Lögrétta - 21.09.1926, Qupperneq 3
LÖGBJETTA
8
Samvinnan á Bretlandí.
Eftir Hail próiessor.
Annar fyrirlesturinn. — Lýsing.
Samvinnufj elögunum á Bretlandi má skifta í tvær
höfuðdeildir. Þær eru:
1. Iðnaðarmannaijeióg. Meginþorri manna í þeim fje-
lögum er úr verkamannaflokknum.
2. Jarðyrkjumannafjeiög. Þar eru fjelagsmennirnir
landyrkjumenn, sem skapað hafa fjelagsskapinn í þeim til-
gangi einknm að sjá nokkuð um sameiginlega liagsmuni
þeirra er lifa á jarðrækt.
3. Blendingsfjelög. I þeim eru fjelög slík sem sam-
vinnusambandið, hviidarheimkynna- og missirisheim-
kynnafjelög, ásamt ýmsum öðrum íjelögum, sem hagnýta
sjer hin lögíestu hlunnindi, er samvinnufjelögin njóta,
en heyra þó eigi til lúnnar eiginlegu samvinnustarísemi.
1. Iðnaðarmannafjelögunum má ennfremur skifta
sundur á þessa leið:
a) neytendafjelög.
b) sambönd neytendafjelaga. Á meðal þeirra eru
mikilvægust: Samvinnustórsöluf j elagið á Englandi. og
Skotska samvinnustórsölufjelagið á Skotlandi. I þessum
flokki teljast einnig önnur sambandsfjelög fyrir lönd,
fylki eða staði, er hafa sjerstök verkefni á hendi.
c) samvinnufjelög framleiðsluhluthafa, þ. e. fjelög,
sem fást við íramleiðslu og veita starísmönnum í fjelag-
ínu, að meira leyti eða minna rjett til að hafa íulltrúa í
stjórninni og verða hluthafar i ábata fjelagsins.
2. Jarðyrkjumannatjelögin. Þessi fjelög hafa hina
venjulegu mynd innkaupa- og útsöluíjelaga á kornvöru,
áburðarefnum, jarðyrkjuvjeium o. s. frv. Ennfremur
fást þau við smjörgerð og- smjörsölu, mjólkurframleiðslu
og- mjólkursölu, eggjaverslun og sölu á öðrum búskapar-
aíurðum. Til þeirra má og reikna önnur fjelög með líku
augnamiði. Það er þó aðeins í mjög litlum mæh, að bretsku
fjelögin framleiði búsþarfir. Á írlandi eru þessi fjelög
aftur mjög mikilsverð og hafa stórlega eflt velmegun þess
lands, en á Mikla-Bretlandi kveður alt minna að þeim sök-
um þess, að ástand jarðyrkjunnar er þar á alt annan veg
en á Irlandi og í Danmörku. Eftir að hafa nefnt þetta
stuttlega verðum vjer að sleppa umtalinu um jarðyrkju-
fjelögin og snúa oss að iðnaðarmannafjelögunum, sem
bæði eru fleiri og mikilvægari og þurfa alls þess tíma
við sem vjer nú höfum ráð yfir.
Lög um samvinnuf jelögin á Mikla-Bretlandi.
Lögin um samvinnufjelögin eru hin sömu fyrir all-
ar tegundir samvinnufjelaga og því verður fyrst að vekja
eftirtekt á þeim. Hin fyrstu sjerlög fyrir samvinnufje-
lög voru sett 1852. Síðan hafa þau endurbætt verið hvað
eftir annað. Núgildandi lög voru sett 1893 og sumum
greinum þeirra var breytt 1913. Næsta einkennilegt er
það, að bretsk lög kannast eigi við samvinnufjelögin und-
ir því nafni. í lögunum eru þau viðurkend sem iðnaðar-
og styrktarfjelög og lögin, sem fyrir þau gilda, heita:
„The Industrial and Provident Societies Acts“ frá 1893
og 1913. Með því að samvinnufjelögin sjeu skrásett í sam-
kvæmni við þessi lög, öðlast þau ýms hlunnindi. Af þeirn
hlunnindum eru þessi mikilvægust.
1. Fjelögin og fjelagsmenn í þeim bera efnalega
ábyrgð, sem takmörkuð er við þann hlutafjölda, sem fje-
lagsmennimir hafa eignast.
2. Hlutahöfuðstóllinn getur verið eitt af tvennu, út-
tækt fje eða yfirfærilegt.
3. Hlutaupphæðin er breytileg.
4. Beinn en eigi óbeinn tekjuskattur er lagður á fje-
lagsmennina fyrir ákveðinn hluta af tekjum þeirra frá
fjelaginu. ,
5. Fjelagsmennimir hafa rjett til þess, að veita ein-
hverjum manni fulla heimild til þess við dauða sinn að
taka við ákveðinni upphæð af innlagsfjenu.
Hver maður eða kona 16 ára að aldri, getur sam-
kvæmt lögum þessum orðið fjelagsmaður í einhverju sam-
vinnufjelagi, en hann getur eigi orðið forstöðumaður eða
fjehirðir eða stjórnarnefndarmaður, fyrr en hann hefur
náð 21 árs aldri. I samþyktum sínum geta fjelögin sett
hærra aldurstakmark en 16 ár, og sum þeirra nota sjer
líka þessa heimild. Til þess að mynda fjelag þarf eftir
fjelagslögunum minst 7 einstaklinga, en ef fjelagamir
verða til úr samvinnufjelögum, þá er talan 2 fullnægjandi.
Þannig hefur samvinnulega tryggingarfjelagið einungis 2
fjelaga: Stórsölufjelag Englands í Manchester og stór-
söluíjelag Skotlands í Glasgow. Áður en nokkurt fjelag
megi byrja starfsemi sina, verður það að sækja um skrá-
setningu hjá embættismanni, sem heitir „skrásetjari vina-
fjelaga" og fyrir skrásetninguna verða fjelögin að greiða
ofurlítið gjald. Samtímis verða þau að láta af hendi við
skrásetningarvaldið eintak af samþyktum sínum. Þessai'
samþyktir eiga í sjer að fela ákveðin atriði, sundurgreind
í lög og tilskipanir. Fjelagamir geta breytt samþyktun-
um, þá er þeim þóknast, en skrásetja verður allar breyt-
ingar og eigi mega þær koma í bága við gildandi lands-
lög. —
Hver fjelagsmaður verður að vera hluthafi. Hluta-
stærðin sem og minsti hlutafjöldi, er hver fjelagsmaður
þarí' að eiga, er ákveðin í samþyktum hvers einstaks fje-
lag-s og í því efni er engin samhljóðun. Venjulega er hluta-
upphæðin eitt sterlingspund, og hver fjelagsmaður verð-
ur að eiga 1 eða 2 hluti og 5 í sumum fjelögum. Eigi
þarf að greiða hlutina í útlögðum eyri, heldur eru flest-
ir þeirra greiddir með yfirfærslu á endurgreiðslufje, er
fjelagsmanni ber. Enginn einstaklingur getur meira átt,
en 200 pund í hlutafje, en ef svo er, að eitthvert fjelag
eigi hluti í öðm fjelagi, þá er hlutaupphæðin óákveðin.
Þessi undantekning er mikilvæg, þegar um stórsölufjelag
er að ræða og um önnur fjelagasambönd.
Auk hlutafjárins mega fjelögin taka á móti fjárupp-
hæðum að láni frá fjelagsmönnum eða öðrum. Þau mega
taka við sparisjóðsinnlögum að upphæð 20 sterlingspund
á hvern einstakling, ef nokkuð af hlutafje fjelagsins er
úttækt. Þau hafa og rjett til að reka fulla bankastarfsemi,
ef hlutafjeð er óúttækt.
Sjerhvert fjelag er skyldugt til þess, að minsta kosti
einu sinni á ári, að leggja reikninga sína undir rannsókn
almenningsendurskoðanda. Almenningsendurskoðandi er
eigi ríkisembættismaður, heldur maður, sem viðeigandi
yfirvald samþykkir hæfan vera til þessa starfs. Á síðari
árum hafa risið upp mörg deiluefni á milli samvinnustarf-
seminnar og yfirvaldanna, þar eð margir hæfir samvinnu-
menn hafa eigi hlotið viðurkenningu sem endurskoðend-
ur. Einu sinni á ári verður hvert fjelag að láta skrásetn-
mgarvaldsmanni í tje hagskýrslu, sem nefnist „árlegt yf-
irlit“, þar sem skýrt er frá fjelagsmannafjölda, eignum
og skuldum og ágrip að hagrænni starfsemi fjelagsins það
ár. Undir þessa skýrslu ber almenningsendurskoðenda að
rita nafn sitt. Með skýrslunni eiga einnig að fylgja allir
jafnaðarreikningar, sem fjelagið hefur fullgert á tímabili
því, sem skýrslan nær yfir. Þriðja hvert ár ber fjelögun-
um einnig að senda skrásetningarvaldsmanninum grein-
argerð, er sýni upphæð hlutafjár og innlánsupphæð, sem
hver handhafi og lánardrottinn, er talinn eigandi að
í fjelagsbókunum. Hvert fjelag verður að hafa skrá yfir
fj elagsmennina og þá hlutafjárupphæð, sem sjerhver
þeirra á. Loks skal skrásetja hinar ólíku starfsgreinir
fjelaganna, iðnaðarlegar og viðskiftalegar, hvort heldur er
í stórum stíl eða smáum. Sömuleiðis skulu fjelögin greina
yfirvöldunum frá því, að hve miklu leyti þau fást við
verslun fasteigna og húslóða.
Eftir að hafa nefnt helstu fyrirmælin í löggjöf um
samvinnufjelögin, snúum vjer oss nú að sjerstökum teg-
undum fjelaganna og fyrirkomulagi þeirra.
N ey tendaf jelög.
Flest og mikilverðust eru neytendafjelögin, sem eru
undirstaða samvinnubyggingarinnar. Það er sagt, að við
árslok 1924, hafi verið um 1300 slík fjelög og fjeiags-
mannafjöldinn í þeim samtals 4,715,000. Hlutaupphæðin
náði þá 80 miljónum sterlingspunda ásamt lánsfje og
sparisjóðsinnlögum, er taldist 14 miljónir punda. Vara
sjóðir voru 5,500,000 pund og gervöll verslunarveltan náði
175,000,000 um árið.
Stærð þessara fjelaga er afarmismunandi. Við árs-
lok 1923 var fjelagsmannatalan í 9 stærstu fjelögunum
l'rá 112,169 niður í 51,290, en samtals í þeim hópi 658,000.
Við árslok 1924 hafði svo fjelagatalan í þessum 9 fjelög-
um hækkað upp í 682,448. En.alls voru samvinnufjelögin
þá 1314 að tölu og f jelagsmenn aJls 4,569,256.
Jafníramt því að helmingur fjelaganna hafði minna
en 1000 fjelagsmenn höfðu þau 6% af öllum fjelags-
mannafjöldanum. Fjelögunum fækkar fremur en fjölgar
á ári hverju, sem einkum kemur til af því, að fjelög renna
saman, en um leið verða hið einstöku fjelög stærri með
ári hverju. Meðaltal manna í fjelögunum var 3477 árið
1923 á móti 2083 árið 1913. Mikill fjöldi fjelagsmanna eru
konur. í sumum fjelögunum eru þær hjer um mil helm-
ingur fólksins.
Hlutafje neytendafjelaganna var 75,361,543 sterlings-
pund árið 1923 og verður það að meðaltali 16,49 pund á
mann. I samburði við mörg önnur nágrannalönd er þessi
tala há, en eigi má þó af því álykta, að 16 pund sje sjer-
kennileg meðaltala hjá bretskum samvinnumönnum.
Drjúgur hluti fj elagsmanna, líklega um 40% á að
meðaltali 1 sterlingspund eða minna; meira en helming-
ur minna en 2 pund á mann og fyrir 80—90% af allri fje-
lagsmannatölunni verður meðaltal hlutafjárins minna en
10 pund. Þetta merkir að þeir sem eiga yfir 10 pund eru
eigi nema 10—20% af öllum fjöldanum, þeir sem eiga yf-
ir 2 pund líklega aðeiiis 30—40% og þeir sem eiga yfir 1
pund um 60%. Mestur fjöldi hlutanna er úttækur. Fje-
lagsmenn mega leggja inn og taka út hlutahöfuðstól sinn
svo sem þeir óska eftir, en sje um stórupphæðir að ræða,
er venjulega krafist að fá nokkurra daga frest, þangað
til úttektin verður. Af 75 miljónum sterlingspunda
hlutafjár við árslok 1923, voru minna en 2 miljónir af
yfirfæranlegu hlutafje. Þær 73 miljónir, sem eftir urðu,
voru úttækt hlutafje. Viðbúið að einhverjum gagnrýn-
anda þyki það óhyggilegt, að byggja á höfuðstól, sem svo
auðvelt er að taka út, en í framkvæmdinni hefur það eigi
valdið neinum erfiðleikum. I fyrsta lagi geta stjórnar-
nefndir fjelaganna takmarkað úttökur j ettinn, ef það þykir
nauðsynlegt og í öðru lagi eru fjelagsmenn ávalt fúsari
til að greiða inn hlutafje, þá er þeir hafa óhindrað rjett
til þess að ná því út aftur, heldur en þeir myndu vera,
ef þessi rjettur væri eigi tiL Varasjóðirnir áttu í árslok
1923 meira en 5 miljónir punda og þessir sjóðir gei-a
6,7% af hlutafjáruphæð fjelagsmanna.
Hlutafjeð hefir að miklu leyti myndast af ágóða og
vöxtum. Ágóðinn af keyptum vörum náði fyrir stríðið
12,5%, en hann fjell hjer um bil niður í 5% á neyðartím-
anum eftir stríðið og sem stendur er hann 8%. Vextir
eru venjulega 5% eða lægri. Tvö stóru fjelögin, sem hvort
um sig hafa yfir miljón punda höfuðstól, greiða aldrei
meira en 3Vá% í vöxtu, ekki einu sinni á stríðsárunum,
urinn. Hann sneri sjer við, svo að tunglið skein framan í
hann, og Jean Valjean þekti þegar Fauchelevent gamla.
„Nú, það eru þá þjer!“, sagði Jean Valjean. „Já, nú þekti
jeg yður aftur“. — „Jæja, það var mikið“, sagði karl í
ásökunar róm. — „Og hvað eruð þjer að gjöra hjema?“
sagði Jean Valjean. — „Jeg er að þekja melónumar mín-
ar“. Fauchelevent hjelt í annan endann á hálmmottu, þeg-
ar Jean Valjean kom til hans, og var að breiða hana yfir
melónubeðið. Hann hafði þegar ibreiitt margar isJíkar mott-
ur yfir beðin, þessa stund, sem hann hafði verið í garð-
inum. Það var þetta, sem valdið hafði einkennilegum hreyf-
ingunum, sem Jean Valjean hafði sjeð hann gera frá
skemmunni. „Jeg sagði sem svo við sjálfan mig“, hjelt
hann áfram, „nú er tunglskin, það verður frost, það er
best að jeg færi melónurnar í frakkana sína. Og“, bætti
hann við brosandi, „þjer hefðuð sannarlega átt að vera í
yðar. En hvemig í ósköpunum stendur á því, að þjerver-
uð hingað kominn?“. Þegar Jean Valjean sá, að gamli mað-
urinn þekti hann, að minsta kosti undir nafninu Made-
leine, fór hann að fara gætilega og spurði hann fjölda
spuminga. Þeir skiftu að því leyti um hlutverk, að nú
var það hann, sem spurði. „Hvað gerið þjer með þessa
bjöllu um hnjeð?“ — „Bjölluna þá arna?“ sagði Fauc-
helevent, „jú, hún hangir þarna til þess að hægt sje að
heyra til mín og sneiða hjá mjer“. — „Hvað segið þjer?
Til þess að hægt sje að sneiða hjá yður?“ Fauchelevent
gamli setti á sig skrítinn svip og drap titlinga framaai í
hann. „ó, já, hjer er ekki annað en kvenfólk í húisinu,
fjöldinn allur af ungum stúlkum. Svo er að sjá, sem það
sje hættulegt að verða á vegi mínum. Bjallan varar þær
við, þegar jeg er á leiðinni, og þá hlaupa þær isína leið“. —
„Hvaða hús er þetta?“ — „Það hljótið þjer að vita“. —
„Nei, jeg veit það ekki“. — „Þjer sem hafið sjálfur komið
mjer að sem garðyrkjumanni hjema“. — „Svarið mjer,
eins og jeg viti alls ekki neitt“. — „Jæja þá, þetta er Petit-
Picpus-klaustrið“. — Nú fór Jean Valjean loks að átta sig
eitthvað á þessu. Tilviljunin eða forsjónin hafði leiitt hann
hingað til klaustursins í St. Antoineborgardeild, þar sem
Fauchelevent, sem hafði orðið örkumlamaður, vegna þess
að hann velti yfir sig vagni, hafði verið gerður að garð-
yrkjumanni fyrir meðmæli hans. Hann tók upp eftir honum
orðin: „Klauistrið Petit-Picpus“, eins og hann væri að tala
við sjálfan sig. — „Já, rjett er það“, sagði Fauchelevent;
„en hvemig í þremlinum hafið þjer farið að því, að kom-
ast hingað inn, herra Madeleine? Þó að þjer sjeuð dýr-
lingur, þá eruð þjer þó karlmaður“. — „Þó emð þjer hjer“.
— „Já, en jeg er líka sá eini“. — „Hvað sem því líður, þá
verð jeg nú hjer að vera“, sagði Jean Valjean. — „Ham-
ingjan hjálpi okkur“, sagði Fauchelevent. Jean Valjean
gekk fast að gamla manninum og sagði alvarlega: „Fauc-
helevent, jeg hefi bjargað lífi yðar“. — „Jeg var sá okkar,
sem mintist þess fyr“, svaraði Fauchelevent. — „Jæja, nú
getið þjer gert það isama fyrir mig, sem jeg gerði fyrir
yður þá“. Fauchelevent greip með ákefð í báðar sterkleg-
ar hendur Jean Valjean með gömlum, hrukkóttum, skjálf-
andi höndum sínum, og kom engu orði upp dálitla stund.
Loksins sagði hann: „ó, hvað það væri mikil náð, ef Drott-
iim ljeti mig vera færan um að gjalda að einhverju ofur-
litlu leyti það, sem þjer gerðuð einu sinni fyrir mig! Jeg
ætti að geta bjargað lífi yðar! Þjer ráðið ótakmarkað yf-
ir mjer, herra borgarstjóri“. Undarlegur gleðisvipur hafði
gjörbeytt gamla manninum. Andlit hans var sem ummynd-
að. „Hvað viljið þjer að jeg geri?“ sagði hann. — „Jeg
skal undireins skýra yður frá því. Hafið þjer herbergi?"
— „Jeg hefi kofa þama bak við rústimar af klaustrinu
gamla, í skoti, þar sem enginn maður kemur. Þar eru
þrjú herbergi“. Kofinn var svo vandlega falinn bak við
rústirnar, að Jean Valjean hafði ekki tekið eftir honum.
„Það er ágætt“, sagði Jean Valjean. „Nú þarf jeg að biðja
yður um tvent“. — „Hvað er það, herra borgarstjóri?“ —
„Fyrst er það, að þjer megið engum manni segja það, isem
þjer vitið um mig. Annarsvegar megið þjer ekki reyna að
fá að vita meira“. — „Eins og yður þóknast. Jeg veit, að
þjer getið ekki gert airnað en það, sem gott er og heiðar-
legt, og að þjer hafið ávalt verið á guðs vegum. Og svo eru
það nú þjer, sem hafið útvegað mjer þessa stöðu. Alt
annað kemur yður einum við. Jeg er reiðubúinn til alls“. —
„Það er gott. Komið þjer nú með mjer. Við verðum að
sækja bamið“. —. „Einmitt það“, sagði Fauchelevent, „er
hjer líka barn?“ Hann sagði ekkert meira, en gekk á eftir
Jean Valjean, eins og hundur eltir húsbónda sinn. Áður
en klukkustund var liðin, var Cosetta, sem hafði hitað
sjer vel við góðan eld, sofnuð aftur í rúmi garðyrkju-
mannsins gamla. Jean Valjean hafði sett á sig hálsklútinn
aftur og farið í frakkann; hann hafði fundið hattinn, sem
hann hafði kastað yfir steingarðinn. Meðan Jean Valjean
var að fara í frakkann, hafði Fauchelevent leyst ólina með
bjöllunni af sjer og hengt hana upp á krók rjett hjá körfu,
og þar hjekk hún nú til prýðis á veggnum. Mennimir sátu
nú báðir og vermdu sjer og studduist með olnbogana fram
á borðið, en Fauchelevent hafði borið1 á það ostbita, rúg-
brauð, vínflösku og tvö glös. Karlinn lagði hönd sína á
hnje Jeans Valjean og mælti: „Að hugsa sjer, að þjer
skylduð ekki þekkja mig undireins, Madeleine! Þjer bjarg-
ið lífi manna, og gleymið þeim síðan! Það er sannarlega
ekki fallegt af yður! En þjer munduð þó eftir mjer! En
hvað þjer getið verið vanþakklátur!“
! j !í ■ ! i -M
Atburðir þeir, sem vjer höfum nú sjeð frá annari
hlið aðeins, að kalla má, vom af næsta eðlilegum rótum
runnir. Þegar Jean Valjean hafði strokið úr fangelsinu
í Montreuil-sur-Mer, nóttina eftir að Javert hafði tekið
hann höndum við dánarbeð Fantinu, taldi lögreglan sjálf-
sagt, að hann hefði haldið til Parísarborgar. París er röst,
sem alt hverfur í, eins og í hafinu. Enginn skógur er til,
þar sem maður á eins hægt með að leynast, eins og í
manngrúa heimsborgarinnar. Þetta vita allir flóttamenn
vel. Þeir fara til Parísar, til þess að láta hana gleypa sig,
og það verður þeim stundum til bjargar. Lögreglan veit
þetta líka, og hún leitar að sporum þeirra í París, er hún
hefir mist af annarstaðar. Þar leitaði hún einnig að borg-