Lögrétta


Lögrétta - 24.08.1926, Side 1

Lögrétta - 24.08.1926, Side 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti l Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjóri ÞorBteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Hejkjavík, þriðjudaginn 24. ágúst 1926. 35. tbl. Um víða veröiti. Síðustu fregnir. Samningar hafa undaníarið stað ið milii Þjóðverja og Beiga um það, að Þjóðverjar fái Eupen og Malmedy, gegn því að veita Belg- um fjárhagsiega aðstoð tii við- reisnar frankanum. Frakkar eru þesisu þó andvígir og telja það brot á Versalafriðnum. Buðu Þjóð- verjar Belgum 120 milj. marka fyrir landaukann, en fá víst ekki vegna mótspyrnu Poimcaré. Sáttatilraunimar í bresku verk- fallsmálunum hafa reynst árang- urslausar. h'regn frá Moskva segir, að stjórnin ha.fi í huga ýmisai' ráð- stafanir tii þess að spara stjórnai- koistnað og ætli að reyna að út- vega fje til þess að styrkja iðnað í landinu. Allmiklar deilur virð- ast vera í kommúnistaflokknum rússneska, en fregnirnar um upp- reisn þar, eru nú sagðar ósannar. f Mexicó er sagt að nýlega hafi verið undirbúim uppreisn, og hafa margir verið handteknir, en blóð- ugar óeirðir hafa verið þar út af kirkjudeilunum. Rivera, einræðismaður á Spáni, ætiar að innlima Tangier í Ma- rokkóland Spánverja. Franska stjórnitn hefir gefið strangar iskipanir, sem eiga að hindra verðhækkun á nauðsynja- vörum, og skipar öllum að gæta hinnar mestu sparsemi. Matsölu- hús mega t. d. aðeins selja tvo rjetti matar í einu. Brauðát á að takmarka mikið, til þess að minka hveiti-innflutning. Mussolini er að gefa út skipun um nýjan þjóðbúning, sem ailar ítalskar konur eiga að klæðast, hverrar stjettar sem þær eru, og á búningurinn að vera einfaldur og óbrotinn. Enska greifafrúin Warwick, hefur gefið óðalshöll sína „Eauston lodge“ undir verkamannaháskóla. Danska istjórnin er að láta byrja á miklum rannsóknum á orsökum gin- og klaufnaveikinnar, sem gert hefir allmikinn uisla í Danmörku. Á að veita upp undir 300 þús. kr. til þessa, og láta rannsóknitrnar fara fram í einangraðri ey einni. ----o---- Lántaka. Jón Þorláksson for- sætis- og fjármálaráðherra kvað nýlega hafa fengið 2 milj. kr. lán í Danmörku, til þess að kaupa fyrir bankavaxtabrjef veðdeildar- innar, eða nýju flokkanna sem samþyktir voru á síðasta þingi. Tekur deildin þá til starfa um miðjan næsta mánuð. Lánið hvað vera fengið hjá lífsábyrgðarfje- lagi danska ríkisins, með 5% vöxtum og 93 kr. gengi. Forsætis- ráðherra er nú í London. Verðlag. Vísitala smásöluverðs- ins fyrir júlímánuð er 250, sam- kvæmt Hagtíðindum. Er það áþekt því sem var í júlí 1917, en um 150% hærra en var fyrir stríð. Sigurður Skagfeldt söngvari lauk prófi við óperuskólann í Khöfn á síðastl. vori. Er hann ráðinn til þess að syngja í söng- leikahúsi í Rostoch í Þýskalandi næsta vetur. Bjarni Guðmundsson settur læknir í Fljótsdalshjeraði hefur verið skipaður þar hj eraðslæknir frá 1. þ. m. Hann hefur dvalið erlendis undanfarið. Helgi Hálfdánarson 1826 — 19. ágúst — 1926. Síðastli'ðiinn sunnudag var minst í kirkjum landsins aldarafmælis Helga lektors Hálfdánarsonar. Var það gert samkvæmt Presta- stefnusamþykt, en sr. Eggert sál. 1" •' ...... á Breiðabólstað bar þai' fram til- lögu um það. Er það í rauninni góður siður, að nhnst sje þannig merkismanna kirkjunnar. En um það mun öllum koma isaman, hvaða trúarskoðanir, sem þeir annars hafa, að Helgi Hálfdánar- sionn hafi 'verið einhver hilnn mæt- asti starfsmaður kirkju og krist- indóms hjer á landi, á síðustu tím- um. Hafðd hann rnikil áhrif með predi'kunarstarfsemi siinni, kenslu og ritstörfum og loks með barna- lærdómsbók sinni, eða kverinu, sem mikill hluti íslendinga hefur um langan tíma lært af undiir- stöðuatriði trúar sinnar og sið- fræðii, þó nú sje allmikið um hana deilt,. H. H. var fæddur 19. ágúst 1826 á Rúgsstöðum í Öngulstaða- hreppi í Eyjafirði, góðra hanna. Er ætt Helga lektors prestaætt mikil. Faðir hans, er var prestur á Kvennabrekku, var Einarsson kapelán^ í Múla Tómassonar prests á Grenjaðarstað Skúlason- ar. En sonur Helga lektors er, sem kunnugt er, • dr. theol Jón biskup og elsti sonur hans, Hálf- dán, er einnig þjónandi prestur. H. H. útskrifaðist úr skóla 1848 og las síðan guðfræði við Hafnar- háskóla og lauk embættisprófi í henni 1854. Var hann ágætur námsmaður. Hvarf hann heim aftur að prófi loknu og stofnaði drengjaskóla í Reykjavík, en annar barnasikólii var hjer þá eng- inn. En árið eftir 1855 varð hann prestur á Kjalamesi1 og kvæntist um líkt leyti frændkonu sinni, Þórhildi Tómasdóttur í Viðey. — 1858 fjekk hann Garða á Álfta- nesi eftdjr Áma Helgason og gegndi því embætti í 10 ár. En þá (1867) vai-ð hann preS'taskóla- kennari, er Pjetur Pjetursson varð biskup. Var Prestaskóla- kenslan höfuðstarf hans síðar og fyrir hana, og ýms störf sín, eftir að hann kom til Reykjavíkur, liefur hann orðið kunnastur. Af slíkum isitörfum H. H. er þáttui' hans í sálmabókinni, sem nú er notuð, helstur og merkast- ur. Vann hanm manna mest í sálmabókarnefndimm og á sjálfur í bókini 145 þýðingar og 66 sálma frumsamda. Annars á dr. Valdi- mar Briem vígslubiskup næst- flesta sálma í bókinni, eða 106 frumkveðna og 36 þýdda og átti hann einnig sæti í nefndinni. Af annari bókmentastarfsemi H. H. er helst að geta kversiins, sem fyr segir, en það hefur verið prentað 11 sinnum í um 50 þúsund ein- tökum, og kirkjusögunnar, sem hann lauk þó aldrei við. Hjer er ekki færi á því, að rekja nákvæmlega líf eiða störf H. H. En biskupinn, sonur hans, hefur riitað um hann í Prestafje- lagsritið í ár og verður að vísa til þess. Er þar t. d. nákvæmlega sagt frá sálmabókarstarfseminni. Iljer átti aðeins: að minnast stutt- lega hins mæta og iðjusama manns, sem með lífi sínu og starf:, rtxeö lær'dómi sínum og trúaxiund hefur meira sett mark siitt á ktrkiu og kristni íslendinga á síð- ari tímum en flestir aðrir. ----o——- Hljómlist. Ýmislegt erlent hljómlistarfólk er hjer á ferð um þessar mundir, eins og tíðkanlegt er á sumrum. Hefur það oft fengið mikla aðsókn að samkom- um sínum, bæði í Reykjavík og annarsstaðar þar sem það hefur komið, enda er margt af þessu gott fólk og snjalt í sinni ment, þó miðlungsmenn slæðist með. Nýlega er kominn hingað einn af kunnari orgaleikurum Dana, Raa- sted organleikari við Dómkirkjuna í Kaupmannahöfn. Norskur leik- ari, Rasmus Rasmussen hefur einnig verið hjer, og sungið norsk- ar þjóðvísur og leikið brot úr norrænum leikritum. Danski leik- arinn Adam Poulsen er einnig á ferð hjer, leikur fyrst á Akureyri og les upp, en kemur síðan snögga ferð til Reykjavíkur. Þá hefur sænsk-finska söngkonan Hanna Granfelt einnig verið hjer á ferð, og hefur hún komið hilngað áður, og er ágæt söngkona. Eitt söng- kvöld hennar hjer, í fríkirkjunni, fór þó allmjög út um þúfur, en annars hefur hún sungið hjer margt vel og við góðan oröstír. Þö allmikið sjeu þesisar sikemtanir sóttar, er það þó nokkuð minna en oft hefur verið áður og sjer á, að fjárþröng er nokkur hjá fólki, og aðgangseyriir er stund- um fullhár. — Þó íslendingar hafi oft ánægju af því að fá islíka gesti og sjálfsagt sje að taka þeim vel, þegar þeir hafa það að bjóða, sem listaukii er í, er þó rjett að minna á það, að gefnu tilefni, að þei'r mega ekki ætla að Islending- um verði alt boðið, isvo sem það að jaska á hálfæfðum lögum eða að syngja svo di’ukknir, að til stórra lýta er á söngnum. Gi’ænland. Allmikill áhugi er nú að vakna hjá ísl. útgerðarmönnum á því, að stunda fiskiveiðar við Grænland. Tilraunir, sem gerðar hafa verið þar af öðrum hafa hepnast mjög vel og danska ný- lendustjómin hefur heimilað Isi- lendingum sjei’staka höfn þar, en hún þykir óheppileg. Einar Mik- kelsen gx’ænlandfari hefur bent á aðra höfn, sem betur liggi við miðum og munu ísl. útgerðar- menn hafa hug á að byrja veiðar þaðan næsta sumar. Bi-ynleifur Tóbíasson stór- templar og sagnfræðakennari á Akui’eyri er nýkomilnn frá útlönd- um. Sat hann bindindismálaþmg sem haldin voru í háskólaborginni Dorphat seinnii hluta síðastl. mán- aðar. Fyrx*a þmgið var fyrir Norð- urlönd og Baltnesku lönditn og sátu það 183 fulltrúar frá 7 lönd- Hognestad Björgvinjarbiskup sem fyr er fx-á sagt hjer í blað- inu, er nú á förum heimleiðis aftur. Hefur hann predikað einu sinni hjer í dómkirkjunni, talað í K. F. U. M. húsinu og kynt sjer ýmsa kitrkjulega starfisemi hjer. Einnig hefur hann ferðast til Þingvalla í boði karlakórs K. F. U. M., — en hann greiddi mjög götu flokksinsi í Noregsförinni —. og með bilskupinum, herra Jóni, fór hann í vísitasíuferð auistur í sýslur. um. Síðara þingið var alheimsþing og isátu það 430 fulltrúar frá 26 löndum í 4 heimsálfum. Voru þar einkum fulltx-úar kirkjufjelaga, lækna, herfoi'ingj a, stúdenta og kennara. Br. T. var eini Íslend- ingurinn á báðum fundunum. — Flutti hann erindi um ferð sína hjer í gærkvöldi. Hjúskapur. 21. þ. m. voru gef- in saman í Viðeyjarkirkju ung- frú Gyða Briem Eggertsdóttir og Hjeðinn Valdimarsison fram- kvæmdarstjóri. Vegagerðir hafa verið með mesta móti í ár. Voru veittar um 500 þús. kr. til vegamála í ár og um 940 þús. kr. fyrir næsta ár, og hefur aldrei fyr verið veitt jafnmikið til vegagerða. Nokkuð af fjárveitingunni til næsta árs hefur stjórnin látið nota þegar á þessu ári til þesis að koma vinnu- jöfnuði milli áranna. 1 júní unnu uppundir 800 manns við vegabæt- ur og síðan í sláttax-byrjun hafa að jafnaðii unnið við þær um 250 menn. „Vitfirringar eða Islendingar“. Um miðjan síðastl. mánuð var reynt að fremja bankarán í Winnipeg. Komu þrír menn vopn- aðir inn í útbú banka einsi um miðjan afgreiðslutíma. Óð einn þeirra að gjaldkeranum og skip- aði honum að rjetta upp hendurn- ar og snúa sjer til veggjar með- an þeir Ijetu greipar sópa, en hinir tveir gerðu útbússtjóra og bókai-a sömu skil, og þeir hlýddu allir af ótta við vopnin, og öðru fólki, sem í bankanum var fjell- ust einnig hendur. Þó var þar staddur Islendingur einn, Jón Matheson málari og rjeðst hann á einn ræningjann, en hann - hleypti úr byssu sinni á hann og kom í smáþarmana og varð af sár allmikið. En bófanum varð laus byssan í ryskingunum og kom fát á hann og fjelaga hansi við mótspynxuna og fengu þeir ekki komið fram ráninu, en urðu að flýja. Hed'mskringla hefur það1 eft- ir manni einum þarlendum, að hann hafi isagt, er hann frjetti um tiltækið og það að Jón væri íslendingur: „Það lá að, svo óskelfdir eru ekki aðrir en vit- firringar og íslendingar“. Itölsk útgerð í Færeyjum. Þrír Italir eru nú sagðir staddir í Þórs- höfn í Færeyjum til þess að semja um ítalska togaraútgerð þaðan. Kváðu ítalir vilja fá leyfi til þess að gera þaðan út 18 tog- ara og gera ýms mannvirki í Skálafirði. Kváðu Færeyingar vera hlyntir því, að leyfið verði veitt, því atvinnuleysi og kreppa sje í Eyjum, en fjelagið örugt, þar sem það hafi ríflegan stjórn- arstyrk. Hjer á landi hafa útgerð- armenn hinsvegar tekið þessu illa, og þykir íslensku útgerðinni og markaðshorfum hennar stefnt í beinan voða og sje það ósann- gjöm framkoma gagnvart Islend- ingum verði þetta leyft. Verður nánar skýrt frá þessu síðar. Síldveiðarnar. Á Vestfjörðum höfðu 20. þ. m. veriið saltaðar og kryddaðar um 3400 tunnur síldar og flestar fluttar út. Á Sólbakka höfðu á sama tíma verið tekin til bræðsilu um 6000 mál. Á öllum veiðistöðvum norðanlands er tal- ið, að veiðst hafi á sama tíma um 50. þús. tunnur, í salt eða krydd, og er það um 70 þús. tunnum minna en í fyrra. Á Aust- fjörðum hefur verið mikil síld. Frá Vestmannaeyjum er iskrif- að: „Hvalir hafa sjest hjer við eyjarnar öðru hvoru í sumar, mest nýlega, miklu meira en tíðk- ast hefur núna lengi. Líkast því sem var fyrir 30 árum, og þar áður, segja fullorðnir menn. Þeir fóru hjer nærri landi, og voru af ýmsu kyni. Sjómaður sagði mjer, að hann hefði! sjeð 3 teg. einn dag- inn. Menn telja ekki hnýsur og aðx-a smáhvali með hvölum hjer; það verða að vera „stórlaxar“ til að fá hina virðulegu nafnbót. — Aflalaust hjer sem stendur. — Fýlaferðir standa yfir“. Bankarnir. Reikningar bank- anna fyrir árið 1925 sýna það, að umsetning íslandsbanka hefur numið 479 miljónum 255 þús og 190 kr. og 15 au. Þar af við höf- uðbankann í Reykjavík ca. 361 milj. 985 þús., kr., en við útibúin um 117 milj. 269 þús. kr. Málm- forði bankans í árslok (í norræn- um og amerískum gullpeningum) um 1 milj. 683 þús. kr. og inneign hjá bönkum ca. 225 þús kr. eða samtals um 1 milj. 900 þús. kr. Seðlaumferðin var mest í júní, 5 milj. 941 þús. kr, minst í nóvem- ber, 4 milj. 547 þús. kr. Tekjur bankans voru um 1 milj. 809 þús. kr., en gjöldin um 983 þús. kr., og ágóði af bankarekstrinum því um 826 þús. kr. Á Landsbankareikningnum eru tekjumegin um 3 milj. 874 þús. kr. (að frádregnum um 223 þús. kr., er fluttar voru frá fyyrra ári), en vaxtagreiðslur og rekst- urskostnaður nam um 2 milj. 597 þús, kr., og munurinn því um hálf önnur milj. kr. Af rekstri út- búanna varð samtals um 86 þús, kr. gróði; verðhækkun verðbrjefa nam um 90 þús, kr og gengishagn- aður vegna bresku lánanna um 700 þús. kr. Á gjaldeyi’isverslunum varð annars um^ 919 þús, kr. tap. Afskrifuð töp bankans sjálfs á lánum og vöxtum námu um hálfri annari miljón kr. og þar að auki um 970 þús. kr. hjá útibú- inu á Eskifirði og um, 100 þús. kr. hjá útibúinu á Selfoasi.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.