Lögrétta


Lögrétta - 05.10.1926, Blaðsíða 4

Lögrétta - 05.10.1926, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA ari trygging sje fengin fyrir því, að jarðirnar sjeu vel setnar. Er tæplega til ömurlegra ástand en það, þegar ríkissjóðsjarðirnar eru niðumíddar af embættismönn- um þjóðarinnar, þeim mönnum, sem eiga að vera leiðandi menn- imir á sem flestum sviðum. Og það er leitt til þess að vita, að ekki allfá dæmi finnast til þess að staðir fara í niðumíðslu. Vjer minnumst manna sem Vísa-Gísla og Bjöms í Sauðlauks- dal með virðingu og þeir gleym- ast tæplega meðan íslenskur bún- aður stendur og væri óskandi að vjer fengjum sem flestar slíkar lýsandi stjömur innan búvísind- anna í framtíðinni. Annars tel að slík undirbúningsdeild sem þessi þyrfti ekki að verða kostnaðar- söm. Eru starfskraftar fyrir hendi, bæði í Háskólanum og eins starfsmenn Búnaðarfjelags- ins. Einnig er til efnarannsóknar- stofa, sem þá yrði sniðin meir eftir þörfum landbúnaðarins. Svo er gróðrarstöðin, sem auðvitað yrði að stækka að mun. Einnig er stórbýlabúskapur að rísa upp í nánd við Reykjavík og mætti þar á ýmsan hátt koma við bún- aðartilraunum. Svo er ekki langt að stærstu ræktunarsvæðum landsins austanfjalls, en þar hlýt- ur að verða í framtíðinni miðstöð allrar tilraunastarfsemi, einkum þeirrar er lýtur að áveitum. Vonandi verður ekki langt þangað til hugsandi menn fara að kynna sjer máilð og rökræða það. Staddur á s.s. Islandi 17. sept. 1926. Vigfús Helgason. ——o------ Opid brjef til Jónasar Þorbergssonar. Herra ritstjóri! Þegar jeg var á ferð, að sunn- an í vor, og var staddur á Akur- eyri á Hvítasunnudag, var jeg hvattur til þess, að láta þig hafa eitt eintak af sögunni Lokadagur til umsagnar. Mjer var nú bæði „um og ó“. Að vísu þekti jeg þig að því, að þú ert á margan hátt greindur maður og ritfær, enda verður við einhverju töluverðu að búast af ykkur ritstjórunum, sem berið ábyrgð á blöðum þjóðarinnar. Að vísu hefur mjér nú stundum fundist, að það kastist í ónota- lega kekki í ritdeilum. En þar mun þjer íinnast, að þú berir herðarn- ar uppúr því brimi, sem á bátinn þinn hefur skvett. Mjer var nú þetta ljóst, hversu óvæginn þú ert við mótstöðu- menn þína. En í því trausti, að þú ritdæmdir söguna með fullum skilningi, og tækir nokkumveg- inn rjetta afstöðu í því máh, fjekk jeg þjer „Lokadaginn“. Nú hefur mjer borist „Dagur“ í hendur, 36. blað, með umsögn um „Lokadaginn“. En satt að segja úr því að jeg á annað borð er búinn að geta af mjer þennan „króa“, stendur mjer ekki á sama um, hvernig með hann er farið og þoli ekki að honum sje misboðið. Jeg er nú einu sinni svona skapi farinn, að mjer dett- ur ekki í hug að liggja eins og marin mús undir fjalaketti. Jeg veit það ósköp vel, að það er óviðfeldið, að þurfa að standa í því, að verja sín eigin verk, hvað skáldskap snertir. Það á víst að heita, að það sje orðin ríkjandi hefð, að taka því með þögn og þolinmæði, sem ritskýr- endum þóknast að láta frá sjer fara í því efni. — Að þessu hef jeg ekki brotið þessar reglur, hvað sögur mínar snertir, enda hefur þeirra verið minst hlýlega af greindum mönnum. Jeg hef nú hjerna á borðihu fyrir framan mig fjórar umsagn- ir um „Lokadaginn“ úr sunnan- blöðunum. Og úr norðanblöðum þessa einu „hreytu“ úr „Degi'. Umsagnirnar að sunnan eru eftir þá dr. Helga Pjeturss, Jón Bjömsson, Jakob J. Smára og Jónas frá Hriflu. Jeg kann þeim öilum bestu þakkir fyrir þetta og verða ritningarnar þó ekki sam- hljóða. En allir hafa þeir þau orð um bókina, hver á sinn hátt, að jeg má vel við það una, og dóma þeirra Jónasar og Smára tel jeg mjer sém nokkurskonar brjóstvörn í því stríði, sem um söguna kynni að standa í náinni framtíð, — Þegar jeg fór yfir umsögnina í „Degi“ brá mjer dálítið í brún. Það hvílir — eins og við vitum — ábyrgð á rithöfundum. En það hvílir ekki mikið minni ábyrgð á ritskýrendum. Jeg lít svo á, að þeir verði að setja sig vel inn í efnið, setja sig eins og í spor höfundanna, taka fult tillit til mentunar þeirra og æfikjara, o. s. frv. Efnið, sem höfundar leggja til þessara skáldsagna, er misjafnt að gæðum, sem svo er kallað. Sumir taka sjer það fyrir hendur að lýsa því sem fagurt er og að- laðandi fyrir fólkið, lýsa blóm- skrúði og ástum og róta aldrei við löstum þjóðfjelagsins. En það getur orðið væmið, þegar til lengdar lætur. Eins er það með heimsádeiluna,. hún getur orðið römm á bragðið og skerandi sár. — Sjóþorpin okkar eiga fullan rjett á því, að þeim sje lýst í skáldsögum frá sjónarmiði virki- leikastefnunnar. En annað mál er það, hvort öllum geðjast þær lýs- ingar. Jeg vík nú aftur máh mínu að umsögn þinni. Þama hefur þú nú ráðist á garðinn þar sem hann er ekki hæstur. Jeg finn það ósköp vel, að mjer er mikið ábótavant í skáldsagnagerð, eins og að líkindum lætur. Jeg hef aldrei neinnar mentunar notið. Ekki svo mikið sem gengið á bamaskóla, og alla daga átt við þau lífskjör að búa, sem fáum nútíðarmönnum þættu árennileg. Þrátt fyrir það hef jeg tekið mjer það vandaverk á hendur, að skrifa sögur í hjáverkum mín- um, stundum lúinn og illa til reika, án þess að biðja mjer vægðar — eða bitlinga. Og mjer dettur margt í hug, og hef nú tvær sögur í smíðum, og örlítil drög til þjóðfræðisöfnunar í haf- sæi. En mjer hefur orðið það á, í sögum mínum, að beita sjón- inni að skuggahliðinni. Nú kveður þú upp hæstarjett- ardóminn um „Lokadaginn“ og segir þar fullum orðum, að „söguefnið sje grautur einn, óljós og sundurlaus“. Að vísu tekur þú það fram, að „afla-Bjöm“ sje eina persónan, sem telja megi að lýst sje svo, að tekið verði eftir henni. En hann hverfi brátt nið- ur á botninn, o. s. frv. Þú segir ennfremur að í skáldsögunni sjeu engin úrslit, sem nokkru skifta, og þeir Dagbjartur og Bergþór geri eða segi ekki neitt e ftir- minnilegt. — Áttu þeir að drepa mann? Mjer dettur nú í hug, að þú hafir ekki mikið verið að brjóta efni sögunnar til mergjar, aðeins slett þjer niður, og skrifað þetta „í fússi“. Þetta getur orðið mjer hálf- gert brauðníð, eins og stendur, meðan jeg er að berjast við að selja bókina, að jafnmerkur rit- stjóri skuli hafa þessi orð um söguna, sem ekki er búin nema að hálfu leyti, getur farið svo, að jeg komi framhaldi sögunnar aldrei í verk, eins og í garðinn er búið fyrir mjer. Þeir sem á ann- að borð taka mark á ritdómum, þurfa nú stundum minna til, en þetta. En jeg lít svo á, án þess að sleikja mig upp við nokkum mann, að bókin eigi erindi til þjóðarinnai-, þrátt fyrir margar misfellur, og má lengi deila um smærri atriðin. En jeg tel mig eiga heimting á rökstuddum dóm- um, og þannig á Jónas Þorbergs- son að skrifa. Því verður ekki neitað, að sagan_ er ádeila, sem margir firtast við, þegar þeir skilja ekki það, sem þeir em að lesa, og hafa aldrei botn í neinu, án hjálpar. Einn spekingurinn hjer á Húsavík, til dæmis, hafði • þau orð um bókina, að hann ósk- aði eftir því, að hún hefði aldrei inn á hans heimili komið. Nú líður honum mæta vel, eftir að hafa lesið þessar línur í „Degi“ um „Lokadaginn“. Mjer hefði þótt vænna um, að þú hefðir verið búinn að birta þessar línur um söguna þegar þú varst á ferðinni hjer á dögunum. Jeg hefði þá að líkindum losnað við að skrifa þjer þetta. Jeg er nú nýkominn af sjó og verð nú feg- inn að hætta þessu í bráðina, og fara að sofa. En nú á jeg eftir að reyna á drengskap þinn, hvemig þú snýst við þessu svari. Jeg býst ekki við því, að þú hgg- ir kyr, og getur þá farið svo, að þú neyðir mig til þess að bera að þjer kaldan penna áður en lýkur. Með fullri virðing. Theódór Friðriksson. ----o----- Mannamælingarit próf. Guðm. Hannessonar er nú komið víða meðal erlendra fræðimanna og hafa ýmsir þeirra skrifað um það í sjerfæðirit og yfirleitt mjög lof- samlega. Einhver hinn fróðasti maður um þessi efni, Halfdan Bryn, hefur t. d. skrifað um bók- ina alllanga grein í september- hefti Norsk Magasin for Læge- videnskapen. Segir þar m. a.: Það er mjög mikið og gott starf, sem prófessor G. H. hefur hjer af höndum int. Það er sem sje enginn hægðarleikur að safna svo miklu mannfræðaefni á Islandi. Hjer í Noregi þarf aðeins að fá herforingjaleyfi og er þá úr að velja eins mörgum þúsundum manna og óskað er. G. H. hefur orðið að leita á náðir góðviljaðra Hin heimsfræga „DIABOLO‘‘- MríliMMfLÍ) skilvínda ásamt uilum nauðsynlegustu varahlutum fyrirliggjandi. V ersL V adnes iáími 228. Skólasöngvar með þrem samkynja röddum eftir Friðrik Bjarnason. — Fæst hjá bóksölum. — KENSLUBÆKUR Steingr. Arasonar: Landafræfði, Reikningsbók, Litla skrifbókin, Lesbók fyrir byrjendur og Sam- lestrarbókin nýja. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu Laugaveg 17B Reykjavík. borgara. Hann hefur að nokkru leyti orðið að sækja efnivið sinn út á götur og gatnamót, inn í sam- komusal Alþingis og á marga aðra staði. Honum hefur tekist að safna efni, sem er einstakt í sinni röð, og honum hefur tekist að vinna úr því á þann hátt, að það mun vissulega verða athugað með mesta áhuga um öll lönd og mun halda gildi sínu um alla tíma. Væri óskandi að aðrir fylgdu dæmi hans annarsstaðar á Norður löndum. — Annar vísindamaður, van Gennep hefur einnig nýlega skrifað um bókina í franska tíma- ritið Mercure de France. Segir hann þar m. a., að í bókinni sje ekki einungis eftirtektarverð samvitskusemin og nákvæmnin í meðferð efnisins frá sjónarmiði hreinnar mannfræði, þjóðfjelags- fræði og ættfræði, heldur einnig varúð höf. og gætni í ályktunum. Ritgerðin er svo samvitskusamleg, segir Gennep ennfremur og unn- in þrátt fyrir svo marga erfið- leika og ber vott um svo mikla þekkingu og natni að jeg er hik- andi við að setja fram nokkur mótmæli. ----o---- Prentsm. Acta. kistuna aftur. Líkmennimir koma og sækja hana og svo er sagt: Aktu, ökumaður. Þannig er farið að því að kom- ast í himininn. Kista er sótt, sem ekkert er í, og henni er ekið burt með einhverju í. Það er greftrun, De pro- f u n d i s“. Sólargeisli skein framan í Cosettu. Hún opn- aði munninn og leit út eins og engill, sem er að drekka ljósið. Jean Valjean var aftur tekinn að horfa á hana; hann hlustaði ekki á Fauchelevent lengur. En það er eng- inn ástæða til þess að þegja, þó að enginn hlusti á. Garð- yrkjumaðurinn gamli hjelt rólegur áfram tali sínu. „Gröf verður tekin í Vaugirard-kirkjugarði. Það er sagt það eigi að leggja garðinn alveg niður. Þetta var einu sinni opinber kirkjugarður, en nú hefur hann orðið að fara úr frakkanum og segja af sjer, það er skaði af því hann er á svo þægilegum stað. Jeg á góðan kunningja þar, Mestienne gamla, grafarann. Nunnurnar hafa einkarjett til þess að vera grafnar þar á náttarþeli. Það e'r til sjer- stök tilskipun um það efni frá yfirvöldunum. Ó-já, margt hefur nú komið fyrir síðan í gær. Móðir Lucifixion er dá- in og herra Madeleine . . .“ ... „er grafinn“, sagði Jean Valjean og brosti þunglyndislega. Fauchelevent tók bjölluna af króknum í snatri, og batt hana um fót sinn. „I þetta sinn er það jeg, sem verið er að kalla á, sagði hann. „Abbadísin er að kalla á mig. Æ, þarna stakk jeg mig á teininum. Bíðið þjer nú eftir mjer hjema, herra Madeleine, og farið ekkert hjeðan. Það er eitthvað á seiði, hvað sem það er nú. Ef þjer eruð hungraður, þá er þama brauð, ostur og vín“. Og hann gekk út úr kofanum og sagði um leið: „Já, nú er jeg að koma“. Jean Valjean sá hann flýta sjer gegnum garðinn eins og hann mátti hrað- ast fyrir halta fætinum og skotraði um leið augunum til melónbeðanna sinna. Ekki voru liðnar tíu mínútur áður en Fauchelevent gamli, sem rak allar nunnur á flótta með bjöllunni sinni, barði hægt að dyrum nokkmm, og blíð rödd svaraði: „Til eilifðar!“ en það þýðir sama sem: „kom inn“. Þetta voru dymar að samræðuherberginu sem garð- yrkjumaðurinn mátti koma í, er hann hafði sjerstök er- indi með höndum. Herbergið var næst ráðstefnusalnum. Abbadísin sat í eina stólnum sem þar var og beið eftir Fauchelevent. Abbadísin var hin lærða, viðmótsþýða ungfrú de Blameur, og nefndist móðir Innocente. Hún var að jafnaði glaðleg á svipinn, en nú var andlit hennar alvarlegt og bar vott um geðshræringu, og talnabandið rann í sífellu milli fingra hennar. Garðyrkjumaðurinn laut henni feimnislega og staðnæmdist við dyrnar. Abbadísin leit upp og mælti: „Jæja, það emð þjer, Fauvent“. Þetta var stytting á nafni hans, sem notuð var í klaustrinu. Fauch- elevent hneigði sig aftur. — „Jeg hefi látið kalla á yður, Fauvent“. — „Hjer er jeg, háæmverðuga móðir“. — „Jeg þarf að tala dálítið við yður“. — „Og jeg“ sagði Fauch- elevent gamli, með þeim djarfleik, að hann var sjálfur nærri því hræddur við það undir niðri, „þarf líka að tala dálítið við yður, háæruverðuga móðir“. — Abbadísin leit á hann með nokkurri furðu. — „Já, einmitt það, þjer þurfið líka eitthvað að tala við mig“----„Já, mig lang- aði til þess að biðja yður um dálítið".----„Segið þjer mjer hvað það er“. — Fauchelevent gamli var sveitamað- ur, en þrátt fyrir það hafði hann nokkra lipurð til að bera, og stafaði það af því að hann hafði verið skrifari fyrmm. Mentunarleysi, samfara greind, er afl; það verð- ur ekki vart við greindina og þess vegna hefur hún áhrif. Hann hafði nú verið í klaustrinu rúm tvö ár, og hann hafði haft lag á því að láta mönnum þykja vænt um sig. Hann var altaf aleinn við garðyrkjustörf sín og gat þess vegna tæpast komist hjá því að verða forvitinn. Allar þessar slæðusveipuðu konur, sem hann sá koma og fara álengdar, vom lítið annað en skuggar á hreyfingu í hans augum, en með því að beita allri athygli, tókst honum að sjá hold á þessum svipum, og afturgöngumar urðu lif- andi. Hann var eins og heymarleysinginn, sem fær næm- ari sjón, eins og blindur maður, sem fær næmari heym. Hann hafði gjört sjer far um að komast að því hvað átt væri við með öllum þessum mismunandi hringingum, og honum hafði tekist það svo vel, og honum var ekki ókunn- ugt um neitt , þessu þögula og undarlega klaustri. Þessi þögla bygging ljóstraði upp við hann öllum sínum leynd- armálum. Fauchelevent vissi um alt en hann þagði um það sem hann vissi. Allir í klaustrinu hjeldu að hann væri bjálfi. Atkvæðisbæru mæðurnar möttu hann mikils, því þær höfðu traust á honum. Auk þess lifði hann reglusömu lífi og fór aldrei út nema starf hans við garðinn krefðist þess, og það var líka metið mikils. Engu að síður hafði hann haft vit á að veiða upp úr tveim mönnum, dyraverði klaustursins, sem þekti öll leyndarmál samræðuherbergis- ins og grafaranum við kirkjugarðinn, sem þekti alt er laut að greftrununum, og á þann hátt hafði hann fengið vitneskju um bæði líf og dauða nunnanna. En hann mis- beytti ekki vitneskju sinni. Hann var gamall og haltur, virtist ekki sjá neitt og heyrði að líkindum enn minna — ágætir eiginleikar. Það hefði verið erfitt að finna mann, sem hefði1 verið betur kominn í þessa stöðu, er hann gegndi, svo það var ekki kynlegt þó að klausturbúum þætti mikils um hann vert. Fauchelevent gamli hjelt nú langan og kænlega sam- inn fyrirlestur á sveitamáli sínu, yfir abbadísinni, með þeim óhultleik, sem samfara er meðvitundinni um að vera mikils metinn og eiga það skilið. Hann fór mörgum orð- um um aldur sinn og hrörleika, um það hvað honum væri nú farið að verða örðugt um alt, hvað þessi stóri garður þarfnaðist mikils umstangs — hann hefði nú t. d. orðið að breiða mottur á melónubeðin í nótt —, og svo endaði hann með því að segja, að hann ætti bróður — (abbadísinni varð hverft við) —, sem væri nokkuð við aldur — (abba- dísin sýndi það með látbragði sínu, að henni varð hug- hægra) —, og að hann gæti komið og búið hjá sjer, ef abbadísin leyfði það; hann væri fyrirtaks garðyrkjumað- ur, mikið duglegri en hann sjálfur. Klaustrinu gæti því orðið mikið gagn að honum. Ef hann gæti ekki fengið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.