Lögrétta


Lögrétta - 31.08.1926, Side 4

Lögrétta - 31.08.1926, Side 4
4 LOGRJETTA Ennfremur voru þeír allir sam- mála um það, að þess vegna ætti búnaðarmálastjórastaðan að vera laus, annaðhvort nú þegar, eða á Búnaðarþiingi". Var S. S. bún- aðarmálastjóra svo sagt upp stöð- unni, og skyidi hann láta af henni þá þegar, en halda fullum launum - í hálft ár. -----o---- Kaupfjelag Eyfirðinga. Það átti 40 ára afmæli í vor, isem leið, og til minningar um það hefur það gefið út vandað og fróðlegt rit, sem lýsitr tildrögunum að stofnun þess og segir <sögu þes)s á um- liðnum 40 árum. Jónas Þorbergs- son ritstjóri á Akureyri hefur samið ritið. Það er 59 bls. í stóru broti, auk fylgiskjala: Starfs- mannatals, ýmsra skýrslna um hagi fjelagsins og svo mynda af öllu starfsfólki þesis og- húsum þess á Akureyri. Höf. segir í nið- urlagi ritsins: „Auk þess að vera 40 ára minning Kaupfjelags Ey- firðinga, er riti þessu ætlað að vera einn þáttur í samvinnu- fræðslu fjelagsinis. FræðsJa um upptök og þróun samvinnunnar innan lands er frumatriði nauð- synlegrar þekkingar á málefni því, sem er og verður eitt hið mesta menningar- og þrifnaðarmál þessa hjeraðs og landsims alls“. — Til fróðleiks má geta hjer nokkurra höfuðatriða úr starfsemi fjelags- ins. Frá 1886—1905 flutti það inn vörur fyrir um 392 þúis. kr., en út fyrir um 279 þús. kr. En frá 1906 til 1925 seldi það vörur til við- skiftamanna fyrir rúml. 12Í/2 milj. kr., og varð hreinn arður af þessari vörusölu um 741 þús. kr. Á sama tíma keypti fjelagið inn- lendar vörur fyrir um 9 milj. 720 þús. kr., með áætluðu reiknings- verði, að viðbættum uppbótum, eða alls um 10 milj. kr. Vöruvelta þessa tímabils verður því samtals rúml. 221/á miilj. kr., eða um 34 sinnum meiri en fyrra tímabils- ins, sem nefnt var. I skatta hefur fjelagið greitt um 87 þús. kr. — Fasteignir fjelagsins voru 1906 reiknaðar á rúml. 4 þús. kr., en 1925 á tæpl. 253 þús. kr. Ymsir sjóðiir tilheyra fjelaginu og eru þeir í ritinu taldir í tveimur flokk um, sjereignar- og sameignarsjóð- ir. Sjereignarsjóðir eru: stofn- sjóðir, tæpl. 432 þús., og innláns- deild tæpl. 349 þús. kr. Sameiign- arsjóðir eru: varasjóður, trygging arisjóður, verðbreytingasjóður, f yrningas j óður, skuldtryggingar- sjóður og sambandsstofnssjóður. Þeir nema samtals (1925) rúml. 2221/2 þús. kr., en námu 1906 rúm- lega 4400 kr. Framkvæmdastjórar fjelagsins hafa verið Hallgr. Hall- grímsson, Friðrik Kristj ánsson, Davíð Ketiilsson, Hallgrímur Krist- insson, Sig. Kristinsson og nú Vilhjálmur Þór. ---o---- Hinning. Það hefur dregist lengur en iskyldi að geta fráfalls merkis- bóndans Lárusar Skúlasonar, og valda því ýmsar ástæður; en nú skulu lítil iskil á því gerð, þótt hann að vísu væri einn þeirra manna, sem verkin geyma best. Lárus Skúlason var fæddur 23. ágúet 1844, í Gvendareyjum á Skógarströnd. — Á 1. aldursári fluttist hann með foreldrum sín- um til Fagureyjar í Stykkis- hólmshreppi, og dvaldist þar á- samt þeim til ársinsl882, en þaðan fluttust foreldrar hans búferlum að Hallsbæ á Landi; en um haust- ið druknaði faðir hans, frá 6 bömum, og var hið elsta 10 ára að aldri. Má getum að leiða að þröngt muni hafa verið í búi ékkjunnar, en næsta vorið, árið 1853, tóku þauBrokeyjarhjón, Jón Bergsson og Hldur Vigfúsdóttir, Lárus: litla til fósturs, og hjá þeim góðu hjónum ólst hann upp, þar til hann giftist fyrri konu sinni, Guð rúnu Oddsdóttur, árið 1878. Fluttist hann þá um vorið þetta sama ár að eignarjörð sinni Hálsi á Skógarströnd, og bjó þar til árs- ims 1883, en þá fluttist hann til Sands, og þar dvaldi hann, uns hann andaðist 27. mars 1925. Fyrri konu sína misti Láruis eft- ir 17 ára sambúð, og áttu þau ekki böm saman, en tvö fósturbörn tóku þau og ólu upp sem sín eig- in. Árið 1911 giftist hann síðari konu sinni, Ilólmfríði Sigurðar- dóttur, ættaðri af Landi, og lifðu þau 9 ár saman; en árið 1920 misti hann hana, — þau eignuð- ust tvö börn, sem tekin voru af fósturbörnum hans, er hann dó. Lárus heitinn var hinn mesti nytsemdarmaður sveit sinni og í ýmsu á undan samtíð sinni. Var hann maður prýðilega að sjer í forníslenskum fræðum og unni al- þýðufróðleik. Stofnandi var hann barnaskólans á Sandi, og um 13 ára skeið var hann hreppsstjóri í Neshreppi utan Ennis, og sýslunefndarmaður var hann lengi. — Gegndi hann þessum störfum með alúð og trúmensku? Orðlagður dugnaðarmaður var Lárus heitinn, og þótti æ með bestu formönnum á Sandi. Lárus var alvörumaður, etefnu- fastur í iskoðunum og athugull um alt, en gleðimaður var hann í kunningjahóp, enda vel látinn af öllum, er best þektu hann. Hjer hefur í stuttu máli og mjög ófullkomið verið rakinn ytri æfiferill þesisa merkismanns, en með því er í raun og veru minst sagt um hvem og einn sem vel hefir lifað. — Og það gerði þessi maður. — Hann var trúr sjálfum sjer og vann ættjörð sinni eftir því, sem efni og kraftar leyfðu. Kunnugur. ----o---- Þingmenskuframboð. Ennþá er ekki ákveðið hvenær aukakosning arnar eigi að fara fram. Meðal lögfræðinga mun einnig vera nokk ur ágreiningur um það, hvort landskjör eigi að fara fram eða ekki, í sæti það, er autt varð við fráfall Jóns Magnússonar. — Fleiri munu þeir lögfræðingar þó vera, sem telja, að kosning verði að fara fram, en annars ætti Sveinn Benediktsison á Búð- um að taka þingsætið; ýmsir telja að vísu, að löggjöfin muni ekki hafa ætlast til þess, að kosið yrði í tilfellum einis og því, sem nú liggur fyrir, en farist á- kvæðin um það svo óhöndugleg, að lagabókstafsinis vegna verði þó ekki hjá því komist. En hvað sem um það er, er nokkuð farið að tala um landskjörsframboð. Einkum mun það ( vera á döf- inni, að andstöðuflokkar stjómar- innar reyni að bræða sig saman um einn frambjóðanda. En sam- komulag mun ekki vera fengið um það enn. Annars er það kunn- ugt um framboð, að í Dalasýslu bjóða isig fram sjera Jón Guðna- son á Kvennabrekku (Framsókn) og Sig. Eggerz bankastjóri. Jón Sívertsen Verslunarskólastjóri og Jóhannes L. L. Jóhannesson munu einnig hafa framboð þar í huga. 1 Rangárvallasýslu verður Einar á Geldingalæk frambjóðandi íhaldsflokksins, en óvíst um aðra enn. í Reykjavík er talað um Jón Ólafisson framkvstj. af hálfu I- haldsflokksins, en Hjeðinn Valdi- marsson framkvstj. frá Jafnaðar- mönnum. Jarðarför sjera Eggerts Páls- sonar fór fram að Breiðabólsstað 26. ágúst, að viðstöddu miklu fjöl menni, um 450 manns, þar á með- al var Magnús Guðmundsson ráð- herra og Jóh. Jóhannesson for- seti sameinaðs þinigs og ellefu menn pretetsvígðir. I kirkjunni töluðu sjera Erlendur Þórðarson í Odda, sjera Ófeigur Vigfússon á Fellsmúla og sjera Skúli Skúla- son præp. hon. Björn Þórðarson fyrv. hæsta- rjettarritari hefur verið tilnefndur sáttasemjari í vinnudeilum, í stað Georgs Ólafssonar. Síldveiðarnar hafa gengið frem- ur treglega nyrðra í sumar, og fá skip verið gerð þar út. En síldar- verðið fer hækkandi og var síðast komin upp í 42 krónur málið. Reknetaveiði var þó góð á Siglu- firði um síðustu helgi og fengu ekipin að meðaltali um 3 tunnur í net, eða uppundir 200 tunnur. Á Húnaflóa fjekk herpinótaskip um sama leyti 200 tn. Á ísafirði fengu reknetaskip um sama leyti 100 tn. — Fjöldi verkafólks hef- ur orðið að hverfa aftur frá Siglu firði avo að segja atvinnulaust, og er sagt að norðan að margt af því hafi ekki einusinni átt fyrir fargjaldinu heim. Taugaveiki. Sagt er að enn á ný hafi orðið vart við taugaveiki á ísafirði, og er óvíst um upptök hennar að þessu sinni. Símskeytagjöld lækka frá 1. september um 16—22%. Til Dan- merkur og Englands kostar þá 42 aura íyrir orðið, til Noregs 48 aura, til Svíþjóðar, Frakklands og Hollands 54 aura, til Ítalíu 63 au., til Póllands 65 aura, til Spánar 61 eyri, til Belgíu 52 aura, til Þýska- lands 59 aura. Þórunn Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Jónssonar prófessors, var áttræð í gær. Ásigling. 28. þ. m. rákust á í Siglufirði vjelbátarnir Trausti frá Siglufirði og Fram frá Sandgerði. Trausti sökk samstundis og drukn uðu á honum tveir menn, en hin- um varð bjargað. Dánarfregn. Nýlega er látinn á Akureyri Jóhann Jónsson, sem lengi var póstur úr Geiradal til Patreksfjarðar, fæddur 1840. Hallgrímur Jónsison kennari hef ur nýlega gefið út annað hefti Sagnaþátta sinna. Eru það mann- kynssöguþættir, sniðnir eftir Þáttabók dr. A. Ræders aðallega, liðlega og læsilega skrifaðir. — Sama höf. hefur einnig, ekki alls fyrir löngu þýtt bók eftir Kristna- murti og heitir Leiðsögn, uppeldi Hin heimsfræga „DIOBOLO“-skilvinda, synlegum varahlutum, fyrirliggj- syynlegum varahlutum, fyrirliggj- andi. Verslunin VAÐNES. Símii 228. Sími 228. og skólalíf. Eftir Kr. eða Alcyone hefur áður birst á íslensku bæk- lingurinn Við fótskör meistarans. Bókarkaflarnir í Leiðsögu heita: Kærleikur, Dómgreind, Lausn frá girndum og Góð hegðun. Bókin er vönduð að frágangi og vel þýdd. Black Sunlight, eða Svart sól- skin heitir bók, sem nýkomin er út, eftir Earl Rossmann. En út- gefandinn er Ameríkudeild Ox- ford University Press. Vilhjálm- ur Stefánsson hefur skrifað for- mála fyrir bókinni. Eru í henni ferðaminningar og lýsingar frá Al- aska, fróðlegar að mörgu leyti, fjörlega og skemtilega skrifaðar og fylgja margar myndir. Tímarit Þjóðræknisfjelags ís- lendinga, 7. árgangurinn, er ný- lega kominn hingað. Það er mynd- arlegt og vandað rit að öllum frágangi, eins og áður, og ýmis- legt í því fróðlegt og gott. Rit- stjórinn er sjera Rögnvaldur Pjet- ursson, og er hann hjer vel kunn- ur. I litið skrifa bæði Vestur- og Austur-lslendingar, og er í því kveðskapur — og að vísu miss jafn — sögufróðleikur og ýmis- legt af honum gott og skemtilegt, og ýmsar aðrar greinir, og svo f j elagsskýrslur. Af austur-Islend- ingum skrifa í ritið: Guðm. Frið- jónsson og Steingr. ' Matthíasson, en af vestur-lsl. t. d. Stephan G. J. Magnús Bjarnason, Jónas J. Húnfjörð, Jóhannes J. Pálsison, sjera Sk. Skúlason, E. Jóhannes- son og Páll Bjarnason. Hefur sá síðastn. á síðustu árum skrifað eft irtektarverðar greinar í þetta tímarit og í Blöndu um sögu og málfræði. Merkilegt er ýmislegt það, isem Vestur-Islendingar hafa skrásett um landnámssögu Is- lendinga vestra, og er nokkuð þessháttar einnig í þessu hefti. Lögr. hefur oft áður vikið að Þjóðræknisfjelaginu og starfi þess og kvatt til styrktar því og aukins samstarfs með Vestur- og Austur- Islendingum og má svo enn gera. Prentsm. Acta 1926. ir sjálfum sjer, að andlitið, sem hann hjelt sig hafa sjeð, værí andlitiði á Javert. Hann sá eftir því um nóttima, er hann lá vakandi og var að hugsa um þetta, að hann hafði ekki spurt manninn að einhverju til þess að fá hann til þess að líta upp aftur. Hann fór þangað næsta dag í ljósaskiftunum. Betlarinn var á sínum stað. „Góðan dag- inn, -vinur minn“, sagði Jean Valjean rösklega og gaf hon- um eina súu. Betlarinn leit upp og svaraði aumingjalega: „Þakka yður fyrir, góði herra“. Jú, það var áreiðanlega kirkjuþjónninn gamli. Jean Valjean varð alveg rólegur aftur. Hann fór að hlæja. „Hvernig fór jeg að geta ímynd- að mjer að þetta væri Javert, sem jeg sæi?“ hugsaðí hann með sjálfum sjer; „er jeg farinn að sjá sýnir?" Og hann hugsaði ekki meira um þetta. Nokkrum dögum síðar,klukk- an hefir víst verið nálægt átta, sat hann í herbergi sínu og ljet Cosettu stafa upphátt, heyrði hann þá að hliðinu var lokið upp og því læst aftur. Honum þótti þetta kyn- legt, því að gamla konan ein bjó í húsinu auk hans, og hún var ávalt vön að hátta snemma til þess að spara ljósmeti. Jean Valjean gaf Cosettu bendingu um að hún skyldi þegja. Hann heyrði einhvern koma upp stigann. Þetta gat ekki verið kerlingin, þó að hún væri: lasirn og hefði farið í lyfjabúðina. Jean Valjean hlustaði. Fótatak- ið var þungt eins og fótatak karlmanns, en kerling gekk á þungum skóm. Jean Valjean þóttii það ráðlegast að slökkva ljósið. Hann ljet Cosettu fara í rúmið og hvísl- aði að henni: „Ligðu nú grafkyr", og nú hætti fótatakið er hann var að kyssa hana. Jean Valjean var alveg kyr, sat hreyfingarlaus á stólnum, sem hann hafðii alt af set- ið á, sneri baki að dyrunum og hjelt niðri í sjer andan- um í myrkrinu. Er hann hafði setið nokkra stund og ekkert heyrt, sneri hann sjer við á stólnum, án þess að heyrðist til hans, og sá þá birtu leggja inn um skráargat- ið. Einhver stóð bersýnilega á hleri fyrir utan og var með ljós. Nokkrar mínútur liðu og ljósið hvarf, en hann heyrði ekkert fótatak, og virtist það benda á það, að maðurinn, sem á hleri hefði staðið, hefði tekið af sjer skóna. Jean Valjean kastaði sjer alklæddum í rúmið og kom honum ekki dúr á auga alla nóttina. Og er hann ætl- aði að fara að festa blundinn við sólarkomu, úrvinda af þreytu, hrökk hann upp við marr í hurð og heyrði aftur sama karlmannsfótatakið, sem verið hafði í stiganum um kvöldið. Það færðiist nær. Hann flýtti sjer út úr rúminu og lagðist á skráargatið, sem var fremur stórt, í von um að geta sjeð, hver það hefði verið, sem komið hefði inn í húsið: um kvöldið og lagst á hleri við dyr hans. Þetta var karlmaður. Þetta skifti fór hann framhjá herbergi Jeans Valjean, án þess að nema staðar. Það var enn of dimt í göngunum til þess að hægt værii að sjá andlit hans greini- lega, en þegar maðurinn kom að stiganum, teiknaði ljós- geisli skuggamynd hans á vegginn, og Jean Valjean sá alveg á bakið á honum. Hann var hávaxinn, í síðum í'rakka og með gildan staf í hendinni. Það var hræðilleg mynd Javerts. Jean Valjean hefði getað gert tilraun til þess að fá að sjá hann igegnum gluggann út að strætinu, en þá hefði hann orðið að ljúka glugganum upp og það þorðii hann ekki. Bersýnilegt var, að maðurinn hafði kom- ist inn með lykli, eins og hann ætti heima húsinu. Hver hafði fengið honum þann lykil? Hvað var um að> vera? Þegar kerlingin kom inn til hans klukkan sjö um morg- uninn til þess að taka til, leit Jean Valjean fast framan í hana, en hann spurði einskis. Hún var alveg eims og hún átti að sjer. Meðan hún var að sópa sagði hún: „Þjer haf- ið ef til vill heyrt einhvem koma i|nn í húsið í nótt?“ Á hennar aldri og í þessu stræti er komin hánótt klukkan átta á kvöldin. „Já, það er satt“, sagði hann eims og ekk- ert væri um að vera. „Hver var það ?“ — „Það er mýr leigj- andi“, sagði kerling. — „Hvað heitiir hann?“ — „Jeg veit það ekki upp á víst. Dumont eða Daumont eitthvað því- líkt“. — „Hvað gerir hann ?“ Kerling starði á hann marð- araugum sínum og svaraði: „Hann lifir af eignum isínum eins og þjer“. Þegar kerling var farin, tók hann hundrað franka úr skáp og stakk í vasa isimn. Þó að hann færi eins. gætilega og honum var unt til þess að ekki heyrðist glamra í peningunum, gat hann þó ekki að því gert að fimm- frankapeningur datt niður, og hann valt eftir gólfinu. Þegar rökkrið kom, fór hann út á strætið og horfði vand- lega umhverfis sig. Þar sást enginn. Strætið virtist vera algjörlega mannlaust. Það var vel hægt að fela isig að baki trjánna. Hann fór upp aftur. „Komdu“, sagði hann við Cosettu. Hann tók í hönd hennar og þau fóru bæðií út. Fimta bók: Næturveiðar. Jean Valjean hjelt þegar út úr strætinu og inn í þvergötumar, og fór eins miklar krókaleiðir og honum var unt og sneri stundum við til sömu staða og hann hafði áður verið á, tiil þess að ganga úr skugga um, að enginn væri að elta hann. Tunglið var fult. Það var lágt á himninum og varpaði stórum flákum af ljósi og iskugga inn um götumar. Jean Valjean gat læðst með fram hús- unum þeim megin, sem dimt var, og haft gætur á þeirri hliðinni, sem var björt. Hann þóttist mega vera viss um að enginn vær á hælunum á honum í öllum smágötum í námunda við Polivegötu. Cosetta gekk við hlið hans án þess að spyrja hann nokkurs. Allar þjáningarnar, sem hún hafði orðið að þola síðustu fimm eða sex árin, höfðu gert hana nokkuð afskiftalausa; annars var hún orðin vön við einkennilegt hátterni gamla mannsins og dutlunga for- laganna, án þess að hún gerði sjer grein fyrir því, og hún var örugg í huga, þegar hún var með honum. Jean Valjean vissi ekkert betur en Cosetta, hvað þau voru að fara. Hann treysti guði eins og hún treysti hon- um. Annars hafði hann ekkert sjerstakt í huga, enga fyrirætlun. Hann var ekki einu isinni viss um, að það hefði verið Javert, sem hann sá, og auk þess gat það vel hafa verið Javert, án þess isjálfsagt væri, að Javert vissi, að hann væri Jean Valjean. Hann var dulklæddur og menn hjeldu, að hann væri dáinn. En síðustu dagana hafði ým- islegt gerst, isem honum hafði virtst grunsamlegt, og

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.