Lögrétta - 06.07.1926, Síða 4
4
LÖGRJETTA
bera nafn fyrstu húsfreyjunnar,
sem bjó mönnum hjer í landi
heimili og ól því syni og — dætur.
Sú tilgáta, að Þorsteinn Ing-
ólfsson hafi átt drýgstan þátt í
því að alþingi var stofnað, virð-
ist mjög sennileg, en þá hefur
Hallveig fóstrað þann soninn, sem
íslenska þjóðin hefur það að
þakka, að lög urðu ein hjer í
iandi og hún þar af leiðandi
getur haldið hátíðlegt þúsund
ára afmæli Alþingis 1930. Ber þá
ekki að tengja nafn Hallveigar
Fróðadóttur framar öllum öðrum
nöfnum landsins kvenna við þjóð-
hátíðina.
Gjörum okkar ítrasta til að
fagna megi gestum af öllum ís-
lenskum konum á Hallveigarstöð-
um 1930.
Hittumst þar heilar á næsta
landsfundi kvenna.
Steinunn Hj. Bjamason.
------o----
Iiam'ba'blóm.
Það mun þykja ókarlmannlegt
að líta við lambablómum þegar
um stóriðnað er að fást. En þó
skal nú beina eftirtekt íslenskra
nýyrkjumanna að þessu, samt
sem áður — að þegar þeir plægja
vilta móa — bæði í nágrenni
Reykjavíkur og annarstaðar á
landinu, þá eyða þeir ýmsum
gróðurtegundum, sem eiga að vera
gagniegar býlum þeirra og böm-
um, þegar fram í sækir.
Úti í móum og melum mjög
víða eru iðgrænar þúfur alsettar
ljósrauðum smáblómum sem flest-
ir munu kannast við, — „Lamba-
grasið“.
Ef nýyrkjumenn okkar vildu
safna saman þessum grænu þúf-
um —• áður en; þeir fara yfir
með plóg og herfi — þá geta
þeir komið sjer upp mjög fall-
egum skrautblettum í túnum
þeim, sem þeir rækta þarna upp.
Mundi það verða staðarprýði
hverjum bæl að eiga ljósrautt
skraut blómanna í grænum tún-
um — og færi þá vel að raðað
væri þúfunum í langa garða, en
melamöl sitt hvoru megin í lít-
illi rák, — blóm þessi eru harð-
ger og gleyma ekki lit, þó harð-
ur vetur sje yfirgenginn, en an,g-
an þeirra er einn aukinn í heil-
næma sumarloftinu.
I Ítalíu er mjög algengt, að
sjá allskonar melablóm í klaust-
urgörðum í fögrum formföstum
reitum, en hversvegna getum við
ekki einnig gert þetta í íslensk-
um túnum, þó með öðrum hætti
sje. — Það er sennileg ályktun,
að meira verðmæti liggi í þess-
um fátæklega melagróðri en ný-
yrkjumenn gera sjer grein fyrir,
þegar þeir róta öllu um og kæfa
í áhuganum fyrir stóru arðmiklu
túni — því á blómunum lifa lirf-
ur og fiðrildi, sem frjóvga og
byggja grassvörðinn, þó lítið berl
á, en þau missa tækifærið þegar
bú þerra mylst undir herfinu og
plóginum.
Mælist jeg til þess, að öll dag-
blöð okkar beri þessa litlu leið-
beiningu — svo íslensk alþýða
megi hugsa um hvort sjeu þetta
smámunir einkis virði.
Reykjavík, í júní 1926.
Jóh. Kjarval Sveinsson.
----o-----
Stúdentar. Mentaskólanum var
sagt upp 30. f. m. og útskrifuðust
þaðan þá 43 stúdentar. Var við-
höfnin þar í þetta sinn óvenjulega
hátíðleg, með því að þar komu
saman, auk hinna nýju stúdenta,
sem voru að útskrifast, 25 ára
stúdentar, 40 ára stúdentar og
50 ára stúdentar. 1 nafni 25 ára
stúdentanna flutti Gunnlaugur
læknir Claessen ræðu og afhenti
Bræðrasjóði Mentaskólans 1000
kr. gjöf frá þeim, og síðan flutti
dr. Hannes Þorsteinsson ræðu í
nafni 40 ára stúdentanna og af-
henti Bræðrasjóði aðrar 1000 kr.
frá þeim. Davíð Sch. Thorsteins-
son læknir, sem er 50 ára stúdent,
flutti þar næst ræðu og talaði á
fjórum tungumálum: latínu,
frönsku, þýsku og ensku. Rektor
svaraði ræðunum og brá einnig
fyrir sig erlendum tungum, og
loks talaði Páll Sveinsson kennari
á latínu. Síðan bauð rektor öllum
stúdentahópnum inn til sín, og
síðar um daginn buðu 25 ára
stúdentarnir öllum hópnum til
samfagnaðar í húsakynnum frí-
múrara hjer í bænum og sátu
menn þar einn kl.tíma við söng
og ræður.
25 ára stúdentarnir eru fyrsti
stúdentahópur 20. aldarinnar, og
hafa þeir tekið upp það nýmæli í
samráði við rektor Mentaskólans,
að fá árlega hjeðan í frá tekin
upp í skýrslur Mentaskólans stutt
æ|fiágrip og myndir 25 ára stúd-
enta. Verður þetta merkileg og
mikilsverð viðbót við skólaskýrsl-
urnar.
Af 25 ára stúdentunum voru
hjer samankomnir: Benedikt
Sveinssön alþingismaður, Einar
Amórsson prófessor, sjera Guðm.
Einarsson á Þingvöllum, Gunn-
laugur Claessen læknir, Jón Ó-
feigsson yfirkennari, Magnús Sig-
urðsson bankastjór'i, Sigurjón
Jónsson alþingismaður, Skúli
Bogason læknir í Eplatóftum í
Danmörku og Þórður Sveinsson
læknir á Kleppi. — 4 voru fjar-
verandi: Bjöm Líndal alþingis-
maður, Böðvar Bjarkan lögfræð-
ingur, Guðmundur Jóhannsson
kand. phil og Haukur Gíslason
prestur í Kaupmannahöfn. 3 eru
dánir: Sjera Böðvar Eyjólfsson,
síðast prestur í Ámesi, Böðvar
Kristjánsson Mentaskólakennari
og sjera Lárus Thorarensen.
Af 40 ára stúdentunum voru
hjer þessir 12: sjera Ámi Jó-
hannesson í Grenivík, sjera
Bjarni Einarsson, Gísli Pjeturs-
son læknir á Eyrarbakka, dr.
Hannes Þorsteinsson þjóðskjala-
vörður, Jóhannes Jóhannesson
bæjarfógeti, sjera Jóhannes L. L.
Jóhannesson, dr. Jón Helgason
biskup, sjera Jón Pálsson á Hösk-
uldsstöðum, sjera Kjartan Helga-
son í Hruna, sjera Magnús Bl.
Jónsson frá Vallanesi, Páll Ein-
arsson hæstarjettardómari og
sjera Þórarinn Þórarinsson á Val-
þjófsstað. — Fjarverandi voru:
sjera Eggert Pálsson á Breiða-
bólsstað, sjera Hallgrímur Thor-
lacius í Glaumbæ, sjera Jón Guð-
mundsson í Nesi í Norðfirði, sjera
Sigfús Jónsison kaupfjelagsstjóri
á Sauðárkróki og sjera Theodór
Jónsson á Bægisá.
Af 50 ára stúdentum voru hjer
2: Davíð Sch. Thorsteinsson
læknir og Sigurður Þórðarson
fyrv. sýslumaður. Fjarverandi
voru: sjera Einar Jónsson á Hofi
í Vopnafirði og Sigurður Ólafs-
sn fyrv. sýslumaður í Kaldaðar-
nesi.
Dánarfregn. Nýlega er dáinn
hjer á Landakotsspítalanum Pjet-
ur bóndi Gunnlaugsson frá Álfa-
tröðum í Dalasýslu, fæddur 1877.
Knattspyrnuflokkur frá Vest-
mannaeyjum hefur í þetta sinn
tekið þátt í knattspymumótinu
hjer í bænum og getið sjer góð-
an orðstír.
Björn Gunnlaugsson frá Suður-
ríki í Borgarfirði hefur nýlega
lokið embættisprófi í læknisfræði
og hlaut 202' /6 stig. Er það næst
hæsta læjknapróf sem tekið hefur
verið hjer við háskólann, en
hæsta prófið, 205 stig, tók Árni
Árnason sem nú er læknir í Búð-
ardal og kunnur lesendum Lög-
rjettu af ýmsum greinum, sem
hann heí'ur skrifað hjer í blaðið.
Þriöja hæsta próf hefur Halldór
Hansen, 200 stig. Fimm lætkna-
nemar aðrir en B. G. luku em-
bættisprófi nú við háskólarm, þeir
Sveinn Gunnarsson með I. eink.,
lM*/3 st., Pjetur Jónsson I. eink.
173Ve st. og Eiríkur Björnsson,
Lárus Jónsson og Ól. Ólafsson,
allir með II. eink. betri.
Danskir gestir. Með Islandi
næst kemur hingað Stauning for-
sætisráðherra Dana og frú hans,
Petersen deildarstjóri forsætis-
ráðaneytisins, og Reventlow greifi,
deildarst j óri utanríkisráðaneytis-
ins.
Varnarmálaráðherrann danski,
Rasmussen, kemur hingað einnig
innan skamms, Zahle fyrv. for-
sætisráðherra o. fl.
Dánarfregn. Fyrir skömmu varð
bráðkvaddur uppi á Akranesi Sig-
urður Jónsson smáskamtalæknir,
aldraður maður og mörgum
kunnur af lælkningum sínum.
Brúin á Hjeraðsvötnin, vestari
kvísl þeirra, verður vígð sunnu-
daginn 11. þ. m.
Nýr íþróttavölluv og stór var
vígður hjer nýlega af borgar-
stjóra og formanni íþróttasam-
bandsins, A. V. Tulinius, og um
leið hófst allsherjaríþróttamót.
Nýi völlurinn er miklu stærri en
sá gamli, en óánægja er þó með
hann að ýmsu leyti hjá sumum
i þróttamönnum.
Út úr ógöngunum. — Hvað
kemur í stað þingræðisins, heit-
ir nýútkomið rit eftir Guðm.
prófessor Hannesson.
Dr. Mauric Cachen, fi anskur
! norrænufræðingur er nýlega dá-
j inn. Hann hafði m. a. skrifað
doktorsritgerð um norræna
drykkjufórnarsiði, og þótti merk-
ur maður.
Síldareinkasaian. Atvinnumála-
ráðaneytið hefur tilkynt það, að
lagaheimildin um einkasölu á
sáld verði ekki notuð nú.
Um Bjöm K. Þórólfsson meist-
ara og bók hans „Um íslenskar
orðmyndir á 14. og 15. öld“ hef-
ur prófessor Finnur Jónsson m.
a. skrifað svo: „Björn hefur í
riti sínu samið yfirlit yfir hljóð-
in og málmyndirnar á nefndu
tímabili og sýnt breytingar þær
er orðið hafa. Hann hefur sjálfur
gert frumrannsóknir um þær og
safnað til ritsins úr rímum og
skjölum og gert það vel og áreið-
anlega. Efninu er skipað eins og
SchannongB Monnmenforretn.
0. Farimagsgade 42, K.höfn.
Stærsta og góðfrægasta leg-
steinasmiðja á Norðurlönduin.
Umboðsmaður á Islandi.
Snæbjörn Jónsson,
Holtsg. 7B (simi 1986), Reykjavik
Óðínn. Ýmsir af eldri árgöng-
um hans, svo sem 4.—9. árg. fást
með miklum afslætti, allir 6 á kr.
10,00.
Síðustu árg., frá 17.—21. árg.,
fá nýir og gamlir kaupendur einn-
ig með miklum afslætti,alls 5 á kr.
20,00. Allir árgangarnir frá upp-
hafi, 21 árg., (inní vanta nokkur
blöð af fyrsta árg. og fjölgar
vantandi tölublö smátt og smátt)
eru seldir á kr. 50,00.
KENSLUBÆKUR
Steingr. Arasonar: Landafræði,
Reikningsbók, Litla skrifbókin,
Lesbók fyrir byrjendur og Sam-
lestrarbókin nýja. Afgreiðsla hjá
Sveinabókbandinu Laugaveg 17B
Reykjavík.
Tapast hefur steingrár hestur
fimm vetra, stór og fallegur, ó-
merktur.
Sá er kynni að verða hans var,
er vinsamlegast beðinn að gera
aðvart á Varmá í Mosfellssveit.
gerist í málfræðisbókum. . . Bók-
in er yfir höfuð ágæt það sem
hún næg og verður fræðimönnum
að miklu gagni. Hún er samin
með róttækri þekkingu og góðri
skynsemi; höf. er laus við öfgar
og öfuglyndi sem oft ber allmikið
á hjá sumum, er hafa ekki nægi-
lega almenna málfræðisþekkingu.
. . . Óskandi væri, að höf. fengi
tóm til að halda þessum rann-
sóknum sínum áfram.
Ben. G. Waage er nýkjörinn for-
seti I. S. í. Er hann einn af áhuga-
mestu íþróttamönnum landsins.
Minningarsjóði Hannesar Haf-
stein hefir nýlega hlotnast arfur
eftir ungfrú Kristínu Eggertsdótt-
ur, veitingakonu á Akureyri, er
ljest 27. febr. 1924. Hún hafði
arfleitt tjeðan sjóð að skuldlaus-
um helmingi eigna sinna eftir sinn
dag. Skiftum á búinu var lokið
13. f. m. og reyndist helmingur
þess, að skuldum og kostnaði frá-
dregnum, kr. 16453,81, sem nú
hefir verið lagt við sjóðinn.
Prentsmiðjan Acta.
leiddi að örðugt var að hafa nægilegt vatn. Efnaðri hús-
in, höfðingjar bæjarins, þar á meðal veitingahús Thenar-
diers, borguðu fjórðungssúu fyrir vatnsfötu manni, sem
hafði tekið að sjer að sækja það, og græiddust honum 8
súur á dag við þá verslun, en hann vann ekki lengur en
til klukkan sjö á kvöldin á sumrum og til klukkan fimm
a vetrum, og þegar dimt var orðið og hlerar komnir fyr-
ir gluggana, urðu menn að sækja vatn sitt sjálfir, ef þeir
þurftu þess með, eða vera án þess.
Þetta var orsökin til mestu skeflingar Cosettu litlu.
Thenardierhjónin höfðu sem sje gagn af henni á tvenn-
an hátt; fyrst og fremst ljetu þau móður hennar borga
með henni, og annarsvegar notuðu þau hana sem þjón-
ustustúlku. Þessvegna hjeldu þau henni, eftir að móðir
hennar var hætt að borga, og hún varð sem þjónustu-
stúlka að sækja vatn, þegar þess þurfti með. Cosetta var
feikilega hrædd við að fara út að lindinni, þegar dimt var,
og sá þessvegna ávalt um það, að ekki skorti vatn í
húsinu.
Það var óvenjulega fjörugt í Montfermeil um jóla-
leytið 1823. Veturinn hafði verið mildur lengst af, hvorki
snjókoma nje frost. Nokkurir trúðar frá Paris höfðu
fengið leyfi til þess að setja tjöld sín á aðalgötu bæjarins,
og hópur af umferðasölum hafði isett búðir sínar á kirkju-
torgið og alla leið inn í hliðarstrætið, sem veitingahús
Thenardiers var við. Gistihúsin og veitingakrárnar voru
fullar, og lífið í þessum bæ, sem vanalega var kyrlátur,
var nú kátt og háreyst.
Jólakvöldið sjálft sátu nokkurir menn, ökumenn og
umferðasalar, að drykkju í veitingastofu Thenardiers,
sem var upplýst af fjórum eða fimm kertum. Hún líktist
öllum öðrum veitingastofum; þar voru borð, tinkrúsir,
flöskur, menn, sem drukku og reyktu, lítil birta og mikill
hávaði. Madama Thenardier hafði eftirlit með kvöldverð-
inum, sem var á eldinum. Herra Thenardier drakk með
gestum sínum. Cosetta sat á sínum vanastað undir eld-
húsborðinu við reykháfinn. Hún var klædd í tötra og var
berfætt í trjeskónum. Hún prjónaði sokka handa annari
Thenardierungfrúnni við birtuna frá eldinum. Lítill ketl-
ingur ljek sjer undir stólunum. í herberginu við hliðina
heyrðist til tveggja fjörlegia barnaradda, er hlógu og töl-
uðu; það voru þær Eponine og Azelma. Rjett hjá reyk-
háfnum hjekk keyri. Við og við yfirgnæfði barnsöskur
hávaðann í veitingastofunni. Það var lítill drengur, sem
madama Thenardier hafði eignast fyrir nokkrum árum
— hún skildi ekkert í því, hvernig það hafði viljað til,
sagði hún, það hlaut að hafa verið kuldinn, sem olli
þessu —, hann var nú rúmra þriggja ára að aldri. Móðir
hans hafði haft hann á brjósti, en henni var illa við hann.
Þegar pilturinn öskraði altof mikið, sagði Thenardier:
„Drengurinn þinn er að skæla; gáðu að hvað gengur að
honum“. — „Æ“, svaraði móðir hans, „mjer dauðleiðist
hann“; og vesalings lítil yfirgefin veran hjelt áfram að
liggja og skæla í myrkrinu.
Lesarinn hefir hingað til aðeins sjeð utan á vangann
á Thenardier; það er kominn tími til þess, að hann fái að
sjá þessi virðulegu hjón frá öllum hliðum.
Thenardier var nýorðinn fimtugur, madama Thenar-
dier var nálægt fertugu, svo að hvorugt hafði undan
neinu að kvarta með aldur hins, því að fjörutíu ár hjá
kvenmanninum eru sama sem fimtíu ár hjá karlmannin-
um. Lesarinn minnist þess ef til vill, er vjer kyntum hon-
um madömu Thenardier; vjer gátum þess að hún væri
hávaxinn, ljóshærður, andlitsrjóður, feitur, holdmikill,
þreklegur, ruddalegur en samt sem áður hvatlegur kven-
rnaður. Hún sá um alt innanhúss, bjó um rúmin, hjelt
stofunum hreinum, sá um þvottinn, var í eldhúsinu, hún
var regn hússins, sólskin þess og djöfull. Cosetta var eina
þjónustustúlkan hennar, mús í þjónustu fíls. Allir fóru
að skjálfa,þégar heyrðist til frúarinnar.Andlit hennar,sem
var alþakið rauðum dílum, líktist fleytisleif. Hún var
með skegg. Hún var eins og þorpari frá París í kven-
mannsfötum. Hún bölvaði eins qg háseti og hrósaði sjer
af að geta brotið hnetu með hnefahöggi. Ef hún hefði
ekki oft verið að tönlast á aðalglamri úr skáldsögum, sem
hún hafði lesið, og sýnt þar með tilgerðina, hefði engum
konnð til hugar að hún væri kona. Madama Thenai'dier
var samsteypa af tilgerðarstelpu og fiskikerlingu. Þegar
hún var að tala, sögðu menn: Þetta hlýtur að vera her-
maður. Þegar hún var að drekka, sögðu menn: Þetta
lilýtur að vera ökumaður. Þegar menn sáu, hvernig hún
fór með Cosettu litlu, sögðu þeir: Þetta er þá böðull. Þeg-
ar hún var kyr, skagaði tönn fram úr munni hennar.
Thenardier var lítill, magur, gugginn, vaxtarljótur,
beinaber manngarmur, veiklulegur útlits, þó að hann
væri við bestu heilsu. Hann var síbrosandi af tómri kurt-
eisi og vai' kurteis við alla, jafnvel betlarann, sem hann
neitaði um skilding. Hann hafði marðaraugu og líktist
mentuðum manni. Hann drakk með ökumanninum, en
enginn hafði sjeð hann drukkinn. Hann reykti úr feikna
stórri pípu. Hann gekk í vinnuskyrtu og innanundir henni
var hann í gömlum, svörtum fötum. Hann vildi láta telja
sig bókmentaðan mann og kvaðst hneigjast að efnis-
hyggju, og vitnaði hann jafnan til ýmsra manna til stuðn-
ings sínu máli, svo sern Voltaires, Raynals, Parnys og þó
að einkennilegt megi virðast, hins heilaga Ágústínusar.
Ilann fullyrti að hann hefði sína sjerstöku heimspeki. Að
öðru leyti var hann mikill óþokki. Hann ljetst, eins og les-
arinn minnist, hafa verið hermaður og sagði frá því hvað
hann hefði sýnt mikla hreysti í orustunni við Waterloo
—- þar hefði hann verið liðþjálfi í einhverju tvífylki — er
hann hefði varið herforingja nokkum, með því að hlífa
honum fyrir kúlnahríðinni með sínum eigin líkama. Það
var þessi atburðuj', sem átt var við á áburðarmikla skild-
inu, og hjeraðsbúar nefndu veitingakrána „Liðþjálfann
frá Waterloo“. Hann var frjálslyndur og Bonapartesmað-
ur. Orð ljek á því í þorpinu, að hann hefði lært til
prests, en sannleikurinn var víst sá, að hann hafði aldrei
lært annað en að vera veitingakrármaður. Þetta marg-
brotna óþokkamenni var að líkindum Flæmingi og var