Lögrétta - 06.07.1926, Síða 1
Imiheiiuta og afgroiðsla
í ÞingholtsBtræti 1
Sími 185.
LOGRJETTA
Útgeíaudi og ritstjór«
Þorsteinn txíslasou
Þirigholtsstræti 17.
Sími 178.
XXI. ár.
Heykjarik, þriðjudaginn 6. júlf 1926.
28. tbl.
Um wília vertSld.
Síðustu fregnir.
Frá Róm er símað, að Mussó-
líni hafi gert víðtækar ráðstafan-
ir til spamaðar og til þess að
auka framleiðslu. Yinnutími hef-
ur verið lengdur um eina klukku-
stund á dag. Blöð mega ekki vera
meira en 6 blaðsíður. Bannað er ;
að fjölga skrauthýsum og skemti- í
stöðum.'
Spánarkonungur kom nýlega til
Parísar og komst þá upp sam-
særi gegn honum og átti að myrða
hann meðan hann dveldi í borg-
inni.
Samningunum um skuldaskifti
Frakka og Rússa hefur verið
frestað um óákveðinn tíma.
í Suður-Þýskalandi og í Sviss
hafa nýlega orðið miklir land-
skjálftar.
Landskjálftar allmiklir hafa og
komið á Sumatra. Eyddist bærinn
Padang og 117 manns fórust.
Kolanámudeilumar í Bretlandi
eru ennþá óútkljáðar. Ýmsir
verkamenn eru sagðir fúsir til
þess að taka upp aftur vinnu með
lengdum vinnutíma, gegn því, að
kaupgjald lækki ekki. Neðri mál-
stofan hefur líka samþykt lög um
einnar stundar lenging vinnutím-
ans á sólarhring hverjum, eða
upp í 8 stundir.
I Frakklandi er alt í óvissu enn-
þá um fjármálin og gengi frank-
ans. En jafnvel búist við því, að
stjórnin verði aftur að fara frá
innan skamms, þar sem vafasamt
sje hvort þingið samiþykki fjár-
málatillögu Caillaux.
1 Portugal er stjómarbylting-
in nú fullgerð og er Costa hers-
höfðingi nú orðinn alræiðismaður.
Ýmsir merkir stjórnmálamenn
hafa verið reknir úr landi til Az-
oreyja.
t Þýskalandi er alt í óvissu
ennþá um úrslit málanna um
furstaeignirnar og sífelt deilt um
þau.
----o----
Jarðarför Jóns Magnússonar
forsætisráðherra fór fram 2. þ.
m. Flutti sjera Bjami Jónsson
bæn á heimili hans og aðra í
dómkirkjunni, en söngflokkur
söng á báðum stöðunum sólma.
Annars voru engar ræður fluttar.
Öll athöfnin var mjög hátíðleg og
svo mikill mannfjöldi var þarna
saman kominn, að vart mun annar
eins hafa sjest við nokkra jarðar-
för hjer í bænum. Hermanna-
sveitir voru við jarðarförina, bæði
danskar, frá Gej ser, og enskar, frá
ensku herskipi, sem hjer var þá
statt, og er slíkt nýlunda hjer, en
samúðarvottur frá sambandsþjóð
okkar og frá ensku stjórninni.
Einar H. Kvaran. Sögur Rann-
veigar hafa nú komið út allar
(bælði 1. og 2. bindi) á dönsku og
sænsku, og nýlega hefur verið
beðið um leyfi til að gefa þær út
á þýsku og hollensku. — Sænska
útgáfan af Sálin vaknar er þegar
fyrir nokkru uppseld. Sambýli
hefur einnig komið út í sænskri
þýðingu, og eru allar þessar sög-
ur, Sálin vaknar, Sambýli og Sög-
ur Rannveigar, þýddar af frú
Nordal.
Barði Guðmundsson hefur ný-
lega skrifað í (Norsk) Historisk
Tidsskiúft (5. r. 6. b. 1926) rit-
gerð um „Götalands politiske
stilling fra 950 til 1050“. Hefur
verið óvissa um það meðal sagn-
XEristjáiH Jóbissoh,
dómstjóri Hæstaxjettar.
Kvöldið 2. þ. m. varð Kristján
Jónsson dómstjóri bráðkvaddur á
heimili sínu hjer í bænum. Var
hann hress fram til hins síðasta
og hafði jafnan verið hraustur og
borið aldurinn vel.
Hann var 74 ára, fæddur 4.
marts 1852 á Gautlöndum við Mý-
vatn, sonur Jón alþin,gismanns
Sigurðssonar, sem var þjóðkunn-
ur maður og mikilsmetinn á sinni
tíð (d. 1889) og konu hans Sol-
veigar Jónsdóttur, prests í
Reykjahlíð, sem Reykjahlíðarætt-
in er frá komin, og er hún nú
ein af þektustu og þroskamestu
ættum landsins. En forfeður
Kristjáns dómstjóra í föðurætt
hafa lengi búið á Gautlöndum, og
á síðari árum hafa þeir Gaut-
landamenö kent sig rtð bæinn,
svo að hann er nú landskunnur
sem ættaróðal þeirra.
Kristján kom ungur í latínu-
skólann og varð stúdent 1870.
Fór svo á háskólann í Kaup-
manna, las þar lög og lauk prófi
í þeim 1. júní 1875. Var hann
talinn afbragsgóður námsmaður.
En að loknu námi hj elt hann heim
og varð litlu síðar aðstoðarmaður
á skrifstofu landfógetans hjer í
bænum. 16. ágúst 1878 var hon-
um veitt Gullbringu- og Kjósar-
sýsla og var hann þar sýslumað-
ur í 8 ár. 28. júlí 1886 var hann
skipaður 2. meðdómari og dóms-
málaritari í yfirdóminum. 16. apr.
1889 varð hann þar 1. meðdóm-
ari og síðan dómstjóri 30. marts
1908, eftir Lárus Sveinbjörnsson.
1. desember 1919 var hann skip-
aður dómstjóri í hæstarjetti, sem
þá var nýstofnaður, oig hafði
hann gegnt því embætti síðan.
En jafnframt dómarastörfunum
hefur hann gegnt mörgum vanda-
sömum störfum og trúnaðarstörf-
um. Hann var settur amtmaður
í suður- og vestur-amtinu frá 1.
okt. 1891 til 30. júní 1894, er
Júlíus Havsteen fjekk veitingu
fyrir því. Svo var hann lengi
annar gæslustjóri Landsbankans.
1911— 1912 var hann ráðherra.
1912— 1914 bankastjóri íslands-
banka. Formaður niðurjöfnunar-
nefndar hjer í bænum var hann
—r! i* * ■ i** ii_i~nn~ir»nu—u~w
fræðinga, hvernig skýra ætti
stjórnarfarslega afstöðu lands-
hlutanna í Suður-Svíþjóð og Dan-
mörku og ríkjamyndanir þar og
oftast álitið, að Svíar og Gautar
hafi verið stjórnarfarslega sam-
einaðir þegar í byrjun 9. aldar
undir veldi Uppsalakonungs. En
nýlega hafði sænski sagnfræðing-
urinn Curt Weibull mótmælt
þessu í ritgerð um uppruna
sænska og danska ríkisins og
haldið því fram, að Svíar og
Gautar hafi ekki lotið sama kon-
ungi fyr en á dögum Ólafs Eiríks-
sonar, eða um árið 1000. Á grund-
velli þessa hefur B. G. nú tekið
málið alt til nýrrar sjálfstæðrar
ranmsóknar og komist að þeirri
niðurstöðu, að Gautland hafi í
upphafi lotið Haraldi Gormssyni
Danakonungi. En Eiríkur sigur-
sæli vann svo næstum alla suður-
Svíþjóð og Danmörku skömmu
frá 1896 til 1902 og í bæjarstjórn
frá 1903 til 1910 og hafði á hendi
stjórn fátækramála bæjarins á ár-
unum 1905—1908. Hann var lengi
kennari í kirkjurjetti við Presta-
skólann, 1889—1908, mörg ár í
stjórnarnefnd Landsbókasafnsins
og forseti Bókmentafjelagsins frá
1904 til 1909. Frá 1893 til 1903
var hann konumgkjörinn alþing-
ismaður og síðan þingmaður
Borgfirðinga á árunum 1908—
1913.
Eins og sjá má á þessari upp-
talningu hefur Kristján Jónsson
fengist við mörg og fjölbreytt
störf um æfina. Hann hafði mikl-
ar og fjölhæfar ,gáfur, var laga-
maður góður, víðsýnn maður og,
víðlesinn, frjálslyndur í skoðun-
um og áhugasamur um landsmál,
meðan hann fjekst við þau á AI-
þingi. Þegar dr. Valtýr Guð-
mundsson kom fram með frum-
varp sitt á Alþingi 1897 um þá
breyting á stjórnarfarinu, að
skipaður yrði sjerstakur ráðherra
til þess að fara með mál íslands,
varð Kristján Jónsson einn af
stuðningsmönnum þess, og á
næstu árum þar á eftir var hann
einn af forvígismönnum Fram-
sóknarflokksins (gamla, sem
fylgdi fram stefnu dr. Valtýs. En
er Heimastjómarflokkurinn hafði
borið sigur úr býtum 1904, hvarf
Kristján Jóns'son af þingi um
nokkur ár, en var kosinn á þing
í Borgarfjarðarsýslu sumarið
1908, sem andstæfðingur sam-
bandslagafrumvarpsins, sem þá
eftir 980 og hjelst svo, uns Sveinn
Haraldsson vann aftur Danmörku
og nokkru fyrir 1000 komast á
fullur friður milli Svía Oig Dana-
konungá. Telur B. G. að þá'hafi
Vestur-Gautland aftur horfið und-
ir Dani, og ekki verið sameinað
Svíþjóð fyr en um miðja 11. öld,
gagnstætt því sem Weibull held-
ur fram, og hafi Sveinn Úlfsson
að lokum gefið upp kröfu Dana
til þessa landshluta 1051. Rit-
gerð B. G. er öll skýrlega og fróð-
lega skrifuð.
Pálmi Hannesson hefur nýlega
lokið prófi í náttúrufræiðum við
Hafnarháskóla. Hefur hann verið
hjer á ferðalögum oft undanfarið
í sumarleyfum sínum og sækir nú
um kennarastöðu þá við Menta-
skólann, sem losnaði við fráfall
Dr. Helga Jónssonar. En um hana
sækja einnig Guðm. Bárðarson
jarðfræðingur og Luðvík Guð-
var deilt um. Flestir forvígismenn
Framsóknarflokksins gamla voru
þá í Sjálfstæðisflokknum, sem |
sigraði 1908 og tók við völdum j
1909, með Birni Jónssyni sem ráð-
herra. En samheldni í Sjálfstæð-
isflokknumi fór mjög út um þúf-
ur litlu síðar, ekki síst vegna frá-
vikningar Landsbankastjómar-
innar haustið 1909, en í henni átti
þá Kristján Jónsson sæti, og
reiddist hann, sem eðlilegt var,
þeim tiltektum, og snerist þá
gegn Birni Jónssyni. Og er Björn
var feldur frá völdum á þingi
1911, varð Kristján ráðherra með
stuðningi nokkurs hluta Sjálf-
stæðisflokksins og loforði Heima-
stjórnarflokksins um, að þaðan
yrði ekki brugðið fæti fyrir hann
á því þingi. Rauf svo Kristján
þingið og sigraði þá Heimastjórn-
arflokkurinn, svo að Hannes Haf-
stein tók við völdum í annað sinn
á þinginu 1912. Sat Kristján Jóns-
son síðast á þingi 1913; bauð sig
ekki fram við kosningarnar 1914,
nje síðar.
Kristján kvæntist 22. okt. 1880
önnu dóttur Þórarins prófasts
Böðvarssonar í Görðum á Álfta-
nesi, mestu merkiskonu, og var
hjónaband þeirra og heimilislíf
hið inndælasta. Böm þeirra eru
Þórunn, gift mag. Hjörring í
Kaupmannahöfn, Böðvar, áður
kennari við Mentaskólann og síðar
framkv.stjóri h.f. Kol og salt, dá-
inn 29. júní 1920, Jón prófessor
í lögum við Háskólann, dáinn 9.
nóv. 1918, Þórarinn hafnarstjóri
hjer í bænum, Solveig, gift Sig-
urði Eggerz bankastjóra, Halldór
læknir í Kaupmannahöfn, Elísa-
bet, ekkja Jóns læknis Foss, og
Ása, gift Kronika skipstjóra.
Kristján Jónsson var einn af
merkustu mönnum samtíðar sinn-
ar hjer á landi, og sýna hin
mörgu og margvíslegu störf, sem
honum voru falin, hvert traust
menn báru til hans og líka, hver
hæfileikamaður hann var. Hann
var gervilegur maður á velli,
prúðmenni í framkomu, vel máli
farinn, glaðvær og skemtinn í við-
ræðum og vinsæll og vel metinn
af þeim, sem með honum unnu.
mundsson stud. theol., sem
gegnt hefur stöðunni s. I. vetur,
sem settur kennari.
Varðskipið Óðinn tók nýlega
tvo útlenda togara við landhelgis-
veiðar fyrir sunnan land og voru
þeir dæmdir í Vestmannaeyjum í
12,500 kr. sekt hvor og afli og
veiðarfæri upptækt. En báðir
hafa áfrýjað dómnum.
Dánarfregln. Nýlega er dáin á
Siglufirði frú Margrjet Ólafsdótt-
ir, ekkja Snorra Pálssonar, sem
þar var fyrrum kaupmaður, og
var hún 86 ára.
Prófessor Wedepohl, þýski mál-
arinn, sem hjer dvelur í sumar,
hefur sýnt í sal K. F. U. M. and-
litsmyndir eftir sig, sem hann
hefur gert í sumar af ýmsu fólki
hjer í bænum, og eru þær mjög
vel gerðar, enda er hann sagður
frægur í þýskalandi fyrir andlits-
myndir sínar.
Vesalingarnir.
Victor Hugo: Vesaling-
arnir. Fyrsta bók. Fant-
ina. íslensk þýðing eftir
Einar H. Kvaran og
Ragnar E. Kvaran.
Fyrsta bók hins mikla skáld-
eöguflokks franska skáldins Hugo,
sem nú birtist hjer í Lögrjettu
er nýkomin í bókarformi.Vesaling-
arnir þykja einhver hins besta
og merkasta skáldsaga Evrópu-
bókmentanna. En Hugo sjálfur
var, sem kunnugt er, eitt höfuð-
skáld álfunnar á 19. öld, fæddur
1802, sonur eins af hershöfðingj-
um Napóleons. Hefir hann sam-
ið mikið af Ijóðum, leikjum og
sögum, sem enn er mikið lesið
og í hávegum haft. Vesalingaj’nir
komu fyrst út 1862 og vöktu
þegar mikla athyg'li og hafa síð-
an verið þýddir á flestöll menn-
ingannál.
Eitt af helstu skáldum Dana
núlifandi, Sofus Michaelis, sem ná-
kunnugur er frönskum bókment-
um og t. d. snjallur Flaubert-þýð-
ari, hefur m. a. ritað svo um
Vesalinga Hugos:
, Bókin er þjóðfjelagslegt risa-
verk og rekur erindi þeirra, ?em
undirokaðir eru og órjetti beittir,
lýsir baráttunni milli einstaklings
og þjóðfjelags, órjettmætum ör-
lögum vesalinganna, hinu hræði-
lega hlutskifti hinna brenni-
merktu og útskúfuðu. Með guð-
dómlegri mælsku sindrandi sann-
fæsringar er málunum skotið und-
ir dóm rjettlætistilfinningar alls
mannkynsins, og kvatt til iðrunar
og sjálfsaga gagnvart þeim eilífu
kröfum, þeirri miklu allsherjar
samvitsku, guði, sem er sjálfd
óendanleikans, í þessu glæsilega
riti, sem í eru hinar átakanlegsutu
lýsingar úr öllum afkimum þjóð-
lífsins, hefur skáldinu tekist að
framkvæma hið mikla starf þess
(demokratiska) lýðræðisboðskap-
ar, sem hann þráði svo lengi og
leitaði. Og í bókmentalegum skiln-
ingi stígur hann þar sporið frá
hugsæi til raunsæis, frá rómantík
til realisma. Vesalingarnir eru ef
til vill ágætasta skáldsaga
náttúrustefnunnar, naturalismans,
og benda í áttina til Zola. —
En saga Hugos, sem jafnast get-
ur á við hvað sem er annað, í
raunverulegum lýsingum, er borin
uppi af hugsjónum og mannkær-
leika svo máttúgum, að enginn
nútímahöfundur er þar sambæri-
legur“.
I ummælum um enska þýðingu
á Vesalingunum segir ennfremur
m. a. svo: „Meðan möguleg er
þjóðfjelagsleg rangsleitni og
kæruleysi eða með öðrum orðum
og ennþá víðtækar sagt — meðan
vanþekking og fátækt er til á
jörðunni, getur það ekki brugðist,
að bæjkur eins og Vesalingamlr
verði að notum.
----o-----
Landkjörið. Hjer í bænum kusu
3735 af 6100 kjósendum. Lík hef-
ur sókn að kosningunum verið í
flestum kaupstöðunum og sum-
staðar nokkru meiri hlutfallslega,
en í sveitum hefur hún víða ver-
ið miklu minni.
Sláttur er nú víða í byrjun hjer
sunnanlands og byrjar um næstu
helgi norðanlands. Grasspretta
mun vera góð um alt land. Á
Búðum á Snæfellsnesi var sláttur
byrjanður á útengi 19. júní.