Lögrétta


Lögrétta - 27.07.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 27.07.1926, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA * Goodtemplara-reglan 75 ára Við þessi tímamót kann að vera að ýmsum þætti fróðlegt að vita eitthvað um uppruna og æskuskeið þessa í'jelagsskapar, og eru eftir- farandi línur skrifaðar í því skyni. New York er þýðingarmesta og þjettbýlasta ríkið í Bandaríkjun- um. Það teygir sig frá Atlantshafs ströndinni, þar sem New York borg setur svip á alt umhverfið, langt norður og vestur í land. — Landslagið er afarfjölbreytt, bæði fjöli og dalir, sljettur og vatna- kiasar, enda fellur fjöldi fljóta um landið, bæði suður til hafs, í Huðsonsfljót og eins norður og vestur til vatnanna á landamærum Canada. í norðurhomi landsins, skamt frá borginni Buffalo, liggur lítill bær, er heitir Utica (jútike), við Mohawk-fljótið, skamt frá Erie- skurðinum. Erievatnið liggur 175 metrum hærra en Ontoriavatnið í Canada. Milli þeirra liggur Erie- fljótið, sem frægt er fyrir hina voldugu Niagaraíossa. Til þess að gera þessi tvö stórvötn að góðri samgönguleið, gerðu Ameríku- menn skipgengan skurð á milli þeirra, nokkru austar en fljótið, sem er kallaður Wetlandsskurður. Þvert út úr þessum skurði var svo gerður Erieskuiðurinn, sem tengir þessi miklu vötn við At- lantshaíið, og kemur saman við Huðsonsfljót rjett hjá borginni Albany. Þetta eru einhver hin stórkost- legustu samgöngumannvirki í heiminum, næst eftir Panama og Suesskurðinn. Bærinn Utica hafði 1910 um 70 þús. íbúa. Þar eru ullarverk- smiðjur og þektar Organ- og Pí- anó-verksmiðj ur. Til þessa bæjar flutti í ársbyrj- un 1851 maður að nafni Daniel Cody, frá borginni Pongkeepsie. Hann stofnaði þar dálítið öfgafult fjelag eða Keiglu með bindindis- heiti er nefnist „The knights of Jerico“ (Jerikoriddaiar). 1 þessa stúku gekk ungur áhugamaður, sem hjet Leverett E. Coon. Hon- um tókst að nema burtu ýmsa sjervitsku úr siðareglum Jeríkó- riddara og loks að breyta nafni fjelagsins. Hann stakk upp á því eitt kvöld, að skira fjelagið um og nefna „The Good Templars“, (Musterisriddara). Eftir nokkrar heitar umræður var þetta sam- þykt, en þeir, sem óánægðir voru með breytinguna, sögðu sig úr. Coon og hans flokksmenn hjeldu áfram störfum. 1 þeim hóp var T. L. James, er síðar varð póst- meistari og presturinn Newton Backus (nafnið er afar eftir- tektarvert). Með hjálp þessara manna voru stofnaðar nýjar stúkur og hafin ötul útbreiðslu- starfsemi. Næsta ár, 1852, flutti Coon sig til Syracusa í sama ríki, er ligg- ur við Onondagavatnið. Þar tókst honum með hjálp manns er hjet Nathaniel Curtis frá Ithaca (Iþöku) að kalla saman fulltrúar fund frá hinum ýmsu stúkum í því skyni að stofna yfirstúku — Stórstúkuna. Aðeins þrjár stúk- ur sendu fulltrúa, allar til heim- ilis í Syracusa; „Exelcior“, „Heu- reka“ og „Forest City“. Hinar 1S stúkumar, sem taldar voru lif- andi, hurfu allar úr sögunni, og varð aldrei síðar vart. Þrátt fyrir litla þáttöku var stórstúkan stofnuð 11. ágúst 1852 og forseti valinn Nahaniel Curtis og hjet embætti hans: Right- Worthy-Grand-Templar (Há- Virðulegur-Stór-Templar), sem síðar, er Hástúka var stofnuð, varð embætistitill æðsta for- manns Reglunnar. Áður hafði Coon sjálfur tekið sjer iþennan titil og skoðað sig sem Há- Templar. Fyrsta eiginlega stórstúkuþing- ið var nú haldið sama haustið í nóvember í borginni Ithaca, sem liggur suður og austur frá Utica í miðju New York ríki. Það er hinn frægi háskólabær, þar sem Cornellháskólinn er. Ithaca er miklu minni en bæði Utica og Syracusa, með rúm 12 þúsund íbúa 1910. Nú voru stúkumar orðnar 12, flestar nýstofnaðar. Forseti var kosinn Gorry Cham- bers. Um hann veit maður ekk- ert, nema að hann var vel máli íarinn og 3 álnir og 3 þuml. á hæð. Þetta sama ár gekk í Regluna prestur að nafni D. W. Bristol, sem hafði yfirgnæfandi áhrif fyr- ir þennan nýbyrjaða fjelagsskap. Bristol var doktor í guðfræði og þjónaði Meþódista — eða biskupa- kirkjusöfnuði í íþöku. Honum var nú falið að semja fullkomnar siðareglur handa fjelagsskapnum, sem hingað til hafði búið við mjög sjervitskulega og ósamræma siði. Bristol hepnaðist iþetta starf svo vel, að allir urðu sammála um ágæti hinna nýju siða, sem hann hafði búið til, og voru þeir sam- þyktir án breytinga á Stórstúku- þinginu 1853. Síðan iþetta skeði. hafa siðimir verið endurskoðaðir, að minsta kosti tvisvar grandgæfi- lega, en í öllum aðalatriðum búa templarar við þær siðareglur, er Bristol samdi, að minsta kosti í þeim Stórstúkum, sem halda hin- um kristilega trúblæ á siðastörf- um. Sem við var að foúast af manni í hans stöðu, bar mikið á þessum trúblæ í hinum fyrstu siðum. Þó var það í öndverðu ákveðið, að hver sem trúði á guð gæti orðið fjelagi Reglunnar hvaða trúarflokki sem hann kynni að tilheyra. Stórstúkuþingið 1853 var enn háð í íþöku. Nú voru til 93 stúk- ur með alls 3740 fjelaga, en um- fram það sem framan greinir, hvílir þoka gleymskunnar yfir því og öðm sem gerst hafði á þessum fyrstu foamsárum Reglunnar. Stofnandinn, Coon, var lítt ment- aður maður, duglegur, en nokkuð óstöðuglyndur. Aðstoðarmaður hans, Nathaniel Curtis, var þar á móti „maður hámentaður, fast- ur í sjer“. Þannig er honum lýst af hinum sænska sagnritara, sem skrifað hefur bók um sprenging Reglunnar vegna negranna og kom út í Arboga..l883 (bls. 8). Nathaniel Curtis varði öllu sínu lífi og efnum í þarfir þessarar hugsjónar, en hlaut að launum, í stað þakklætis, svæsnustu árásir úr ýmsum áttum, en sjerstaklega frá allmörgum andlegrar stjettar mönnum. Curtis, Bristol (faðir Bristol) og áður nefndur Gorry Chambers voru lífið og sálin í fjelagsskapn- um þessi fyrstu ár og eiga þakk- irnar fyrir framfarimar. 1853 fluttist Reglan, til Penn. og Can- ada. 1854 til 111., Ind., Miss., og Wiskonsin. 1855 komu fulltrúar nokkurra Stórstúkna saman í Cleveland í Ohio. Hvert ríki sem hafði minst 10 stúkum mátti stofna stórstúku, en nú stofnuðu fulltrúar stór- stúknanna heimsstúkuna Right Worthy Grand Lodige = Há- Virðulega Stór-Stúku, sem að vísu náði aðeins til Vesturheims þar til Reglan fluttist til Eng- lands 1868. Hástúkuþing voru framan af háð árlega, frá 1855— 1875 öll árin nema 1860. Fyrsta áreiðanlega fjelagatal er frá Há- stúkuþinginu í Hamilton 1858, þá voru fjelagar 63 þúsund í 945 stúkum. Árið eftir hafði fjölgað um 25 þúsund, en nú kom aftur- kippur vegna þrælastríðsins 1861 —1868, sem svaraði þessari fram- för. Á Chicagoþiniginu árið 1863 var talan aftur 53 þús., en síðan byrj- aði uppgangstíminn eftir stríðið; 1866 (Bostonþing) 168 þús., 1867 (Detrait) 290 þús. 1868—71 var kyrstaða með 360—380 þús., eft- ir það fjölgaði aftur svo að 1875 á Bloommimgtonþingi í Ulinois var í Reglunninni tæplega 3/4 miljón manna. — Um og eftir 1860 byrjaði negra- málið að gera vart við sig, en þó drógst það meðan á stríðinu stóð, að það ylli deilu í Hástúkunni. Hátemplar var D. Hastings. — Fyrir hann kom málið sem fyrir- spum: „Hvernig skal fara um blá- menn eða menn af blámannakyni, ef þeir æskja upptöku í Regluna eða vilja stofna stúku“. Hastings svaraði: „Farið með þá eins og þeir væru hvítir menn! Jeg fæ ekki isjeð að Reglan hafi meiri ástæðu til að igjöra sjer mannamun af litnum á skinninu, heldur en litnum á hárinu eða augunum“. Hástúkuþingið 1 Bost- on samþykti þetta skíra svar. — Negramálið var ekki hjermeð búið. Ekkert er langlífara en rót- grónir fordómar. Á þá bítur hvorki vit nje vald. Stórstúkan í Kentukyríkinu á heiðurinn af því, að það var vakið upp á ný og hleypti nú öllu í bál og forand. Hún neitaði negrunum um jafn- rjetti þrátt fyrir úrskurðinn. Hún sagðist telja negra svo lágt- standandi þjóðflokkk, að hvítum mönnum væri minkun að sam- neyti við þá og sagði sem svo: „Ef vjer tökum negra inn, miss- um vjer hvítu mennina út“. — í Kentuky-stórstúkunni var J. J. Hickmann stórtemplai'. Hann gjörði tilraun til að foæta úr þessu ranglæti með því að stofna sjerstaka Reglu handa blámönn- um og kynfolendingum. Þrælarnir sem nú voru þó orðnir frjálsir að lögum, máttu ekki fá sæti við sama borð og betra fólkið, en hann vildi ekki meina þeim að taka þátt í máltíðinni í öðru húsi. Þannig átti að mynda óæðri blá- manna Reglu í óæðri húsakynn- um. Nefnd var sett til að semja siði og lög fyrir þessa „Þræla- Keiglu“. Þetta skeði 1871. — Hástúkuþingið í Madison 1872 dró úr úrskurði D. Hastings í þessa átt, en sú breyting kostaði eitt hið magnaðasta rifrildi sem háð hefir verið á slíku þingi. Helsti talsmaður heilbrigðar skynsemi í þessu máli var Engl. Joseph Malins. Hann hafði flutt Regluna til Englands 1868 oig var nú kominn sem fulltrúi ásamt mörgum öðrum fyrir bretsku stór- stúkurnar. Malins varð seinna að- alleiðtogi Reglunnar, fyrst í Ev- rópu og síðar, eftir endursamein- inguna, æðsti maður allrar Regl- unnar. Láts hans hefir verið ný- lega minst í Templar og vísast til þess, er þai' er sagt um hann. Malins andæfði Vesturheims- mönnum í negramálinu, en þeir sóru og' sárt við lögðu, að þeii' gætu ekki tekið við blámönnum. „Kæmi að því, að negri heimsækti stúku í Bandaríkjunum verður af- leiðingin af móttöku hans sú, að allir hvítir menn fara af fundi“. Malins svaiaði: „Komi að því, að blámaður heimsæki stúku á Stóra-Bretlandi og sje klæddur einkenni Goodtemplara verður tek- ið við honum með viðhafnarsiðum og hann látinn sitja í heiðurssæti við hlið æðsta templars“. — Málnu lauk ekki á þessu nje næstu hástúkuþingum. Margar árangurslausar tilraunir voru gerðar til að miðla málum, en alt stóð í þófi þar til á Hoitþinginu í Lamsville í Kent 1876. Þá fór fram atkvæðagreiðsla þar sem Há- stúkan með 85 atkvæðum móti 59 var samþykk miðlunartillögu, sem raunar tók með annari hendi það, sem hin gaf, og ónýtti því að fullu úrskurð Hastings og Boston- þingsins.—Hjer, í sjálfu uppreist- arríkinu Kentuky, var ekki von að málinu reiddi vel af fyrir vin- um negranna. Það einkennilegasta var þó það, að sá sem átti miðl- unartillögu þá er samþykt var, var ekki hvítur maður, heldur rauð- skinni — Indíáni — og einn af upprennandi leiðtogum Goodtepl- arareglunnar. Maður þessi var læknir og hjet Oronhyatheka. Fæddur 1841 í Ontariofylki i Canada og voru foreldrar hans bæði rauðskinnar í húð og hár. Hann gekk í æsku í barnaskóla og vaið vel að sjer í því sem þar var kent, einkum ensku. Hann hafði óstöðvandi löng- un til að afla sjer meiri mentun- ar oig] brautst í því að afla sjer fjár til að geta stundað nám við æðri skóla í Toronto. Um 1861—1862 heimsótti prins- inn af Wales, Albert Edvard, er síðar varð Játvarður VII. Engla- konungur, Canada, í nafni Vic- toríu drotningar. Kom nú upp af- skaplag misklíð milli prinsins og Indíána af Iroke-kynstofni. Prins- inn sem þóttist hafa nauman tíma, en margt að sjá, gerði þess- um Indíánum þau boð, að ef þeir vildu við sig tala gætu þeir heim- sótt sig í borginni Hamilton, þar á móti mjer Marjus Lund; þáði V. Hugo: VESALINGARNIR. þung og hún varð að setja hana niður aftur. Hún kast- aði mæðinni eitt augnablik, tók þá aftur í handarhaldið og hjelt af stað, og nú komst hún dálítið lengra, en svo varð hún að nema staðar aftur. Er hún hafði hvílt sig nokkur- ar sekúndur, lagði hún enn af stað. Hún gekk álút og horfði niður fyrir sig eins og gömul kona; þungi föt- unnar teygði úr mögrum handleggjum hennai'; jám- handarhaldið gerði litlar, votar hendur hemiar alveg stirð- ar; hún varð að nema staðar við og við, og í hvert sinn sem hún gerði það, skvettist kalt vatnið á bera fætur henn- ar. Þetta var 1 skógi, um nótt, að vetralagi. Guð einn sá, við hvaða hörmungar þetta átta ára bam átti að búa. Hún stundi og ætlaði að kafna af ekka, en hún þorði ekki að gráta, af því að hún var hrædd við madömu Thenar- dier, þó að hún væri langt í burtu. Hún var alt af vön að hugsa sjer að madama Thenardier væri rjett hjá sjer. En hún komst ekki langt á þennan hátt, og hún varð að fara mjög hægt. Það kom fyrir ekki, þó að hún stytti hvíldimar og gengi eins langt og henni var unt, áður en hún hvíldi sig. Hún hugsaði til þess með skelfingu, að hún mundi verða heila klukkustund að komast til Mont- fermeil, og að madama Thenardier mundi berja hana. Þessi skelfing blandaðist saman við hræðsluna við að vera ein í skóginum. Hún var dauðþreytt og var ekki enn komin út úr skóginum. Þegar hún kom að gömlu kastaníu- trje, sem hún kannaðist við, hvíldi hún sig í síðasta sinn, lengur en áður, til þess að verða vel afþreytt. Þvínæst setti hún í sig kjark, tók fötuna aftur og gekk rösklega af stað; en vesalingsi, ráðþrota litla telpan gat ekki gert að því að hún stundi upp: „Guð minn! Guð minn!“ I sama bili varð hún vör við að fatan ljettist. Hönd, sem henni virtist vera afarstór, hafði gripið sterklega í hand- arhaldið og lyft fötunni upp. Hún leit upp. Stór, dökk vera gekk við hlið hennar í myrkrinu. Þetta var maður, sem hafði gengið fram á hana, án þess að hún tæki eftir því. Hann hafði gripið þegjandi í handarhaldið á fötunni, sem hún hjelt á. Eðlishvatir eru til, samsvarandi öllu, sem fyrir menn kemur í lífinu. Barnið var ekki hrætt við manninn. Síðari hluta þessa aðfangadags jóla 1823 gekk maður nokkur lengi fram og aftur um umferðaminsta hluta Spítalagötunnar í París. Svo var að sjá, sem hann væri að leita að húsnæði, og nam hann við og við staðar fyr- ir framan ljelegustu húsin í þessium hrörlega jaðri St. Marceau-útborgarinnar. Búningur hans og öll framkoma benti á mann, sem nefna mætti betlara, er hefði búið við betri kjör áður — aumasta fátækt samfara mikilli rækt við útlitið. Hann var með kringlóttan, mjög gamlan og mjög vel strokinn hatt á höfðinu, var í gauðslitnum frakka úr stórgerðu, mógulu efni, en sá litur þótti ekkert einkennilegur á þeim tímum, síðu vesti með stórum vös- um, svörtum hnjebuxum, sem voru orðnar gráar á hnján- um, svörtum ullarsokkum og þungum skóm með látúns- spöngum. Hefði mátt ætla að hann væri fyrverandi heim- iliskennari í ríkra manna húsum, og nýkominn úr útlegð- inni. Ef ráða mátti af alhvítu hári hans, hrukkóttu enni, fölum vörum og andliti hans, sem bar vott um þunglyndi og lífsþreytu, mátti búast við að hann væfri yfir sextugt, en örugt göngulagið, þó að þungt væri, og einkennilegur krafturinn, sem allar hreyfingar hans báru vott um, benti fremur á það, að hann væri fyrir innan fimtugt. Um varir hans voru drættir, sem virtust vera harðlegir, en voru í raun og veru bljúgir, og í djúpi augna hans var einhver óumræðilega angurvær blíða. Hann hjelt á litlum pyhkli í vinstri hendi, og hafði bundið vasaklút utan um hann, en studdist við staf í hægri hendi; stafurinn var talsvert vandaður og ekki ólaglegur. Hnúður var á öðrum enda hans úr rauðlakki, og leit út eins og hann væri úr kúríli. Þetta var í raun og veru lurkur, en hann sýndist vera stafur. Umferðin er lítil um þetta stræti, sjerstaklega að vetrarlagi. Maðurinn virtist fremur forðast þá fáu sem á ferli voru, heldur en skifta sjer af þeim, án þess þó að mikið bæri á því. Loðvík konungur átjándi var vanur að aka nærri því daglega til Chosisy-le-Roi í þá daga. Hann hafði sjerstakt eftirlæti á þeim ferðum. Vagn konungsáns og riddarafylgdarlið kom klukkan tvö nærri því á hverj- um degi á harða stökki eftir Spítalastræti. Fátækar kon- ur í þeim borgarhluta fóru eftir því eins Oig úri. „Nú ekur hann aftur til hallanna“, sögðu þæp;-; „þá er klukkan tvö“. Þetta var merkasti viðburður dagsins í Spítalastræti. Maðurinn í gula frakkanum átti bersýnilega ekki heima í borgarhlutanum, að líkindum alls ekki í París, því að hann virtist alls ekki þekkja til þessa. Þegar konungs- vagninn ásamt sveit silíurlagðra riddara kom inn í stræt- ið, virtiat hann verða forviða, nærri því skelfdur. Hann var einn á gangstjettinni og flýtti hann sjer að komast sem næst húsunum, en hertoginn frá Havré kom samt aem áður auga á hann. Hertoginn, sem hafði forustu fyrir riddurunum, sat í vagninum andspænis konunginum. „Þessi maður er nokkuð grunsamlegur“, sagði hann. Lög- regluþjónamir, ,sem hjeldu vörð, þar sem konungsvagninn fór um, tóku líka eftir honum, og einn þeirra fjekk skip- un um að fylgja honum eftir. En maðurinn flýtti sjer inn í auðar smágötur útborgarinnar, og þegar rökkrið kom, misti lögreglumaðurinn sjónar á honum. Maðurinn í gula frakkanum hraðaði göngu sinni og leit við og við aftur fyrir sig til þess að ganga úr skugga um, að enginn væri að elta hann. Þegar klukkan var 15 mínútur yfir fjögur, með öðrum orðum, þegar dimt var orðið, gekk hann fram hjá leikhúsinu við St. Martinhliðið, og voru „Galeiðuþræl- arnir tveir“ leiknir það kvöld. Honum varð litið á auglýs- ingu leikhússins, sem ljóskerin vörpuðu birtu á, og nam hann staðar til þess að lesa hana. örlítilli stund síðar var hann kominn í Planchettegötu og gekk inn í „Tinkrukk- una“, þar sem skrifstofa vagnsins var, sem ók milli París og Lagny. Vagninn átti að leggja af stað klukkan hálf- fimm. Hestamir voru komnir fyrir og ferðamennirnir flýttu sjer að komasit upp jámstigann og setjast í vagn- inn. „Hafið þjer sæti?“ spurði maðurinn. — „Já, enn er

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.