Lögrétta


Lögrétta - 10.08.1926, Page 2

Lögrétta - 10.08.1926, Page 2
8 LÖGRJETTA SlúÉtiiIjMiigri. Fjelagið „Norden“ gekst fyr- ir því að stúdentamót var haldið í lýðháskólanum á Lofthúsum í Harðangri frá 4.—19. júlí. Um 100 þátttakendur voru á mótinu, flest Norðmenn, en þó nokkuð margir Danir og Svíar, 1 Finn- lendingur og 2 Islendingar, jeg undirritaður og Júlíus Björnsson stud. poht. Mótinu stjómuðu prófessor Kristine Bonnevie, fyrri helming þess, og prófessor Didrik Arup Seip hinum síðari. Auk þess voru ýmsir aðstoðarmenn. Staðurinn var ágætlega valinn, því að Harð- angur en víða þektur fyrir feg- urð sína. Lofthús liggja austan við Suð- urfjörðinn, en sá fjörður skerst beint í suður úr Harðangurfirðin- um. Hjeraðið umhverfis lýðhá- skólann nefnist Ullensvangur og er víða þekt fyrir sína miklu ávaxtarækt. Má nærri því segja, að Ullensvangur sje einn aldin- garður. Harðangursr-mórellur eru víðfrægar fyrir hvað gómsætar þær sjeu. Ekki væri glæsilegt að búa í Harðangri ef ávextir gætu ekki vaxið. Jeg er hræddur um, að landanum þætt lítið olnboga- rými víða. Túnin eru örlítil, en kartöflugarðar talsverðir, korn- arkrar sama og engir. Hlíðamar eru vaxnar birkiskógi upp í brún- ir. En skógurinn er lágvaxinn, sem stafar að því að jarðvegur er lítill. Trjen vaxa víða upp úr sprungum í berginu. 1 1000 metra hæð hverfur skógurinn og sjest þá gróður ekki ósvipaður láglendisgróðri heima og hærra uppi vex venju- legur heiðagróður, svipaður ís- lenskum heiðagróðri. Og svo þekur Fólgufönnin hæstu fjalla- bungurnar suðvestan við fjörðinn og blasir við frá Lofthúsum, en Harðangursvíddin nefnist hálendið að austan og norðan. Það eru víð- áttumikil heiðalönd, kjamgóð beitilönd, en víða sjást hjarn- skaflar á því hálendi. Þá má ekki gleyma fossunum, sem steypast fram af hlíðarbrún- unum. Er mikill fjöldi af fossum, sjerstaklega þegar inn eftir firð- inum dregur. Harðangursbúar eru stoltir af fossunum sínum, en sjá þó með ugg vöxt iðnaðarins, kvíða því að þessi fagra sveit og sjer- kennilega fyrir menningu Noregs eigi eftir að breytast í iðjuver. Krafturinn virðist nærri ótæm- andi, því að sagt er að nothæf sjeu 1 miljón hestöfl í Harðangri til virkjunai'. Þá má nefna kvenþjóðbúning- ana í Harðangri. Þeir em fagrir, og konumar em stoltar af þeim. Skólastjóri Eskeland sagði eitt sinn í ræðu, að hann gæti ekki hugsað sjer Harðangur breytast frá því sem nú er. Hann var í hans augum ímynd sannrar norskrar sveitamenningar. Skóla- stjórinn á Lofthúsum, hr. J. Monsaaker sagði emnig að mál- stríð þektist ekki í Harðangri — þar tölluðu allir landsmál. Þar er í einu orði sagt föst norsk sveitamenning og hefir hún þar góða bakhjarla, þar sem eru skólastjóramir, sem fyr em greindir. Hingað vora stúdentar Norðurlanda boðnir til að kynnast noskri menningu. — Staðurinn gat ekki verið betur valinn að mínu áliti. Og hver var svo fræðslan? Það er óhætt að segja að hún var staðgóð, enda var góðum mönnum á að skipa, alt fræðimenn og prófessorar frá háskólanum í Osló. Jeg skal lítillega minnast á fyrirlestrana. Friðrik Paasche talaði um norska miðalda- sögu. Óhjákvæmilegt var að minnast jafnframt á sögu íslands, en hann hallaði þar í engu rjetti voram, sagði blátt áfram, að allar miðaldabókmentirnar væru ís- lenskar en svo mikilsverðar fyrir Norðmenn, að án þeirra væru Norðmenn ef til vill ekki til sem samfeld þjóð nú. Erfitt er að hugsa sjer Noreg án Snorra Sturlusonar. Prófessorinn hefur ferðast um Island og er einstak- lega velviljaður Islendingum og öllu íslensku. Mintist hann Hóla í Hjaltadal sjerstaklega hlýlega og hafði mikl- ar mætur á Guðmundi ^óða bisk- upi. Prófessorinn er afburða ræðu- maður. Hann hjelt uppsagnarræðu á mótinu í Ulvik, þar sem var sameiginlegur fundur stúdenta og kennara af kennaramótinu á Voss, og mun sú ræða fæstum úr minni líða sem heyrðu. Þá hjelt prófessor F. Bull fyrir- lestra um norskar bókmentir á seinni tímum. Varla mun nokkur þjóð eiga eins kjarnmiklar bókmentir og Norðmenn á 19. öldinni. Þar reis upp heill skipafloti af rithöfund- um, eins og Björnson segir í grein um norsku skáldin. Þar rís upp hver snillingurinn á fætur öðr- um, en hæst gnæfa þó H. Werge- land og B. Bjömson í meðvit- und norsku þjóðarinnar, en utan síns heimalands mun Ibsen fræg- astur. Ivar Aasen er höfundur mál- hreyfingarinnar, og skrifaði fyrstu landsmálsbókmentirnar. Síðan hafa risið upp miklir landsmáls- rithöfundar svo sem Ámi Gar- borg, sem mun talsvert þektur heima. Prófessorinn rakti sögu bókmentanna og mæltist vel. Þá hjelt prófessor S. Höst fyrirlestra um norska sögu eða öllu heldur norska stjóm- málasögu á síðari tímum. — Talaði um niðurlægingartímann eftir að einveldið komst á, ein- okun og illa stjóm. Mintist á við- skiftin við Svíþjóð. Sagði að Karl Jóhann hefði verið vel fær í landafræði, hefði sjeð af landa- brjefinu, að Noregur og Svíþjóð ættu að verða eitt ríki. Hann var alinn upp í skóla Napóleons og þekti ekki þjóðernistilfinningu. Saga 19. aldarinnar er saga stjómmálabaráttunnar við Sví- þjóð. Skifta Norðmenn því tíma- bili í tvent og kalla fyrri hlutann Vergelandstímabilið en þann síð- ari Bjömsonstímabilið. Svo sam- tvinnuð eru þessi skáld sögu sinn- ar þjóðar og frelsisbaráttu. Af- drifin era kunn, þ. e. skilnaður við Svíþjóð og Noregur sjálfstætt fullvalda ríki. Þá hjelt arkitekt Helge Thiis fyrirlestra um norska list á síð- ustu tímum. Einnig hjelt próf. Paasche eftirtektarverðan fyrir- lestur um hinn sjerkennilega lista- mann, myndhöggvarann Gustav Vigeland. Er hann þegar frægur fyrir verk sín, svo sem Verge- landslíkan sitt o. fl. Norðmenn hafa einnig átt fræga málara. Þá hjelt próf. D. A. Seip fróð- lega og skemtilega fyrirlestra í sögu norska málsins. Benti á lík- ur fyrir því að máliskur hafi verið farnar að myndast í Noregi þegar í fomöld, á söguöldinni. Þá vora ýmsir fleiri fyrirlestr- ar haldnir, sem vert væri að minn- ast á, en tíminn er of naumur til þess. Þó vil jeg minnast á fyrirlest- ur er prófessor Kristine Bonne- vie hjelt, er hún nefndi „Slekt- arv og rasehygiene". Og fjallaði sá fyrirlestur um rannsóknir á norsku fólki eða ættum. Mintist á að í vissum ættum norðanfjalls gengu hvíburafæðingar í ættir og eins; sjúkdómur er lýsir sjer á þann veg að efni vantar í blóð- ið, svo að það storknar ekki. Hrufli eða skeri þessir menn sig, verður sárið ekki grætt, heldur blæðir stöðugt. Þessir eiginleikar ganga í arf eftir föstu lögmáli. Þá var kensla bæði í landsmáli og ríkismáli og önnuðust hana 2 stúdentar, Sigmund Skard í lands- máli og Edvard Stang í ríkismáli. Töluðu þeir jafnframt því um norskar bókmentir, hver á sínu sviði. Skólastjóri Mansaaker hjelt fróðlegan fyrirlestur um sögu Harðangurs. Einnig hefur hann ort kvæði um Harðangur og lag við, mjög hugnæmt. Þá voru haldnir á kvöldin mál- fundir. Sjerstaklega var eitt mál- efni eftirtektarvert. Það hjet Noregur—Danmörk. Málshefj andi var danskur stúdent, B. J. Chon. Eru deiluefnin mörg nú milli Dana og Norðmanna, sum raun- veruleg — en sum ímyndun, eins og jeg benti á í umræðunum á málfundinum. Á Grænlandsmálið var einnig minst. Umræðumar fóru vel fram, en hver hjelt sinni skoðun — að mjer virtist — í fundarlokin. En þarna fengu stúdentarnir að deila um dagsins hitamál og kynnast hver annara skoðunum. Og er enginn vafi á því, að það leiðir til gagnkvæms skilnings, fremur en til hins gagnstæða. I stjórn fjelagsins Norden era einn- ig menn sem hafa fullan skilning á nauðsyn samúðar og bræðalags meðal Norðurlandaþjóðanna. Má þar fremstan telja fyr- verandi ráðherra Joh. Ludw. Movinckel. Hjelt hann fyrirlestur eða ræðu í Ulvik, og var ein- dregið fylgjandi samheldni, ekki einungis meðal Norðurlandaþjóð- anna, heldur einnig allra þjóða. Ilann hefur mikla trú á Þjóð- bandalaginu. Margt fleira mætti minnast á, isvo sem skemtiferðirnar um ná- grennið, en hjer verður staðar numið. Og er þá ekkert eftir annað en kveðja. Fyrst var haldinn kveðjufund- ur fyrir bygðafólkið, er hafði sýnt oss sjerstaklega velvild og gest- risni. Talaði 1 fulltrúi frá hverri þjóð. Mælti jeg fyrir hönd Is- lendinga. Síðan var haldið kveðjusam- sæti. Vora margai' ræður haldnar undir borðum og tóku allar Norð- urlandaþjóðirnar þátt í þeim. Að morgni var stigið á skipsfjöl og haldið suður Suðurfjörðinn til Tyssedal og með bíl þaðan yfir Þelamörk til Dalen, þaðan á skip- um og eimlestum til Osló. Ekki vora þó allir sem tóku þátt í þessari ferð, margir fóra aðrar leiðir. Mótið fór ágætlega fram í einu orði sagt og að mínu áliti hefur það stuðlað að því, að auka skiln- ing meðal frændþjóðanna. Kaupmannah. 3. ágúst 1926. Vigfús Helgason. ----o--- Siltiveiðarnar og kjöttolissamningamir. Eins og menn vita, á síldveiði og einkum þó síldarverslunin, örð- ugt uppdráttar hjer á landi, að- allega vegna yfirgangs útlendinga, bæði á sjó og landi. Landsmenn eru nú orðnii' svo aðþrengdir af þessum ójöfnuði, að heita má að þeir sjeu ekki einráðir um nokk- uð, sem snertir síldveiði og sölu á síld. Mörgum landsmönnum hefur blætt til fjárhagslegs ólíf- is í þeirri þrautafullu baráttu, sem háð hefur verið við erlendan yfir- gangslýð, til þess að ná yfirráð- um yfir þessum náttúru-auðæfum, sem íslenska þjóðin ein getur að- allega tileinkað sjer með rjettu. — Því að gæta verður þess, að öll þau varðmæti, sem einu landi fylgja, eru arfgeng eign þeirrai' þjóðar, sem landið byggir. Það er því fyrst og fremst talin heilög skylda hverrar þjóðar, að verja þennan rjett sinn, með hvaða ráð- um, sem til þess finnast. Engin þjóð er frjáls og sjálfstæð, nema því aðeins að hún hafi full og ótakmörkuð umráð yfir þeim verðmætum, sem heyra henni til. Þetta þurfum vjer Islendingar að gjöra oss vel ljóst, því að vjer stöndum nú í mikilli hættu með sjálfstæðismál vor, frá ýmsum hliðum sjeð. Hin raunverulega orsök til þess, að síldveiðamálin eru í þessari ó- reiðu, er sú, að undirstaða var ekki rjett fundin, eða með öðmm orðum, að grundvöllur sá, sem síldveiðarnar voru bygðar á, var ekki sá rjetti. Eins og kunnugt er, hófu Norðmenn fyrstir síld- veiðar hjer við land skömmu eft- ir síðustu aldamót. Svíar og fleiri þjóðir tóku og nokkurn þátt í þeim -nokkru síðar, og íslending- ar líka. Langsamlega mest var þátttaka Norðmanna í veiðunum, enda var yfirgangur þeirra allra mestur. Þeir námu bestu löndin, sem fáanleg voru, og bygðu bryggjur og hús, og veiddu síld- ina innan landhelgi sem utan, og rjeðu öllu á sjó og landi eftir V. Hugo: VESALINGARNIR. Katrínu í faðminum. Madama Thenardier gekk við og við í hinn enda stofunnar til mannsins síns, „til þess að ljetta af sjer“, sagði hún. Hún skifti við hann nokkrum orðum, og voru þau enn gremjulegri fyrir þá sök, að hún þorði ekki að segja þau hátt. „Hvað er það, sem hann er þung- aður af,þetta gamla dýr?“ sagði hún.„Hann kemur hingað og setur alt á annan endann, heimtar, að þetta litla svín eigi að fá að leika sjer, gefur henni brúðu, brúðu á fjöru- tíu franka handa svona tartarastelpu, sem jeg mundi með ánæigju selja fyrir fjörutíu súur. Er nokkurt vit í þessu? Hann hlýtur að vera eitthvað ruglaður í höfðinu, þessi gamli vitleysingur“. — „Hversvegna það?“ svaraði Then- ardier. „Þetta er ofur einfalt mál. Hann hefur gaman að þessu. Þjer þykir gaman að því að láta stelpuna vinna eitthvað, honum þykir gaman að því að lofa henni að leika sjer. Hann hefur fullan rjett á því. Sem ferðamaður get- ur hann gert alt, sem honum þóknast, ef hann aðeins borg- ar fyrír það. Hvað kemur þjer það við, þó að þessi gamli náungi sje mannvinur? Og þó að hann væri fábjáni, hvað kæmi þjer það við? Hversvegna ertu að skifta þjer af þessu, þegar þú veitst, að hann hefur peninga“. Þetta var talað frá sjónarmiði eiginmanns og veitingamanns, og við því var ekkert að segja. Gesturinn hafði aftur hallað sjer fram á borðið, og var aftur niðursokkinn í hugsanir sínar. Allir hinir gest- irnir, umferðasalar og ökumenn, höfðu fært sig nokkuð fjær og voru hættir, að syngja. Þeir horfðu á hann álengd- ar með lotningarótta. Þessi fátæklega búni maður, sem dró ölkrúsir upp úr vasanum eins og ekkert væri um að vera og gaf stelpusóðum í trjeskóm stórar, dýrar brúður, hlaut áreiðanlega að vera mikilsmetinn og voldugur mað- ur. Margar klukkustundir voru liðnar. Miðnæturguðsþjón- ustunni var lokið, gestirinir vora famir, veitingahúsinu var lokað, veitingastofan var auð. Eldurinn var sloknaður, en gesturinn sat sífelt á sama staðnum og í sömu stelling- um. Hann hafði ekki lokið upp munni sínum, eftir að Cosetta fór. Thenardier var einn eftir, nokkuð af kurteisi, nokkuð af forvitni. „Skyldi hann ætla að sitja svona alla nóttina!“ tautaði madama Thenardier. Þegar klukkan sló tvö, lýsti hún því yfir, að nú gæti hún ekki meira og að hún færi nú í rúmið. „Þú um það“, sagði maðurinn, sett- íst við borð í einu stofuhorninu og tók að lesa í „Ilrað- boðanum“. Þannig leið ein klukkustund. Veitingamaður- inn hafði að minsta kosti lesið „Hraðboðann“ þrisvar sinn- um frá upphafi til enda. Gesturinn hreyfði sig ekki. „Skyldi hann sofa?“ hugsaði Thenardier með sjálfum sjer. Nei, hann svaf ekki, en ekkert gat vakið hann. Loksins tók Thenardier húfuna ofan, gekk hljóðlega til hans og dirfðist að segja: Vill herrann ekki taka á sig náðir?“ — „Jú, það er alveg rjett“, sagði gesturinn; „hvar er hest- húsið yðar?“ — „Jeg skal sýna herranum leiðina“, sagði Thenardier brosandi. Hann tók ljósið, maðurinn böggul sinn og staf, og Thenardier leiddi hann í vel búið herbergi á efra lofti með húsgögnum úr mahóní og rúmi með rauð- um baðmullarársal „Hvað á þetta að þýða?“ sagði gestur- inn.—„Þetta er brúðarherbergi okkar“, sagði veitingamað- ur. „Við sofum í öðru, konan mín og jeg. Hingað kemur enginn nema svo sem þrisvar, fjórum sinnum á ári“. — „Mjer þykir alveg eins gott að sofa í hesthúsinu“, sagði gesturínn byrstur. Thenardier ljet sem hann heyrði ekki þessa kurteisu athugasemd. Ilann kveikti á tveimur nýj- um vaxljósum, sem stóðu á arninum, en í honum var góð- ur eldur. Veitingamaðurinn skildi við hann og fór inn í svefn- herbergi sitt og konu sinnar. Konan var háttuð, en ekki sofnuð. Þegar hún heyrði manninn koma, sneri hún sjer að honum og sagði: „Jeg ætla að láta þig vita það, að jeg rek Cosettu á dyr á morgun“. — „Skárra er það bráðlynd- ið“, sagði Thenardier kuldalega. Þau mæltust ekki fleiri orðum við, og Ijósið var slökt rjett á eftir. Gesturinn hafði sett staf sinn og böggul út í horn. Þegar veitingamaðurinn var farinn, settist hann í hæg- indastól og sat þar hugsi um hríð. Þvínæst fór hann úi skónum, tók annað kertið, slökti hitt, opnaði dyrnar og fór útt úr herberginu og skimaði í kringum sig, eins og að hann væri að leita að einhverju. Hann gekk um göng og kom að stiganum. Þá heyrði hann veikt hljóð, sem líktist andardrætti barns. Hann gekk á hljóðið og kom að einskonar þríhyrndum skúr, sem komið var fyrir undir stiganum, eða öllu heldur varð til af stiganum. Innan um •dllskonar körfur og beinbrot, þakin kongulóarvef, var rúm, ef hægt er að nota það orð um stangdýnu, sem er svo göt- ótt, að hálmurinn kemur alstaðar í ljós, og ábreiða, sem var svo rifin, að dýnan sást undir henni. Rekkjuvoðir voru engar. Dýnan lá á fj alagólfinu. I þessu rúmi lá Cosetta. Maðurinn gekk að henni og leit á hana. Cosetta var í djúpum svefni; hún var í öllum fötum, því að hún fór ekki úr fötum á vetrum, til þess að finna minna til kuldans. Hún þrýsti brúðunni að sjer, og skein í stór augun á henni í myrkrinu. Við og við andvarpaði hún mæðilega, eins og hún ætlaði að fara að vakna, og þrýsti þá brúðunni enn fastara að sjer. Aðeins annar trjeskórinn var hjá rúminu hennar. Gegnum opnar dyrnar við hliðina á skoti Cosettu sást inn í nokkuð stórt, dimt herbergi. Gesturinn fór þangað inn. Inst inni, bak við glerhurð, sá- ust tvö lagleg lítil rúm; þar voru þær Azelma og Epon- ine. Hinumegin við þær sást í körfuvöggu ársalslausa, í henni lá drengurinn litli, sem hafði verið að gráta alt kvöldið. Gesturinn skildi,„að þetta herbergi mundi vera áfast herbergi Thenardiershjónanna. Hann ætlaði út aft- ur, þegar honum varð litið á arininn. Enginn eldur var í honum, ekki einu sinni aska, en þar vom tveir litlir, lag- legir barnaskór misjafnlega stórir. Gesturinn mintist fall- ega siðarins, sem börn hafa haft frá ómunatíð, að setja skóna sína inn í arininn á jólakvöldi í von um, að hin góða verndardís þeirra mundi setja einhverja fallega gjöf í þá í myrkrinu. Eponine og Azelma höfðu gætt þess vel að afrækja ekki þennan sið. Dísin, þ. e. móðir þeirra, hafði þegar komið, spánnýr, skínandi tíusúupeningur var í hvor- um skó. Maðurinn ætlaði að fara, þegar hann kom auga á

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.