Lögrétta


Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 30.06.1926, Blaðsíða 3
LOGHJBTTA 8 vísindalega þekkingu á lífskjör- um fiskanna, að gætsla landhelg- innar og friðun ungviðisins væri nauðsynlegt hagsmunamál fyrir framtíð veiðanna. Síðan mintist ráðherrann m. a. ,,hins gætna en framsýna þjóðarfull- trúa“ sjera Sigurðar í Vigur, sem átt hefði frumkvæðið að stofnun landhelgissjóðsins og þar með hefði fjárhagslega verið komið fótum undir framkvæmd málsins. Þó hefur framtakssemi einstak- linganna í þessu máli, eina og ýmsum öðrum, orðið á undan rík- inu og mintist ráðherrann þá stofnunar og starfsemi Björgun- arfjelags Vestmannaeyja. En for- maður þess, Sig. Sigurðsson, kom með Óðni frá Eyjum, að boði landsstjórnarinnar, þar sem stjórnini tekur nú um mánaða- mótin einnig við :skipi þess fje- lags, Þór. Að síðustu þakkaði ráðherrann ráðanautum stjómar- innar við skipsbygginguna, þeim Ól. Sveinssyni vjelfræð. og Jóh. P. Jónssyni skipherra og ámaði skipi og skipshöfn allrar farsæld- ar. En mannfjöldi tók undir með húrrahrópum. Óðinn er fallegt og myndarlegt skip, bygður hjá Köbenhavns Flydedok og Skibsværft. Skipið er 155,0 íeta langt, 17,6 djúpt, 15,9 breitt og ristir með 215 smál.- þunga (145 smál. kola, 50 smál. veitivatns, 20 smál. neytsluvatn, skipverjar og vistir), 13,4 fet, alt í ensku máli. Stafninn er einkum rammbyggilegur, til að þola ís. Þilfarið er úr stáli, en lagt rauðfuruplönkum. Bátaþil- far nær yfir allan afturhluta skipsins. Skipið er annars líkast stórum togara, með einu þilfari og hvalbak frammi á. Vjelin er 1100 hestafla þríþensluvjel og katlar tveir og útbúin með Smiths yfirhitun. Vjelin á að vera mjög sparneytin og nota að meðaltali 7 smál. enskra kola á sólarhring. Skipið er vopnað tveimur 47 mm. fallbyssum, ann- ari á hvalbak, hinni á bátaþilfari. Tveir björgunarbátar fylgja skip- inu og er annar þeirra með vjel. Ýmsar hjálparvjelar eru einnig á skipinu. Skipherrann er Jóhann P. Jóns- son, sem áður vai' á Þór og kunnur þar fyrir dugnað sinn. Fyrsti stýrimaður er Einai' M. Einarsson, sem um tíma stjómaði einnig Þór, áður en Friðrik Ólafs- son tók við honum, og þótti mjög Hornsteinn Landspítalans lagður. Vinstra megin sjest Jón Magnússon forsætisráðherra lesandi upp ágrip af sögn spítalamálsins, sem lagt var inn í hornsteininn, en liægra megin sjást. konungshjónin sitjandi. ........ » » ---W* >||I ^l i vaskur og duglegur. Annar stýri- maður er Magnús Björnsson frá Laufási og þriðji Þórarinn Björns- son. 1. vjelstjóri er Þorst. Lofts- son áður á Willemoes og 2. vjel- stjóri Aðalsteinn Björnsson, áður á Gullfossi og 3. Magnús Jóns- son. Bryti er Elías Dagfinnsson. Kyndarar eru 4, hásetar 6, en hásetarúm eru fyrir 10. Matsalir og svefnklefar eru fremur litlir, en smekklegir og prýðilega út- búnir. Virðisit svo vera um alt skipið, að það sje vandað og prýðilegt og verður væntanlega vel og dugnaðarlega með það far- ið og fylgja því bestu óskir allra landsmanna. ----ð------ Eimskipafjelagið hjelt aðalfund sinn 26. þ. m. Form. Sveinn Björnsson mintist fyrst fráfalls Jóns Magnússonar forsætisráð- herra og stóðu fundarmenn þá upp úr sætum sinum. Síðan skýrði form. frá starfi fjelagsins og einkum byggingu hins nýja kæli- skips. En gjaldkerinn, Eggert Claesisen, skýrði frá hag fjelags- ins og reikningum 1925. Rektsr- arhagnaður hefur oi'ðið tæp 385 þús. kr. og hafa eignir fjelagsins verið færðar niður í verði um rúml. 365 þús. kr. og eru nú bók- fæi'ðar fyrir í'úml. 2 milj. 824 þús. kr. Ágóði af rekstri skipanna hefur verið þessi: Gullfoss 193 þús. kr., Goðafoss 144 þús. kr., Lagarfoss 107 þús. kr. Auk þess hafa skipin greitt fjelaginu 56 þús. kr. í afgi'eiðslulaun. Tekjur af húseignum ei*u rúml. 52 þús. kr. Fyrir rekstur og afgreiðslu ríkisskipanna fær fjelagið 48 þús. kr. og 60 þús. kr. ríkisstyrk og hefur haft uppundir 25 þús. kr. tekjur aðrar, einkum arð af leigu- skipum. Aðalgjöld fjel. eru rekst- urskostnaður nál. 156 þús. Kaup- mannahafnarskrifstofan rúml. 46 þús. Vextir 63 þús. Gengistap 25 þús., ýmisl. 10 þús. Tekjuafgang- ur er 432 þús. Þar í 44i/2 þús. „yfirfært“ frá fyrra ári. Eignir umfram skuldir eru nú taldar 144 þús., en voru árinu áður í’úml. 122 þús. Auk þess er eftirlauna- sjóðurinn nú kominn upp í rúml. 277 þús. kr. Hluthöfum er enginn ágóði greiddur nú. Biskupinn sextugur. Dr. theol. Jón Helgason biskup átti sextugs- afmæli 16. þ. m. Barst honum þá fjöldi heillaóska frá innlendum mönnum og erlendum og margs- konar vottur virðingar og vin- semdai'. Frá pi'estastj ett landsins var honum færður gullkross, sem títt er að biskupar beri sem merki embættistignar sinnar. Hafði Bjax'ni dómkirkjuprestur Jónsson orð fyrir þeim, sem af- hentu honum krossinn. Biskup- inn hefur nú um langan tíma ver- ið meðal atkvæða- og aðsúgs- mestu manna í íslensku þjóðlífi og oft átt í allhvössum deilum og því eignast bæði meðhalds- menn og mótstöðumenn. Öllum kemur þó saman um það, að meta áhuga hans, starfsvilja og starfs- þi'ek, enda hefur hann afkastað miklu í ritstörfum og geril' enn, auk þess að gegna annamiklu embætti. Biskupinn á einnig 40 ára stúdentsafmæli nú um mán- aðamótin og á þessu ári er aldai- afmædi föður hans, Helga lektors Hálfdánarsonar, eins hins mei'k- asta manns í ísl. kirkjusögu sxð- ustu mannsaldra. Herra Jóni hef- ur hlotnast margvíslegur sómi hjei'lendis og erlendis og er í lærðustu biskupa röð, þeirra sem hjer hafa setið á stóli, og á vænt- anlega eftir að stai’fa max-gt enn. Thorstína F. Jackson. Hingað kemur 10. n. m. ísilensk kona frá Ameríku, ungfrú Thorstína F. Jackson, og ætlar að flytja fyrir- lestra um íslendinga í Vestur- heimi. Hún hefur i’itað sögu Is- íslendinga í Norður-Dakóta og átti sú bók að vera fullgerð í haust, sem leið, en varð ekki fyr en nú nýlega, og kemur höf. með bókina með sjer 10. n, m. Áskrifendum hefur verið safnað hjer á bókina, og liggur áskrifta- listi frammi m. a. í Bókaverslun Þorsteins Gíslasonar, eins og áð- ur hefir verið um getið hjer í blaðinu. í fyrra siumar voru, svo sem kunnugt er, 50 ár liðin frá því, er fyrstu Islendingarnir sett- ust að í Norður-Ameríku, eftir landnámið í fornöld, og er bók sú, sem hjer er um að ræða, minn- ingarrit um þetta. I henni er fjöldi mynda af íslenskum mönn- um vestra og býlum þeirra þar. Frá ungfrú Th. F. Jackson mega menn búast við fróðlegum fyrir- lestrum. Hún er mentuð kona, hefur tekið meistarapróf í tungu- málum vestan hafs og síðan verið við háskólanám bæiði í Frakklandi og Þýskalandi. Hún er fædd vestra, en ættuð úr Fljótsdals- hjeraði, dóttir Þorleifs Jóakims- sonar Jackson, sem samið hefur landnámssögu Nýja Islands. Páll Isólfsson hjelt hljómleika í Fríkirkjunni 27. þ. m. Hefur nú verið komið þar fyrir hinu nýja og vandaða orgeli, sem fyr er frá sagt og ætlar P. I. framvegis að halda hljómleikaflokka og fara þai' með ýrns helstu lög fomra og nýrra tónskálda. I þetta sinn fór hann með Toccata og Fuga í d-moll, Kóralforspilið ó hve mig leysast langar og Passacaglia og Fuga í c-moll, alt eftir Bach og hefur hann alloft áður farið með þessi hlutverk í dómkirkjunni. En mun betur nutu þau sín á hið nýja orgel. Einnig fór hann með tvenn frönsk lög, eftir Boellmann og Bonnet. Norsk söngkona, frú Darbo, söng fjögur einsöngslög. : Kirkjan var troðfull og má vænta 1 þess, að svo verði einnig fram- • vegis við þessar „hljómmessur“ og ný verkefni bætist við. Hefur P. I. verið áhugasamur um ísl. J hljómlistarlíf og, er listamaður, ; sem orðið hefur sjer til sæmdar alstaðar, þar sem hann hefur I komið fram. I Presta-ferðir. Það ákvæði er nú ! í lög sett, að ef prestslaun spar- I i;t við það að óveitt sjeu brauð ■ um langan tíma, megi verja nokkurri upphæð til þess að launa prest eða presta til þess að ferð- ast meðal safnaða til að flytja erindi og predika og kynna sjer | kirkju- og kristnihald. Hefur i' verið stungið upp á því, að reyna | að fá sjera Friðrik Friðriksson 1 til þess að byrja þessa starfsemi, ef til kemur, enda er hann ein- hver hinn vinsælasti og kunnasti maður klerkdómsins hjer. Sveinn Björnsson er skipaður sendiherra í Kaupmannahöfn frá 1. júlí að telja. urinn. Jeg vil heldur fást við draug en hermann“. En nú slepti höndin takinu. „Ætli hann sje dauður eða lifandi?" sagði líkræninginn. „Við skulum gæta að því“. Iiann laut niður, krafsaði í líkhrúgunni, ruddi því fram, sem vai- fyrir honum, náði í hendina, greip í hand- legginn, losaði höfuðið og- dró augnabliki síðar mann, sem virtist vera dauður eða að minsta kosti meðvitundarlaus, út í skuggann í öngveginu. Þetta var brynliði, fyrirliði, auk þess háttsettur fyrirliði; stór axlaskúfui' úr gulli kom fram undan brynjunni; hjálmurinn hafði dottið af höfði hans, það skein í stórt sár eftir sverðshögg á and- liti hans, sem var alt atað í blóði. Annars var ekki hægt að sjá, að útlimir hans hefðu meiðst, og svo vel hafði viljað til, að líkin höfðu lagst í boga yfir hann, svo að þau vömuðu því að hann merðist saman. Augu hans voru lokuð. Hann bar silfurkross utan á brynjunni. Líkræning- inn reif hann af og stakk honum í vasa sinn. Þá leitaöi hann í úrvasa fyrirliðans og fann þar úr, er hann tók; fje- pyngju fann hann í vestisvasanum, er hann stakk einnig í vasa sinn. Þegar svo langt var komið hjálp hans við manninn, lauk fyrirliðinn upp augunum. „Þakk’ yður fyrir“, sagði hann lágt. Harðleiknin, sem maðurinn, sem var að fást við hann, hafði beitt við hann, nætursvalinin og hreint loftið, hafði alt í sameiningu orðið til þess að vekja hann úr dauðadáinu. Líkræninginn svaraði ekki. Hann leit upp. Fótatak heyrðist úti á sljettunni, líklega frá varðflokki, sem var að koma. Fyrii'liðinn hvíslaði — það mátti enn heyra dauðastríðið í rödd hans —: „Hverjir unnu orust- una?“ — „Englendingarnir“, svaraði líkræninginn. — „Leitið þjer í vösum mínum. Þjer finnið þar pyngju og úr, takið þjer það“. Því var þegar lokið, en líkræninginn ljet eins: og hann leitaði í vösunum og sagði: „Þar er ekkert“. — „Þá hefir verið stolið af mjer“, sagði liðsfor- inginn. „Mjer þykir það leiðinlegt. Jeg ætlaði að gefa yð- ur það“. Fókatak varðflokksins heyrðist betur og betur. „Nú er einhver að koma“, sagði líkræninginn og bjóst til ferðar. — „Þjer hafið bjargað lífi mínu. Hver eruð þjer?“ Líkræninginn svaraði fljótt og hvíslaði: „Jeg var 1 franska hernum eins og þjer. Nú verð jeg að fara. Jeg verð skotinn, ef jeg næst. Jeg hefi bjargað lífi yðar, þjer verðið að sjá um það, sem eftir er“. — „Hver var staða vðar?“ — „Liðþjálfi“. — „Hvað heitið þjer?“ — „Then- ardier“. — „Jeg skal ekki gleyma því nafni“, sagði fyrir- liðinn. „Munið þjer eftir mínu líka. Jeg heiti Pont- mercy“. Önnur bók: Skipið Orion. Jean Valjean hafði verið handtekinn aftur. Vjei viljum helst fara hratt yfir þá raunasögu og látum oss því næigja að rita upp tvær greinar, sem komu í blöðum frá þeim tíma, nokkurum mánuðum eftir hina furðulegu viðburði í Montreuil-sur-Mer. Þessar greinar eru stutt- orðar. Fyrri greinin kom út í „Hvíta fánanum“ 25. júlí 1823 og var á þessa leið: „Hjerað eitt í -Pas de Calais hefir verið sjónarsvið fyrir óvanalegum viðburði. Maður nokkur, sem ekki átti heima í hjeraðinu, og' nefndi sig Madeleine, hafði lyft gömlum iðnaði, sem þar var unninn, smíði á svörtum gler- perlum og annari glervöru, talsvert mikið upp á nokkur- um árum, með því að nota nýja aðferð. Hann græddi á þessu mikið fje, og því verður að bæta við, gjörði hjeraðið vel efnum búið. I viðurkenningarskyni fyrir þetta verk hans, skipaði stjórnin hann borgarstjóra. Nú hefir lög- reglan komist að því, að þessi Madeleine er enginn ann- ar en fyrverandi galeiðuþræll, er tekist hafði að koma sjer undan eftirliti lögreglunnar. Hann heitir Jaan Val- jean og var dæmdur fyrir þjófnað árið 1796. Jean Val- jean er nú kominn aftur í dýflissuna. Svo er að sjá, sem honum hafi tekist að ná upphæð, er nam meira en hálfri miljón hjá herra Laffitte, sem hann hafði geymt hana hjá, og að öðru leyti unnið sjer inn á löglegan hátt með verslun sinni, að mælt er. Ekki hefir tekist að komast eftir því, hvar Jean Valjean hefir leynt þessari upphæð“. Hin greinin er nokkuð nákvæmari. Hún kom út í „Parísartíðundum“ sama dag og sú fyrri: „Galeiðuþræli að nafni Jean Valjean, sem hafði verið látinn laus, hefir nýlega verið stefnt fyrir sakamálarjett- inn í Var með þeim atvikum er hlutu að vekja eftirtekt. Glæpamanni þessum hafði tekist að fela sig fyrir árvekni lögreglunnar. Hann hafði tekið sjer annað nafn og hon- um lánaðist að verða borgarstjóri í einum smábænum norður í landi. Hann hafði komið á stofn talsverðri versl- un í bænum. En fyrir frábæra atorku málaflutningsmanna ríkisins hefur gríman loks verið rifin af honum og hann tekinn fastur. Hann hafði vændiskonu sem frillu sína, og dó hún af hræðslu, er hann var handtekinn. Þrjótur þessi var jötun að burðum, og tókst honum því að strjúka, en þremur eða fjórum dögum síðar náði lögreglan aftur í hann í sjálfri París, rjett þegar hann ætlaði að fara upp í‘ einn af smávögnunum, er aka milli höfuðborgarinnar og Montfermeil. Mælt er, að hann hafi notað þessa þrjá eða fjóra daga til þess að taka heilmikla fjárupphæið, sem hann geymdi hjá einum helsta bankamanni vorum — áætlað er að upphæðin nemi sex eða sjö hundruð þúsund frönkum. Eftir því sem segir í ákæruskjalinu, á hann að liafa grafið þetta niður á einhverjum stað, er enginn þekkir nema hann einn, og hefir ekki tekist að finna það. Hvernig sem þessu er nú annars farið, er þessum Valjean stefnt fyrir sakamálarjettinn í Var og hann ákærð- ur fyrir rán, framið fyrir átta árum með vopn í hendi, á vesalings Savoyarddreng nokkurum. Þessi ræningi hefur ekki viljað þiggja neina vörn. Hinn duglegi og mælski i'íkissóknari hefur sannað, að hann hefur átt einhverja meðseka og að Jean Valjean hefur verið fjelagi í ræn- ingjaflokki í suðurhluta landsins. Þetta hefur valdið því, að Jean Valjean var dæmdur til dauða, er hann hafði verið dæmdur sekur. Hann neitaði að skjóta máli sínu til æðri clómstóls. Hans hátign konunginum hefur þóknast, sök-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.