Lögrétta - 07.09.1926, Blaðsíða 2
2
LÖGRJETTA
Frá e&perantóþinginu í Edinborg.
Ei'tir Óiaf Þ. Kiistjánsson.
------- Nl.
Þingsetning. Sjálft þingið hófst
á námudagsmorguninn, og var
byrjað á því að syngja sálm Es-
perantista: „En la mondon venis
nova -sento“ (I heiminn kom ný
kend). Var það tilkomumikið að
heyra allan þennan mannfjölda úr
ólíkum löndum syngja einum rómi
þennan gullfagra, hugsjónaríka
lofsöng. Seinna hjelt formaður
Esperanto-fjelags Breta ræðu, og
þá forseti þingsins, William Page
(peidzh), skotskur maður. Síðan
töluðu fulltrúar ýmsra fjelaga
(Rauða krossins, góðtemplara o.
fl.) eða ríkisstjóma, og fluttu
þinginu kveðjur og heillaóskir, og
þá hver af öðrum, eftir því sem
andinn inngaf þeim. Borgarstjóri
Edinborgar hjelt og ræðu í sam-
komubyrjun: fyrst bauð hann
menn velkomna í nafni borgarinn
ar, og; las hann það upp á Esper-
antó, en síáan talaði hann nokk-
uð um áht sitt og borgarstj órnar-
innar á Ésperantó, og mælti nú
á ensku, en Page þýddi aðalkjarn
ann á eftir. Var það alt mjög
lofsamlegt í okkar garð.
@Um kvöldið bauð borgarstjóm
in öllum fundarmönnum í Lista-
skólann (College of Arts). —
Tóku þeir borgarstjóri og War
den >— fyrir hönd þingnefndar-
innar — þar á móti hverjum ein-
stökum, og báðu velkominn.
Kaffi, te, gosdrykkir og ísmeti
var til 'reiðu, eins og hver vildi
hafa, endurgjaldslaust. í öðrum
sal voru hljómleikar til skemt-
unar, og var ölKim frjáls aðgang-
ur. Var þar og margt manna, en
aðrir kusu heldur að rabba sam-
an í veitingasalnum. Var kvöldið
að öllu hið ánægjulegasta, og
lýsti það vel hug þeim, er borgar-
stjómin ber til Esperantó-hreyf-
ingarinnar.
Söngvar. Eitt af því, sem ein-
kendi þing þetta, var það, hve
mikið var sungið þar. Er það sann
reynt, að söngur hressir hugann
og eins og færir menn hvern nær
öðrum. Mörg ágæt kvæði eru til
á Esperantó, og hafði sjerstök
söngbók (Kantaro Esperanta) ver
ið gefið út fyrir þingið. Var hún
mikið notuð.
Fyrir utan söng almennings á
samkomunum, voru haldnar nokkr
ar sjerstakar söngskemtanir, t. d.
á sunnudagskvöldið í svo nefndri
Synod Hall (holhöll). Hún er
ekki langt frá þingstaðnum. Voru
þar bæði einsöngvar og sönglaus
hljóðfærasláttur, en stundum
sungu alhi‘ þeir, er söngrödd
höfðu. Á þriðjudagskvöldið var
aftur samsöngur í Synod Hall,
en nú var sumt sungið á skotsku,
og sýndir ýmsir skotskir þjóð-
dansar um leið. Voru söngmenn
Skota klæddir þjóðibúningi sín-
um, og er hann einkennilegur
mjög og skrautlegur. Var að öllu
þessu hin mesta fekemtun.
Gaman væri að vita hvenær við
íslendingar gerðum hinum gömlu
þjóðdönsum okkar svo hátt undir
höfði, að sýna þá til skemtunar,
þegar sem mest skyldi við hafa.
En sú söngskemtun, sem mest
var og merkust, að dómi söng-
fróðra manna, var haldin á mið-
vikudagskvöldið, þar sem heitir
Central Hall. Þar söng Orfeus-kór
Glasgowborgar, og er hann tal-
inn bestur söngflokkur |í Skot-
landi, og enda í öllu Bretlandi.
Söng hann marga fegurstu
söngva Skota, á skotsku. En til
þess að áheyrendur nytu söngsims
sem best, þá voru öll kvæðin
prentuð á frummálinu í skemti-
skránni, og þýðingar þeirra á
Esperantó (í óbundnu máli) sam-
hliða. Sjerhver fundarmaðurjjekk
skemtiskrána ókeypis, og hefur
hún mikið bókmentalegt gildi.
Meira en fjörutíu manns er í
söngflokki þessum. Ekkert fje
vildu þeir þyggja fyrir starf sitt
eða ferðalag ialla leið frá Glas-
gow, og tsýndu þeir með því álit
sdtt og hug sinn til Esperantó-
hreifingarinnar.
Skemtiferðir. Fimtudeginum 5.
ágúst var öllum varið til ferðalags
og munu flestir eða allir fundar-
menn hafa tekið þátt í þeirri
för. Var fyrst farið með járn-
brautarlest þvert yfir Skotland,
alla leið að Clyde- (Klajd) -firði.
Þar var stigið á skip, og farið á
því all-langa leið umhverfis eyju
þá, er Bute (bjút) heitir. Lands-
lag er þar fagurt mjög og ein-
kennilegt: fult af fjörðum og eyja
sundum, þröngum mjög, en ákaf-
lega djúpum, og er ströndin oft
snarbrött; en ekki eru þar há
fjöll nein. En í hlíðunum skiftast
á ræktuð svæði: akrar og engi, og
lyngheiðar eða smáskógar. Þarf
ekki að taka það fram, að þegar
ferðast er um slík lönd í marg-
menni, þar sem allir eru eins og
þeir væru vinir alt frá barnæsku,
að þá skilur ferðin eftir í hugan-
um eina af þeim endurminmngum,
sem aldrei fellur skuggi á.
Ymsar smærri skemtiferðir voru
farnar meðan á þinginu stóð, en
ekki tóku allir þátt í þeim. Minn-
isstæðastar eru mjer ferðimar í
Dýragarðinn, því þar er margt að
sjá fyrir Islending, sem aldrei hef-
ur áður farið neitt úr landi sínu,
og til Portobello. Það er baðstað-
ur, og" tilheyrir Edinborg, en
stendur nokkru utar við fjörðinn.
Kom það sjer vel fyrir okkur út-
lendingana, sem langaði til að lit-
ast um í borginni, að við gátum
ferðast ókeypis með sporvögnum
borgarinnar meðan á þinginu stóð,
ei' við aðeins sýndum þingmerkið.
Hafði þingnefndin samið svo um
við sporvagnafjelagið, eða það
hel'sta þeirra, sjeu þau fleiri en
eitt.
Ennfremur var skroppið með
eimlest til Forthbrúarinnar, og er
ekki ofsögumi sagt af því mann-
virki. 50,000 smálestir af stáli
fóru í hana, og var allur kostnað-
urinn við að koma henni á nálægt
B1/2 miljón sterlingspunda. En
hún styttir stórum jámbrautar-
ferðir frá Edinborg norður í land.
Er hún aðeins ætluð járnbraut-
um, og engin önnur umferð um
hana leyfileg. Líða og sjaldan
margar mínútur á milli þess, að
lestir þjóti yfir brúna.
Dagana eftir þingið voru farn-
ar ýmsar skemtiferðir, en tnerk-
astar eru tvær: til Trossachs og
til Dundee (döndí). Trossachs er
ir.n í miðju landi, og er ákaflega
skemtilegt að þjóta þar um í góðu
veðri á ágætri bifreið. Vegurinn
bugðar sig um skógana, og ná
trjen víða saman yfir höfðum
manna. Vötn eru þar mörg, og
flest djúp, en víða snarbrattar
kiettahæðir á milli; en alt er þar
skógum vaxið. Eru það þeir sem
mest prýða landið. Víða á leiðinni
eru þó búgarðar eða borgir, eins
og nærri má geta. Margir merkir
sögustaðir eru á leið þessari, t. d.
Bannockburn (-börn), þar sem Ro-
bert konungur Bruche (brus),
vann frægan sigur á Englending-
um árið 1314. Er herhvöt hans
til manna sinna áður en orustan
hófst, ódauðleg gerð með kvæði
Burns’: „Scots, wha ha’e wi’ Wal-
lace bled“ (skotts hwo he wi
walleisi bled). Það er enn í dag
þjóðsöngur Skota. Fáni blaktir nú
jafnan þar á völlunum, þar sem
merki konungs stóð í orustubyrj-
un.
Loch Katrine (Katrínar vatn),
er og merkilegt rnjög fyrir allra
hluta sakir. Þar er náttúrufegurð
mikil. Þar er sögustaður forn, og
þar gerist' að mestu leyti eitt af
frægustu söguljóðum Walters
Scotts: „The Lady of the Lake“
(Iþað útlegjst „Vatnafrúin“ eða
„Stúlkan í vatninu“), og er nú
þýðing mín í svipuðum stíl og
þýðingar Lasons höfuðmanns hjá
Topelíusi. Kvæði þfetta hefur því
rniður ekki verið þýtt.á íslensku
ennþá, svo jeg viti.
Enn er eitt merkilegt við Kat-
rínarvatn: Glasgow fær þaðan sitt
daglegt vatn, og er leiðslan stór-
feld. Þegar jeg kom að Katrínar-
vatni var vatmið heldur lágt í því,
eins og oft er í sumarþurkum, og
sagði fjelagi minn, maður úr Edin-
borg, að þeir Glasgowbúar myndu
þorstlátir núna í hitanum.
Dundee er nokkru norðar en
Edinbbrg. Þar eru verksmiðjur
miklar, »g er einkum unnið efni
það, er jút nefnist, og er svipað
hampi. Úr því eru gerðir ýmsir
dúkar, og ennfremur snæri
það, er íslenskir sjómenn kalla
„trollgarn“. Var esperantistunum
sýnt þetta alt og annað það, sem
markvert er í borginni, og skýrt
vel frá öllu. Var för þessi bæði
fróðleg og skemtileg.
Auðvitað tóku ekki nema sumir
fundarmenn þátt í þessum tveim-
ur ferðum. Nokkrir fóru eitthvað
annað, en aðrir voru lagðir af
stað heim til sín, því tími og fje
var takmarkað, einsi og gengur.
Dansskemtun. Á föstudags-
kvöldið var haldin dansskemtun
mikil í Palais de Dance (Dans-
höllinni). Voru þar dansaðir ýmsir
skotskir hringdansar, auk hinna
svo nefndu evrópisku dansa, sem
allir þekkja. Margir voru klæddir
þjóðbúningum sínum við þetta
tækifæri, og voru þeir með marg-
víslegu sniði. Kona nokkur, há og
þrekvaxin,, og Ij ós á ,hár, vakti
eftirtekt mína, því mjer þótti bún
ingur hennar og útlit alt minna á
Skandinavíu. Gaf jeg mig á tal
við hana, og kom þá upp úr kaf-
inu, að hún var svissnesk. Jeg
varð hálfhissa. Nokkru seinna
spurði jjeg kunningja minn einn
frá Noregi, hvort honum sýndist
ekki búningur konu þessarar lík-
ur norskum dalabúningi. „Ojú“,
sagði Norðmaðurinn, „en hann er
þó líkari sænskum búningi“. Þótti
okkur þetta norræna útlit konunn,-
ar allmerkilegf.
Engan búning sá jeg þar, sem
líkur væri hinum íslenska. Þó bar
kona ein, skotsk, nokkurskonar
lágfald á höfði; en hann var blár.
Fyrirlestrar. Nú má enginn
halda, að fundarmenn hafi eytt
öllum tíma sínum við tómar
skemtanir. Það var síður en svo.
Voru haldnar margar samkomur
fyrir vissa flokka manna, svo sem
fyrir Lækna, kennara, fríhyggju-
menn, friðarvini o. s. frv. Fundir
þessir voru að ýmsu leyti merki-
legir. Ekki síður ;merkilegir frá
sjónarmiði almennings voru fyrir-
lestrar þeir, er haldnir voni af
frægum mönnum úr ýmsum lönd-
um. Alls voru fluttir um 20 fyrir-
Iestrar. Voru sumir þeirra vísinda-
legs efnis, en aðrir alþýðlegir.
Nefna má fyrirlestra þá, er And-
reo Cee (tshe), ábóti úr Rúmeníu,
hjelt um það, hvernig væri best
að kenna Esperantó, og einnig 6
fyrirlestra um þjóðkvæði sex ó-
líkra þjóða (Frakka, Gyðinga,
Katalúníumanna, Pólverja, Spán-
verja og Þjóðverja), fluttir af
samlendum mönnum. Einna best-
ur var fyrirlestur dr. Olsvangers
úr London um þjóðkvæði Gyðinga,
og sagði forseti þingsins, Page„
svo seinna á fundi í Esperantófje-
lagi Edinborgar, að sá fyrirlestur
væri einhver hinn allra besti, er
hann hefði heyrt um þessi efni.
Er og Olsvanger ræðumaður góð-
ur. Hann er sjálfur Gyðingur.
Fyrirlestur dr. Bennemanns úr
Leipzig var og skemtilegur. Hafði
hann s-jer til aðstoðar fjögurra
manna söngflokk, er söng ýms
þýsk kvæði. Söngflokkur þessi
hafði kvöldið áður sungið sömu
lögin til útvarps. Hann var skotsk-
ur, og dáðust menn að, hve hann
söng þýsku lögin af miklum skiln-
ingi.
Fyrirlestrar þessir verða von-
andi prentaðir, ög mætti þá vel
vera, að einhverjum þeirra yrði
I snarað á íslenska tungu, því þeir
eru þess maklegir.
Þingslit. Þinginu var hátíðlega
slitið laust fyrir hádegi á laugar-
daginn 7. ágúst. Bæði þann dag
og einis tvo þá næstu, kvöddu
menn þingvini sína flesta. Var það
ekkert skemtilegt verk, og sáust
enda vot augu við skilnaðinn. En
það einkienidi) fund þennan, að
menn voru bjartsýnir og vonsterk
ir, enda voru seinustu orðin venju
lega: „við sjáumst aftur“. Ein
kunningjakona mín, ensk, sagði
það um leið og við kvöddumst, að
við esperantistar hittumst þó alt-
af á himnum, því þá yrði víst fá-
ment í ríki útvaldra, ef enginn sæ-
ist þar með grænu stjörnuna. Við
bjuggumst enda helst við, að Es-
perantó yrði notað þar sem alls-
herjarmál. Hún sagðist líka hreint
ekki vilja vera í himnaríki, ef
V. Hugo: VESALINGARNIR.
meira þurfti ekki með. Hann var ákveðinn í því, að fara
ekki aftur í hús Gorbeaus. Hann leitaði sjer að hæli, þar
sem hann gæti falið sig, eins og dýrið, sem er rekið upp
úr bóli sínu. Hann gekk fram og aftur um Mouffetard-
borgardeildina, en þar voru allir í fasta svefni. Þar eiga
ýmsir heima, sem selja mönnum næturgreiða, en hann
spurði sig ekki einu sinni fyrir um neitt þessháttar, því
að hann efaðist ekki um, að ef einhver væri á hælum hans,
mundi hann verða tekinn höndum þar.
Hann gekk um Pontoisegötu fyrir framan skrifstofu
lögreglustjórans þegar klukkan sló ellefu í St. Etienne du
Mont. Hann sneri sjer ósjálfrátt við rjett á eftir og sá þá
greinilega við bjarmann frá ljóskerinu þrjá menn koma
í ljós og halda á eftir sjer hvern á eftir öðrum, undir Ijós-
kerinu hinu megin í götunni, sem annars var mjög dimm.
Einn þeirra fór inn um hliðið á húsi lögreglusjórans. Hon-
um virtist sá fremsti vera mjög grunsamlegur. „Komdu,
barnið mitt“, sagði hann við Cosettu og flýtti sjer að
komast út úr Pontoisegötu. Hann komst um þvergötu inn
í Póst.stræti, en út frá því er tröð,sem bjart var í af tungls-
ljósi. Hann laumaði'st inn í garðinn, því að hann þóttist
viss um að geta sjeð mennina ef þeir færu fram hjá í
þessari birtu. Ekki voru þrjár múnútur liðnar áður en
þeir komu. Nú voru þeir fjórir, allia stórir, í síðum brún-
um frökkum, og með digra stafi í höndunum. Risavöxtur
þeirra og stórir hnefar voru ekki heillavænlegri en
ískyggilegt ferðalagið í myrkrinu. Það hefði mátt halda,
að þetta væru fjórar afturgöngur, sem hefðu dulbúið sig
eins og meinlausa borgara. Þeir námu staðar í tröðinni
og söfnuðust saman eins og þeir væru á ráðsteHiu. Svo
var að sjá að þeir vissu ekki, hvað þeir ættu til bragðs
að taka. Sá, sem virtist vera fyrir þeim, sneri sjer við og
benti með ákefð í áttina, sem Jean Valjean hafði farið;
annar benti þráfaldlega í hina áttina. Hinn fyrnefndi
sneri sjer við, tunglið skein beint framan í hann, og Jean
Valjean þekti Javert vel.
Allur vafi var nú horfinn úr huga hans; sem betur
fór varð ekki sama sagt um mennina fjóra. Hann notaði
sjer það, að þeir dokuðu við; tímann, sem þeir mistu, vann
hann. Hann læddist út úr garðinum, sem hann hafði fal-
ið sig í og flýtti sjer eftir Póststræti í áttina til Jardin
des Plantes. Cosetta var farin að þreytast. Hann tók hana
á handlegg sjer og bar hana. Enginn maður var á göt-
unni, og það var ekki kveikt á ljóskerunum vegna tungl-
skinsins. Hann flýtti sjer um margar götur og traðir og
komst að höfninni. Þar sneri hann sjer við. Alt var autt
og mannlaust, enginn var að elta hann; honum ljetti aft-
ur fyrir brjósti. Þá hjelt hann að Austerlitz-brúnni, og
var þá enn goldið brúarfje. Hann gekk að skúrnum, þar
sem tekið var við gjaldinu, og borgaði eina súu. „Það eru
tvær súur“, sagði brúarvörðurinn. „Þjer haldið á barni,
sem getur gengið, og verðið að borga fyrir tvo“. Hann borg-
aði, gramur af því að hafa gefið ástæðu til þessarar athuga-
semdar. Á flótta er hentugast að láta taka eins lítið eftir
sjer og unt er. Þungur vagn fór yfir brúna um leið og
hann. Honum var að' því leyti gagn að því, að hann gat
gengið í skugga hans yfir brúna. Þegar þau voru komin
miðja leið, vildi Cosetta ganga. Hann leiddi hana aftur og
þau hjeldu áfram. Þegar þau voru komið yfir brúna, kom
hann auga á timburhlaða nokkra til hægri handar. Hann
stefndi þangað, en varð að fara yfir nokkuð stórt autt
svæði og bjart af tunglsljósi, til þess að komast þangað.
En hann hikaði ekki. Þeir, sem voru að elta hann, voru
bersýnilega komnir á glapstigu, og hann hjelt, að hætt-
an væri úti. Steinveggir voru fyrir utan timburhlaðana,
en milli þeirra var mjó og dimm gata og virtist vera sjer-
staklega honum ætluð. Hann gat ^eð yfir endilanga
Austerlizt-brúna þaðan, sem hann var. Fjórir skuggar
voru nýkomnir út á hana. Þeir sneru baki að Jardin des
Plantes og stefndu að hægri bakkanum. Jean Valjean fór
að skjálfa eins og villidýr, isem búið er að uppgötva að
nýju. Hann gat ekki vonað nema eitt, sem sje það, að
mennirnir fjórir hefðu ekki verið komnir út á brúna og
sjeð hann, þegar hann leiddi Cosettu yfir auða svæðið.
Ef svo var, gat hann ef til vill komist undan ofsóknar-
mönnum sínum með því að fara inní litlu igötuna og kom-
ast þá leið á burt. Honum fanst hann verða að treysta á
litlu götuna og fór inn í hana.
Er hann hafði gengið um þrjú hundruð skref, kom
hann þangað, sem gatan skiftist í tvent. Hverja leiðina
átti hann að velja? Hann hugsaði sig ekkert um, en hjelt
til hægri, vegna þess að >sú leið lá út að s-veitunum, með
öðrum orðum að mannlausum stöðum, en hin lá að undir-
borginni. En þau komust ekki hratt yfir. Hægur gangur
Cosettu iseinkaði honum. Hann tók hana aftur á hand-
legg sjer. Cosetta hallaði höfði sínu að öxl hans og sagði
ekkert. Hann sneri sjer við öðru hvoru og leit aftur fyrir
sig. Hann gætti þess að vera ávalt þeim megin í göt-
unni, er dimmara var. Tvö eða þrjú fyrstu skiftin, sem
hann leit við, sá hann ekkert, alt var kyrt, ogv hann hjelt
rólegur áfram. En er hann leit við aftur, fanst honum
hann sjá alt í einu eitthvað hreyfast langt burtu í myrkr-
inu í þeim hluta götunnar, er hann hafði komið um. Hann
hentist fremur en gekk áfram, í von um að komast inn
í litla hliðargötu, >sem hann gæti sloppið inn í til þess að
villa ofsóknarmönnunum sýn. Hann nam loks staðar fyrir
framan steingarð. En þessi steingarður hindraði þó ekki
að hann kæmist lengra; hann lokaði þvergötu, sem gat-
an, er hann var í, lá að. Hjer varð hann aftur að takh
ákvörðun um það, hvort hann ætti að halda til hægri eða
vinstri. Hann leit til hægri. Hjer lá tröðin milli húsa, sem
virtust vera hlöður eða skemmur, slitin öðru hvoru sund-
ur af opnum torgum, þangað til ekki varð komist lengra;
stór hvítur steingarðurinn, sem lá þvert fyrir enda henn-
ar, sást greinilega. Hann leit til vinstri handar. Þeim meg-
in var tröðin opin og lá í nokkurra hundraða skrefa fjar-
lægð að götu. Hjer hlaut björgin að vera. Einmitt þeg-
ar Jean Valjean hafði ákveðið að halda til vinstri hand-
ar, til þess að komast að götunni, sem hann sá við end-