Lögrétta


Lögrétta - 31.08.1926, Qupperneq 2

Lögrétta - 31.08.1926, Qupperneq 2
f LÖOBJBTTA Jb'rá esperantóþinginu í Edinborg. Eítir Ölaí Þ. Kiistjánsson. Formáli. Þegar það var fast- ráðið orðið, að jeg sækti hið 18. allsherjarþing esperantista, sem haldið skyldi í Edinborg á Skot- landi dagana 31. júlí til 7. ágúst, þá átti jeg tal við ritstjóra Lög- rjetu, og samdist svo með okkur, að jeg skyldi segja eitthvað frá þinginu í blaði hans. Nú læt jeg verða af því; en þar sem jeg er með því markinu brendur, eins og svo margir aðrir, að jeg á hægara með að taka til máls en þagna, þá verður frásögn mín nokkuð lengri en jeg ætlaðist til í upp- hafi. En þó þarf jeg ekki að biðja afsökunar á því, nema því aðeins að lesendunum leiðist hún. Ella er það betur en ekki En hitt ætti jeg kannske að biðja menn að fyrirgefa, að frásögnin snýst nokkuð mikið um sjálfan mig; en þó býst jeg við að hann sje ærið mannlegur, breiskleikinn sá, að líta á sjálfan sig eins og nokkurs konar miðpunkt. Og ef það þykir engin rjettlæting, að vera ekki verri en aðrir, þá sivara jeg til hinum alkunnu orðum: „Það hef- ur það! kvað Púlli“. Edinborg. Það er óhætt að full- yrða það, að mörgum esperantista var það gleðiefni, ,að þing þeirra skyldi nú einusinni vera haldið í höfuðborg Skotlands. Að ví&u er henni ekki eins vel í sveit komið og borgum á meginlandinu, að því er ferðalög þangað snertir. — Einnig er heldur dýrt að lifa þar. En Edinborg er falleg borg og merkileg. Ef til vill stendur engin borg henni framar í því. Hún stendur á prýðilegum stað: hæð- um bröttum og smádölum. Voru þar stöðuvötn í fymdinni, en hafa nú verið þurkuð upp. Fjöldi merkilegra bygginga er í Edin- borg: sumar nýjar, en aðrar alt frá forneskju. Mest ber á Edin- borgarkastala. Hann stendur í miðri borginni á hæð einni. Er hún ákaflega brött, og sumstaðar ekkert nema þverhnýptur hamar. Hefur þar verið ilt aðsóknar í gamla daga. Útsýni er ágætt of- an frá kastalanum yfir borgina í allar áttir, en einkum niður yfir Princes Street og skemtigarða þá, sem eru milli þess og kastalans. Princes Street, sem svo heitir, er mesta stræti borgarinnar. Við það er minnisvarði Walters Scotts, skáldsins, 200 feta hár. Er Þeim, sem hug hafa á að læra þetta ágæta allsherjar-hjálp- armál, og ætla að dvelja í Reykjavík í vetur, er hjer með bent á það, að jeg hygst að halda námskeið í því að vetri komandi. Kenslugjaldið verður líklega 15—20 kr., og verður kenslunni hag- að svo, að þeir, sem skólanám stunda eða eru í vinnu, geti haft hennar full not. Umsóknir sjeu komnar á afgreiðslu Lögrjettu fyrir 10. október. ÓL. Þ. KRISTJÁN SSON fulltrúi fyrir Universala Esperanto-Asocio. hann einn af mestu minnisvörðum í heimi. Stígi er í honum að inn- an, og er hægt að ganga næstum því alla leið upp á topp, og þar út á einskonar svalir eða pall. Er þaðan gott útsýni. En þó að Scott sje reistur þessi mikli varði, sem varla nokkursstaðar á sinn líka, og þó að Skotar dái hann mjög, þá þarf ekki ð dvelja lengi í Skotlandi til að verða þesis var, að það skáld, sem þjóðin elsk- ar mest, er ekki Walter Scott, heldur Robert Burns (börns). — Hann er hennar skáld, og er sá sami í dag og fyrir 100 árum. Honum er reistur minni&varði á Calton Hill. Sú hæð er nokkru austar en kastalahæðin. Þaðan er og útsýni gott, og segir skáldið R. L. Stevensjon að ef til vill njóti maður best útsýnisins yfir Edinborg einmitt af Calton Hill, því þaðan sje hægt að sjá ka&tal- ann, sem ekki sjáist frá kastalan- um, og Arthur’s Seat (arþörs sit — Amórssæti, hæð eina austan til við borgina), sem ekki sjáist af Arthur’s Seat. Edinborg er hvorttveggja í senn: sögustaður forn og nýtísku- borg. Er hún fyrst nefnd í sögum árið 626, þegar Auðunn Norðum- brakonungur vann kastalann. — Halda sumir að borgin dragi nafn sitt af honum, — hann hjet Edwin á enskri tungu — en aðrir telja nafnið miklu eldra. Hefur margt drifið á daga borgarinnar síðan, og verður hjer ekki sagt frá því. Þess má þó geta, að Edin- borgarmönnum hefur lengi þótt það ilt, að hafa eigi aðgang að sjó, því Leith (líþ) hefur verið sjálfstæð borg, og hvað eftir ann- að neitað sameiningu við Edin- borg. Árið 1920 varð loks af sam- einingu, og nær Edinborg nú yf- it’ avo mikið landflæmi, að aðeins tvær borgir í Stóra Bretlandi eru víðlendari: London og Birming- ham (börmingham). En mann- fjöldinn er 400,000, og þykir það ekki mikið í Bretlandi. Telja menn að þessi stækkun borgar- innar hafi nina mestu þýðingu í framtíðinni, því nú &je Edinborg albúin að keppa við Glasigow (-gó) og Manchester sem verslunarborg — en sem ferðamannaborg tekur hún þeim langt fram. Svo stílfagrar eru byggingar Edinborgar, og svo mikið er þar af minnisvörðum og líkneskjum, að hún er stundum kölluð „Aþenu borg nútímans“. Viðtökur. Svo var ákveðið, að þingið skyldi hefjast laugardaginn 31. júlí, kl. 7 að kvöldi. Allur þorri fundarmanna kom þann dag til borgarinnar, en nokkrir komu á föstudaginn, en aðrir ekki fyr en á sunnudag. Hjer verður sagt frá viðtökum þeim, sem jeg fjekk, því það getur vel gilt sem sýnis- horn, því svipað var inn fleiri. Jeg kom til Edinborgar á föstu- daginn, og varð jeg, eins og venja er til, þegar á skipsfjöl, að leggja vegabrjef mitt fyrir landvörðinn. Eins og venja er til, spurði hann ýmsra spuminga, en jeg skildi ekki stakt orð. Kom þá túlkur til. Jeg sagðist hafa í hyggju að sækja Esperantóþingið. Jafnskjótt og landvörður heyrði það, þá hætti haxm öllum spum- ingum og athugunum, en stimpl- aði vegabrjefið í snatri. Síðan lagði jeg af stað upp í borgina. Tveir farþegar af Gull- fossi voru með mjer, og talaði annar þeirra ensku, en var ókunn- ugur í Edinborg. Samt hepnaðist okkur fljótt að finna hús það, er fulltrúi U.S.A (Universala-Asocio: Alheims. Esperanta-fjelag) átti heima í. Jeg er og fulltrúi fjelags þessa, og fyrir því sneri jeg mjer fyrst til starfsbróður míns, enda vissi jeg heimilisfang hans. Fáni esperantista blakti þar á götunni; hann er grænn, með hvítum fer- hyrning í einu hominu, og græna stjörnu fimmydda þar í. Merki esp- erantista, það er þeir bera tíðum í fötum sínum, er græn stjama fimmydd, stundum með einhverri áletrun. Auk þess fengu allir fund armenn sjerstakt merki, til þess að bera meðan á þinginu stóð. Það var græn stjama með mynd í miðju og hring utan um sig. Á hring þann var letrað: „18. Uni- versala Konigreso de Bsperanto 1926. Edinburgs“. Fulltrúinn tók mjer hið besta og ljet fylgja mjer til móttöku- skálans, er var eigi alllangt í burtu. Hitti jeg þar einn úr nefnd þeirri, er stóð fyrir fundinum, John Warden. Hann var sjerlega alúðlegur, og veitti mjer allar þær upplýsingar, er mjer máttu að gagni koma. Og um kvöldið ljet hann fylgja mjer þangað sem jeg átti að búa, því mjer var út- vegað húsnæði, þó koma mín hefði ekki verið tilkynt áður. Það var alllangt í burtu, í skóla nokkrum. Vorum við þar átta saman í sal : fjórir Þjóðverjar, tveir Ungverj- ar, einn Englendingur og jeg, Is- lendingurinn. Alls voru um sjötíu esperantistar í skólanum, þegar flest var. Löng fei’ð. Eins og nærri má geta höfðu fundarmenn notað margvísleg farartæki á leið sinni til Edinborgar: gufuskip, eimlest- ir, bifreiðar o. s. frv. En Ung- verjar þeir, sem áður er minst á, komu á reiðhjólum alla leið frá Gyer í Ungvei'jalandi — nema yf- ir sundið milli Ostende og Dover: þar notuðu þeir ferju. Höfðu þeir lagt af stað 9. júní og komu til Edinborgar 30. júlí, eftir 'fulla 7 vikna ferð. Þeir ætluðu að nota hjóliín á heimleiðinni, en fara aðra leið. Bjuggust þeir við að ná heim eftir miðjan september. Ungverjar þessir voru liðlega tvítugir að aldri, og hinir vask- legusitu menn. Voru þeir og all- frægir fyrir þetta ferðalag sitt. Kynningarmót. Þingið var hald- ið í húsum þeim, er Fríkirkjusam- band Skotlands á. Eru það miklar byggingar, og má með sanni segja að þar sjeu margar vistarverur. Stærsti salurinn heitir Assembly Hall; það þýðum vjer með Fund- arhöll. Þar rúmast tvær þúsundir manna í sætum. Fríkirkjuhúsin standa á fögrum stað: utan í kastalahæðinni, beint á móti minn isvarða Scotts. Sjer þaðan niður yfir Princes Street, og langt út yfir borgina í norðurátt. Græni stjömufáninn blakti jafnan á hall arturninum, meðan þingið stóð yfir. Sá tum er 240 fóta hár. Kynningarmótið var haldið í Fundarhöllinni á laugardagskvöld ið. Var það gert í þeim tilgangi, að menn fengju tækifæri tli að kynnast hverir öðrum, áður en al- varlegu störfin byrjuðu. Var þar margt um manninn, enda tóku þátt í þinginu langt á tíunda hundrað manna, af nálægt 40 þjóðum. Menn voru þar jafnvel frá Japan og Brazilíu. En það var sama hvaðan menn voru: all- ir heilsuðust og töluðu saman eiris og þeir væru gamlir kunn- ingjar. Hugsjón Zamenhofs var þarna sýnd í verkinu: menn af ólíkum þjóðum og ólíkum stjett- um mynduðu „unu grandan ron- don familian“. Enda er það ein- mitt hin mikla innri hugsjón Es- perantó-hreyfingarinnar, að vekja og glæða skilning og samúð milli allra þjóða. Og í því er fólgin að- alástæðan til hinnar miklu út- breiðslu, sem Esperantó hefur náð á -síðustu árum: Það er nátengt hárri hugsjón, og hvað sem hver segir, þá eru það þó hugsjónimar, sem hvervetna sigra að lokum. Og það er staðreynd, að allir sannir Esperantistar vita það vel og finna, og útlendingar eiga líka hjörtu og tilfinningar, en -— það er engu líkara en s-umum mönnum detti það aldrei í hug. Hjer ætti ef til vill við að setja stöku þá, er jeg að skilnaði rit- aði í vasabók Páls Wildhofers frá Ungverjalandi. Hann var annar hjólreiðakappinn, og urðum við mjög samrýndir. Vísan er svona (á Esperantó auðvitað) : „Island’ diferencas de Hungari’, malsamaj la popolmoroj; sed tute similaj es-tas ni: junuloj kun amaj koroj“. — Islensk þýðing í óbundnu máli: ísland er frábrugðið Ungverja- landi, þjóðarsiðirnir ólíkir; en við erum alveg eins: ungir menn með ástar-hjörtu. Málið reynt. Þó að jeg hefði bæði lesið og skrifað Esperantó svo að sæmilegt var, þá hafði jeg aldrei talað það, því jeg lærði af bókum aðeins; ýmsdr kunn- ingjar mínir sögðu því við mig, að mjer myndi ganga illa að skilja aðra og gera mig skiljan- legan, því það væri alt annað að lesa tungumál heldur en tala það. Þetta er alveg satt. Jeg hefi t. d. lesið mikið á dönsku, — miklu meira en á Esperantó, en alt án kennara, — og jeg er enda s-endi- hrjefsfær á því máli, en jeg á bágt með að tala við flesta Dani: Jeg skil þá ekki, og þeir varla mig. Eins reyndis-t með enskuna: jeg hafði lesið þó nokkrar bæk- ur á emsku, en aldrei talað þá V. Hugo: VESALINGARNIR. ára að aldri, varð öll ástin, sem hann hefði getað borið í brjósti sjer alla æfina, að óumræðilegu ljósi. Þetta var í annað sinn, sem þessi hreina geisladýrð opinberaðist hon- um. Biskupinn hafði látið siðferðileikann renna upp yfir sjóndeildarhring hans, Cosetta tendraði morgunroða kær- leikans fyrir honum. Fyrstu dagana var engu öðru sint en þessu mikla Ijósi, Cosettu; vesalings anginn varð líka alt önnur, án þess að hún vissi það sjálf. Hún var svo lítil, þegar móðir hennar yfirgaf hana, að hún gat ekki munað eftir henni. Hún hafði reynt aði elska, eins og öll börn gjöra, sem grípa dauðahaldi í alt, eins og ungviði vínvið- arins, en henni hafði ekki tekist það; allir höfðu hrund- ið henni frá sjer, Thenardiershjónin, böm þeirra og önnur börn. Hún hafði elskað hundinn, en hann var dauður, og þaðan af hafði enginn hirt um hana. Þó að sorglegt sje til að vita, var hjarta hennar kalið, er hún var átta ára gömul. Það var ekki henni að kenna; hana skorti ekki hæfileik- ann til þess að elska, heldur tækifærið til þess að elska. Og hún elskaði líka gamla manninn af öllu sínu hjarta frá því að hún sá hann í fyrsta skifti. Hún fann til þess, er hún hafði aldrei. fundið til áður, að hjarta hennar stækk- aði. Henni virtist ekki þessi gamli maður vera gamall lengur. Henni fanst Jean Valjean vera fallegur, eins og henni fanst skotið, sem þau bjuggu í, vera fallegt. Nátt- úran, fimtíu ára aldursmunur, hafði sett hyldýpi milli Jeans Valjean og Cosettu, en forsjónin fylti dýpið upp og festi þessar tvær verur, sem hafði verið kypt upp með rótum, saman með óviðráðanlegu afli; því að þótt þau væru á ólíkum aldri, hafði sorgin gjört þau að jafningjum. Þau fullgerðu í raun og veru hvort annað. Cosetta leitaði ósjálfrátt að föður, eins og Jeau Valjeai. íeitaði ósjálfrátt að bami. Að hittast var sama sem að finnast fyrir þau. Þeim skildist á þeirri dularfullu stund, er þau tóku hvort í annars Hönd, að þau þörfnuðust hvort annars og samein- uðust í innilegum faðmlögum. Jean Valjean hafði valið hæli sitt vel. Svo mátti virð- ast, að hann hefði getað verið algerlega öruggur. Herberg- ið hans var eina herbergið í húsinu, sem lá að götunni, svo að ástæða var til þess að óttast forvitna nágranna, og andbýlingar voru heldur engir. Rúmið undix herbergjun- um var hrörlegur hjallur, og vom þar geymdar eldamensku jurtir; það var ekki í neinu sambandi við herbergin; gólf- ið var á milli, og enginn hlemmur í því og enginn stigi of- an. Auk herbergisins, sem Jean Valjean var í, var aðeins eitt notað til íbúðar handa gamalli konu, sem þjónaði hon- um. Hin öll voru auð. Það var gamla konan — hún var kölluð „aðstoðarhúsfreyjan“, en var í raun rjettri ekki annað en dyravarðarkona,—er hafði leigt honum herbergið jólakvöldið. Hann skýrði henni frá því, að hann lifði af eignum sínum, en hefði orðið gjaldþrota af spönskum verð- brjefum, og að hann ætlaði að búa þarna með dótturdótt- ur sinni. Hann hafði greitt hálfs árs húsaleigu fyrirfram og falið gömlu konunni að setja þau húsgögn í herbergið, sem við vitum að í því voru. Það var hún, sem hafði lagt í ofninn og lagfært alt um kvöldið, þegar þau komu. Vikur liðu. Jean Valjean og Cosetta áttu góða æfi í þessu auma greni. Cosetta hló og söng og masaði liðlang- an daginn. Stundum kom það fyrir, að Jean Valjean tók litla, rauða, frostbólgna hönd hennar og kysti. Vesalings barnið, sem var vant við barsmíð, vissi ekki hvað átt var við með þessu, og varð bráðfeimin við það. Stundum bar það við, að Cosetta varð alvarleg og horfði á svarta kjól- inn sinn. Cosetta var ekki í tötrum lengur. Hún var í sorg- arbúningi. Hún hafði sagt skilið við eymdina og átti að ganga út í lífið. Jean Valjean var farinn að kenna henni að lesa. Hann fór stundum að hugsa um það, þegar hann var að láta hana stafa, að þegar hann hefði verið að læra að lesa í aýflissunni,hefði höfuð hans verið fult af hugsunum um að gjöra ilt af sjer. Nú hafði það orðið til þess, að hann kendi barni að lesa. Þá brosti hugsandi galeiðuþrællinn gamli brosi englanna. Hann fann, að það var fyrirhugað, sem hjer hafði gerst, að það hafði orðið samkvæmt vilja, sem ekki var mannlegur, og hann varð hugsi: Góðar hugisanir eru óendanlegar, engu síður en illar. Líf Jeans Valjean var nærri því eingöngu í því fólgið, að kenna Cosettu að lesa og lofa henni að leika sjer. Og svo talaði hann við hana um móður hennar og Ijet hana biðja&t fyrir. Hún kallaði hann „pabba“; annað nafn þekti hún ekki. Hann gat horft á það tímum saman, er hún afklæddi brúðu sína og hlustaði á hana masa. Honum fanst alt lífið hugnæmt; honum fanst mennirnir vera góðir og rjettlátir; hann ásakaði engan fyrir neitt í huga sínum; hann sá nú orðið enga ástæðu til þess, að hann yrði ekki gamall, fyrst þes-su barni þótti vænt um hann. Hann sá langa framtíð framundan sjer, og birtu bar á hana af Cosettu, eins og af skínandi ljósi. Jafnvel bestu menn eru ekki lausir við eigingjarnar hugs- anir; honum var stundum einhver fróun í því, að Cosetta skyldi vera ljót. Vjer höfum nokkra tilhneigingu til þess að ætla, að Jean Valjean hafi þurft á þessari næringu fyrir hjarta sitt að halda, er hann tók að elska Cosettu, ef hann átti að geta haldið áfram braut sína í hinu góða. Hann hafði ný- lega -sjeð ilsku mannanna og eymd mannfjelagsins frá nýju sjónarmiði, sjónarmiði, sem að vísu var ófullkomið og sýndi ekki nema eina hlið sannleikans. Hann hafði sjeð þai forlög konunnar er Fantina var, yfirvöldin er Javert var. Hann hafði verið settur aftur í dýflissuna, þetta sinn fyrir að hafa gert gott, honum hafði verið rjettur nýr, beiskur kaleikur; hann hafði aftur fundið til viðbjóðar og lífsr- óyndis; jafnvel endurminningin um biskupinn var ef til vill stundum farin að dofna, þó að hún kæmi þá raunar ávalt enn bjartari og tignarlegri í ljós aftur, en þessi heil- aga endurminnig var þó að afmást. Hver veit nema Jean Valjean hafi verið að því kominn að missa kjarkinn og snúa við blaðinu? Nú elskaði hann, og það gerði: hann aft- ur styrkann. Hún gat gengið út í lífið með hans hjálp; hann gat haldið áfram á braut dygðanna með hennar hjálp. Þannig heldur forsjónin öllu í jafnvægi, samkvæmt óskiljanlegu og guðdómlegu lögmáli.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.