Lögrétta - 24.08.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA
8
samt eru sorgartár
sárust allra
mildri móður,
minnugum föður,
sannri systur,
saknandi vinum.
Mikla meginhaf,
mikla regindjúp!
Laðandi landmörk
lífs og dauða!
Hefjast og hníga
hjartaslög þín
frá eilífð til eilífðar,
örlagaþrungin!
Hefjast holskeflur
hvítfaldaðar,
frá hafi til himins,
— að hásæti guðs.
Bera þær á björtum
brjóstum sínum
ástvini unga
í eilífðarfaðm.
Ofurhugi ungur,
æskuglaður,
sterklega stýrði
að straumhvörfum.
Logaði lífsþrá,
Ijómuðu augu,
hló við gustu Hræsvelgs
hjartað prúða.
Hvers manns hugljúfi,
hreinn og djarfur,
ögraði úfnum
ægihrönnum.
Sólblik var í svip,
en í sálu eldur.
Ljek í hægri hönd
hjálmunvölur.
Hófust þá holskeflur,
hvítfaldaðar;
— soguðust sæfarar
í svelginn mikla.
Bliknuðu blásalir,
byrgðust sólhimnar;
— leyndist sorg í söltum
sævartárum.
Ástvinurinn ungi,
æskuglaði,
hófst á björtum brjóstum
blárra hranna,
frá hafi til himins
— að hásæti guðs.
En ljek í hægri hönd
hjálmunvölur.
Sölt er sævartár,
svalköld daggartár,
sárust þó sorgartár
sællrar ástar.
Grjet hin milda móðir
og minnugur faðir,
grjet hin sanna systir,
— syrgðu vinir.
Grátið var og syrgt var
göfugt hjarta,
sólheiður svipur
og sálareldur,
lífsþráin logandi,
ljóminn í augum,
— hvers manns hugljúfinn,
hreini og djarfi.
En fögur var för
hinnar fríðu hetju,
— svipmikil siglingin
Sólheima til.
Fagurt er að fara
á fund sínsi guðs
með hönd sína á heilum
hjálmunveli.
Máttuga meginhaf!
Mannanna börn
litast um á landmörkum
lífis og dauða.
Frá eilífð til eilífðar
eyru þeirra heyra
hefjast og hníga
hjartslög guðs!
Jóh. B. Jónasson.
----o----
Tennur kindanna,
hornsteinar sauöfjárbúskaparins.
Allir, sem hafa fengist við sauð-
fjárhirðingu og hafa meðal eft-
irtekt, taka etir því, hve mikill
munur er á endingu hinna ýmsu
einstaklinga. Sumar kindur eru
. farnar að fella af 5 vetra, á öðr-
I um sijest lítil afturför 10 vetra.
Sumar kindur eru vænstar 3
vetra, aðrai' 7 vetra.
Af hverju stafar þessi mikli
endingarmunur kindanna, þótt
húsfóður og hagi sije hið sama?
Er þetta tilviljun ein, eða er hann
vissum örsökum háður og þá
hverjum?
Einhver eðhleg ástæða er að
líkindum fyrir þessu. Hana þarf
að finna, svo hægt sje að hagnýta
endingars'kilyrðin. Þá yrði upp-
yngiing sauðfjárins ekki eins ör
og viðhaldkoslnaður minni.
Kindin aflar sjer fæðu með
munninum. Rjett er að athuga
hann dálítið á þessum ólíku ein-
staklingum. Strax og maður hef-
ur fært varir þeirra frá fram-
tönnunum, sjest mismunur í
flestum tilfellum.
Annar eintaklingurinn hefur
smágerðar tennur, sem koma í
jöfnum boga upp undir brún efri
gómsins. Ef um gamla kind er að
ræða, eru tennurnar jafn bítnar,
lágar og hver eintök tönn nær
því sívöl.
Hinn einstaklimgurinn hefur
stórgerðar tennur og þroskameiri,
sem koma í sporöskjulöguðum
boga upp undir og framan við
efrii góminn. Ef um gamla ein-
staklinga er að ræða, eru tenn-
urnar oftast langar og mynda
boga utan um efri góminn, hver
einstök tönn er eins og hálf laus,
sjerstaklega miðtennur. Tennur
þessar slitna líka mest að innan-
verðu og myndast þar á þeim
hvæling, líkt og hverfisteinsfar á
sporjárni, sem nær ofan fyrir
miðju. ;
Er þesisi munur á tannstefnu
kindanna ekki nægur til að valda
endingarmismun þeirra? Svarið
getur verið bæði jákvætt og nei-
kvætt. I flestum tilfellum er rjett
að svara því játandi.
Sjeu tennurnar smágerðar og
jafnbeinstæðar upp úr kjálkan-
um, gómurinn beinn og hæfilega
breiður, á kindin auðvelt með að-
afla sjer fæðu. Tannbygging kind-
arinnar er rjett, þegar maður
þreifar um lokaðan munn hennar
og finnur hvorki góm nje tennur
standa öðru framar, síst tennur.
Ef tennurnar eru mjög skáhall-
ar og koma utan við, neðanundir
og framan við góminn, á kindin
erfiðara með að afla sjer fæðu á
snöggu haglendi. Sje þetta t. d.
á lambi að haustinu og því ætl-
að að ná fullorðinsaldri, 7 vetra,
fer svo að tennumar mynda boga
um góminn, eins og hann væri
feldur innan í tannbogann svona
rjett til stuðnings.
Auðvitað hefur gróðurfar og
jarðvegur þess lands sem kindin
nytjar, áhrif á slit tanna, festu
gómsins o. fl. Kindur sem ganga
á kvistlausum mýrum og loðnu
valllendi hafa lítið tannslit, sjer-
staklega er lítið er beitt á vetrum.
Mest tannsiit fá kindur, sem
ganga á snöggu sand- og vikur-
lendi og hafa mikla vetrarbeit.
Hjá þessum endingarmisjöfnu
einstaklingum verður oft vart við
talsverðan mismun kjálkabygging-
ar og afstöðu jaxlanna hvers til
annars í efri og neðri góm. Sjeu
kjálkarnir grannir og mjótt á
milli þeirra, en breið og rúmmikil
höfuð'Skel, verða jaxlarnir mis-
slitnir. Ein tegund þessa mis-
slits kallast gaddur; getur þetta
gert kindinni ólífvænt, þótt ann-
að sje í lagi.
Val sauðfjár og fóðrun hefiir
breytst mikið á síðustu árum.
Sem við er aði búast hefur þar
gætt nokkurra mistaka. Menn
voru orðnir svo vaniir að sjá mik-
inn mun á vel fóðruðu fje og van-
fóðruðu og hjeldu því að vænleik-
inn fengist með mikilli fóðurgjöf
í húsum og vali hinna fyrirferðL
armestu einstaklinga ungfjárins.
Framtönnum sauðfjáifns mætti
skipa í þrjá megimflokka, sem
nefndust sökum lögunar sinnar og
endingar:
I. Snaghymutönn. Hún líkist
snaghymdu axarblaði. Tönnin er
nokkuð þroskamikil, ekki gróf-
bygð, oftast skáhöll, vatnslit,
með kalkhvítum munna; er oft-
ast hjá bráðþroska einstaklingum,
bolmiklum, lausbygðum og end-
ingarlitlum. Safna þeir miklum
mör og holdum í góðu, hægu hag-
lendi, þola illa rekstur og elli.
Kjöt þeirra rýmar mikið í salti
og reyk.
II. Breiðtönn. Hún er bráð-
þroska og grófbygð, oftast með
gulleitum blæ. Er oftast hjá gróf-
beina, búkdjúpum, en þunnum
-einstaklingum, ullarmiklum. Fje
þetta getur orðið allvænt í ríku,
en auðveldu haglendi, þolitr sæmi-
lega rekstur, en illa elli. Kjöt þess
rýmar minna við geymslu.
III. Páltönn. Hún er dálítið lík
snaghyrnutönn, þó ber miklu
minna á homunum, er lík ný-
framslegnu pálblaðL Hún er smá-
gerð, með gljáandi innsæum blæ,
oftast nokkuð beinstæð. Er oft-
ast að finna hjá nokkuð legg-
lágum, skrokkbreiðum, en kvið-
litlum einstaklingum sem era
nokkuð þráðþroska. Safna þeir
sæmilega holdum en minnii mör,
þótt hagar sjeu ekki sem allra
mestir. Þeir þola allvel rekstur,
vel vetrarbeit og aldur. Kjöt
þeirra rýrnar minst við geymslu.
Tannlýsingar þesisar eiga við
lömb að hausti og ungfje. Aldur
og slit breytir munna tannarinn-
ar og lit.
Allar hinar endingarbestu kind-
ur sem jeg hefi sjeð, hafa haft
páltennur, breiðan og beinan góm,
djúpa kjálka og breitt á milli
þeirra, niðurandlit aldrei þunt, en
oft stutt.
Það er eftirtektarvert hve oft
þessir einstaklingar era gráir,
grásvartir, grámórauðiir og kol-
kinnóttir, auk tvílitanna, með
einhvern gráleita litblæinn á móti
þeim hvía.
Mislit lömb eru oft sett á vet-
ur sökum litar, lítið tillit tekið
til vaxtar eða ættar. Er því
merkilegra hve margt af þeim
verða afurðagóðar kindur í hlut-
falli við hvíta fjeð. Er óhugsandi
að við sjeum á rangri leið í sauð-
f j árbúskapnum ?
Hvort sem við eram það eða
ekki, ber okkur skylda til að veita
þeim tækjum eftirtekt, sem kind-
in aflar sijer fæðunnar með.
Getúm við vænst þess af
manni,, að hann slái jafn mikið
með ljelegu orfii og ljá sem
ágætu, hversu stór og þreklegur
sem hann kann að vera? Er jafn-
auðvelt að kippa nagla í sundur
með töng, hvort sem bitarmar
hennar koma rjett saman eða
ganga á misvíxl?
Það er ekki rjett að velja ungfje
til lífs einungis eftir útliti og
átaki, þó svo hafi verið kent í
ræðu og riti. Það þarf meira með.
I munni kindarinnar er að
finna traustustu homsteinana
undir góðum sauðfjárbúskap.
Guðmundur P. Ásmundsson
frá Svínhóli.
----o----
Æfisaga Krists
Eftir Giovanni Papini.
(Ágrip).
------ Frh.
Glataði sonuiinn. Maður einn
átti tvo synit Kona hans var dáin.
Hann var góður maður og honum
þótti vænt um syni sína, eigi síður
þann siem yngri var, og gerði hann
þeirra þó engan mun. En þeár
voru álíkir. Eldri sonurinn var ál-
varlegur og snemma fullorðinsleg-
ur. Hann virti föður sinn, en þó
fremur siem húsbónda en föður.
Aldrei sýndi hann honum neinn
mótþróa. Hann var stundvís við
verk sín, en oft önugur við vinnu-
fólkið. Hann islótti guðsþjónustur
reglulega, en fátæklingar leituðu
aldrei til hans; þótt allstnægtir
væru á heimilinu, fanst honum
aldrei neitt vera til handa þeim.
Hann var hversdagslega vitngjam-
legur við bróður sinn, en með
sjálfum sjer Ibjó hann þó yfir
nokkurri þykkju til hans og öf-
und. Það er tekið svo til torða,
að menn eigi að „elska hver
annan eins og bróður“, en það
orðtæki istyðst ekkil við reynslu.
Sönn vinátta er sjaldgæf meðal
bræðra. 1 Gyðdngasögunni eru
dæmin um Kain, Jakob, sem leik-
ur á Esaú, Jósef, sem iseldur er
ai' bræðram sínum. Absalon, sem
drepur Ammon og Salómon, sem
lætur drepa Adoniia.
Yngri sonurinn var ólíkur eldri
bróður isínum. Hann hafði alla
kosti og lesti æskunnar í ríkum
mæli. Föður hansj gramdist oft
við hann; þeir stældu, og tímun-
um saman voru þeir ósáttir. En
eða átta ára gamalli, og leita sjer húsnæðis. Þegar því var
lokið, hjelt hann til Montfermeil. Eins og lesarinn minn-
ist hafði hann ferðast með leynd unx þessa sveit fyrra
skiftið sem hann strauk, og höfðu yfirvöldin fengið ein-
hvern pata af þvi. Annars hjeldu menn hann dauðann, og
olli það því, að myrkrið umhverfis hann varð enn þjett-
ara. Hann sá dagblað í París og var þar gengið að því
vísu að hann væri dáinn. Hann var rólegur, öðlaðist nærri
því frið, eins og hann væri dáinn.
Kvöld sama dags og Jean Valjean hafði hrifið Cosettu
úr klóm Thenardiers, sneri hann aftur til Parísar, en
nóttin skall á, og fór hann með barnið um Monceauxhlið-
ið. Þar fjekk hann sjer vagn og ók til stjörnutumsins.
Þá fór hann úr vagninum, borgaði ökumanninum og leiddl
bamið við hönd sjer og stefndi til Spítalastrætis um mann-
lausar, niðdimmar götur. Þetta hafði verið furðulegur dag-
ur fyrir Cosettu og margt borið við. Þau höfðu snætt
brauð og ost undir runnum, en það hafði hann keypt í af-
skektum veitingahúsum, þau höfðu oft skift um vagna
og farið langar leiðir fótgangandi. Hún kvartaði ekki,
en hún var þreytt. Þá tók Jean Valjean hana á bak sjer,
og Cosetta hallaði höfðinu á öxl hans, án þess að sleppa
brúðunni, og sofnaði.
Fjórða bók.: Hús Gorbeaus.
Þegar einmana ferðalangur hætti sjer fyrir sextíu
áram síðan inn í skuggalega borgarhlutann umhverfis La
Salpetriere og fór eftir strætinu að Italahliðinu, komst
hann á þá staði, er segja mátti að ekki væra í París. Þar
var ekki mannlaust, því stöku maður gekk um götuna;
þetta var ekki uppi í sveit, því að hjer voru götur og hús;
þetta var ekki í bænum, því að götumar vora grasi grón-
ar og með hjólförum eins og þjóðbraut; þetta var heldur
ekki þorp, húsin vora of há til þess. En hvaða staður var
þetta? Þetta var bústaður manna, þar sem engir menn
voru, auður staður, þar sem nokkurir menn voru; þetta
var staður í bænum mikla, gata í París, sem var skugga-
legri að nóttu til en skógur og ömurlegri að degi til en
kirkjugarður. Þetta var bœjarhlutinn, sem nefndur var
Hestatorgið áður fyrri.
Hætti ferðalangurinn sjer inn í þennan óhugnað og
hrömun, þangað til hann kæmist að horninu á Rue des
Vignes-Saint-Marcel, sá hann byggingu rjett hjá verk-
smiðju, milli tveggja garða, og virtist hún í fyrstu vera
húskofi, en var í raun rjettri eins stór og kirkja. Gaflinn
sneri út að götunni og þessvegna var hún svo óálitleg.
Það sást nærri því ekkert í húsið. Ekki annað en hliðið
og einn gluggi. Ekki var nema ein hæð á því. Væri gáð
betur að, sást þegar að hliðið gat ekki verið annað en
hlið að skemmu, en glugginn hefði getað verið gluggi í
höll, ef hann hefði verið settur í vegg úr höggnu grjóti
en ekki í tígulsteina. Hliðið var ekki annað en ormjetn-
ar fjalir, illa reknar saman með spýtum, sem voru eins
og ljelega klofið brenni. Rjett fyrir innan hliðið var bratt-
ur, skítugur, kalkaður, rykugur stigi með háum þrepum,
sem voru álíka breið og hliðið, og er horft var frá göt-
unni, *virtust þau standa beint upp í loftið eins og lausa-
stigi og hverfa inn í skuggann milli tveggja veggja. Efst
á þessum ófjelega dyrabúningi var mjó fjöl, og hafði þrí-
hyrnt gat verið sagað í hana miðja og var það notað sem
gægjugat, þegar hliðið var læst. Innan á hliðinu var mál-
að með bleki talan 52, og fyrir ofan fjölina á sama hátt
talan 50, svo að ógerningur var að vita hið rjetta um hús-
ið. Rykugar druslur hjengu eins og skraut í kringum
gæg-jugatið þríhyrnda. Glugginn var stór, var hátt á hús-
inu og voru rimlahlerar á honum og stórar rúður í hon-
um, en þær voru reyndar nokkuð farnar að láta ásjást, en
reynt var að leyna því, en þá jafnframt bent á það,
með haganlegum pappírsálímum, og um rimlahler-
ana, sem voru skakkir og lamaðir, var það að segja, að
þeir urðu meira til þess að hræða fólk, sem gekk um göt-
una, heldur en til þess að koma íbúum hússins að not-
um. Sumstaðar vantaði rimlana, og þá hafði verið bætt
úr því með fjölum langsætis, svo að það, sem upphaflega
hafði verið gluggaljóshlíf, var nú að verða að vanalegum
hlerum.
Stiginn lá upp að mjög stóru húsi, sem líktist skemmu,
sem hefði verið breytt í bústað. Löng göng lágu í gegn-
um það, og að þeim lágu herbergi af ýmsum stærðum; ekki
sýndist ógerlegt að búa í þeim, en þau líktust meira fjala-
hreysum en herbergjum. Gluggar þeirra sneru út að
skuggalegum kofunum í nágrenninu, þau voru öll dimm,
óvistleg, ömurleg og ljót, og eftir því fór það, hvort inn
lcæmi napur stormur eða kalt ljós, hvort rifurnar voru á
loftinu eða á hurðinni. Þetta hús var líka eins og öll sams-
konar hús, fult af kongulóarvefum. Póstþjónamir nefndu
það nr. 50—52, en það var nefnt Gorbeaushús í þessum
borgarhluta.
Nálægt 1770 voru tveir málfærslumenn í París, og
hjet annar Corbeau1) og hinn Renard2). Þessi nöfn vora
alt of freistandi fyrir gárungana, og voru búnar til vís-
ur um þau. Málfærslumennirnir kunnu því ekki sem best;
þeir hugsuðu sjer að reyna að losna við nöfnin og sendu
konunginum umsókn þess efnis. Loðvík fimtándi var í náð-
ugu skapi og leyfði mildilegast Corbeau að nefna sig Gor-
beau. Renard var ekki svo heppinn, því að hann fjekk
aðeins leyfi til þess að setja P fyrir framan nafnið sitt
og nefndi sig Prenard3), og var hann ekki mikið betur
kominn með það. Gorbeau hafði átt húsið nr. 50—52; frá
honum var m. a. glugginn merkilegi og þaðan var nafnið
komið, sem húsið var vanalega kent við.
Beint á móti nr. 50—52 er stór, nærri því fallinn álm-
viður innan um trjen á strætinu, og nærri því beint á móti
því endar Barriere des Gobelins-gata, sem ekki var stein-
lögð þá en alsett kyrkingslegum trján og full af grasi og
*) Hraín. 2) Refur. 3) Minnir á sögnina prendre, sem m. a.
þýðir að láta borga sjer.