Lögrétta


Lögrétta - 18.05.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 18.05.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 við vildum verða öllum góðum málefnum og mönnum að liði. III. pað er sagt um Eirík rauða, er hann fann Grænland, að hann valdi landinu gott nafn svo menn fýsti fremur þangað. Sama hefur víst oft vakað fyrir þeim, er valið hafa nöfn hinum politísku flokk- um hjer. En nöfnin sjálf á flokk- nnum eru nú enn hjá okkur oft ekki annað en auglýsing, gylling eða fallegur miði, t. d. eins og flöskumiði. það er kunnugt, að þeir segja ekki ætíð til um inni- lialdið. Og það má bæði skifta um miðana og innihaldið. Oft er látið Ijelegt vín á flösku með fallegum miða. En það er oft býsna mikið lagt upp úr þessum nöfnum, og valda þau jafnvel hörðum deilum. Góð og gild ísl. orð eru teygð úr öllu lagi, og jafnvel misþyrmt svo, að glæpsamlegt væri talið, ef um lif- andi veru væri að ræða. Orðið „íhald“ hefur mætt þar einna vestri meðferð. í einu blaðinu er það talið svo „ljótt orð“, að þjóð- in hafi um 200 ár blygðast sín fyrir að nefna það, og ekki gert það fyr en á þessum síðustu og verstu tímum! Sjálfsagt hefur nú það orð fengið sama hljóm í eyr- um sanntrúaðra Framsókn-manna og nafn höfuðfjanda mannkyns- ins, og þeir láta líkl. ekki hjálíða að signa sig, þegar það er nefnt, eins og gömlu mennirnir gerðu. En hvaða regin-djúp er það sem skilur hjer? Ihaldsflokkurinn hef- ur ekki nema stutta stefnuskrá. það er annarsvegar viðrjetting fjárhagsins o;g gætni í fjármálum og hinsvegar frjáls verslun og sem mest athafnafrelsi. Jeg hef ekki heyrt að Framsóknarflokkur- inn vildi ganga á móti þessu. Enda sýnist mjer stefna þessi vel sæma frjálslyndum flokki, og mun vera á stefnuskrá þeirra flokka hjer í álfu og vestan hafs. Frjáls versl- un hefur verið stórt stefnuskrár- atriði frjálslyndra flokka í bretska ríkinu um heila öld, eða meira. Framsóknarflokkurinn beit- ist aftur fyrir eflingu atvinnu- vega, sjerstaklega landbúnaðar, alþýðumentun og samvinnumál- um. það er víst fjarri því, að hinn flokkurinn vilji ganga á móti þesstum málum. Um hvað er þá deilt? Um það þarf að vísu ekki að spyrja þá sem blöðin lesa. Einna munntamast sýnist það ætla að verða, hvernig eigi að mjólka þessa nythæstu kú, ríkis- sjóð. En þar sem annar flokkur- inn hefur gefisit þar upp, fyrir löngu, og virðist sætta sig við það mjaltalag, sem hinir vilja „halda í“, sýnist þessi deila ekki geta lifað mikið lengur. En auð- vitað má æfinlega finna eitthvað upp, ef endilega á að búa til djúpa gjá og víða, þar sem æittu að vera grænar grundir. Jeg hygg að slíkt starf hefði ekki verið þeim þóknanlegt, Tóm- asi Sæmundssyni og Jóni Sigurðs- syni forseta, eða jafnvel að þeir hefðu ekki skilið það. Jeg held nú, að enginn maður sje svo fróður eða vitur til í land- inu, að hann geti sagt um hvemig íhald og framsókn skiftist í þess- um flokkum, sjeu þessi orð rjett skilin, eða eins og gömlu flokkar menningarlandanna hafa mótað þau. Og mjer sýnist vel á því fara, að um leið og þessir flokk- ar skifta um völd, þá skifti þeir einnig um nöfn. því það mun nú oftast vera svo, að flokkar þeir, | sem mikið hafa látið yfir sjer, og t fyrir það komist að völdum, hafa orðið að lækka seglin, og gerast íiialdssamari en áður, eða jafnvel í orðið að jeta flest ofan í sig, er ; þeir hafa áður sagt. Mjer hefur nú fundist — þó jeg hafi ekki enn komist upp með það, í þessu mikla framsóknarskrafi bænda — að íhaldsnafnið sæmdi okkur flest- um betur, — ef nokkur nauðsyn er til, að kalla okkur nokkuð ann- að en bændur eða bændaflokk. Og með því nafni, og undir forystu okkar bestu bænda og mentuðustu hefði stjettin sennilega getað skipað sjer, að mestu óskift, í f!okk, þó minna hefði látið yfir sjer og unnið á nokkurn annan hátt en Framsóknarflokkurinn. Miklar og örar breytingar eru þeim ekki hollar. Bændur þurfa að halda fastara en aðrir við gaml- ar venjur og siðu, er forn menn- ing og staðhættir hafa skapað. þeir hafa enn margji verðmætis að gæta, er ekki má týnast. þeir áttu að vera kjölfestan í stjórn- málunum. Svo kvað Jónas Hall- grímsson til bænda, er alþing hið nýja var reist: „Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður“. í þessu sambandi þarf jeg ekki íið minnast yngsta og fámennasta flokksins: Jafnaðarmannafl., er vel getur vaxið hinum yfir höfuð með tímanum, því hann er senni- lega heilsteyptur, og ber víst nafn með rentu. Auk þess á hann víst ítök í báðum flokkunum, og hjá flokksleysingjum, en þess er að vænta, að stjettadráttur og flokkarígur spilli ekki til lengdar fullri þátttöku þeirra (jafnaðar- manna) í samvinnumálum, sem að minni meiningu hafa þess mest þörf, af öllum stjettum. IV. Askur Yggdrasils. Svo segir í Gylfaginning: Ask- urinn er allra trjáa mestur og bestur. Limar hans dreifast um heim allan, og standa yfir himni. Rætur trjesins standa afarbreytt. Ein er með Ásum, önnur með hrímþursum........þriðja rót asksins stendur á himni, og undir þeirri rót er brunnur er mjök er heilagur, og heitir Urðarbrunn- ur“. Enn er þar brunnur „er spekt og mannvit er í fólgit“ og heitir Mímisbrunnur. Mjer fanst ungum, að gott mundi að búa undir þessu trje. Fyrir mörgum árum síðan, í öðru landi, heyrði jeg fyrirtaks- ræðumann flýtja erindi á fjöl- mennum fundi samvinnumanna. þar líkti hann fjelagsskap þeirra við þetta mikla trje. Hann kvað þann fjelagsskap hafa teygt ræt- ur sínar vítt um heim, og jafnvel til þeirra, er kalla mætti hrím- þursa mannkynsins. Undir limum | þesisa trjes væri nú allri alþýðu j manna og öllurn stjettum búið ! skjól, þar sem gróið gætu hinir ; fegurstu ávextir menningar og manndáða. Mjer fanst mikið til um ræðuna og líkinguna. Hún hefur mótast í huga minn, myndin af þessu mikla trje, en það er þó ekki nema lík- ing. Vandlifað mun nú undir þessu trje, og eigi munu nú gróa „akrar ósánir“. Jarðveginn þarf að undir- búa. Og þó að það verk sje hafið, er minstu af því lokið. það er enn kynslóða verk. Mennirnir eru mótaðir af öðru skipulagi, frá fyrstu tímum menningarinnar. Upplýsingar- og uppeldisstarfið er því sett aðalstarfið. það er því mest undir þeim komið, sem jarð- veginn undirbúa, og síðan sá í hann. Til þeirra verður að gera eins háar kröfur og prestanna, enda eigi utan við þeirra hlutverk að mörgu leyti. þeir menn mættu eigi öðrum guðum þjóna. Mjer mun máske svarað því, að þessu starfi hafi ætíð verið sint hjer og aldrei meira en nú. En jeg segi, að einn sterkasti þáttur- inn sje slitinn, og hinum sje hætt. Að meðal hveitisins vaxi illgresi svo mikið, að við búið sje að kæfi hið góða sæðið, og svo búið megi ekki standa. Jeg beini nú þessu máli til að- alfundar S. I. S. Nú verður að taka á því fastari og betri tökum en áður. það sem sýnist liggja fyrir að gera, og hægt er að gera er þetta: Sambandið gefur út mánaðarblað, eða rit sem kemur út með hverjum pósti og dreifist um landið. það gefur sig eingöngu við samvinnumálum og viðskifta- málum. það fræðir um alt, sem kemur við Sambandinu og fjelags- málunum hjer, flytur fræðslu um þau mál víðsvegar að úr heimin- um, flytur hvetjandi og vekjandi greinar í sem flestum blöðum og ekki síst, tekur til umræjðu áhuga- mál og framtíðarmál samvinnu- manna. Almennar verslunarfrjett- 1 ir á það líka að flytja. Jeg sje ' ekki betur, en að það sje all-til- finnanleg vöntun á öllu þessu eins og er. Rit fjelagsins, sem nú er nefnt Samvinnan, sem að mörgu leyti er gott rit, það sem j það nær, kemur of sjaldan út, og óreglulega, og þar að auki breiðir sig yfir alt of mikið, en kemur of lítið að eiginlegum samvinnumál- um. Ef Sambandið vill spara útgáfu sjerstaks ársrits, sem verður samt að birtast í einhverri mynd, gæti komið til mála að það hjeldi á- fram að gefa út ritið „Samvinn- an“, gæti ársskýrsla sambandsins birst þar. Lýk jeg svo máli mínu í því trausti, að Sambandsfundur snúi nú þegar þessu máli til betri veg- ar en er, á einn eða annan hátt, og þá helst eins og hjer er bent á. — Jeg hef með ásettu ráði ekki verið neitt myrkur í máli í þess- ari grein. Jeg hef viljað opna sem flestar dyr og glugga, og hleypa inn nokkru lofti og ljósi. Ef til vill hef jeg gert það nokkuð harkalega, en ekki hef jeg ætlað að meiða neinn. Ærlækjarseli 8.—10. mars 1926. Jón Jónsson Gauti. Meginhluti þessa erindis var fluttur að Skinnastað þ. 14. mars þ. á. á búnaðamámsskeiði sem samvinnumenn úr þremur hrepp- um sóttu, og var all-fjölment. J. J. G. SORGIN. Sorgin er stundum eins nauS- synleg fyrir mannssálina eins og skúr á vordegi fyrir nýútsprungna rós, sem er að þrotum komin að berjast við þurk og kaldrana storma. þá skýtur hún út nýjum frjóöngum, sem vaxa á leyndum stað, sem getur orðið að þroska- ríkri jurt með bikar fullan af blómfræi og knappa með björtum blöðum, sem breiða sig út, að veita veiku og lágvöxnu lífi lið og skjól og skuggsvala. þegar sálin er mett af skúrum sorgarinnar, þá gefur hún frá sjer ilm þann, sem leggur upp að hásæti þess sem aldrei átti synd í annars vasa. Sorgin hreinsar svo hið andlega eiturloft, að alt hið kæfandi um- hverfis ryk hverfur svo að hið móðukenda mosk sem legið hefur eins og farg á lífsmeið og gert hann úfinn og ósjálegan, verður að engu, en hann hreinn eins og fjallið sem kemur fram undan þrumuskýi og baðandi ljósgeislar leikaum. þegar skúrin er liðin hjá, koma hoppandi Ijósálfar fram á hverja fjallsbringu og eins og kall- andi veifa ljósum tröfum til allra þeirra er sjá og heyra. Og þá er það, að himininn fellir fegins tár yfir nýbaðaðri fölskvalausri sál, sem á ný hefur sameinast ljós- magni því sem tendrar upp lífs- ins glæfður og leiðir sigur lífsins upp að brunnum þeim sem alt af vex í þegar glæður lífsins tendr- ast á ný. ó þú djúpa sorg, sem drekkir öllum áhyggjum niður í gleymsk- unnar haf, sem varpar eiturfargi af tilfinningsljófri sál, svo að hún rjettist við aftur eins og jurtin unga sem bæld hefur verið niður af þungum fótum. ó, þú þögula sorg, sem bælir niður hina rís- andi boða í ástríðu róti mann- legra tilfinninga, sem að lægir storma á hafi framhleypninnar og fjötrar æstar öldur ásælnis og eigingimi. Sorgarperlan er öllum perlum dýrari, því sje hún geymd á leyndum stað, gerir hún alt uppljómað í kringum sig svo að ekkert óhreint fær þar viðnám. Og þú lamandi sorg, sem hrekur í burtu óheilindin og ruslugar hugsanir, svo að hin sanna sjón skýrist. þá er það, að ljósheimar opnast og æðri ljóshöf vefjast um hreina hraðfleyga sál, sem lyftir sjer upp yfir höfin breiðu og drekkur af ósýnis græðandi lífgjafa lindum. ól. ísl. hefja að reisa hana á gröí postul- ans mikla. Valentian II. og Hon- orinus juku hana og prýddu mjög, og enn er henni ekki alveg að íullu lokið. Fimm eru skip hennar Og að lengd er hún 120 m. en 60 m. bjreið. Mest finst mjer um miðskipið. Gólf þess er úr gljá- fægðum mislitum marmara, en í því speglast 80 höfðiprýddar granítsúlur, sem greina í sundur skipin. Yfir þeim er listi með sporöskjulöguðum andlitsmyndum allra páfa er setið hafa á Pjeturs- stóli. Nær sá listi inn í þver- skipið, enda eru myndirnar 265 að tölu. Síðan taka svo við „Fresko“-málverk, en alt loftið er útskorið og prýtt litum. Fyrir enda miðskipsins, sitt hvoru meg- in við sigurbogan skreyttan stein- málverkum, eru líkneski postula- höfðingjanna Pjeturs og Páls. Alt ljós þessarar kiikju kemur að ofan og varpar ótal blæbrigðum á hvern hlut. Enginn annar en sá, sem þar kemur, getur látið sig dreyma um hátíðleikann, feg- urðina, tignina og lotninguna, er þar ríkir. Og fáir trúi jeg að fari þaðan án þess að hafa knúðst til bænar, og lofsungið guði, því þarna er andi hans svo að segja áþreifanlegur. í þverskipinu er hvert steinmálverkið öðru fræg- ara og dásamlegra, en þó finst mjer minna um það en miðskipið. þaðan liggur leið í gegn um kapellu foma út í draumfagran blómagarð, sem umluktur er skrautlegum súlnagöngum, sem minna á Benidiktsgarðinn við Jó- hannesarkirkj una. Sama dag og við skoðuðum San Paoli fuori le mura gengum við dálítið um katakomburnar. það eru hinir fomfrægu neðanjarðar- grafreitir. Eru þeir þannig gerðir að beggja vegna djúpra jarð- gangna eru smáklefar, þar sem líkin liggja. Göng þessi eru afar- löng og í ótal hugðum og krók- um, svo það tekur marga klukku- tíma að fara um þó ekki sje nema nokkur þeirra. Munkar gæta katakombanna, og eru víst þeir einu, sem rata um þær. Einn þeirra fylgdi okkur. Hann var ljúfur og greindarlegur. Hvert okkar fjekk þvengmjótt kerti, sem við kveiktum á er niður kom í göngin, en munkurinn gekk á undan og lýsti með sínu, er var vafið upp á prik. Skuggaleg voru göngin og þröng, ýmsum var jafnvel ekki um sel þar niðri, er þeir sáu leifar af líkum og beina- grindum. En flestir hafa þó ef- laust verið fullir lotningar, er þeir hugsuðu um að hjer var lengi vel eini griðastaður kristinna manna til þess að tala um Drottinn sinn og lofa Guð. Er það vani að syngja sálma, er gengið er þar um, en ekki fengust förunautar mínir til þess, og þótti mjer það miður, því aukið hefði það á há- tíðleikann, og átti best við. því aðrir en pílagrímar eiga ekkert erindi um katakombumar. Ýms bænahús eru þar, og kaþólskir eungu þar margar messur daglega þetta árið. Hafa þær vart verið mönnum til minni uppbyggingar og trúarstyrkingar, en í mörgum ljósivöfðum og glitskrýddum kirkjum. Að minsta kosti hljóta katakomburnar að vekja þá spum- ingu í sál hvers og eins: hvað hann hafi lagt í sölurnar fyrir trú sína, og hvert far hann hafi gert sjer um að sýna hana í verki. því finst máske mörgum þrengja að sjer þar niðri, og þeir eru fegnir að komast aftur út á meðal fólks- ins. En ætli þeir geti æfinlega hlaupið undan þeirri spurningu — eftir að samvitskan hefur einu sinni vaknað til þess að leggja hana fyrir þá? þeim væri betra að svo væri ekki. Loksins kemst jeg ekki lengur hjá því, að fara fáeinum orðum um það, er öllum hávaðanum kemur fyrst og síðast til hugar, þegar „borgin eilífa“ er nefnd: Pjeturskirkjuna, Vatikanið og páfann. öllum mun samt vera hægt um hönd, að fræðast ítar- lega um þetta og læt jeg því nægja, að segja hjer nokkuð frá hvernig það kom mjer fyrir sjónir. Langt utan við borgina hafði jeg sjeð kúpulinn, og næstum hvar sem var í borginni sjálfri mátti greina hann, ef maður vildi. Eftir þvi sem fleiri stundir og dagar liðu eftir að jeg kom til Róm magnaðist líka forvitni mín á, að sjá sjálfa kirkjuna. Loks kom hin þráða stund. En nokkuð varð hún með öðrum hætti en jeg hafði hugsað. Jeg hjelt að það væri rúmt um kirkjuna og að hægt væri vel að virða hana fyr- ir fyrir sjer úr fjarlægð. það er nú eitthvað annað. Hún er inni- klemd á milli húsa, sem eru hvert öðru meira. þá fyrst þegar komið er inn á torgið fyrir framan hana sjest framhliðin og hún ein. Torgið framan við Pjeturskirkj- una!. Stórkostlegri forgarður hefur aldrei verið við neitt must- eri í heimi og verður sjálfsagt heldur aldrei. Um það lykja tveir hálfhringar ferfaldra súlnaganga, og er hver súla svo digur, að vart munu tveir menn fá náð saman höndum um hana. Á brúnum þeirra stendur aragrúi líkneskja, Mitt á torginu er steinstöpull, en gosbrunnar geysimiklir sinn hvoru megin við hann. Sje staðið við stöpulinn renna súlurnar sam- an svo að aðeins greinist ein súlnaröð. þaðan að sjá er torgið fegurst og stórkostlegast. Menn sem eru á því utanvert verða að smáormum er þeir bera við súl- urnar, og einskis gætir þess þótt fleiri hundruð manna sjeu saman söfnuð á stöku stöðum. Og maður finnur svo vel að þeir kirkju- höfðingjar, sem unna ekki minni inngangi að höfuðkirkju sinni, kunna því ekki að hafa smætrra rúm til olnbogaskota en allan heiminn. það eina sem áhorfand- anum leiðist er húsaþvagan, sem sjest í út um hliðið. þaðan hefði átt að liggja afarbreið gata um miðja borgina og svo langt sem auga eygði. þá hefði hjer fengist fullkomin táknmynd hugsjónar- innar sem hjer er mótuð í óbrot- gjarnan stein, þeirrar að að þess- um kirkjudyrum liggi leið allra manna á jörðu. Að Pjeturskirkj- an sje musteri musteranna. Eins og hún er líka á sína vísu. Framhlið kirkjunnar, þessarar stærstu, dýrustu, skrautlegustu, tignustu og stórfenglegustu kirkju í heimi fyr og síðar, olli mjer vonbrigða. það er meira hallar- snið á henni en kirkju og hún er svo há, að hún skyggir sjálf og með líkneskubrúnunum, að mestu á kúpulinn óviðjafnanlega. Enda hvað sú hlið vera 112,5 m. löng og 44,25 m. há. Flatarmál allrar kirkjunnar er sagt 15160 □ m. Feikna breiðar og háar tröppur, sem þó sýnast smáræði eitt hjá öllum ósköpunum, liggja upp að dyraþrepinu. Svo kemur maður inn í fagurt fordyri og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.