 þús„ símatekjur 1. milj. 300 þús. Af gjöldunum nema greiðslur af lánum rikissjóðs og 100 þús. kr. framlagið til Landsbankans samtals 1,639,977 kr. Af innlend- um lánum em vextir 186,831 kr„ af dönskum lánum g55,501 kr. og af enska láninu 190,386 kr. Vext- ir samt. 632,718 kr. En afborganir af innl. láhum 264,589 kr„ af dönskum lánum 599,682 kr. og af enska láninu 42,988 kr. Afborgan- ir samtals 907,259 kr. Borðfje konungs er 60 þús„ Al- þingiskostnaður 195 þús. og yfir- skoðun landsreikninga 4800 kr. Til ríkisstjómar (stjómarráð, hag- stofa, utanríkismál) eru áætlaðar 322,500 kr. þar af er kostnaður við sendiherraembættið í Khöfn 62 þús. kr. og kostnaður við sam- bandslaganefnd 6500 kr. Til dómgætslu og lögreglu- stjórnar eru veittar 877,178 kr. þar af kostar hætstirjettur 58,450 kr„ bæjarfógetaembættið í Rvík 35,388 kr. og lögreglustjóraem- bættið í Reykjavík 74,140 kr„ landhelgisgætsla 250,000 kr. Til læknaskipunar og heilbrigð- ismála eru veittar 945,639 kr. þar af kostar Lauganesspítali 73,020 kr„ Kleppsspítali 66,525 inu móti þeim og sagði við Jair: „Dóttir þín er dáin, svo að ástæðu- laust er að ómaka meistarann lengra“. En þeir hjeldu samt á- fram til heimilis Jairs. Utan við húsið voru söngmenn og fleira fólk og var þar háreysti. En inni í húsinu vom konur og skyldmenni. „Víkið frá“, sagði Jesús, „og grát- ið ekki. Barnið er ekki dautt, heldur sefur það“. Hann gekk inn í herbergið, þar sem bamið var, ásamt þremur lærisveinum sín- um og foreldmm þess. Hann tók hönd bamsins og kallaði: „Tal- itha Qumi!“ — þ. e. Litla stúlka, stattu upp! Og undir eins reis stúlkan upp og gekk um herberg- isgólfið. „Hún var tólf ára“, bætir Markús guðspallamaður við frá- sögnina. En hún var máttlítil, eft- ir margra daga sjúkdóm, og Jes- ús bað um að henni væjri undir eins gefið að borða. Hjer var ekki um að ræða sýnilegan anda eða afturgöngu, heldur lifandi líkama, sem vaknaður var aftur til lífs- ins. Lasams var góður vinur Jesú. Jesús hafði oft borðað í húsi hans í Betaníu með honum og systrum hans. Einu sinni veiktist Lasams og Jesú vom send boð til þess að láta hann vita um þetta. „það er ekki banvænn sjúkdómur“, svar- aði Jesús, og sat enn í tvo daga

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.