Lögrétta


Lögrétta - 07.09.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 07.09.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 engin „skoðanasystkini“ yrðu þar. Töluðum við s,vo um að halda endalaust jE sperantó-þing í öðru lífi, og komumst öll á loft við þá tilhugsun, rjett eins og krakkar.1) Biöðin. Meginþorri blaðanna, einkum í Edinborg, en þó einnig víðar, flutti frásögn um þingið, og enda oft myndir. Mæltu þau öll hlýjum orðum í garð Esper- anista-hreifingai’innar. Blað jafn- aðarmanna, Daily Herold, mun haía staðíð þar einna fremst x fiokki. Það flutti enda kveðju- skeyti til þingsins á Es,perantó. Hefur það og jafnan verið hreif- ingunni hliðholt. Á' hún fylgi mik- ið meðal allra saxmra jafnaðar- manna, eins og eðlilegt er, því hún miðar að því, að auka skiin- ing og samúð milh þjóðaima, en afleiðingarnar af því verða aítur frelsi, bróðerni og jafnrjetti, eins fyrir veika og sterka. Þetta er sú heilaga hugsjón, sem þegar hefur sýnt það, að hún getur ekki dáið. Gestrisni. Það er oft sagt um Skota, að þeir sjeu menn ekki ör- látir, og heldur þuirir í viðmóti við ókunnuga. En við Espeantist- ar höfum aðra sögu að segja. Hvarvetna var okkur tekið opn- um örmum. Það vaxf greitt fyrir okkur á allan mögulegan hátt; okkur var fylgt fram og aftur um borgina endurgjaldslaust; og okkur var enda boðið heim 1 einkahús. Reyndar voru það esp- erantistar, sem þetta gerðu, en mjer er sama. Á fundi í Esper- antó-fjelagi Edinborgar, nokkrum dögum eftir þingið, sagði jeg frá því auknefni, er nokkrar vinstúlk- ur mínar enskar gáfu mjer; þær kölluðu mig mr. loemann eða s-ro Glaciulo. Það er á íslensku hr. Jökull. En jeg fullvissaði áheyr- endur mína um það, að ef hjarta mitt hefði verið úr ísi gert þá væri það löngu bráðnað í hlýju Edinborgarbúa og annara skoðana systkina. Og til þess að sýna það, að igestrisnin virðist vera allrík í þjóðareðli Skota, get jeg sagt frá því, að dag einn ætlaði jeg o-g Páll vinur minn frá Ungverja- landi að ganga upp á hæð þá, er áður var nefnd, Arthur’s Seat. Hún er nál. 250 metra há, og er þaðan hið besta útsýni í allar áttir. Fróðir menn segja að hæð x) þó þessi kafli sje um þinglokin sjálf, þá má enginn ætla að jeg sje að þrotum kominn. Onei, það er eitt- hvað eftir ennþá. — Höf. þessi sje gamalt eldfjall, en eigi hafi hún gosið síðan fyrir ísöld. Kastalahæðin kvað líka vera gam- alt eldfjall. En nú er að víkja til sögunnar, þar sem við Páll leggjum á brekk- una, ,og förum hvatlega, "því að við höfum nauman tíma, þar sem við ætlum að hlýða á fyrirlestur hjá ábóta Ce, en hann á að byrja eftir skamma stund. En eigi höf- um við farið langt, er við komum auga á skotska fjÖlskyldu, ekki esperantista, er situr þar rjett fyrir utan götuna. Brekkan bak við er falleg, og hvílir svo yndis- legur blær yfir öllu þarna, að jeg bið um leyfi til að taka mynd af hópnum. Er það auðsótt. Jeg tek á. þeirri enskuþekkingu, sem til er, og get þess, að jeg sje ís- lendingur, en fjelagi minn sje sá frægi hjólreiðamaður frá Ung- verjalandi, er blöðin hafi sagt frá þá nokkru áður. Er svo að sjá, sem Skotunum þyki alimerkilegt að hitta okkur. Við vorum líka allfi'ægir meðal fundannanna: jeg vegna þjóðemis míns, en Páll vegna eigin afreka. Jeg var þó ekki eini fslendingurinn á fundin- um; Þórbergur rithöfundur Þórð- arson var þar einnig. En þetta er nú útúrdúr. Þegar jeg hafði lokið myndtökunni, þá tók einn af Skot- unum mynd >af okkur, og buðu þeir okkur svo að drekka te með sjer, og þáðum við það. iSamtal var að vísu ekki liðugt, því jeg | var þunnur í málinu, en Páll hafði aldrei lagt stund á ensku. Þó var þetta ánægjuleg stund, en ekki varð hún löng, því við Páll þurft- um að snúa aftur til borgarinnar vegna fyrirlestrarins, og fórum j við ekki upp á Arthur’s Seat að því sinni. Hafði Páll orð á því við mig, að eflaust myndi skemtilegt að koma upp á hæðina, en ekki myndi það þó öllu ánægjulegTa en þetta. Svona mikilli hlýju andaði frá Skotunum. Jeg svaraði þá mjög svo heimspekilega, að Art- hur’s Seat hefðum við þama alt- af, en ekki svona skemtilega, gestrisna fjölskyldu. Nokkrum dögum seinna fórum við Páll upp á hæðina, og voru þá tveir Þjóðverjar í för með okkur. ísland. Eins og áður er vikið að, þá leit út fyrir að mörgum þætti allmerkilegt að hitta þama mann frá fslandi. Vom hugmynd- ir þeirra sumra um land okkar og þjóð nokkuð óglöggar. Hjeldu nokkrir að hjer myndi lítt líft fyr- iv ís og kulda. Sumir hjeldu að Velox skilvindan góða No. 0 skilmagn 65 litra á klst. kr. 110.00 „1 120 — - — — 135.00 „ 2 —220 — - — — 225.00 Velox strokkurinn 1 þremur stærðum. Varahiutir ávalt fyrirliggjandi. Sendist gegn póstkröfu út um Iand. Verslun Jóns Þórðarsonar Reykjavík. fsland lyti Dönum, en aði’ir lxjeldu pað heist hluta úr Svíþjóðu. Var jeg oft spurður að því, hvaða mál við Islendingar töluðum, hvort pað væri danska eða þá sænska. Keyndi jeg að gera mönnum það sexn best skíljanlegt, að við Is- lendmgai’ værum sjerstök þjóð, en hvorki Danir nje Evíar, nje held- ur Eskimóar. Varð jeg þess og ekki var, að neinir esperantistar hjeldu okkur Eskimóa, enda máttu peir vei sjá það, að við Þórberg,- ur vorum ekki af þeim kynþætti; ýmsir tóku mig t. d. fyrir Skota, aí því jeg vai' oft| í flokki þar- lenöra manna. En orsök var til þess, að jeg nefndi Eskimóa, sú, er nú skal greina: Dag einn að þinginu loknu, var jeg að skoða konungssafnið (The Royal Mu- seum) í Edinborg. Er þar margt merkilegt að sjá, bæði úr iSkot- landi ísjálfu og eins frá öðrum löndum hvarvetna um heim. Ekki gat jeg íundið þar neitt frá fs- landi, nema fáeina trjemuni, (kassa, aska o. fl. þ.h.), lýsiskolu og öngulsökkur úr steini. Spurði jeg því einn af umsjónarmönn- um safnsins hvort þar væri ekk- ert fleira frá íslandi. Hann hjelt helst ekki; en þegar jeg ljet á mjer heyra, að þetta væri nokk- uð lítið, þá gat hann þess, að hjer væri eitthvað af munum og bún- ingi Eskimóa. Jeg kvað það nú nokkuð annað, og gat þess, svo sem til skýringar á grenslan rninni eftir íslenskum munum, að jeg væri sjálfur fslendingur. Annars er skylt að geta þess, að margir esperantistar höfðu furðu glöggar hugmyndir um ís- land og íslendinga. Man jeg sjer- staklega eftir Þjóðverja nokkr- um, enda hafði hann oft átt tal við dr. Carl Kuchler prófessor um þau efni. Margs höfðu menn að spyrja hjeðan. Var sumt alvarlegt, t. d. um veðurfar, j arðargróðui’, menn- ingu og lifnaðarhætti; en annað var hálfgert gaman, eins og t. d. þegai' Glasgow-búi eixm vatt sjer aó mjer og spyr, hvort Islands- dömur skeri hár sitt og gangi í stuttum kjólum að enskum hætti. Jeg svaraði þessu eins og jeg vissi sannast, og kvað kvenfólkið í Austurstræti vei’a mjög svipað að útliti og kvenfólkið í Princes Street, enda reýna hvorartveggju að fylgja Evrópu-tískunni. Þýðing þingsins. Það má segja, að allsherjarþing esperantista hafi tvöfalda þýðingu. Veit önnur hlið- iix út að þeirn mönnum, sem ekki eru espei’antistar, en hin inn að fundarmönnum sjálfum. Skal nú þetta skýrt með örfáum orðum. Samkomur líkar þessum hljóta að vekja eftirtekt, a. m. k. í því landi, sem þær eru halndar í. Menn sjá, að Esperantó-hreifingin er orð in svo stei'k, að hún verður ekki stöðvuð, þó auðvitað sje hægt að tefja fyrir henni með andstöðu eða afskiftaleysi. Menn sjá hvað mikið er unnið við það, að eitt mál verði viðurkent og notað sem hjálparmeðal um allan heim. Við- skiftin verða ögn greiðari. Esper- antistar sýna það líka í verkinu, að þeirra mikla hugsjón er fram- kvæmanleg: að mexm af ólíkustu þjóðum skilji hvorir aðra og geti lifað í samræmi og eindrægni eins og systkini, í þess orðs dýp- stu og bestu þýðingu. Og það er merkilegt og nýrstárlegt fyrir þá, sem vanir eru því einu, að halda sínu tungumáli fram og telja það bera af öllum öðrum, að sjá og heyra í. d. Þjóð-verja og Eng- lendinga, Rússa og ítala, íslend- inga og Japana tala saman á tungu, sem þeim öllum þykir jafn vænt um, og þó einhver sje ekki leikinn í málinu, þá er ómögulegt að stimpla hann sem útlending, heldur er miklu fremur litið á hann eins og barn, sem er að læra að tala; og hver skyldi lita á það með þjóðernis-rembingi? Þingin hljóta að vekja afar- mikla eftirtekt, og eru því einn öflugasti þátturinn í útbreiðslu- starfsemi esperantista. Var það bersýnilegt, að þetta þing hafði stói-mikil áhrif. Blöðin sögðu frá því, eins og áður er á minst. Og oft var það, þegar við fjelagar gengum um göturnar eða ókum í sporvagni, að við heyrðum fólkið í ki'ing hvísla um það sín á milli, að þarna væru þá esperantistar. Og jafnvel smástrákarnir, sem voru að leika sjer í kringum þing- höllina, voru farnir að segja „bo- nan tagon“. (góðan daginn) og fleira þvílíkt. Sama var með stúlk- urnar í matsöluhúsunum, þar sem við borðuðum. Sporvagnastjórarn- ir voru og margjr búnir að læra algengustu setningarnar. Er eng- inn efi á því, að ýmsir úr þessum hópi |muni beint leggja stund á Esperantó. Þeir munu og vera nokkrir á Skotlandi og Englandi, er lært hafa Espei’antó af meira kappi en ella myndi, til þess að geta tekið þátt í þinginu. Var það sjerlega ánægjulegt að sjá hálfvaxna unglinga þama innan um frumherjana, og ef það er satt, sem sagt er, að framtíðin sje eign þeirra ungu, þá er Esper- antó borgið í bráð og lengd. Jeg gat þess áðan, að þingin hefðu og mikla þýðingu fyrir þá ^ iperantiista, sem taka þátt í þeim. Þar hittast skoðanbræður úr ýmsum Ipndum og bera saman ráð sín um það, hvað þeir geti gert áhugamálum sínum til gagns. Þar æfast menn í að nota Esper- antó, og eru þingin hverjum skóla betri. Þar kvnnast menn af fjar- skyldum eða fjandsamlegum þjóð- um, og læra að skilja hverir aðra og elska, enda er það tvent ná- tengt. Þar fyllast menn guðmóði og heitri þrá að leggja fram alla sína krafta, til þess að minka misskilninginn, sundrungina, ó- heilindin og fjandskapinn í heim- inum. Og jeg veit með vissu, að þar finna menn návist hins heil- aga kærleiksanda meistarans, miklu betur en oftast endranær. Þar vaknar margt hið besta, sem mennirnir eiga. til í brjósti sínu, og þó það dofni kannske aftur, þá fer samt ekki hjá því, að það láti merki eftir sig á skapgerð- inni. Jeg er sannfærður um það, að fáir hafa tekið þátt í þessu þingi, án þes,s að „þroskast á guðsríkis braut“, og, hvað er þá hægt að heimta framar? Ritað milli Skotlands og íslands, 14. til 17. ágúst 1926. Ól. Þ. Kristjánsson. ann á tröðinni, kom hann auga á dökkleita, hreyfingar- lausa veru á horainu á götunni, sem hann ætlaði að stefna að. Þetta var auðsjánlega maður á verði og vamaði veg- arins og beið. Jean Valjean hrökk aftur á bak. Enginn vafi var á því, að þessi maður var að skima eftir honum. Það, sem hann hafði sjeð hreyfast að baki sjer, var vafa- laust Javert og fjelagar hans. Javert var að öllum líkind- um kominn að sömu götunni og Jean Valjean var sjálfur á. Javert þekti sjálfsagt þetta völundarhús og hafði gætt þeirrar varúðax* að setja mann á vörð við útganginn. Þess- ar ágiskanir, sem virtust beinlínis vera óvefengjanlegar staðreyndir, þyrluðust í einu vetfangi um ú1Tvinda heila Jeans Valjean einsi og rykský, sem vindurinn feykir alt í einu upp. Hann leit snöggvast til hægri handar; þar lokaðist tröðin af steinveggnum; hann leit snöggvast til vinstri handar; þar sá hann dökkklædda manninn bera í tunglsljósinu við hvíta, steihlagða götuna. Að halda áfram, var sama sem að lenda í höndunum á honum; að snúa við, var sama sem að lenda í höndunum á Javert. Jean Val- jean fanst því líkast sem hann hefði verið veiddur í net, sem herti hægt og hægt að honum. Hann leit örvinglað- ur til himins. Hægra megin við tröðina, sem lá til hægri handar, voru eintóm fátækleg hús; vinstra megip var aðeins eitt hús, en það var í mörgum pörtum, sem hækkuðu smátt og’smátt, eftir því sem nær dró götunni, svo að húsið, sem var talsvert hátt öðru megin, var mjög lágt hinu megin. Við hornið var steingaröur, en homið við hann og götuna varð ekki hvast, heldur kom þar skot, «sem var svo djúpt, að sá, sem stóð í því, gat frá hvorugri hliðinni sjest. Steingarðurinn lá frá tveimur hornum þessa skots fram með Polonoeau-götu og Drouit-götu, að skuggalegu húsi, og nam hann þannig við gafl hássins, að þar varð líka skot. Gafl þessi var óskemtilegur útlits, á honum var aðeins einn gluggi eða öllu heldur tveir gluggahlerar, jámlagðir og ávalt lokaðir. I skotinu komst ekkert annað fyriír en þunglamalegt, mjöig hrörlegt hlið úr illa telgdum lóðrjettum borðum, og voru þau efstu breiðari en þau neðstu, en þau voru bundin saman með þverböndum úr járai. Rjett hjá var vagnahlið álíka stórt og gerist, og það hafði bersýnilega ekki vexið sett á fyr en eins og fyr- ir fimtíu árum. Krónan á linditrje breiddist yfir skotið, og sú hlið gaiðsins, sem sneri að Polonceau-götu var þak- in vafningsviði. Þetta skuggalega og, að því er virtist, auða og óbygða hús hafði sjerstakt aðdráttarafl fyrir Jean Val- jean í þeirrii stórhættu, sem yfir honum vofði. Hann at- hugaði húsið í snatri. Hann sagði við sjálfan sig, að ef honum tækist að komast þangað ixm, væri honum að lík- indum borgið. Gamlar vatnsrennur úr blýi voru við alla gluggana á öllum hæðum hússins á miðhluta hliðarinnar, sem sneri að Drouit-götu. Allar greinarnar frá aðalrenn- unni voru eins og mynd af trje á framhliðinni. Margkvísl- aðar rennurnar með hundruðum af knjám mintu á gaml- an, blaðlausan vínviðinn, sem sjest á framhliðinni á göml- um bæjum í vínhjeruðum Frakklands. Þessi einkennilegi limagarður úr blýi og járni var það, sem fyrst dró að sjer athygli Jeans Valjean. Hann ljet Cosettu setjast nið- ur og halla sjer upp að steini og áminti hana um að vera alveg kyrra, og hljóp svo þangað, er rennan náði niður að götunni. Ef til vill var hægt að klífa hana upp og kom- ast þannig inn í húsið. En rennan var brotin og rjett slit- in sundur. Annars var girt fyrir alla glugga, alla leið upp að kvisti í þessu kyrláta húsi með digrum járnteinum, og loks var glaða tunglsljós á allri framhliðinni, svo að mað- urinn, sem var á verði við endann á götunni, hlaut að sjá Jean Valjean klífa upp. Og hvað átti hann að gera við Cosettu? Hvernig átti hann að draga hana upp eftir þriggja hæða húsi? Hann hætti þessvegna við að hugsa um þetta og læddist fram með garðinum að Polonceau- götu. Þegar hann kom að skotinu, þar sem hann hafði skilið Cosettu eftir, tók hann eftir því, að hvorugumegim var hægt að sjá hann, ef hann var þar. Auk þess var hann í skugga, og hjer voru tvö hlið, sem hann ef til vill gat brotið upp. Steingarðurinn, sem var þakinn vafnings- viði og króna linditrjesins breiddist yfir, lá bersýnilega um trjágarð, og þar gat hann að minsta kosti falið sig, þó að blöðin væru ekki á tx-jánum nú, og hafst þar við um nóttina. En tíminn leið. Hann varð að flýta sjer. Hann reyndi fyrst við vagnahliðið, en hann sá brátt, að það var neglt aftur beggja megin. Þá tók haim að reyna við hitt stóra hliðið, og var nú vonbetri. Það var afarhrörlegt, jafnvel stærð þess dró úr styrkleika þess, borðin voru fú- in, jámböndin — þau voi’u aðeins þrjú — voru xyðguð. i'að var sannarlega ekki ólíklegt, að hann gæti brotið þetta ræskni upp. En við nánari athugun komst hann að þeirri niðurstöðu, að þetta væri alls ekkei’t hlið. Hjer vom hvorki hjarir nje lás. Jái'nböndin láu alveg þvert yfir, án þess að bil væri í miðju. Hann sá í steingarð milli rif- anna í borðunum. Sjer til mikillar skelfingar varð hann að kannast við það fyrir sjálfum sjer, að þetta, sem virt- ist vera hlið, var aðeins timbuxfleki og steingarður und- ir. Það var hægur vandi að brjóta borðið, en þá var steinn að bakií. Nú heyrðist alt í einu holt hljóð með' jöfnu millibili í nokkurri fjarlægð. Jean Valjean gægðist út ur skoti sínu og sá sjö eða átta hermenn koma inn í Polonceau- götu. Hann sá glitta í byssustingina. Þeir stefndu til hans. Hann þekti Javert í broddi fylkingar hermannanna, sem gengu hægt og gætilega. Þeir námu staðar til þess að rannsaka öll skot og alla húsagarða. Enginn vafi var á því, að þetta var varðmannaflokkur, sem Javert hafði mætt og tekið sjer til aðstoðar.Aðstoðarmenn Javerts tveir vom meðal hermannanna. Þegar litið var á gönguhraðann og tafimar allar, mátti búast við því að þeir yrðu stundar- fjórðung þangað, sem Jean Valjean var. Þetta var hræði- leg stund. Fáeinar mínútur voru nú milli hans og hi’æði- legs undii’djúpsins, sem nú laukst upp fyrir fótum hans í þriðja sinn, og nú var það ekki einungis dýflissan, sem beið hans, hann átti að missa Cosettu fyrir fult og alt, það var með öðrum orðum líf í gröfinni, sem beið hans.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.