Lögrétta


Lögrétta - 31.08.1926, Qupperneq 1

Lögrétta - 31.08.1926, Qupperneq 1
Innheimtft og afgreiðsla í Þingholtsstrœti l isími 1 fcö. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjóri l’orsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjarík, þriðjudaginn 31. ágúst 1926. 36. tbl. I lim víða veröld. Síðustu fregnir. Bretska kolaverkfallið heldur enn áfram, en nýjar sáttatilraunir eru nú aftur isagðar í aðsígi. — 1 Ungverjalandi er nýlega fallinn hæstarjettardómur í seðlafölsun- armálinu. Tveir aðalmennirnir, Windisgratz og Nadossy, voru dæmdir í fjögurra ára fangelisi. — I Grikklandi eru enn nokkrar við- sjár. Kondylis, sem nú er tekinn við stjóm, hefur óskað þess, að fiokkar tækju þátt í stjórnar- myndun, og, kveðst ætla að láta almennar kosningar fara fram inn- an 8 mánaða. — Sagt er, að Mus- solini hafi látið handtaka sjö- hundruð ítalska jafnaðarmenn fyr ir samtök þeirra um það, að reyna að stofna lýðveldisflokk í land- inu. — Sagt er að í Tyrkjaveldi hafi nýlega verið hengdir tveir fyrverandi ráðherrar og tveir þingmenn, sakaðir um þátttöku í samsæri gegn Mustapha Kemal. Ennþá er þráttað um aukning föstu fulltrúasætanna í Þjóða- bandalaginu, og hótar nú Pólland að ganga úr skaftinu, en únslit málsins standa nú fyrir dyrum. ----o--- Skólamál. Eins og kunnugrt er hafa all- miklar umræður staðið austan- fjalls undanfarið út af skólamál- um. Hefur Lögr. skýrt nokkuð frá þeim málum áður. Hefur skólastofnun austur þar verið all- lengi á döfinni. Á árunum 1908— 1913 voru ýmsar ráðstafanir gerð- ar til þess að koma á fót sam- eiginlegum skóla fyrir alt Suður- láglendið. Var þá Stórólfshvoll keyptur í þeim tilgangi, en úr frekari framkvæmdum varð ekki og lá málið niðri á styrjaldarár- unum. Það, sem síðan hefur í mál- inu gerst er flestum kunnugt. Ný- lega er kominn út bæklingur um þessi skólamál og er þar í nefndar- álit um þau, dagsett á sýslu- mannssetrinu Efra-Hvoli 11. apríl s. 1. og undirritað af Björgvin sýslumanni Vigfússyni, Eyjólfi Guðmundssyni og Guðm. Erlends- syni. Er þar gert ráð fyrir sjer- stökum skóla fyrir Rangæinga, og stungið upp á sjerstöku skipulagi á honum, jafnframt því sem mál- ið er rætt í heild sinni. Er þetta í nefndarálitinu kallað vinnuskóla- fyrirkomulagið. Eru teknir hjer upp um það nokkrir kaflar, því víða er nú hugsað og talað um þessi mál hjer, en nefndarálitið aðeins isent sem einskonar brjef til Rangæinga og því í fárra hönd- um annara. Að málinu að öðru leyti verður síðar vikið. Hið nýja fyrirkomlag er í því fólgið, að lýðskólar verði reistir að minsta kosti í hverri sýslu, þegar sýslufjelagið með meiri hluta atkvæðabærra manna til sýslunefndar, samþykkir það fyr- irkomulag, að allir ungir menn á aldrinum 18—19 ára inni af hendi skylduvinnu innan sýslu í þarfir sýslunnar og skólans 7 vikna tíma, að vorlagi, án annars kaupgjalds, fyrir utan fæði, en þess, að þeim hinurn sömu ungu mönnum standi til boða frí kensla í bóklegum og verklegum efnum, og frítt hús- næði á nefndum skóla næsta vet- Nýja brúin á Hjeraðsvðtnunum. Brúin í smíðum. Brúarvígslan. 11. júlí s. 1. vígði Sigurður sýslumaður Sigurðsson frá Vigur í umboði landsstjórnar og sýslu- nefndar nýja brú yfir vesturós Hjeraðsvatna í Skagafirði, að við- stöddu fjölmenni. Brúin er öll 173 m. löng, með stöplunum til end- anna, en þeir eru 20 m. sá að austan, en 40 m. sá að vestan, svo brúin sjálf á milli þeirra er ur á eftir 6 mánaða tíma, og við þenna sama skóla verði sameinuð námskeið fyrir ungar stúlkur á sama aldri í matreiðslu og hús- stjórn og öðru verklegu og bók- legu, eftir því sem kringumstæð- ur leyfa. Þó verði að sjálfsögðu undanþegnir vinnunni allir þeir, er aðra skóla stunda þann tíma, er vinnan fer fram. Að skólar þessár verði bygðir fyrir ríkissjóðsfje, en sýslumar beri kostnaðinn af árlegum rekstri þeirra og annist stjórn þeirra með þeim takmörkunum og skilyrðum, er yfirstjóm kenslumála í landinu kynni að setja samkvæmt lögum. Þessi hugmynd vor byggist á því, að þegaf um reglulega lýð- mentun (mentun fjöldans) er að ræða, en ekki mentun eða ; búningsmentun opinberra starfs- manna þjóðfjelagsins, þá er mest rjettlæti í því fólgið, að hver sú kynslóð, er sjálf verður persónu- lega aðnjótandi þeirrar fræðslu, isem hjer er stefnt að — og mætti heita hin æðri lýðmentun, í mót- setningu við barnafræðsluna — beri sjálf að mestu kostnaðinn, sem þessi fræðsla hefur í för með sjer, þegar hún er þess megnug. Hitt virðist miklu fremur eiga skylt við þjóðnýtingu og jafnaðar- mensku, þegar öll kostnaðarbyrð- in við unglingafræðsluna er lögð á herðar eldri kynslóðarinnar. Þessu rjettlæti viljum vjer ná, með því að skylda hvern 18—19 ára karlmann, með þeirri undan- tekningu, 'Sem að framan segir, til að inna af hendi skylduvinnu sem skólagjald í þarfir sýslunnar og skólans, það þýðir, í þarfir eigin menningar og jafnaldra sinna, en gefa þeim öllum kost á, er vilja, að taka út borgun fyrir vinnuna í verklegu og bóklegu námi, í skóla innan sýslunnar næsta vet- ur á eftir. En af „praktískum" ástæðum 113 m. Brúarbreiddin er að utan- máli 3,30 m., en brúarpallurinn sjálfur milli brúna 3 m. Brúin stendur á 8 'Stöplum, en hver stöpull hvílir aftur á 5 stólpum eða staurum og brúin því öll á 40 staurum úr jámbentri stein- steypu. G.Z.hefur haft yfirumsjón smíðinnar og teiknað brúna. Hún hefur kostað um 100 þús. krónur. viljum vjer þó ekki beinlínis skylda neinn til að fara í skól- ann, teljum, að hver nemandi hafi meira gagn af því námi, sem hann sækist eftir, sem iðgjaldi fyrir unnið verk, heldur en því námi, sem væri haldið að honum án eftirsóknar af hans hálfu. Vilji því einhver frekar ráða sig t. d. á togara en fara í skólann, þá er honum; það frjálst og opn- ast þá „pláss“ fyrir þá, sem vilja eyða tveimur vetrum til námsins. Hinsvegar teljum vjer þessa fyrir- framgreiðslu fyrir námið næga trygging þess, að skóli vor standi aldrei tómur. Vjer treystum því, að kynningin af jafnöldrunum í vinnunni og eigin hagsmunir veki hjá ungmennunum ríka löngun til að hittast aftur í skólanum með vetrinum. Á þenna hátt vinst það, að öll kynslóðin (karlkynslóðin til að byrja með), ein eftir aðra fari í sama skólann, svo enginn þurfi að öfunda annan eða þykjast öðr- um meiri fyrir skólag'önguna eina. Jafnvel þótt vjer skoðum vinn- una að vorinu aðallega sem skóla- gjald, þá má þó haga henni þann- ig, líkt og þegnskylduvinnunni hans Hermanns, að hún verði isem nokkurskonar verklegur skóli fyr- ir nemendurna í þeim skilningi, að þar gefist gott tækifæri til þess að kenna unglingum að strita með viti. 1 skólanum höf- um vjer hugsað os® að einhverju leyti verklegt nám í smíðum. Sömuleiðis teljum vjer nauðsyn- legt að kenna hverjum manni undirstöðuatriði í bókhaldi. Með þessu fyrirkomulagi, sem byrjar með verklegu námi og stendur yfir allan skólatímann samhliða bóklegri fræðslu í „praktískum" og þjóðlegum efn- um, viljum vjer stefna að þvi takmarki, að áhrif iskólans verki ekki öfugt við tilganginn, þann að skapa reglusama, starfsama, Sjera Páll Sigurðsson í Bolungarvík. Síðastliðið vor kom heim frá Ameríku sjera Páll Sigurðsson, sem undanfarin 10 ár hafði ver- ið prestur Garðarsafnaðarins ísl. í Norður-Dakota, og varð prestur í Bolungarvík. í Heimskringlu | frá 9. júní er sagt frá heimför hans að vestan , og hvernig safn- aðarfólk hans þar hafi kvatt hann. Sjest þar, að hann hefur verið sjerlega vinsæll maður og talinn kennimaður ágætur. — í fyrsta. lagi flutti fólk það, sem hann hafði fermt á árunum 1917 til 1926 honum mjög alúðlegt þakkarávarp, ásamt góðum minn- ingargjöfum. Þar næst var hon- um haldið kveðjusamsæti að Brown, Man., af safnaðarfólki og nægilega upplýsta (upplýsing er væri sæmileg til að byggja á framhald með sjálfsmentun) bændastjett, er helgi landbúnaðin- um alla krafta sína með áhuga og þrautseigju. Verkefnið fyrir skólavinnuna álítum vjer yfrið og ótakmarkað, ætlum vjer að sá tími sje skamt framundan, að þjóðin gjöri sig ekki ánægða með minna, en vel færa bílvegi til aðdrátta, en það er hvorttveggja, að stofnkostnað- ur slíkra vega er mikill og svo kemur viðhaldið árlegt og í sí- fellu. Sýnist þá ekki annað úrræði betra nje minna duga, en ein kyn- slóðin eftir aðra leggi hönd á verkið. Mun í allflestum sýslum lands- ins eigi veita af minna en 40 mönnum 7 vikna tíma á hverju ári, bara til sýsluveganna einna, og sýnist þá eigi þýðingarlaust að eiga þenna flokk ungra manna ávalt vísan. Yrði þá gangur málsins sá, að fjeð til veganna fengist á sama hátt og áður með sköttum eða álögum á eldri kynslóðina, en skólanefndin fengi verkalaun hinna ungu í sínar hendur, og notaði þeim til náms á næsta vetri. Hver kynslóð eftir aðra lærði á þenna hátt að skilja nauðsyn vegaviðhaldsins, um leið og sjálf vinnan við þetta verk væri sem lærdómstími fyrir hana alla æf- ina, þegar á þyrfti að halda. hans og öðrum bygðarbúum og af- hent fjárupphæð að skilnaði. En aðalkveðjusamsætið var haldið á Garðar 24. maí af söfnuðum hans í Norður-Dakóta, á Garðar, í Ey- forð og Mountain. Var þar fjöldi fólks saman kominn. Forseti Garð arsafnaðar setti samkomuna og afhenti sjera Páli fjársjóð að gjöf frá söfnuðinum, og önnur fjár- upphæð var honum afhent frá Kvenfjelagi safnaðarins. Margar ræður voru fluttar og segir í Heimskringlu, að á mörgum hafi mátt heyra, að sjera Páll væri þeim kærastur þeirra presta, sem þar hefðu starfað og að þeir teldu hann besta piestinn, sem þeim söfnuði hefði þjónað. n jrin »^wiiy~n in tr if * n n Annars geta verkefnin verið margvísleg og ótæmandi í jafn strjálbygðu og lítt ræktuðu landi og móðurjörð vor er, bæði fyrir karla og konur, en í bili ætti að duga að „realisera“ fyrirkomulag- ið fyrir karlkynið. iStöku maður hefur látið sjer um munn fara, að skólaskyldu- vinnan væri þvingun; en það álítum vjer ekki. Það mætti með isama rjetti segja að alt uppeldi og allur agi, og lögboðin skóla- skylda sje þvingun, en það er heldur ekki rjett, því hjer eiga menn á uppeldisaldri hlut að máli, og er hjer jafnframt verið að borga mönnum fyrir það sem þeim er sagt að gjöra, með þeim gjaldeyri, isem getur gefið hundr- aðfaldan ávöxt. — Gjaldeyririnn er aukin þekking og siðbætandi áhrif, og trúa vor er, að þeir mundu fáir unglingamir, sem vildu kalla vinnuna þvingun, þegar þeir kæmu aftur af skól- anum. -----o----------------- Bannbandalag er nýlega stofn- að hjer í bænum, fyrir forgöngu stórtemplars, að sögn. Hafa þeg- ar gengið 1 bandalagið níu fjelög, þar á meðal Prestafjelagið, Al- þýðusamband íslands, Trúboðsfje- lagið og Bandalag kvenna. Form. fjel. er sjera Guðm. Einarsson á Þingvöllum, fulltrúi Prestafjelags- ins. -----o-----------------

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.