Lögrétta - 05.10.1926, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 1
Sími 185.
LOGRJETTA
Útgefandi og ritatjór'
Þorsteinn Oíslason
Þingholtsstræti 17.
Sími 178.
XXI. ár.
Reykjayík, þriðjudaginn 5. október 1926.
41. tbl.
Um víða veröld.
Frans frá Assisi.
f byrjun þessa mán. er hátíð-
leg haldin um kristinn heim sjö
alda dánarminning hins heilaga
Frans frá Assisi. En hann dó
3. október 1226 í Portiuncula, en
var fæddur í Assisi 1182 og tek-
inn í helgra manna tölu 1228 og
er dagur hans 4. október. Frans
frá Assisi er einhver hinn ein-
kennilegasti og áhrifamesti mað-
ur kirkjunnar og stofnandi reglu
eða bræðralags, fratres minores,
sem varð mjög útbreidd og rak
mikið trúboð. Rúmum 40 árum
eftir andlát Frans voru fjelagar
reglu hans orðnir um 200 þúsund
og höfðu þeir um 2000 klaustur.
í upphafi ætlaðist Frans að vísu
til þess að reglan væri eignalaus
og bræðurnir beiningamenn og
förumunkar, sem flyttu fagnaðar-
erindi frelsara síns og lifðu lífi
sínu í einfaldri og heilagri eftir-
breytni Krists. En kirkjan sá
brátt, að margvíslegt not máttu
verða af hinni nýju hreyfingu,
sem Frans vakti og lagði alt kapp
á það, að koma skipulagi á hana
og vildi veita henni ýms rjett-
indi. Sjálfur beittist Frans ávalt
á móti öllu slíku og vildi láta það
vera sín einu forrjettindi að hafa
engin forrjettindi. En sumir aðr-
ir leiðtogar reglunnar voru frá
upphafi annarar skoðunar. Undir
eins 1245 ákvað Innocens páfi IV.
að reglan mætti eiga jarðir og
hús og var þetta aftur staðfest
1279 með páfabrjefinu Exiit. En
ákvæðin um þetta voru þann-
ig orðuð, að reglan sjálf hefur
aðeins afnotarjett, en páfinn
eignarrjett á löndum og fjármun-
um hennar. Allmiklar deilur hafa
oft staðið bæði innan reglunnar
og eins hefur reglan átt í erj-
um við aðra, ekki síst við presta-
stjett kirkjunnar sjálfrar oft og
einatt, og hafa Frans-munkamir
oft orðið til þess að segja henni
til syndanna. Oft hefur páfastóll-
inn einnig haldið með munkun-
um gegn prestunum, þegar hon-
um þóttu völd þeirra færast um
of í aukana. Meðal Frans-munka
hafa verið ýmsir merkir fræði-
menn, s. s. skotinn Bonaventura
kardínáli (d. 1274), einn af höf-
uðfræðurum kaþólsku kirkjunnar,
og enski heimspekingurinn Roger
Bacon (d. 1294). — Til Norður-
landa barst þessi hreyfing 1232
og beitti hún sjer á sínum tíma
allfast gegn siðskiftunum.
Frans frá Assisi hafði ekki ein-
ungis mikil áhrif innan kirkjunn-
ar, og hefur enn, heldur einnig á
bókmentir og listir. Sjálfur orkti
hann undir æfilok sín alkunnan
„Sólarsöng“. Hann hafði ást á
fegurð náttúrunnar og tilfinningu
fyrir henni sem þá var sjaldgæf,
en varð að ýmsu leyti upphaf
nýrrar náttúruskoðunar í Evrópu.
Áhersla sú sem hann lagði á
frjálsan, sjálfstæðan og hreinan
perspnuleika hafði einnig mikil
áhrif á hugsunarhátt manna. M.
a. hefur Dante orðið fyrir all-
miklum áhrifum af Frans.
Um Frans hefur að sjálfsögðu
verið skrifað mikið. Einhver
helstu ritin eru eftir franska
fræðimanninn Sabatier og Dan-
ann Jóhannes Jörgensen. Mikla
hátíð átti að halda 1 Assisi nú
á minningardag Frans og var um
eitt skeið talað um það, að páf-
inn ætlaði sjálfur að vera þar
Benedikt Gröndal í málverkastofu sinni, áttræður.
viðstaddur, og hætta þannig að
vera „fangi í Vatikaninu“.
Síðustu fregnir.
Chamberlain og Mussolini hafa
nýlega fundist að máli suður við
Miðjarðarhaf og rætt ýmislegt
um stjórnmál. Telja ítölsk blöð
að af þessu muni leiða vinátta
milli Itala og Breta. — Mikill
stálhringur er nú myndaður með
Frökkum og Þjóðverjum og ætl-
unin að fleiri ríki gangi í hann.
— Mikill hvirfilvindur kom ný-
lega á Floridaskaganum. 2000
manns biðu bana og 50 þúsund
urðu húsnæðislausir. — Ford,
ameríski verksmiðjueigandinn. og
einhver mesti auðmaður heimsins
hefur nýlega ákveðið, að einungis
skuli unnið í verksmiðjum sín-
um fimm daga í viku og telur það
affarasælla til afkasta og arðs
þegar til lengdar lætur, en lengri
vinnutíminn. — Farþegaflugvjel
sem fer milli London og París
steyptist nýlega niður og biðu sjö
menn bana. Útaf ummælum, sem
Poincaré hefur haft um orsak-
ir heimsstyrjaldarinnar hefur
Stresemann lýst því yfir, að
Þjóðverjar sjeu fúsir til þess, að
skjóta málinu til hlutlauss dóm-
stóls.
----o-----
Landssíma-afmælið, sem frá
var sagt í síðasta blaði, var há-
tíðlegt haldið með veglegri veitslu
á Hotel Island kvöldið 29. f. m.
iSátu hana um 130 manns. Ræður
fluttu auk landssímastjóra, at-
vinnumálaráðherrann Magnús
Guðmundsson, fyrir landssíma-
stjóra, Gísli J. Ólafson fyrir land-
símanum, G. Björnson landlæknir
fyrir minni H. Hafstein, Klemens
Jónsson fyrir minni Islands, And-
rjes G. Þormar fyrir minni
kvenna. G. Hliðdal bar fram
þakkir til ýmsra starfsmanna
símans fyrir Forberg landssíma-
stjóra, sem ekki treysti sjer til
langra ræðuhalda vegna van-
heilsu. Gaf Forberg elsta síma-
starfsmanninum, Björnes verk-
stjóra, gullúr og hressingarhæli
símamanna gaf hann 1000 kr.
Starfsfólk símans gaf landssíma-
stjóra mynd, sem máluð hafði
verið af honum og afhenti hana
ungfrú Soffía Daníelsson. Ýmsir
fleiri töluðu og fór samsætið vel
fram og fjörlega.
Gjalddagi Lögrjettu var 1. júlí.
Kaupendur eru vinsamlega mint-
ir á að borga, ekki síst þeir, sem
skulda fyrir fleiri árganga.
Hægast er nú og ódýrast að
senda borgun í póstávísun.
Benedikt öröndal
1826 — 6. okt. — 1926.
í ritsmíð sem út kom fyrir
alllöngu um íslenskar bókmentir
var þess getið um ýms skáldin,
sem talin voru höfuðskáld á öld-
inni sem leið, að lítið væri nú
fyrir verk þeirra gefandi, enda
væru þau óðum að líða mönnum
úr minni. Var sagt eitthvað á þá
leið, að Steingrímur væri alveg að
gleymast og Gröndal alveg
gleymdur. Það er svo að sjá sem
þetta hafi við eitthvað að styðj-
ast, þó ósennilegt eða ósanngjarnt
muni það mörgum sýnast. —
Að minsta kosti virðist fólk ekki
sjerlega minnugt allra þessara
manna. Benedikt Gröndal á t. d.
aldarafmæli á morgun, án þess
að nokkur virðist muna eftir því
og hirða um að halda á lofti
minningu hans.
Gröndal var þó svo einkenni-
leg og fjölþætt persóna og fyllir
svo mikið rúm í bókmentasögu
síns tíma, að ósanngjarnt væri
að hans yrði að engu minst á
aldarafmæli hans. Undirbúin hafði
verið allítarleg ritgerð um hann,
þó ekki gæti hún komist út fyrir
þetta afmæli, hvað sem seinna
verður. Margt er það um persónu
Gröndals og ritstörf, sem bæði
er eftirtektarvert rannsóknarefni
í sjálfu sjer og vel þess vert að
nánar sje um það ritað en ennþá
hefur verið gert, eins og reyndar
er um fleira í bókmentum og
þjóðlífi síðustu mannsaldranna.
Að vísu er það margt í rit-
störfum Gröndals, sem nú er úr-
elt orðið eða menn munu tæpast
lesa nú með sömu forvitni eða
aðdáun og gert var áður fyr. En
alt um það hefur Gröndal einnig
orkt ög skrifað margt, sem enn
má lesa sjer til skemtunar og
unaðar. Eru þar í hin bestu
kvæði hans og margir fjörkippir
í ýmsum greinum hans um hin
fjarskildustu efni. Sumar rit-
smíðar Gröndals hafa einnig all-
merkilegt sögulegt gildi, þar sem
hann hefur einna fyrstur manna
brotið upp á ýmsum efnum í ísl.
bókmentum, t. d. 1 listfræði, eða
hefur haldið á eftirtektarverðan
hátt fyrir sinn tíma uppi merki
fræðigreina, sem annars voru lítt
ræktar, s. s. náttúrufræði. Is-
lensk náttúrufræði má flestum
öðrum fremur muna starf Grön-
dals, áhuga hans og forgöngu
um það að vekja áhuga annara,
þó heljarslóðarbragur nokkur sje
á sumu því, sem hann skrifaði
sjálfur um náttúrufræði, eins og
á ýmsum öðrum fræðiritgerðum
hans.
Benedikt Gröndal fæddist á
Bessastöðum á Álftanesi 6. okt.
l •
1826. Foreldrar hans voru Svein-
björn Egilsson, eiphver mikil-
hæfasti fræðimaður og skáld
sinna tíma og Helga dóttir Bene-
dikts Gröndal dómara, sem einn-
ig var eitt höfuðskáld síns sam-
tíma, þó ekki hafi hann orkt
mikið. Gröndal yngri gekk í
J3essastaðaskóla og síðan í Hafn-
arháskóla og lagði fyrst stund á
náttúrufræði, en tók síðan próf
í norrænum fræðum. Fjekst hann
lengi við ýms ritstörf heima og
erlendis, var ekki altaf fastur í
rásinni, fór víða og stundum á
hálfgerðum flækingi og oft í fá-
tækt, en varð loks kennari við la-
tínuskólann í Reykjavík, en varð
þó að láta af því starfi aftur.
Hefur hann sjálfur ritað æfisögu
síná.
Gröndal var alla tíð mesti
starfsmaður, en ekki ávalt vand-
virkur að sama skapi sem hann
var mikilvirkur. Eftir hann liggja
átta bækur ýmislegra ljóðmæla,
smá kvæði og stór um ýmisleg
efni, gamankvæði, söguljóð og
rímur og svo þýðingar. Um nátt-
úrufræði skrifaði hann mikið,
bæði vísindaritgerðir á íslensku
og þýsku og fjórar kenslubækur
um dýrafræði, efnafræði, landa-
fræði og steinafræði og jarðfræði
og fleira til fróðleiks um þau efni.
Um fornfræði og málfræði skrif-
aði hann margt á íslensku,
dönsku og latínu, m. a. orðabók-
ina Clavis. Sögur samdi hann einn-
ig og skrifaði ýmsar blaðagreinar
og bæklinga um ýms mál, m. a.
vesturheimsferðir, sem hann
barðist mjög á móti, og tíma-
ritið Gefn gaf hann út um nokkur
ár og skrifaði það alt sjálfur.
Einnig skrautritaði hann og
teiknaði mikið, m. a. merkileg
söfn ísl. dýramynda. Loks er til
frá hans hendi allmikið af ein-
kennilegum brjefum.
Engin tök eru þess að telja
hjer upp alt það, sem Gröndal
skrifaði, eða reyna að lýsa því, eða
sjálfum honum. Starf hans er bæði
margvíslegt og misjafnt. Hann
var, þegar honum tókst best upp,
ágætt skáld, með miklu ímyndun-
arafli, fjörugur og fyndinn rit-
höfundur bæði í lausu máli og
bundnu, og fjölfróður fræðimað-
ur. Hann var í heildi sinni ein-
hver sjerkennilegasti maður ís
lenskrar menningar á sínum
tíma og því er skylt að minnast
Óðinn. Ýmsir af eldri árgöng-
um hans, svo sem 4.—9. árg. fást
með miklum afslætti, allir 6 á kr.
10,00.
Síðustu árg., frá 17.—21. árg.,
fá nýir og gamlir kaupendur einn-
ig með miklum afslætti,alls 5 á kr.
20,00. Allir árgangarnir frá upp-
hafi, 21 árg., (inní vanta nokkur
blöð af fyrsta árg. og fjölgar
vantandi tölubl. smátt og smátt)
eru seldir á kr. 50,00.
hans að nokkru á aldarafmæli
hans.
----o----
Háskólinn. Innritun nýrra há-
skólaborgara fór fram 2. þ. m. og
er ræða rektorsins birt á öðrum
stað í blaðinu. Mintist hann
Bjarna Jónsson frá Vogi og starfs
hans fyrir mál háskólans og bauð
velkominn nýjan kennara, Niels
Dungal docent innan læknadeild-
arinnar og Svía einn, sem hjer
verður um stund og flytur fyrir-
lestra um sænskar bókmentir.
Flestir nýju stúdentamir lesa
læknisfræði, ýmsir lögfræði, en
guðfræði líklega fáir eða engir.
Sameiginlegur sóknarnefnda-
fundur verður haldinn hjer í
Reykjavík 19.—21. þ. m. og hefst
með guðsþjónustu, þar sem sr.
Sigurjón Árnason í Vestmanna-
eyjum prjedikar. Aðalmálin, sem
til umræðu verða eru: Kristin-
dómsfræðslan (sr. Ólafur í Arnar-
bæli og Sigurður Jónsson bama-
skólastjóri flytja fyrirlestra),
kristindómur og pólitík (sr. Ei-
ríkur á Hesti og kand. Sigurbj.
Á. Gíslason flytja fyrirlestra), og
hvernig gera eigi kirkjurnar vist-
legri (biskupinn).
Frón heitir kexverksmiðja, sem
nýlega er tekin hjer til staría.
Hefur ekki áður verið rekin hjeh
slík verksmiðjústarfsemi, en kex
vérið gert dálítið í brauðgerðar-
húsum. Er það fjelag sem rekur
hina nýju verksmiðju og í stjóm
þess eiga sæti Jón Laxdal, Eggert
Kristjánsson og Ágúst Jóhannes-
son. Er hinn síðastnefndi einnig
forstöðumaður verksmiðjunnar,
en skrifstofu- og afgreiðslumaður
hennar er Hjörtur Ingþórsson.
Ág. Jóh. hafði um skeið brauð-
og kökugerðarhú'S hjer í Rvík, en
hefur dvalið undanfarið erlendis
«
m. a. til þess að kynna sjer kex-
gerð og undirbúa verksmiðju-
stofnunina og er áhugasamur og
fær maður í sinni grein. Verk-
smiðjan byrjar ekki í stórum stíl,
en á væntanlega fyrir sjer að
vaxa, ef verðlag hennar og vöru-
gæði geta staðist erlenda sam-
kepni. En gæðin á þeim 16 teg.,
sem verksmiðjan er þegar farin
að framleiða, virðist fullkomlega
standast samanburð við erlendar
tegundir og verðið mun einnig
eiga að verða lægra en á þeim.
En innflutningur á erlendu kexi
hefur verið allmikill undanfarið,
numið um hálfri miljón kr. á ári,
að sögn. Ætti smámsaman að
vera hægt að framleiða hjer
heima mikið af því kexi, sem not-
að er, og fjölgar þá þeim vöru-
tegundum, þar sem Islendingar
geta sem mest búið að sinni
eigin framleiðslu. íslenskt smjör-
líki, öl og gosdrykkir hafa nú
því nær útrýmt erlendum tegund-
um samskonar og fleiri iðngrein-
ar hafa risið upp og gengið vel,
s. s. sápug^rð og kaffibætisgerð
o. fl. og mætti þó ýmislegt bæt-
1 ast við ennþá.