Lögrétta


Lögrétta - 24.08.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 24.08.1926, Blaðsíða 2
LÖGBJETTA a Ferð i Noregí. Mót Sambands norrænna iand- búnaðarkönnuða í Osló. Mót þetta var haldið dagana 29. júní til 1. júlí, að meðtöldum báðum dögum, í háskólanum í Osló. Að mótinu loknu fóru menn ýmsar ferðir til að kynnast norsku landi og þjóð. Farið var til Rjúkan, til Raumaríkis, norður í Sogn — upp í Sikkilsdal. Jeg fór til Rjúkan og mun jeg ef til vill geta þeirrar ferðar nánar síð- ar.. Jeg hafði lengi hugsað mjer, að sækja slíkt mót sem þetta, og mjer þótti bera vel í veiði, að geta sótt mótið í Osló. Að líkindum verður mótið hald- ið næst í Finnlandi og svo í Dan- mörku, og ef íslendingar stofna deild innan Sambandsins, þá verð- ur mótið haldið þar á eftir á Is- landi, eða árið 1935. Mót er hald- ið 3. hvert ár. Það er í undirbúningi að stofna íslenska deild, og má það síst drag ast lengi. Geta skal jeg þess, að íslenski fáninn blakti við hlið hixma Norðurlandafánanna, og einnig fjekk jeg sjerstakt ís- lenskt merki með íslensku litun- um. Þessi fjelagsskapur er samband flestra búnaðarsjerfræðinga á Norðurlöndum, og má segja að hann sje einn liður í því sam- starfi, sem nú er hafið meðal Norðurlandaþjóðanna, er miðar til þess að vekja samúð og rjettan skilning meðal frændþjóðanna. — Eru slík mót aíls ekki þýðingar- lítil í því efni. Þama kynnast menn líka persónulega, og hefir það ekki minsta þýðingu. Var mjög leitt að ekki skyldu fleiri Islendingar sækja mótið — því jeg var sá eini. — Mótinu stýrði bústjóri E. Lungnig frá Dan- mörku, og gerði það með miklum sóma — Alt var vel í haginn búið; sjeð um verustaði og mat- staði fyrirfram, og var veran til tölulega ódýr, enda þótt dýrt sje að dvelja og ferðast í Noregi nú sem stendur. Flestir dvöldu á „Statens Læreránneskole í Hus- stell“ á Stabek um nætursakir. Sá skóli er nýbygður og er sönn fyrirmynd að sjá þar alla um- gengni. Ef íslenskar stúlkur hefðu hug á að stunda framhaldsnám er- lendis, get jeg mælt með þess- um skóla. Annars er auðvelt að leita sjer upplýsinga frá skólan- um, fá senda skólaskýrslu. Einnig mættum við frábærri gestrisni frá Norsk Hydro. Bauð það öllum fundarmönnum — um 400 manns — til veislu á Grand Hotel, og síðan voru allir, er til Rjúkan fóru, gestir þess þar. Voru allar verksmiðjumar sýnd- ar. Setningarræðuna hjelt prófess- or S. Hasund. Hjet sá fyrirlestur Áhrif ýmsra tíma á norskt bændalíf og bændastörf. Fjall- aði fyrirlesturinn um lifnaðar- hætti norskra bænda og ræktun á ýmsum tímum, en sjerstaklega þó á hinum síðustu erfiðu tímum — stríðsárunum. Voru það erfið- ir tímar í Noregi og sýndu bænd- ur þá frábærlegan dugnað og framtakssemi. Annan almennan fyrirlestur hjelt prófessor E. Kosmo, er hann nefndi „Ugressspörgsmalet" — illgresismálið. Fyrirlesturinn var um það á hvem hátt bændur gætu best útrýmt illgresinu í ökrum og túnum, eða að minsta kosti haldið því í skefjum. Mæltist honum vel, sem vænta mátti, enda er prófess- orinn löngu orðinn frægur fyrir rit og ritgerðir um illgresismálið. Var honum að loknum fyrirlestr- inum þakkað með lófataki og í þakkarávarpi gefið auknefnið, ill- gresispostulinn! — í spaugi að vísu. * Ekki væri vanþörf á að eignast illgresispostula heima — nóg er verkef nið! Annars var ræðunum skipað 1 deildir (seksjoner) eftir efni, því flestir voru þama sjerfræðingar, hver á sínu sviði. Deildirnar hirði jeg ekki um að telja upp allar. Þær voru alls 11. Þeir, sem vilja kynna sjer mál- ið nánar, ættu að fá sjer ársrit sambandsins, í því eru birtir allir fyrirlestramir. Jeg sótti fyrirlestra í deildirn- ar um landbúnaðarhagfræði, jarð- vegsrannsóknir og nýrækt og upp- þurkun. Sjerstaklega voru fyrir- lestramir um nýrækt og upp- þurkun lærdómsríkir, og mun jeg minnast þeirra síðar. Annars fjölluðu fyrirlestrarnir yfirleitt um vísindalegar nýjung- ar á búnaðarsviðinu, og yrði of langt mál að tala nánar um efni þeirra. Jeg vil því snúa mjer að ferð, er margir íundarmanna fóru að Ási, til að skoða landbúnaðarhá- skóla Norðmanna. Veðrið var in- dælt, — skínandi sólskin og hiti, en andvarinn kældi mann, því bíl- unum var ekið hart. Útsýni var fagurt yfir Víkina; skógi vaxnar eyjar spegluðust í sijettum haf- fletinum. En brátt var ekið inn í skógivaxna ása og lokaðist þá útsýriið lengra frá. Brátt komum við á höfuðbólið. Þegar þangað kom, skiftu menn sjer í flokka, og fylgdi hverjum flokki leiðsögumaður — einn pró- fessoranna. Fyrst voru söfn skólans skoð- uð og síðan gengið upp á útsjón- arpall á þaki eins skólahússins, til að fá yfirlit yfir legu landsins. — Var óviðjafnanleg sjón að líta yf- ir, hvað mannshöndin megnar, sje henni stjórarað með viti og ,skyn- semi. Ekki er hægt að segja að búnaðarháskóli Norðmanna sje eins mikil vísindastofnun og bún- aðarháskóli Dana, en hann hefir það fram yfir, að þama er rekið fyrirmyndar bú og tilraunabú, er hlýtur að hafa góð og göfgandi áhrif á nemenduma. Síðan var aftur stígið í bíl- ana og ekið um allan staðinn. Var margtí að sjá; en á svona stuttum tíma fær maður ekki nema lítils- háttar yfirlit; en jeg hafði þó betri aðstöðu, þar sem jeg hafði dvalið í skólanum í rúma 2 mán- uði fyrir nokkmm áram. Alls er ræktaðir 182 ha, en af því svæði eru 47 ha ræktað beiti- land. Tíðkast það nú mjög í Nor- egi að bera tilbúinn áburð á beiti- löndin. Hitt er akur og tún, eða 133 ha. Af því svæði eru 57.7% akrar, en 42.3% tún. Auk þess eru 2 ha ræktað með rabarbara. Þá er einnig gróðrarstöð, til- raunastöð og skógræktarstöð. Búinu stjómar fulltrúi (full- mægtig), en skólastofnuninni stjómar sjerstakur rektor. I gróðrarstöðinni kyntist jeg lít- ið eitt tilraunum, sem gerðar hafa verið með upphitun í vermireit- um með rafmagni. Mjer þóttu þessar tilraunir mjög eftirtektar- verðar af ýmsum ástæðum. I fyrsta lagi getum vjer Islending- ar framleitt mikið af rafmagni og erum þegar byrjaðir. Það hef- ir nú þegar vaknað áhugi fyrir því, hvort ekki væri hægt að nota rafmagnið á einhvern hátt til að auka jarðarvöxtinn. Hafa ýmsar tilraunir verið gerðar þessu að lútandi. En nú virðast menn vera komnir að heppilegri niðurstöðu. I öðru lagi er notkun raímagns aðallega miðuð við vetrarmánuð- ina, þegar rafmagnið er notað til ljósa og upphitunar. En á vorin er rafmagnið lítið notað, eða jafn- vel alls ekki. Má því fá rafmagn ódýrt þann tíma árs. Alt öðra máli er að gegna þegar um verk- smiðjuiðnað er að ræða. Þar er rafmagnið notað alt árið. Þetta ódýra rafmagn um vor- mánuðina era garðyrkjumenn í Noregi, og jafnvel í Svíþjóð, byrj- aðir að nota til upphitunar í vermireitum, og jafnvel einnig til ljóss, til þess að lýsa upp vermi- reiti að nóttunni. Verðið á kw. tíma var í Ási 2 aurar, og sagði tilraunastjóri, að ef (koks) sindurkolaverðið lækk- aði niður fyrir 3 kr. 100 kg. þá borgaði sig betur að hita með sindurkolum (koksi). Hr. garðyrkjumaður Lindback Marienfryd, við Oslo, sagð- ist fá kw. tíma fyrir 0,8 aura, og er það mjög ódýrt. En á „Experi- mentalfeltet“við Stokkholm koistar kw. t. 3,5 aura. En eigi að síður var tilraunastjórinn að leggja raf- magnsleiðslur í alla vermireitina í tilraunastöðinni, og einnig í veimihúsin. Kostnaður við uppsetningu hit- unartækjanna er mjög lítill, þegar ekki er tekið tillit til byggingar sjálfrar aflstöðvarinnar, enda er það tæpast rjett, þar sem þetta er aukanotkun rafmagnsins á þeim tíma, sem það er minst notað. Jeg vil leitast við að lýsa í fám orðum hvernig rafmagninu er veitt um vermireitina. Spenna þess rafmagns, sem not- að er til ljósa (og hitunar?) er 220 volt. En eigi að breyta raf- magninu í hita, þarf að lækka spennuna ofan í 15 volt. Þetta var áður gert með umbreytara (transformator), og var hann dýr, en nú komast menn af án hans. Þá er rafmagnið leitt frá afl-leíðslunni eftir leiðslu, sem er þannig að byggingu: Fyrst er járnþráður 1 mm að gildleika. Utan um hann liggur asbestlag 1 mm þykt, og þar utanyfir blý- hólkur, rúmur millemeter að þykt. Asbestlagið einangrar (isolerar) járnþráðinn frá blýhólknum. Raf- magnið leiðist eftir járniþræðin- um, en verður fyrir mikilli straum mótspymu og breytist því í hita. Þráðurinn hitnar því og hitar blý- hólkinn, og hitinn leiðist síðan út í jarðveginn og hitar hann. Blý- hólkurinn leiðir rafmagnið til baka til aflleiðslunnar. 6—8 þræðir era lagðir eftir vermireitnum; eru þeir grafnir 30 til 40 cm. ofan á moldina. Notaður er sjerstakur straumskiftir til að setja strauminn á og taka hann af. Hr. Lindback áleit að það kost- aði um 5 kr., að leggja rafmagns- leiðslur fyrir hvem glugga (ca. 1,5 m.), en þá er gert ráð fyrir að leiðslur sjeu lagðar í stóran vermireit. Tilraunastjóri A. H. Bremen, Ási, taldi að þyrfti frá 50—60 wolt til að hita flatarmet- er, miðað við 20 gráða hita, eða um 1 hestafl til að hita 10 glugga. Vilji menn kynnast þessari raf- magnsupphitun nánar, er best að snúa sjer til Forsöksleder A. H., Bremen, Aas, Landbrukshöiskole, Norge, eða skrifa til Experi- mentalfeltet pr. Stockholm. Raf- magnstækin selur Lerwerts Kabel- fabrik, Lundbyborg, Sverig. Annars fæ jeg bráðlega sendar bækur um þetta efni. — Jarðyrkjan stendur á mjög lágu stígi hjá oss Islendingum, og er það að vissu leyti eðlilegt, þar sem skilyrðin eru á margan hátt mjög erfið. Að vísu eru skilyrðin mjög góð þar sem um jarðhita er að xæða, en hann er tiltölulega ó- víða og lítið notaður þar sem hann er. Og ef til vill er tiltölulega dýrt að nota hann, sje nauðsynlegt að leiða vatnið í pípum um svæðið. Getur vel verið að rafmagn verði þá eins ódýrt. En það er alveg nauðsynlegt að gerð 'sg'e tilraun sem fyrst með rafmagnshitun í vermireitum, svo að sjeð verði, hvort það borgi sig eða ekki. Og liggur beinast við að tilraunin sje gerð í Gróðrarstöð- inni í Reykjavík. Mitt álit er, að ef við aukum ræktun garðávaxta, verðum við að ngta meira vermireiti en við ger- um — og rafmagnið verður þá ódýrast til upphitunar. Meira síðar. St. í Khöfn, 1. ágúst 1926. Vigfús Helgason. -----o---- fiuðmuidir jdhanissui stýrimaður, frá Suðureyri, Súgandafirði. F. 20. mars| 1907, d. 6. mars 1926. Ilefjast holskeflur hvítfaldaðar, hrannir bláar hrynja, — hjörtu stynja. Blika blásalir bjartra sólhimna yfir hafdjúpum harmi veraldar. Sölt era sævartár, svalköld daggartár, V. Hugo: VESALINGARNIR. þrjá um leið og hann sagði þetta. „Hvað eigið þjer við?“ spurði maðurinn. — „Jeg á við það, að jeg vil fá Cosettu aftur, herra“, sagði Thenardier kurteislega. Cosetta fór að skjálfa og þrýsti sjer upp að manninum. Maðurinn leit fast framan í Thenardier og mælti með áherslu á hvert atkvæði: „Þjer vil-jið fá Co-settu aft-ur?“ — „Já, herra, jeg tek hana með mjer. Jeg hefi sem sje hugsað betur um máhð, get jeg sagt yður. Jeg hefi engan rjett til þess að láta hana af hendi. Jeg er heiðarlegur maður, skal jeg segja yður. Jeg á ekki þetta barn, móðir þess á það. Móðir hennar fól mjer það, og jeg get ekki látið það af hendi við neinn annan en móður þess. En þjer segið nú ef til viil: Já, en móðir þess er dáin. Ef svo er get jeg einungis látið bamið af hendi við þann mann, ,sem kemur með yfirlýs- ingu með undirskrift móðurinnar um það, að jeg skuli af- henda bamið handhafa skjalsins. Það er greinilegt". Mað- urinn svaraði ekki, en hann tók vasabókina upp aftur. Veitingamaðurinn fór blátt áfram að skjálfa af gleði. „Ágætt“, hugsaði hann; „nú er mest um vert að sleppa ekki tökunum. Hann ætlar að múta mjer“. Ókunni mað- urinn leit í kringum sig áður en hann opnaði bókina. Eng- inn maður var nálægt, hvorki í skóginum nje í dalnum. Hann opnaði vasabókina en tók ekki úr henni handfylli sína af seðlum, eins og Thenardier hafði búist við, heldur pappírsmiða, sem hann fletti sundur og rjetti veitinga- manninum, og sagði: „Þjer hafið rjett að mæla. Lesið þjer“. Thenardier tók miðann og las: Montreuil-sur-Mer, 25. mars 1823. Herra Thenardier! Viljið þjer gera svo vel að af- henda Cosettu handhafa brjefsins. Útgjöld yðar munu verða greidd. Virðingarfylst Fantina. „Þjer þekkið þessa undirskrift?“ sagði maðurinn. Þetta var eigin skrift Fantinu. Thenardier þekti hana vel. Hann gat engu svarað. Honum gramdist feikilega, fyrst og fremst það, að verða af peningunum, sem hann hafði gert sjer vonir um að fá, og annarsvegar að bíða ósigur. „Þjer megið gjarnan hafa þennan miða sem sönnunar- gagn“, sagði maðurinn. Thenardier fór undan í flæmingi. „Þessi undirskrift er vel stæld“, tautaði hann. „Jæja, það verður að hafa það“. Þá gerði hann úrslita-alfraunina. „Þetta er ágætt, herra“, mælti hann, „með því að þjer er- uð handhafinn. En jeg verð að fá útgjöld mín goldin. Jeg á mikið af peningum eftir ógreidda". Maðurinn stóð upp, hristi dálítið ryk af slitinni ermi sinn og sagði: „Móður Cosettu reiknaðist svo til í janúarmánuði, að hún skuld- aði yður hundrað og tuttugu franka, herra Thenardier. í febrúar senduð þjer henni reikning um fimm hundruð franka. Síðast í febrúar fenguð þjer þrjú hundruð franka og í marsbyrjun aftur þrjú hundruð. Nú era liðnir níu mánuðir síðan. Umsamið gjald var fimtán frankar á mán- uði, og það eru hundrað þrjátíu og fimm frankar. Þjer höfðuð fengið hundrað frönkum of mikið. Þjer eigið þá eftir þrjátíu og fimm franka, og jeg ljet yður síðan fá fimtán hundruð“. Thenardier leið álíka og úlfinum, þeg- ar úlfaboginn skellur á hann. „Hvaða manndjöfull er þetta?“ hugsaði hann með sjálfum sjer. Hann gerði það, sem úlfurinn gerir; hann reyndi að rykkja sjer burt. Það hafði einu sinni áður borgað sig fyrir hann að vera óskam- feilinn. „Herra — jeg veit ekki hvað“, sagði hann ákveð- inn, og nú ljet hann alla kurteisi eiga sig, „annaðhvort tek jeg Cosettu með mjer heim, eða þjer látið mig fá þrjú þúsund franka“. — „Komdu, Cosetta“, sagði ókunni mað- urinn alveg rólegur. Hann leiddi Cosettu við vinstri hönd sjer og með hægri hendinni tók hann stafinn upp, sem lá á jörðinni. Thenardier tók eftir því hvað þetta var gríðar- legur lurkur og fór að hugsa um hvað hjer væri einmana- legt. Maðurinn gekk inn í skóginn með barnið, og veit- ingamaðurinn stóð eftir þegjandi og skömmustulegur. Honum varð litið á, er þau voru að ganga burt, hvað gamli maðurinn var herðibreiður, og hvað hnefarnir á honum voru sterklegir, og þvínæist leit hann á sína mjóu handleggi og mögru hendur. „Jeg var sannarlega mikill asni“, hugsaði hann með sjálfum sjer, „að taka ekki byss- una mína með mjer, fyrst jeg fór á annað borð á veiðar“. En veitingamaðurinn gafst þó ekki þegar upp. „Jeg æftla að sjá, hvert hann fer“, sagði hann og hjelt á eftir honum álengdar. Maðurinn gekk með Cosettu áleiðis til Livry og Bondy. Hann gekk hægt, laut höfði og virtist vera hugs- andi og raunamæddur. Veturinn hafði opnað skógiim og Thenardier misti ekki sjónar á þeim, þó að hann væri langt á eftir. Maðurinn leit við og við aftur til þess að sjá hvort nokkur væri að elta hann, og er hann alt í einu kom auga á Thenardier, fór hann með Cosetu inn í þykni, þaðan sem þau gátu ekki sjest. „Hver fjandinn! sagði Thenardier og hraðaði göngunni. Þegar gamli maðurinn var kominn þangað, er skógurinn var þjettastur, sneri hann við. Thenardier reyndi að fela sig, en hann gat ekki komist hjá því, að maðurinn sæi hann, Gamli maðurinn horfði órólega á eftir honum, hristi höfuðið og hjelt á- fram. Veitingamaðurinn hjelt áfram að elta hann. Þannig gengu þeir tvö eða þrjú hundruð skref, þá sneri maðurinn sjer alt í einu við og kom auga á veitingamanninn. 1 þetta sinn var svipurinn svo þungbúinn, að Thenardier fanst „ástæðulaust“ að elta hann lengra. Hann sneri við. Jean Valjean var ekki dáinn. Þegar hann datt í sjó- inn, eða öllu heldur fleygði sjer í hann, var hann hlekkja- laus, eins og oss er kunnugt um. Hann synti í kafi að skipi, sem lá við akkeri, og var bátur bundinn við það. Honum tókst að leynast þangað til kvöldið kom. Hann fleygði sjer aftur í sjóinn um nóttina og synti að strönd- inn skamt frá Brunhöfða. Hann hafði nægilegt fje og gat því náð sjer í fatnað. Veitingakona í nágrenni við Bala- guier hafði um það leyti miklar tekjur af því að selja strokuföngum fatnaði. Eftir það átti Jean Valjean skugga- lega flökkuæfi um nokkurt skeið, eins og allir flóttamenn, sem reyna að villa lögreglumönnum sýn. Loksins, komst hann til París, og vjer höfum nú sjeð hann nýlega í Mont- fermeil. Það fyrsta, sem hann gerði, þegar hann kom til París, var að kaupa sorgarbúning handa lítilli telpu sjö

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.