Lögrétta


Lögrétta - 07.09.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 07.09.1926, Blaðsíða 1
innhcimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritatjór> borsteinn Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Reykjayík, þriðjudaginn 7. september 1926. 37. tbl. Um víða veröld, Síðustu fregnir. Bretska kolaverkfallið stendur enn yfir. En nú hefir Cook foringi námumanna beðið Churchill fjár- málaráðherra að reyna að miðla málum. Á Spáni eru sagðar nokkrar viðsjár og Rivera talinn valtur í sessi. Sagt er að konungurinn styðji þann flokk, sem krefst þess, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin fara fram um það, hvort einræðisstjómin skuli vera við völd áfram eða ekki. Sagt er að hernaðarástand ríki í öllu landinu og fjöldi hershöfðingja hafi verið tekinn fastur. Fundur þjöðabandalagsins er nú settur í Genf, en fátt sögulegt hefur skeð þar ennþá, nema það, að Þýskaland er gengið inn í sambandið. Spánn hefur ekki látið fulltrúa sinn vera þar viðstaddan. 1 Grikklandi er talað um það, að Pangalosi, sem síðast var þar við völd, muni verða dæmdur til dauða, ásamt ráðherrum sínum, með því að einræðisstjórnin hafi verið landráð. Þó er sagt, að einn- ig ríki megn óánægja með stjórn Kondylis. En honum mistókst myndun samsteypustjómar þeirr- ar, sem fyr er frá sagt, og telja ýmsir helstu flokksforingjamir stjórn hans hervaldsstjórn og hóta byltingu, ef ekki verði tekið fult tillit til þings og flokka. Deilur er ennþá og viðsjár út af Tanger-málinu, og er sagt, að Mussólíni ætli að boða til ráð- stefnu út af því, að þjóðabanda- lagsfundinum loknum. Jámbrautarslys hefur nýlega orðið á Spáni og biðu 40 menn bana. — Sjúkrahúsíð í Hafnarfirði vígt. Það var fjöiment í Hafnarfirði ísiðastl. siunnudag, en þá fór þar fram vígsla hins nýja sjúkrahúss, sem Snct. Jóseps-systur hafa lát- ið reisa þar, en þær hafa, svo sem kunnugt er, einnig reist og rekið Landakotsspítalann hjer í bænum. Hafnarfjarðarspítalinn stendur ofarlega í hæðinni í aust- anverðum bænum, nálægt Jófríð- arstöðum, en þá jörð hefur ka- þólska kirkjan í Landakoti átt nú um nokkur ár og er spítalinn reistur á hennar landi.. Spítalinn er stórt steinhús og mjög vandað. Hefur húsameistari ríkisins gert uppdrátt af því og haft yfirum- sjón með byggingunni. Við spí- talann er dálítil kirkja, einnig úr steini, en hún er ekki fullgerð enn. Spítalinn hefur rúm fyrir um 50 sjúklinga og er útbúinn með öllum nýtísku þægindum, sem sjúkrahús þarf að hafa. Allur út- búnaður,' bæði á húsinu sjálfu og umhverfis það, er hinn haganleg- asti og smekklegt og snyrtilegt fyrirkomulag á öllu. * Kl. 3 var spítalinn opnaður fyrir gesti, sem boðnir voru til þess að skoða hann, og var það fjöldi manns. Var gestunum boð- ið kaffi og istúkkulaði. En kl. 4 hófst vígsluathöfnin og var hún viðhafnarmikil og fór vel fram. Klerkar og kórdrengir gengu í skrautklæðum úr kirkjunni, en síðan flutti prefect Meulenberg vígsluræðuna, lýsti byggingunni og tilgangi hennar. Var það hin skörulegasta ræða. Þar næst gekk fram Bistrup sjóliðsforingi, yfir- maður strandvarnarskipsins Fyllu og afhenti spítalanum að gjöf fiaggstöng, sem reist hafði verið framan við spítalann og stórt ís- lenskt flagg, sem dregið, var upp á stönginni um leið og gjöfin var afhent. Var þetta gjöf frá flota- deild varnarmálaráðuneytisins danska til Snct. Jóseís-systra til þakklætis fyrir hjúkrun þá, sem danskir sjóliðsmenn höfðu notið frá þeirra hálfu, og sagði hr. Bistrup að stöngin væri smíðuð úti á Fyllu. Þakkaði prefectinn gjöfina og taldi hana vel og smekklega valda, en sagði ís- lenska flaggið sjerstætt meðal flagga heimsins að því leyti, að það væri ekki blóði atað í neinum ófriði. Var þá sunginn íslenski þjóðsöngurinn: „ó, guð vors lands“, og konungssöngur Dana: „Kong Kristian“. Þá gekk fram bæjarfógeti Hafnarfjarðar, Magn- ús Jónsson, og þakkaði Snct. Jós- efs-systrum spítalann í nafni bæjarfjelags Hafnarfj arðar og sýslufjelagsins. Sagði hann m. a., að þess mundu fá dæmi, að ekki stærri bær en Hafnarfjörður væri, fengi svo stórt og veglegt sjúkrahús. Loks talaði Guðmund— ur landlæknir Björnson og þakk- aði systrunum spítalann í nafni heilbrigðisstjómar landsins, en mintist um leið Landakotsspítal- ans, er þennan dag átti 24 ára af- mæli, og isagði að frá stofnun hans og fram til þessa mætti hann teljast landsspítali Islands, lýsti starfseminni þar og þróun henn- ar og sagði, að alls hefðu um 15000 sjúklingar notið þar hjúkr- unar á umliðnum 24 árum. Þá var Íatneskur sálmur sunginn og prefectinn stökti vígðu vatni á húsið. Þar með var vígsluathöfn- inni lokið og húsið opnað fyrir almenning. Fyrsti sjúklingurinn var þennan dag fluttur inn á spítalann, en það var drengur, úr Gullbringusýslu, sem árum saman hefur notið ókeypis hjúkrunar á Landakots- spítala. Síldin. Mikil síld er enn sögð á Austfjörðum og hefur aflast ágætlega og er í góðu verði og hefur mjög orðið til þess að rjetta við efnahag ýmsra austur þar, því þar hefur verið kreppa undan- farið, eins og víða annarsstaðar. Nyrðra eru flest skip hætt veið- um og hefur gengið treglega, hafa flest fengið um 1000, en fá um 1200 tn., og er það talinn ein- hver lakasti afli frá því síldveiðar hófust við Norðurland. í síldar- verksmiðjuna á Flateyri hafa ver- ið lögð um 5000 mál. Laveiði í Elliðaánum er nýlokið á þessu sumri, en silungsveiði heldur áfram þennan mánuð. Alls veiddust 1787 laxar, um 3900 kg. alls. Þyngsti laxinn, sem veiddist var 16 pund. Bærinn leigði veiði- rjettinn fjelagi einu fyrir 7200 kr. og 600 kr. í vörslu, og er sagt að það hafi tapað á. Mest dagsveiði á eina stöng var 48 laxar og munu þeir, sem mest veiddu, hafa sloppið skaðlausir, eða hagnast eitthvað, hinir tapað. Dáinn er nýlega Jón Jónsson fyrrum bóndi á Seylu í Skaga- firði, faðir ISigurjóns alþm. á Isa- firði, 82 ára. Síðustu árin dvaldi hann á Reykjum í Hrútafirði, hjá Þorsteini tengdasyni sínum. og br Þegar jeg hóf máls á Grænlands málinu á skólaárum mínum nyrðra, var á Island litið af Dön- um sem hluta úr ríki þeirra, og þannig var rjettarstaða Islands gagnvart Danaveldi eftir dómi þeirra sjálfra fram til 1918. Ein- asta framkvæmanlega leiðin í Grænlandsmálinu fram til 1918 var því að komast inn í Græn- land sem danskir þegnar og með leyfi Dana, endurreisa þar ný- lendur okkar hinait fornu með nýju landnámi og beita þessari aðstöðu síðar, eftir því sem tímar og kringumstæður leyfðu. Eftir 1918, þegar Danir viðurkendu full veldi Islands, gerbreyttist aðstaða okkar Islendinga í Grænlandsmál- inu. Eftir fullveldisda,ginn getur íslenska ríkið, hvort heldur sem er, gert kröfur um eignarjett sinn yfir Grænlandi, eða krafist rjett- inda þar fyrir borgara sína, ef Grænland væri danskt land, sam- kvæmt hinum almenna hluta þjóðarjettarins og sambandslög- unum. Við getum nú fengið þessi mál útkljáð með þeim úrræðum, sem þjóðarrjetturinn heimilar til úrskurðar slíkra deilumála milli fullvalda siðjnenningarríkja. En þessum miklu úrræðum, sem ís- lenska ríkinu hafa hlotnast til úrlausnar Grænlandsmálsins fylgja slíkar skyldur, er íslenska ríkið verður að gæta, vilji það varðveita eignarrjett sinn til Grænlands. Meðan Danir litu á Island sem hluta úr ríki sínu, gat íslenska stjórnin komið til. stjómarinnar í Kaupmannahöfn og beðið hana um leyfi og forrjettindi fyrir ís- lenska menn á Grænlandi án þess, að Island misti þar með neitt af sínum sögulega rjetti til Græn- lands. En nú, eftir að fullveldi Is- lands er viðurkent af Dönum, get- ur íslenska stj órnin ekki, eins og málið liggur fyrir nú, komið fram með svona beiðni til dönsku stjóm arinnar án þess, að íslenska stjóm in hafi með því viðurkent, að Grænland tilheyri danska ríkinu, og þar með afsalað sjer hinum sögulega rjetti íslenska ríkisins til Grænlands. Sá, er rannsakað hefur rjettar- sögu Grænlands, frá því fyrsta og fram á þennan dag, veit, að ísr lendingar eiga Grænland de jure. Jeg get ekki að svo stöddu kraf- ist þess af neinum, að hann sam- þykki- þetta með mjer, fyr en rökin og sannanimar eru lagðar á borðið. En Það v&rður þar á móti að krefjast þess af hverjum heilvita Islending, að hann sjái og viður- kenni, að afskifti Islendinga af Grænlandi í fornöld hafa verið svo mikil, að sá möguleiki geti ef til vill verið til, að Grænland tilheyri íslenska ríkinu að rjett- um lögum. Og það verður að krefjast svo mikils siðferðis- þroska af hverjum íslenskum manni, að hann álíti það vera glæp að glata þessum rjetti vor- um, væri hann til. Til þess að skerða ekki þennan rjett vom, má íslenska stjórnin ekki taka sjer neitt fyrir hendur í Grænlandsmálinu, fyr en hún er búin að heima af Danastjóm, að hún afhendi íslenska ríkinu Grænland, og verði danska stjóm in ekki við því, þá að mótmæla yfirráðum Dana á__ Grænlandi, og færa full rök fyrir þeirri kröfu vorri. Að þessu gerðu, get- ur íslenska stjómin tekið að semja við dönsku stjómina um „modus vivendi“ á Grænlandi, tekið að semja um sambúðarskil- mála Islendinga og danskra borg- ara þar, án þess að glata voram sögulega rjetti. Islenska þjóðin verður því að krefjast þess af stjórn þessa rík- is, að hún aðhafist ekkert í Grænlandsmálinu, er geti glatað vorum sögulega rjetti til Græn- lands, eða neitt er megi leggja út á þann veg, að íslenska stjórn- in viðurkenni Danastjóm sem rjettan valdhafa á Grænlandi. Jafnframt verður að krefjast þess af ísl. stjórninni, að hún láti þegar í stað rannsaka rjett- arstöðu Grænlands og birta þær rannsóknir íslenskri alþjóð, og gera síðan rjettarkröfur vorar til Grænlands á þeim grundvelli, eft- ir fyrirmælum alþingis. Mál þetta þolir nú enga bið þar sem það er fyrirsjáanlegt, að á næsta vori verði hafin mikil íslensk útgerð við Grænland, og stjórn og þing verða innan þess tíma að hafa gert svo hreint fyrir sínum dyr- um, að stjórnin viti á hvaða rjettargrundvelli hún getur stað- ið og á að standa, svo að hún geti á komandi vori veitt íslensk- um fiskimönnum fulla rjettar- vemd við Grænland. Ef það er satt, að landsstjóm- in mýli Grænlandsnefndina með því að synja henni um fje, til þess að birta rannsóknir sínar á Grænlandsmálinu, er það óhæfa, sem alls ekki má þolast. Þar sem íslendingar eiga Græn- land — eða ef þeir eiga það — eins og þú vilt ef til vill heldur komast að orði, lesandi minn, þá eiga Islenskir þegnar að fara eftir íslenskum lögum á Græn- landi í feinu og öllu, en öll dönsk lög, þar með talin lögin um lok- un Grænlands, eru íslenskum mönnum óviðkomandi í einu og öllu. Alþingi eitt á þá að ráða lög- um á Grænlandi, og einungis boði þess og banni ber þar að hlýða. En væri Grænland danskt land, hvemig væri þá rjettarstaða ís- lenskra fiskimanna við Græn- land ? Landhelgin við Grænland eru^ mílufjórðungar á breidd, eins og við ísland og Færeyjar. 1 land- helginni við Grænland höfðu eft- ir dönskum lögum allir danskir þegnar — svo og íslenskir borg arar — rjett til fiskiveiða þang- að til síðastliðinn vetur, að fiski- veiðar í landhelgi Grænlands voru með dönskum lögum bann- aðar öllum öðrum en Grænlend- ingum. Var þetta vitanlega brot á sambandslögunum, ef Græn land væri danskt land. Núgildandi dönsk lög um lokun Grænlands eru „Anordning“ dag- sett 18. mars 1776. Lög þessi banna öllum að .sigla inn á hafnir á Grænlandi með vömr og banna að versla þar. Það er og bannað að ræna Skrælingja eða flytja þá burt úr landinu. -Ekki er bannað að reka neina atvinnu á Grænlandi nema versl- un. Nú gildir sú regla meðal allra þjóða, að landslög hvers ríkis verða að víkja, er þau ríða í bág við þjóðarjettinn. Þetta er sjálf- sögð skuldbinding, sem hvert ríki í þjóðarjettarsamfjelaginu f hefur tekist á herðar með því að vilja vera í þjóðarrjettinum, og það getur enginn verið meðlimur í þjóðarjettinum, án þess að upp- fylla hana. Lokun Grænlands er í algerðri mótsögn við hinn almenna hluta þjóðarjettarins. Samkvæmt hon- um eru öll siðmenningarríki skyld að láta öll lönd sín standa opin fyrir samgöngum, verslun og siglingum allra þjóða, sem eru í þjóðarjettinum. Sjerhvert þjóðarjettarríki er skylt til að halda uppi efnaleg- um og andlegum viðskiftum við allar aðrar þjóðarjettarþjóðir, leyfa borgurum þeirra að fara inn í landið og ferðast um það, versla þar og reka aðra atvinnu, veita þeim lagavernd og öll mann- rjettindi. Lokun Grænlands er hið hróp- egasta brot á þessum ákvæðum, sem er hinn upprunalegasti hluti og eiginlegi kjami þjóðarjettar- ins. En hvernig hefur Dönum, jafn- lítilli þjóð, liðist önnur eins framkoma og þetta, og það öldum saman, munu menn spyrja. Meðan hvalaveiðin stóð yfir við Grænland á| 17. og 18. öld, voru lögin um lokun Grænlands fótum troðin og að engu virt eins og greinargerðin fyrir „Anord- ningunni" ber með sjer, enda þótt þau væra ekki í jafnbeinni mót- sögn við þjóðarjettinn þá eins og þau eru orðin nú. Þegar hvalur- inn þvarr og hvalveiðarnar lögð- ust niður, var enginn til við Grænland til þess að brjóta lok- unina. Danir tóku þá að fara bónarveg til ríkjanna og biðja þau um að mega hafa Grænland lokað. Merkastir þessara samn- inga eru samningar Dana og Eng- lendinga um þetta 1824, og Dana og Bandaríkjanna 1826. Merkur er og samningur sá, er Svíar gerðu við Dani um þetta, fyrir sína hönd og Norðmanna, því með þessum samningi hafa þær þjóðir útilokað sig frá landgöngu- rjetti á Grænlandi. Hollendingar, sem voru mesta hvalveiðaþjóð- in, hafa ætíð þvemeitað að gefa Dönum leyfi til að hafa Græn- land lokað, enda þótt Danir hafi lagt fast að þeim með þetta í hvert einasta skifti, er þessar þjóðir hafa samið um verslunar- viðskifti sín á milli. Grænland stendur því Hollendingum opið. — íslendingar hafa heldur ekki gefið Dönum leyfi til að hafa Grænland lokað og leyfa eflaust aldrei, svo hróplegt sem þetta hörmungarfyrirkomulag er, og svo vel sem íslendingar þekkja þetta mannúðarfyrirkomulag af eigin reynd. Gagnvart íslenskum borgurum og Öllum þeim ríkjum, er ekki hafa gefið leyfið, er lok- un Grænlands því algerlega ó- merk og að engu hafandi. Islend- ingum stendur því Grænland al- gjörlega opið, samkvæmt al- menna þjóðarjettinum. íslend- ingar hafa sama rjett til að fara og ferðast um Grænland eins og sitt eigið Ind, og verslun og aðr- ir atvinnuvegir era þeim þar opnir og heimilir. Sambandslögin era milliríkja- samningur milli danska og ís- lenska ríkisins, og verða því landslög hvors landsins sem er að víkja fyrir ákvæðum þeirra. 1 6. gr. þessara laga er svo að orði komist, um hin gagnkvæmu borgaralegu rjettindi íslenskra og Frh. á 4. síðu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.