Lögrétta


Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 1
[mihtmntft og afgreiðslsi í Þingholtsstræti 1 Simi 185. LOGRJETTA Útgcfandi og ritstjór^ þorstesnn öfslasmi Þingholtsstræ.ti 17. Sírni 178. XXI. ár. tteykjavfk. miðvikudaginn 30. júní 1020. 27. tbl. Þegar Kristján konungur X. og Alexandrina drotning fóru hjeð- an norður um land 16. þ. m., buðu þau for&ætisráðherranum og frú hans með sjer í ferðalagið aust- ur til Seyðisfjarðar, en þaðan hjeldu konungshjónin til hafs og heimleiðis á herskipinu Niels Ju- el síðdegis 22. þ. m. Forsætisráð- herrann og frú hans fóru þá yf- ir í herskipið Gejser, sem fylgdi konungsskipinu hingað, og átti það að flytja þau sunnan um land til Reykjavíkur. Gejser lá á Seyðisfirði til næsta kvölds, 23. þ. m., og hjelt þá til Norð- fjarðar. Þar vildi forsætisráð- herra koma og skoða æskustöðv- ar sínar, sem hann hafði ekki augum litið í 45 ár. Hann fór einn í land um kvöldið, og mun hafa ætlað að útvega sjer hesta til þess að fara næsta dag inn að Skorrastað. Gekk hann inn I hús isjera Jóns Guðmundssonar og hitti hann heima. Og er þeir höfðu talast við stutta stund, bauð sjera Jón honum að þiggja eitthvað hjá sjer, en forsætisr ráðherra sagði þá, að sjer liði ekki vel og bað um, að helst væri komið með glas af mjólk. I sömu svifum sá sjera Jón krampa- titring í höndum hans og hneig forsætisráðherrann þá niður og var þegar örendur. Hafði hann fengið hjartaslag. Þetta var kl. 10V4 um kvöldið. Læknir var þegar sóttur, og jafnframt sent til forsætisráðhen’afrúarinnar, er var úti á skipi. Var líkið flutt út í Gejser kl. IV2 og kl. 2 um nóttina lagði hann út frá Norð- firði og kom hingað á föstudags- morguninn 25. þ. m. Fylgdi her- sveit frá skipinu líkinu í land og til heimilis hins látna, en em- bættismenn margir tóku á móti því við landgönguna ásamt fjölda fólks. Mönnum kom fregnin um frá- fall forsætisráðherrans á óvart, því enginn vissi til þess, að hann hefði kent sjer nokkurs meins nú að undanförnu. En hjer á íslenska þjóðin á bak að sjá æðsta valds- manni sínum, reyndasta og mikil- hæfasta sjórnmálamanni sínum og þar að auki valmenni, sem ekki á marga sína líka. Jón Magnússon var 67 ára gamall. Hann var fæddur í Múla í Aðaldal í Þingeyjarsýslu 16. janúar 1859 og var faðir hans þá aðstoðarprestur hjá sjera Skúla Tómassyni. En sjera Magn- ús var fæddur í Kristsnesi í Eyja- firði 1828. Hann var Jónsson og bjó Jón faðir hans síðar á Víði- mýri í Skagafirði og var kona hans Sigríður Davíðsdóttir bónda á Krýnastöðum. Sjera Magnús vigðist 1857 aðstoðai-prestur að Múla og kvæntist ári sáðar Vil- borgu Sigurðardóttur, bónda á Hóli í Kelduhverfi, Þorsteinsson- ar. Sumarið 1860 fjekk sjera Magnús veitingu fyrir Hofi á Skagaströnd og fluttist þangað þá þegar. En 6. ágúst 1867 fjekk hann veitingu fyrir Skorrastað og mun hafa flutst þangað vorið eft- ir. Jón Magnússon ólst upp hjá foreldrum sínum og hefur því átt heimili á Skorrastað frá því að hann var 9 ára og til þess er hann sigldi til háskólans í Kaup- mannahöfn sumarið 1881. En 21. mai'ts 1883 fjekk sjera Magnús Laufássprestakall og var þar upp frá því til æfiloka. Hann varð þjóðkunnur maður fyrir starf- semi sína í bindindismálum, áð- ur en Góðtemparareglan komst hjer á fót. Sjera Magnús andaðist í Lauíási 19. marts 1901, en frú Vilborg lifði eftir það mörg ár og andaðist háöldruð hjer í Reykjavík hjá Jóni syni sínum. Jón Magnússon kom í sikóla haustið 1875 og útskrifaðist það- an 1881. Var hann alla skólatíð sína hjá Jóni rektor Þorkelssyni, en kona rektors, frú Sigríður, var föðursystir Jóns. Að loknu latínu- skólanámi fór Jón á háskólann í Kaupmannahöfn oig las þar lög í 3 ár, en hvarf þá heim aftur og vai'ð haustið 1884 skrifari hjá Júlíusi Havsteen amtmanni á Akureyri. Þar mun hann hafa verið 5 ár. En haustið 1889 fór hann aftur á háskólann og lauk þar þá laganámi á skömmum tíma, útskrifaðist 29. maí 1891 með hárri einkunn. Litlu síðar, 3. júlí 'S. á., var hann skipaður sýslumaður í Vestmannaeyjum og þjónaði því embætti í 5 ár, en var 3. febrúar 1896 skipaður rit- ari við landshöfðingjadæmið, eft- ir Hannes Hafstein, sem þá varð sýslumaður í ísafjarðarsýslu, og gegndi Jón því embætti þangað til stjórnarfarsbreytingin komst hjer á í ársbyrjun 1904. Sumarið 1902 kom Jón Magn- ússon fyrst á þing og var þar þá fulltrúi Vestmannaeyja. Þetta var á þeim árum, er deilumar stóðu milli Heimastjómarílokksins og Framsóknarflokksins eldra, eða Valtýsflokksins, um stjórnarfars- breytingu þá, sem í vælndum var, og 1902 gaf Alberti, sem þá var Islandsráðherra, Alþingi frjálst val milli frumvarpa beggja flokk- anna. Dr. Valtýr Guðmundsson hafði á undanförnum ámm verið þingmaður Vestmannaeyja, og var það mál manna, að enginn gæti ráðið þar niðurlögum hans annar en Jón Magnússon, með því að Þorsteinn heitinn Jónsson læknir, sem þá var forvígismaður Eyja- manna í ílestum málum, studdi af alefli kosningu dr. Valtýs. Það fór líka svo, að Eyjamenn kusu Jón, og naut hann þar vinsæld- anna frá sýslumannsárum sínum. Fjellu við kosningarnar 1902 for- ingjar beggja flokkanna, Hannes Hafstein í Ísafjarðarsýslu fyrir Skúla Thoroddsen og dr. Valtýr í Vestmannaeyjum fyrir Jóni Magn- ússyni. Hafði Jón fram til þessa látið stjórnmáladeilurnar afskifta- lausar, enda líka haft annamiklu embætti að gegna þau árin, sem þær höfðu staðið yfir. Og á Al- þingi 1902 fjellu deilurnar niður, með því að alt þingið fjelst þá á frumvarp það, sem Hannes Haf- stein og Heimastjórnarflokkurinn fylgdu fram, en þar í var ákvæðið um heimflutning æðstu stjórnar landsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Komst stjórnarfars- breytingin á samkvæmt því, og fjell þá embætti Jóns Magnús- sonar niður með landshöfðingja- embættinu. Segja kunnugir, að hann hafi þá helst kosið að fá sýslumanns- og bæj arfóg'eta-em- bættið á Akureyri eftir Klemens Jónsson, sem hlaut hið nýstofn- aða landritaraembætti, en horfið frá því fyrir mjög svo eindregin tilmæli Hannesar Hafstein, sem vildi fyrir engan mun missa hann úr stjórnarráðinu, og varð Jón þá skrifstofustjóri í kirkju- og kenslumáladeild þess, og gegTidi því embæltti í fyrri ráðherratíð H. Hafsteins, fram til 1909. Á þeim árum óx vegur Jóns Magnússonar mjög mikið á Al- þingi, og einskis manns ráð og tillögur mun H. Hafstein hafa meira metið en hans ráð og hans tillögur. 1 öllum hinum meiri og vandasamari málum, sem Alþingi vann að á þeim árum, átti Jón Magnússon mikinn þátt og góðan, og fór álit hans sívaxandi, bæði meðal samherja hans og andstæð- inga í stjórnarmálum. Hann ávann sjer með framkomu sinni allra traust, enda þótt hann væri ein- beittur flokksmaður. Hann var einn þeirra þingmanna, sem sæti áttu frá íslands hálfu í sambands- laganefndinni veturinn 1907—08, og eftir það var lausn sambands- málsdeilunnar mesta áhugamál hans. í ársbyrjun 1909 varð Jón Magnússon bæjarfógeti í Reykja- vík, og hefur hann tvímælalaust verið einn af lærðustu lögfræð- ingum og bestu dómurum þessa lands á sinni tíð. Þessu embæftti gegndi hann til þess er hann varð forsætisráðherra í ársbyrjun 1917. Hann tók við stjórnartaumun- um á örðugum tímum, þegar vandræðin, sem stöfuðu af sam- gönguhindrunum heimsstyrjald- arinnar og mai’gskonar ófriðar- ráðstöfunum, suríu sem fastast að. Var þá fyrst myndað hjer samsteypuráðaneyti, að dæmi annara þjóða, til þess að allir að- alflokkar þingsins ættu ítök í stjórninni og bæru ábyrgð á henni, og átti með því að hindra, að flokkadeilur heima fyrir yrðu til þess að auka vandræðin út á við. Þótti flestum svo sem Jón Magnússon væri þarna sjálfkjör- inn til forgöngu, og varð hann fyrsti forsætisráðherra Islands, enda tók hann sæti í stjórninni sem fulltrúi stærsta þingflokks- ins, en það var Heimastjórnar- flokkurinn. Sigurður Jónsson frá Ytstafelli varð fulltrúi Framsókn- arflokksins í stjóminni, en Björn Kristjánsson fyrst, og síðar Sig- urður Eggerz fulltrúi Sjálfstæð- Frú I>óra Magnússon. isflokksins. Jón Magnússon var þarna rjettur maður á rjettum stað, og engin fjarstæða er það, að efast um, að nokkur annar af stjórnmálamönnum okkar hefði getað gengið þar í hans spor. Lægni hans og lipurð, yfirburða vitsmunir hans, samvitskusemi hans og sanngimi á allar hliðar, gerðu honum fært, að fara svo með æ|ðstu völdin, að flokkamir sættu sig við samsteypuráðaneyt- ið árum saman, og fyrir milli- g'öngu hans náðist svo það mark, sem íslendingar höfðu sett sjér í sjálfstæðismálinu. Sú úrlausn, sem fjeksit á sambandsmálsdeil- unni 1918, undir hans handleiðslu, gerir nafn hans ódauðlegt í stjórnmálasögu þessa lands. Saga þess máls á síðasta áfanganum er enn óskráð. Jón Magnússon ljet ekki blása í lúðra fyrir sjer út af því verki fremur en öðr- um. Hann gerði ekkert til þess að miklast af því sjálfur. Hann ljet sjer nægja, að málið gekk fram. Um heiðurinn deildi hann við engan. Fram til 1914 sat Jón Magnús- son á þingi fyrir Vestmannaeyj- ar, en vorið 1914 varð hann þing- maður Reykvíkinga, og var það til haustsins 1919. Þá fjell hann hjer við kosningar, en þingmenn Reykvíkinga urðu þeir Sveinn Björnsson og Jakob Möller. Var Jón erlendis meðan á kosninga- hríðinni stóð og má vera, að það hafi nokkru um valdið. Al- þing, sem saman kom snemma árs 1920, ónýtti kosningu Jakobs og ákvað, að ný kosning skyldi fram fara. En engan þátt vildi Jón eiga í því og aftók með öllu að bjóða sig aftur fram í Reykja-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.