Lögrétta


Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJBTTA 40 ára afmæli Stóistiíku íslands. 24^ júní 1926. Að rísa mót tískunni reynist ofast þungt, að ryðja því veg, sem er bæði nýtt og ungt. En frækorn smátt, sem festir trygga rót í fjöldans hjörtum, skóp hverja siðabót. Hver maður, sem guði og góðu máli ann og gengur í stríð fyrir trú á sannleikann, hann sigur fær. Sá aleinn áður stóð, hann eignast tíðum fylgi hjá heilli þjóð. Þann fámenna hópinn, sem fyrstur hóf vort stríð, hann fjöldinn nú dáir, hann blessar tíð. Hann átti mál, sem lyfti hugum hátt í helgri trú á kærleikans sigurmátt. Og frumherjar Reglunnar fá nú alment hrós: þeir fluttu’ út um bygðimar nýrra tíma ljós, sem menning jók, kom fjelagsskap á fót og færði mörgu heimili kjarabót. Vor framsókn er mikil í fjörutíu ár. Sá flokkur, sem merki vort hóf á loft, var smár. En boðorð nýtt um bygðir landsins fór og brátt gekk undir merkinu fylking stór. Og enn er um merki vort oft og tíðum stríð, og enn er ei komin hin lengi þráða tíð. En vinnum enn að velferð móðurlands og vemdum æjskulýðinn og framtíð hans. Þ. G. Reiðtýgi og reiðbeisli, Alctýgi (3 tegundir). Klyf- töskur, Hna kktöskur, Handtöskur, Ferðakistur, Skjalatöskur, Seðlaveski, Peningabuddur o fl. Ennfremur allskonar ólar og lausir hlutir í aktýgi og viðvíkjandi söðlasmíði. Ágætir erflðisvagnar ásamt aktýgjum mjög ódýrir. Ýmsar járnvörur svo sem beislisstangir, munnjárn, ístöð, taumalásar, hringjur allskonar, saumur, saumgarn, keyri, svipur o. fl. Tjöld, vagna-, bíla- og fisk-yfirbreiðslur og efni í þessa hluti. Sendið mjer muni til aðgerðar og mun jeg senda þá fljótt og vel viðgerða til baka á minn kostnað. Sendið pöntun í tíma, því á vorin er ávalt mikið að gjöra. Örugg sönnun fyrir því, að best sje að versla í Sleipnir, er hin stöðugt vaxandi sala. Hröð afgreiðsla. 1. fl. efiii og vinna. Smásala. Sími 646. Heildsala. Símnefni Sleipnir. Umvíðaveröld. Mrs. Pankhurst. Eitt af helstu umræðuefnum kvenna blaðanna í Englandi um þessar mundir er koma Mrs. Pankhurst til London, eftir 7 ára fráveru, og líkindi þess að hún verði frambjóðandi við næstu þingkosningar. Það hefir verið hljótt um nafn þessa enska kvenskörungs síðan 1914. En þá var hún líklegast einhver allra nafnkendasta konan í Evrópu, og jafnvel þó víðar væri leitað. Öll pólitísk blöð nefndu nafn hennar. Hún var for- maður hins enska alræmda bar- dagakvennafjelags, The Womans Social and Political Union, sem hún hafði stofnað ásamt dóttur sinni, lögfræðingnum Christabel Pankhurst og Mrs. og Mr. Pet- hich Lauvrance 1903, sem nú eru þingmenn Breta. Orðtæki þessa fjelags var „framkvæmdir en ekki orð“. Þegar allar þær lög- legu aðferðir, sem ensku konurn- ar höfðu við haft í 50 ár til að ná kosningarrjetti sínum reyndust ónýtar, og þegar ýmsir þingmenn í sjálfu enska Parla- mentinu, og þar á meðal Herbert Gladstone brugðu konum um, að þær gerðu aldrei neitt til að vinna þessi rjettindi, nema að tala, en ensku verkamennirnir bæði í borgum og sveitum hefðu náð þeim rjettindum með uppreist, — þá ákváðu forstöðukonur þessa nýja fjelags að fara sömu leið. Þá tóku þær upp bardagaaðferð- ina , brutu rúður, brendu nokk- ur hús sem stóðu í eyði o. s. frv. Fyrir þetta urðu þæir alræmdar. Jafnvel hjer á íslandi mintust menn varla svo á kvenrjettinda- málin, að þeir jöfnuðu okkur hjerna, jafn meinlausar og við vorum til hinna illræmdu „Mil- itant“-kvenna í Englandi. En þessi barátta, sem Emmeline Pankhurst stóð fyrir, útvegaði enskum konum pólitiskan kosn- ingarrjett og kjörgengi á marg- falt styttri tíma en hin fjelögin höfðu unnið og orðið ekkert ágengt. En 1914, þegar heimsófriðurinn mikli skall á, þá datt ofan yfir ensku konumar, þegar þær vissu að Mrs. og Miss Pankhurst buðu Aspuith-stjórninni aðstoð sína til að „agitera“ fyrir því að kon- umar tækju upp þá vinnu í flest- um karlmannastörfum. sem laus hefðu orðið vegna útboðsins í herinn. Þær ferðuðust um þvert og endilangt Bretland til að fá konur til að ganga í stað verka- manna bæði í vopnaverksmiðjum- ar og aðrar verksmiðjur, án þess að ráðgast nokkuð um þetta við fjelag sitt. Og það hefir þeirra framsækna gamla fjelags varla fyrirgefið enn. En nú hefir Mrs. Pankhurst nýlega komið til London eftir 7 ára veru í Írlandi. Kvennablöðin í London eru nú full af lofi og aðdáun um hana, jafnt þau 'sjem vora henni mótfallin og hin. Nú láta þau hana njóta fullkomins sannmælis, og þakka henni hvað enskar konur hafi tiltölulega fljótt fengið óskum sínum fram- gengt hjá hinum mjög svo íhalds- sömu stjórnarfl. í þeim éfmum. Kvenfjelag eitt „The Six Point Group“, sem lady Rhonda hefir stjórnað og stofnað hjelt nýlega stóra miðdagsveislu til virðingar við Mrs. Pankhurst. Þar skoraði hún mjög fastlega á hana að bjóða sig fram til þingsetu við næstu kosningar til neðri deildar (Undirhússins). Hún sagði: „Það er nauðsynlegt að fá dugandi konur í neðri deild þingsins, því ennþá er kosningarrjetturinn að- eins fengin að hálfu leyti, þar sem engin kona undir 30 ára aldri hefir hann og þúsundir af konum, sem eru yfir 30 ára aldursmarkið geta heldur ekki fengið þessi rjettindi. Eg vildi gjarna leggja eina spumingu fyr- ir Mrs. Pankhurst: Því farið þjer ekki inn í þingið?“ Og lady Astor, sem kom beint af þingfundi neðri deildar til þess að heiðra Mrs. Pankhurst sagðl: „Jeg er aðeins komin til að færa Mrs. Pankhurst mínar látlausu þakkir og viðurkenningu. Hennar sæti er auðvitað í neðri deild. Engin okkar má hætta fyr en hún er komin þangað. Jeg sá Mrs. Pankhurst fyrsta sinni þeg- ar hún kom til Plymouth til þess að tala fyrir aukningu hers- ins í byrjun stríðsins, Og hún talaði miklu betur en nokkur mað- ur, sem jeg hefi heyrt. Nú er stríðið úti. Látum hana nú tala fyrir mannúðar- og mannrjett- indamálum mannkynsins. Við þurfum hennar í þinginu og ekk- ert það er til, sem eg vil ekki leggja í sölumar til þess. Jeg vildi með gleði eftirláta henni mitt þingsæti ef hún gæti feng- ið það eftir mig“. Mrs. Pankhurst svaraði: „Ef þið viljið það, og haldið að jeg geti hjálpað ykkur, og að jeg dugl til þess þá vil jeg gjama fara hvert sem þið sendið mig“. Svo sneri hún sjer til lady Astor og sagði: „Svo mjög sem jeg er hrærð af tilboði lady Astor um að gefa mjer sitt sæti, þá get eg ekki tekið á móti því. Því ef þið sendið mig í þingið, þá verð jeg sjálf að berjast fyrir mínu sæti — með ykkar hjálp". Tillagan um að koma Mrs.. Pankhurst á þing vann mikla samúð hjá þeim sem viðstaddir voru. Reyndar halda menn, að íhaldskonurnar verði ekki með, og að hennar gömlu fjelagskonui, frjálslyndustu konurnar, eigi bágt með að gleyma því að hún leit- aði ekki einusinni samþykkis þeirra, þegar hún bauð stjóminni aðstoð þess og sína, þó að 20— 40 af þeim væra þá í fangelsi eftir skipun stjórnarinnar. En án þeirar hjálpar segja menn að hún geti hæglega náð kosningu. Ihalds- flokkurinn er til með að bjóða henni kjördæmi, og tveir auðugir og áhrifaríkir kvennaforingjar vilja styðja hana, þær lady Rhonda og lady Astor. Og þá er henni borgið. -----Já, tímarnir breytast og mennirnir með. B. B. Síðustu símf regtiir. Briand hefur nú myndað nýja stjóm í Frakklandi, í tíunda sinn. Caillaux er fjármálaráðherra. Gengismálsdeiluna við Frakk- landsbanka hefur hann útkljáð þannig, að hann veik frá aðal- bankastjóranum. Hann ætlar að reyna að taka upp aftur samninga um skuldaskiftin við Bandaríkin. Verkfallsmálin í Bretlandi eru ennþá óútkljáð. Á Spáni hefur komist upp sam- særi til þess' að afnema konung- dæmið. Þjóðbankinn danski hefur lækk- að forvexti úr 51/> í 5%. - " '' Stórstúkuþing Góðtemplara var háð hjer í bænum í síðastl. viku. Nokkur reipdráttur var um það, hvort yfirstjórn Reglunnar skyldi áfram vera á Akureyri, eða flytj- ast aftur suður hingað, og fór svo, að hún verður áfram á Ak- ureyri, og var Brynleifur Tobías- son kennari endurkosinn stór- templar. Stórstúka íslands átti nú 40 ára afmæli og var þess minst með fjölmennu samsœti, sem haldið var hjer 24. júní. Þar var kvæði það sungið, sem prent- að er á öðrum stað í blaðinu. Nýlátin er Margrét Guðbrands- dóttir, 74 ára gömul, ekkja eftir Þórð Þorvarðarson- frá Núpi á Berufjarðarströnd. Hún andaðist að heimili sonar síns, Jóns Þórð- arsonar prentara, 28. þ. m. Goðafoss strandar. Nýkomin fregn segir, að Goðafoss hafi orð- ið fastur á skeri við Andey í Fá- skrúðsfirði, en losnað aftur með flóði lítið skemdur. Þar er dimm þoka. ----o—— Pnmtsznjfiýan Aota. um þrotlausrar gæsku sinnar að breyta hegningunni í æfilanga þrælkunarvinnu, og Jean Valjean var þá þegar fluttur í dýflissuna í Toulon“. Eins og okkur er kunnugt, fór Jean Valjean eftir fyrirmælum kirkjunnar í Montreuil-sur-Mer. Sum blöðin, meðal annara „Stjórnarskráin“, bentu á þetta afturhvarf sem sigur klerkaflokksins. Jean Valjean fjekk nýja tölu í dýflissunni. Hann varð nr. 9430. Vjer skulum þegar bæfta því við, að velmegunin í Montreuil-sur-Mer hvarf með Madeleine. Alt, sem hann hafði sjeð fyrir um nóttina í óróanum og efasemdunum, kom fram. Þegar hann hvarf, hvarf einnig sálin úr öllu um leið. Eftir fall hans kom síngimis skifting í Montreuil- sur-Mer, en hún á sjer oftast stað, er miklir menn hverfa úr sögunni, alt sem vöxtur var í molnar niður; þetta kem- ur daglega fyrir, þótt lítið beri á, í þjóðfjelaginu, en sagan hefur ekki tekið nema einu sinni eftir því, sem sje eftir dauða Alexanders mikla. Hershöfðingjamir gera sig að konungum, verkstjóramir að verksmiðjueigendum. öf- undin kom fram. Hinum stóru verksmiðjum Madeleines var lokað, húsin gengu úr sjer, verkamennimir tvístruð- ust. Sumir fóru úr landi, aðrir hættu við fyrri iðju sína. Alt var rekið í smáum stíl, ekkert í stómm, einungis til þess að afla fjár, ekki til þess að framkvæma neitt gott. Engin miðstöð var lengur til; samkepni og gróðafýkn á alla bóga. Madeleine hafði haft vald á öllu og stjómað öllu. Þegar hann var fallinn frá, dró hver sinn eigin taum. Kepnin kom í stað. anda skipulagsins, samúðin, sem áður átti sjer stað, hvarf fyrir óbilgirni, ást stofnandans á öllum hvarf, en í stað kom hatur manna á meðal; þræð- imir, sem Madeleine hafði ofið, flæktust og hrukku. Verk- ið var svikið, gripirnir urðu Ijelegri, fótunum var kipt undan traustinu, sem verslunin hafði verið aðnjótandi, umsetningin minkaði, pantanirnar urðu færri og færri; vinnulaunin minkuðu, hver verksmiðjan eftir aðra varð að hætta að starfa. Gjaldþrotið kom, og þá var ekkert eftir handa fátæklingunum. Alt hvarf. Ríkið varð vart við, að einhver hefði farist einhvers- staðar. Ekki voru liðin fjögur ár frá því að sakamála- rjetturinn komst að raun um, að Madeleine væri Jean Valjean, áður en kostnaðurinn við innheimtu skattanna í Montreuil-sur-Mer hafði vaxið um helming. Áður en vjer höldum lengra, mundi vera rjett að gjöra sæmilega nákvæma grein fyrir merkilegu atviki, sem kom fyrir í Montfermeil nærri því á sama tíma, og ef til vill staðfestir sumar getgátur ríkissóknarans. í hjeraðinu umhverfis Montfermeil átti hjátrú sjer stað frá fornu fari. Sú hjátrú er því merkilegri og furðu- legri sem þjóðsögur eru eins sjaldgæfar í nágrenni við París og alóur í Síberíu. Þessi þjóðsaga er um það, að djöfullinn hafi valið skóginn hjá Montfermeil frá alda öðli til þess að fela þar fjársjóði. Gamlar konur fullyrða, að það komi ekki sjaldan fyrir í rökkrinu á sjerstökum stöðum, að menn mæti dökkum manni, sem líti eins út og ökumaður eða skógarhöggsmaður, í trjeskóm, síðum bux- um og ljereftsskyrtu og auðþektur á því, að hann hefur tvö horn fram úr enninu í stað þess að vera með hatt eða húfu. Hann er vanalega að fást við að grafa holu í jörð- ina. Ef einhver mæitir honum, getur hann snúið sjer á þrennan hátt að málinu. Hann getur í fyrsta lagi gefið sig á tal við manninn, þá uppgötvar hann að þetta er blátt áfram sveitamaður, að hann er dökkur af því að dimt er yfir, að hann er alls ekki að grafa neina holu, en er að hirða hey fyrir kýrnar sínar, að þetta, sem hann hjelt vera hom, er ekki annað en taðkvísl, sem hann er með á bakinu og eru teinarnir svo að sjá í myrkrinu eins og þeir stæðu út úr höfðinu á honum. Svo fer maðurinn heim og deyr, áður en vikan er liðin. Einnig er hægt að standa á gægjum og bíða, þangað til hann hefir grafið holu sína fylt hana aftur og farið leiðar sinnar; þá er hægt að fara og taka „fjársjóðinn“, sem dökki maðurinn hefir grafið niður, og þá deyr maður, áður en mánuður er liðinn. Og að lokum í þriðja lagi er hægt að sleppa því að skifta sjer nokkuð af dökka manninum eða standa á gægjum, heldur taka sem bráðast til fótanna; þá deyr maður, áður en árið er liðið. Þar eð allir þessir kostir eru að einhverju leyti neyðarúrræði, er annar kosturinn oft- ast valinn, því að hann veitir þó að minsta kosti nokkur hlunnindi, meðal annars þau að náð er í fjársjóð, þó að ekki sje nema um mánaðartíma. Fífldjarfir menn, sem einskis láta ófreistað, hafa oft, að því er fullyrt er, reynt að stela frá fjandanum á þennan hátt, en ,svo er að sjá sem hagnaðurinn hafi verið mjög ljelegur. Eftir að hafa þrælkað alla nóttina, svo að þeir urðu rennvotir af svita, eftir að hafa brent upp ljósinu sínu og brotið rekuna sína, hafa þeir fundið eina súu, ef til vill einn dal, stein, beinagrind, blóðugt lík eða draug, sem er brotinn saman eins og pappírsmiði, það er alt og sumt, Á vorum dögum er sagt að einnig hafi fundist púðurhom með púðri og kúlum eða gömul kámug spil, sem djöfullinn hefir ber- sýnilega verið að spila á. Sá sem spilar á þau spil, getur verið viss um að hann tapar öllu, sem hann á og hefur, og um púðrið er það að segja, að það hefur þann eigin- leika að láta byssuna hleypa beint framan í þann, sem notar hana. Skömmu eftir að málafærslumenn ríkisins höfðu komist á snoðir um að Jean Valjean, fyrverandi galeiðu- þræll, hefði verið að flakka um sveitina umhverfis Mont- fermeil þennan tíma, sem hann var laus eftir að hann strauk, höfðu menn í bænum tekið eftir því að gamall vegagjörðarmaður, Boulatruelle að nafni, var farinn að ráfa um skóginn. Fólk þar í sveitinni þóttist vita að hann hefði verið á galeiðunum; hann var að nokkuru leyti undir eftirliti lögreglunnar, og er hann fjekk ekki neina vinnu, notaði vegamálastjórnin hann til þess að halda við veginum milli Gagny og Logny fyrir lítilfj örlega þóknun. Allir hjeraðsbúar höfðu horn í síðu Boulatruelles, hann var afar auðmjúkur, ávalt albúinn að taka ofan fyrir öll-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.