Lögrétta


Lögrétta - 27.07.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 27.07.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA jeg þar ágætan greiða, og fór bóndi með mjer suður að Deildar- ánni, sem rennur ofan í voginn. Þar er laxveiði lítilsháttar, en ágætur staður til að geta komið þar upp mikilli veiði, því stutt er ofan að sjónum, og vatnið gott í ánni og vogurinn líkur þeim, sem Elliðaárnar renna í við Reykjavík. — En svo þarf endi- lega að ryðja árfarveginn, svo að vatnið geti runnið alt ofan með öðrum bakkanum. Það ríður á því, og það þurfa að myndast hyljir fyrir laxinn, til að hvíla sig í, og þá mun laxinum ganga betur að komast upp í ána til að hrygna þar. Svo fór jeg austur að Hóli, en kom þar ekki, því jeg mætti þeim bændum. þar stutt fyrir utan, og sagði þeim, að jeg ætlaði að skoða Ormars-ána; hún er stór og fall- eg; talsverður lax var áður í henni, en er nú 'lítill, og gæti hann þó gengið langt upp eftir henni. En silungur er þar tals- verður. Jeg fór svo nokkuð langt upp með ánni og þeir báð- ir bændur með mjer, og Þorgrím- ur gamli, bóndinn í Ormalóni, líka. Hann hafði einnig mikinn á- huga á því, að koma þama upp laxveiði, og vildi gjöra alt, sem hann gæti, til þess. Áin er bæði ströng og stórgrýtt. Jeg sýndi þeim öllum, hvemig væri farið að byggja laxalátur. Jeg var daginn um kyrt í Orma lóni, og fór þá austur að Svein- ungavík. Það er mikill bær. Skoð- aði jeg þar ána, og má þar koma til veiði í henni, ef ánni er veitt beint til sjávar úr króknum, sem er stutt utan vð bæinn. Þetta er nú ekki mikið verk, en ekki veit jeg hvort það verður gjört. Kristján Benediktsson gullsmið- ur var með mjer, og fómm við upp með ánni að háum fossi. Þar fer enginn fiskur upp, og engin tök eru á að lækka fossinn, enda ekki tilvinnandi að eiga nokkuð við það, því skilyrðin em lítil þar fyrir ofan. Svo fór jeg suður hálsinn, sem er á milli Sveinungavíkur og Ormalóns, og kom að Borg. Þar býr fátæk ekkja með bömum sínum. Þar er geysistórt vatn, sem talsverður silungsafli er í. En veiðiaðferðin þar skildist mjer að væri ekki upp á það besta. Sil- ungurinn er góður og stór, frá 4 til 5 pd. Svo fór jeg að Sjávarlandi. Þar er tvíbýli, og fóm þeir bændur með mjer ofan að Svalbarðsánni. Er ósinn mjög fallegur og álitleg- ur til þess, að bæði lax og silung- ur gæti gengið þar uppeftir. — Þeir bændur báðir, Kristdór og Guðjón, fóru með mjer þar nokk- uð uppeftir, og sýndi jeg þeim alla aðferð að byggja laxalátur. Svo fór jeg að Svalbarði. Þar býr prófastur, sjera Páll Hjalta- lín; hann var ekki heima; var út á Ásmundarstöðum að messa; en sonur hans, Árni, tók á móti mjer, og frúin; þar var jeg nóttina í besta yfirlæti. Jeg fór svo um kvöldið þar meðfram áxmi og Ámi sonur prófasts, og sýndi jeg hon- um alla aðferð við að byggja laxalátur og þá veiðiaðferð, sem þar á við. En laxinn gengur þama lengst fram á afrjett, því enginn foss er á leiðinni, og engin hindr- un. Svo um morguninn fór jeg austur að Flögu. Þar býr Jóhann- es, og fór hann með mjer austur að Sandá. Þar er mikill lax, en mjög erfitt að veiða hann, því áin er bæði ströng, stórgrýtt og vatnsmikil. Við riðum þar langt upp með henni, og sýndi jeg hon- um hvemig hann ætti að fara að því að veiða laxinn og byggja laxalátur, og tel jeg svo, að jeg hafi hvergi sjeð jafn góða og mikla laxa-átu, nema í Laxá við Laxa- mýri í Þingeyjarsýslu. — Jóhann- es fylgdi mjer austur alt að Hölkná. En hún er ómöguleg, bæði fyrir strengi og grjót. Síðan fór jeg austur að Holti. Þar búa tveir bræður, synir Þó- rarins sál., sem lengi bjó í Efri- hólum í Núpasveit. Þeir báðu mig að fara með sjer í Laxárdal til að skoða þar dálítið vatn, sem er stutt vestan við bæinn, og fórum við þangað. Þar var sil- ungsátan í röstum meðfram land- inu í vatnsbámnni. Jeg var hrædd ur um að vatnið væri of gmnt, en hjelt að það mætti dýpkva það. Svo fórum við að leita að vatns- lind, og fundum hana þar stutt frá, og ætla þeir bræður víst að reyna að koma þar upp klakhúsi. Svo fylgdi Kristján, bóndinn í Holti, mjer austuryfir Hafralóns- á; hún er vatnsmikil og lygn, og ber mikinn sand, og þar heyrði jeg ekki getið um lax, enda vill hann alls ekki ganga upp í þær ár, sem bera mikinn sand út í sjóinn. — Um kvöldið fór jeg út að Syðra-Lóni. Þar býr Guðmund- ur Vilhjálmsson kaupfjelagsstjóri frá Ytri-Brekkum, og er þar með umsögn minni lokið um Norður- Þingeyjarsýslu. Þórður Flóventsson frá Svartárkoti. ----o----- „Af austunregum11. Svo heitir fyrirsögn á grein, sem birtist í Lögrjetu 23. tbl. þ. á. eftir Helga Hannesson. Verður greinarhöf. þar sLrafdrjúgt mjög um ferðalag sitt um Suðurlands- undirlendið og skal jeg leiða hjá mjer mælgi hans að öðru leyti en því er viðkemur sögu hans um bændumar á Stóra og MinnarHofi, en hún er á þessa leið: „Mjer kom í hug saga svolítil, sem jeg fyrir skömmu hafði heyrt um nábúa tvo. Þeir bjuggu þar sem hjet að HofL Það var haust eitt eftir vetumætur að bóndiim á Hofi hinu meira var að láta grafa skurð einn og lagði kapp á, svo sem flest er hann gera ljet. Fjell þá snjór nokkuð mikilL En bónda þótti þetta leitt, að láta snjóinn stöðva verkið því þítt var undir. Ljet hann því moka snjóinn frá og svo stungu þeir skurðinn eins og ekkert hefði í skorist. En á Hofi hinu minna stóð bóndinn um stund undir bæjarvegg, og synir hans, og hentu gaman að verki granna sinna. Gengu sáðan inn og hvíldu sig á ný. En svo sagði mæl- ingamaður jarðabótanna frá, að um vorið eftir þurfti hann ekki að koma í Hof hið minna, til að mæla jarðabætur, því þær vom þar engar Þar sem mjer er þetta mál svo skylt, isem er sonur bónda þess sem þarna er verið að óvirða, leyfi jeg mjer að lýsa höfundinn ósannindamann og sögu hans stað- lausan rógburð, og vil jeg gefa honum það ráð að hlaupa ekkl með slíkar gróusögur sem þessa í blöðin, ef hann vill framvegis heita og vera álitinn heiðarlegur maður. Til dæmis vil jeg benda honum á að frá Hofi hinu minna, eins og hann kallar það, var alls ekki hægt að sjá, er menn voru að verki við skurðgröft þenna, það hefði hann átt að geta sjeð sjálfur og þar með, ef athugull hefði verið, sannfært sjálfan sig um það að hjer mundi ekki alt með feldu. Jeg ætla ekki í neinn maxmjöfnuð um föður minn og Guðmund bónda á Stóra-Hofi, en það er víst, að ef dæma á þessa tvo menn eftir elju þeirra og dugnaði, þá mundi faðir miim ekki bera skemri hlut frá borði. Það er broslegt og mjer hefði síst dottið í hug að Ingvari bónda á Minna-Hofi yrði í opinberu blaði borið á bxýn leti og ómenska, enda hefði okkur sonum hans þótt það fyiirsögn, er hann var að hvetja okkur til starfa, með því að benda okkur á iðjusemi granna sinna og vildi síst af öllu standa þeim, að baki. Læt jeg Helga það vita, að jeg mun ekki framvegis elta ólar við gróusögur hans, en það hygg jeg, að þrátt fyrir alt hafi nú þessi mánudagur, sem hann lagði ferð sína upp á, orðið honum til mæðu, eða að minsta kosti til óvirðu í þessu til- felli. Vestmannaeyjum í júlí 1926. ól. Ingvarsson frá Hofi. Aths. Lögr. lítur svo á, að í grein hr. Helga Hannessonar, sem hjer er um að ræða, sje ekki beinst að neinum ákveðnum mönn- um, heldur noti hann Hof hið meira og Hof hið minna af handa- hófi„ til þess að gefa bæjunum í sögu sinni einhver heiti. Annars er Lögr. þetta mál ókunnugt. En þess vill hún láta getið, að hennt þykir mjög vænt um greinar þær, sem hún hefur fengið frá Helga Hannessyni, því að þar lýsir sjer óvenjulegur áhugi á ræktunar- málum landsins. ----o---- S. í. S. Aðalfundur Sambands ísi. samvinnufjelaga var haldinn á Akureyri 19.—23. f. m., og átti Kaupfjelag Eyfirðinga 40 ára af- mæli daginn, sem fundurinn var settur. Forstjóri Samb. og fram- kv.stj. innflutnings- og útflutnings deilda gáfu sikýrslu um starfið síðastl. ár. Helstu samþ. fundar- ins voru þessar: að beita sjer fyrir því, að lögskipað verði mat á æðardún fyrir alt landið; — að bæta skipulag á sialtkjötssölu innanlands, stilla svo í hóf verði á kjötinu, að fylgt sje sem mest markaðsverði á því erlendis, og gera nægan verðmun á kjötinu, svo að sem mest verði notað af hinum ódýrari kjöttegundum inn- an lands, koma á mati á salt- kjöti og reyna að samræma verð- ið, syo að eitt fjelag selji ekki samskonar kjöt miklu hærra verði en annað; — að vinna að því, að sambandsdeildirnar færi skuldir sínar við l.S.l.. niður, og gæta varúðar við því, að ekki myndist nýjar viðskiftaskuldir hjá fjelagsmönnum, og taldi fundurinn eðlilegt, að deildixnar flyttu óhjákvæmileg skuldavið- skifti sín frá Sambandinu til lánsstofnananna; en fundurinn varaði Sambandsdeildimar við að kaupa innlendar vöiur á á- KEN SLUBÆKUR Steingr. Arasonar: Landafræði, Reikningsbók, Litla skrifbókin, Lesbók fyrir byrjendur og Sam- lestrarbókin nýja. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu Laugaveg 17B Reykjavík. kveðnu verði á sína ábyrgð; — að skifta ársarði frá 192ö sivo: færa í tryggingarsjóð 100 þús. kr., í stofnsjóð 40 þús. og 600 kr., í meimingarsjóð 14 þús. kr., í varasjóð 15 þús. kr. og í sjó- vátryggingarsjóð rúml. 10 þús. kr.; — að taka ullariðnaðarmál- ið til rækilegrar athugunar fyrir næsta aðalfund, svo ,sem það, að koma upp kembivjelum til stuðnings heimilisiðnaði, og ef fært reynist fullkominni dúka- verksmiðju; — að leggja fram alt að helmingi kostnaðar til þess að reisa sýsiubókasafn á Húsavík, í minningu Pjeturs á Gautlöndum og Benedikts á Auðn um, þó ekki yfir 10 þús. kr.; — að íhuga til næsta fundar, hvort ekki væri rjett að koma á innan fjelagsins ellitryggingum og slyysatryggingum; — að styrkja samvinnublöðin á siama hátt og að undanförnu. Um kjötsölumálið og trygging- armálið talaði Jón Ámason fram- kv.stj., en Einar alþm. á Eyrar- landi um ullariðnaðarmálið. Kosnir í sltjórn Samb. til 3ja ára: Jón Jónsson í Stóradal og Einar alþm. á Eýrarlandi. — Varam. til eins árs sjera Þor- steinn Briem, og í varastjórn til eins árs Tr. Þórhallsson ritstj. og Sig. Jónsson á Arnarvatni, en endurskoðandi Metúsalem Stefáns son ráðunautur. Að lokum samþ. traustsyfirlýsing til A. I. S. Veðráttan hefur verið mjög vot viðrasöm í þessum mánuði. Síðari hluta síðastl. viku komu þó þrír góðir þurkdagar, og munu bænd- ur hjer siyðra alment hafa náð inn heyjum þeim, sem fyrir lágu. En um helgina fór aftur að rigna. Slys. 14. þ. m. varð það slys á vjelbátnum Gylfa, að formanninn, Jónasi S. Húnfjörð, tók út, og drukknaði h^nn. Vita skipverjar ekki, hvernig þetta gerðist, með því að enginn var áhorfandi, er slysið vildi til. J. S. H. lætur eft- ir sig konu og tvö börn. Landskjörið. — Atkvæðakassar eru enn ókomnir úr iSkaftafells- sýslum og Barðastrandarsýslu. — Gert er ráð fyrir atkvæðataln- ingu í byrjun, næsta mánaðar. til einhvers, í brjósti sjer, sem líktist von og gleði og steig' upp til himins. Þegar nokkurar mínútur voru liðnar, sagði maðurinn: „Hefur madama Thenardier enga vinnu- stúlku?“ — „Nei“. — „Ertu þá alveg einsömul?“ — „Já. Reyndar“, bætti hún við eftir dálitla þögn, „eru líka tvær telpur“. — „Hvaða telpur eru það ?“ — „Ponine og Zelma“. — „Hverjar eru Ponine og Zelma?“ — „Það eru dætur madömu Thenardier“. — „Og hvað starfa þær?“ — „Þær“, sagði banxið, „eiga fallegar brúður og leikföng með' gullskrauti, svo að þæjr hafa nóg að gera. Þær leika sjer og skemta sjer“. — „Allan daginn?“ — „Já“. — „Og þú?“ — „Jeg vinn“. — „Allan daginn?“ Bamið leit framan í hann stórum augum sínum, og blik- aði á tár í þeim, sem ekki sáust í myrkrinu, en hún svar- aði stillilega: „Já“. Eftir litla þögn bætti hún við: „Stundum, þegar jeg hefi lokið við verk mitt, og mjer er leyft það, leik jeg mjer líka“. — „Og hvemig leikur þú þjer?“ — „Eins og jeg best get; jeg fæ að ráða því sjálf. En jeg á ekki mikil leikföng, og Ponine og Zelma vilja ekki að jeg leiki mjer að brúðunum iþeirra. Jeg á ekkert nema blýsverð, sem ekki er lengra en eins og þetta“. Hún rjetti fram litlafingurinn. — „Jæja, og það er víst ekki hægt að skera með því?“ — „Jú“, svaraði telpan, „jeg get skorið salat og höfuðið af flugum með því“. Þau fóru inn í þorpið. Cosetta leiddi ókunna manninn um götumar. Þau fóru fram hjá bakaranum, en Cosetta mundi ekki eftir brauðinu, sem hún átti að sækja. Maður- inn spurði hana ekki um fleira, hann var nú þungbúinn og þögull. Þegar þau voru komin fram hjá kirkjunni, og mað- urinn sá allar opnu búðimar, sagði hann við Cosettu: „Er hjer markaður?“ — „Nei, það sem er aðfangadags- kvöld“. Þegar þau voru rjett komin að veitingahúsinu, tók Cosetta skelkuð í handlegginn á honum. „Nú erum við rjett komin að húsinu“, sagði hún. — „Já, og hvað um það?“ — „Viljið þjer ekki láta mig fá fötuna aftur?“ — „Hvers vegna?“ — „Vegna þess að madama Thenar- dier ber mig, ef hún sjer að einhver hefur borið hana fyrir mig“. Maðurinn rjetti henni fötuna. Augnabliki síð- ar voru þau komin að veitingahúsinu. Cosetta barði að dyrum. Dymar opnuðust og ma- dama Thenardier kom fram með ljós í hendi. „Jæja, það ert þá þú, betlarastelpan þín! Þú hefur svei mjer farið þjer hægt. Þú hefur auðvitað farið að leika þjer, þjófur- inn þinn?“ — „Madama“, sagði Cosetta, og skalf frá hvirfli til ilja, „hjer er maður, sem vill fá gistingu". Madama Thenardier flýtti sjer að bæla niður reiðisvipinn og setti á sig vingjamlegan svip og athugaði gestinn vand- lega. „Eruð það þjer?“ spurði hún. — „Já, madama“, svaraði maðurinn, og tók ofan hattinn. Efnaðir ferðamenn eru ekki svo kurteisir. Þessi kveðja og niðurstaðan af rannsókninni, sem madama Thenardier hafði gert með augunum, á fatnaði og farangri gestsins, olli því, að vin- gjamlega grettan hvarf og reiðisvipurinn kom aftur. „Gerið þjer svo vel að koma inn, maður góður“, sagði hún þurlega. „Maður góður“ kom inn. Madama Thenar- dier leit aftur á hann, athugaði sjerstaklega frakka hans, sem að vís,u var mjög slitinn, og hatt hans, sem var orð- inn æði ljelegur. Þvínæst ráðfærði hún sig við mann sinn, sem sat við drykkju með ökumönnunum, með því að hrista höfuðið, fitja upp á trýnið og depla augunum. Maðurinn svaraði með því að hreyfa vísifingurinn, er táknaði: „Á ekki grænan eyri“, og sagði þá madama Thenardier: „Mjer þykir það leitt, maður góður, en við höfum ekkert rúm“. — „Þjer getið látið mig vera þar sem yður þóknast", sagði maðurinn, „uppi á hanabjálka- lofti eða í hesthúsinu. Jeg skal borga fyrir það eins og það væri herbergi“. — „Fjörutíu súur“. — „Já, fjörutíu súur“. — „Jæja, við skulum þá gera það“. — „Fjörutíu súur!“ hvíslaði ökumaðurinn að madömu Thenardier; „það kostar þó ekki meira en tuttugu“. — „Fyrir hann kostar það fjörutíu súur“, hvíslaði madama Thenardier aftur; „jeg læt ekki flökkumenn fá húsaskjól fyrir minna“. — „Það er alveg rjett“, bætti húsbóndinn blíðlega við; „það skaðar veitingahúsið, ef það frjettist að svona menn sjeu hýstir“. Maðurinn hafði nú sett böggul sinn og staf á bekk og tekið sjer sæti við borð, sem Cosetta hafði flýtt sjer að setja vínflösku og glas á. Umferðasalinn, sem hafði heimtað vatn handa hestinum sínum, hafði farið sjálfur út með fötuna. Cosetta hafði aftur sietst að undir eldhús- borðinu og var tekin til við prjónavinnu sína. Maðurinn, sem hafði varla vætt varir sínar með víninu, sem hann hafði helt í glasið, horfði með athyglissvip á bamið. Co- setta var ljót. Hefði henni liðið vel, hefði hún ef til vill orðið lagleg. Hún var mögur og guggin. Þótt hún væri átta ára að aldri, virtist hún naumast vera sex ára. Stór augu hennar, sem dökkar rákir voni umhverfis, voru fjörlaus vegna þess hvað hún hafði grátið mikið. Munn- vik hennar drógust niður á við, og leiðir það af sífeldri angist, og sjest á dauðadæmdum mönnum og ólæknandi. Eldurinn, sem brá birtu sinni yfir hana á þessari stundu, olli því, að hún varð enn beinaberari en ella og sást þá hvað hún var hræðilega mögur. Það var vani hennar, að þrýsta saman hnjánum, vegna þess að hún var alt af skjálfandi af kulda. Hún var ekki klædd í annað en ræfla, sem hörmung hefði verið að horfa á að sumarlagi og hryllilegt var að sjá um vetur — bætt ljereft, ekki ein ullardula. Hjer og þar skein í beran líkamann, og alstað- ar sáust svartir blettir eftir barsmíð madömu Thenardier. Berir fætur hennar voru rauðir og grannir. Grátlegt var að horfa á lautimar við viðbeinið á henni. Barnið í heild sinni, göngulagið, látbragðið, málrómurinn, þagnimar á eftir hverju orði, sem það sagði, augnaráðið, þögnin, hver hreyfing bar vott um þetta eitt: ótta. Blærinn á augum þessa átta ára bams var oftast svo skuggalegur og stundum svo sorglegur, að hún var oft því líkust, að hún væri á leiðinni að verða að fábjána eða djöfli. Maðurinn í gula frakkanum misti ekki sjónar af Cosettu eitt augnablik. Madama Thenardier hreytti alt í einu úr sjer: „Hvar er brauðið?“ Cosetta kom eins og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.