Lögrétta


Lögrétta - 26.10.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.10.1926, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Grænland. Meðal þeirra manna danskra, sem mest hafa látið Grænlands- málin til sín taka og kunnugastir eru þeim er Peter Freuchen. Hef- ur hann nýlega skrifað í Poli- tiken alllanga grein um fiskiveið- arnar við Grænland. Þar sem mik- ið er einnig um þessi mál rætt hjer á landi nú og í ráði er að íslensk útgerð hefjist við Græn- land, má gera ráð fyrir því, að ýmsum þyki fróðlegt að heyra eitthvað af skoðunum Freuchens. Lögrjetta hefur annars áður flutt margar greinar um atvinnulíf á Grænlandi og möguleika Islend- inga þar, jafnframt því sem hún hefur skýrt frá helstu skoðunum, sem komið hafa fram um rjettar- stöðu Grænlands og nú eru al- kunnar, af greinum Jón Dúason- ar, Einars Benediktssonar og Ól- afs Lárussonar, sem skrifaði ítarlega um alla þá hlið málsins í Andvara. Freuchen hefur gert ýmsar at- hugasemdir við nýlendustjórnina í Grænlandi, en er þó samþykkur höfuðatriðum hennar, s. s. því, að útiloka eigi samkepni, sem verða muni til þess, að baka Grænlend- ingum tjón eða útrýma þeim al- veg. En hinsvegar er hann and- stæður þeirri framkvæmdalausu innilokun sem lengi hafi ríkt þar og gert landsfólkið fátækt og framtakslaust og hamlað því, að auðsuppsprettur landsins yrðu notaðar. Á þessum sviðum seg- ir hann þó að breyting hafi orð- ið á síðustu árum og sje nú lífið í Grænlandi óðum að færast í nýtískuhorf og hagur landsmanna fari batnandi. Þetta hefur fengist á þann hátt segir hann, að framkvæmdirnar hafa verið reistar á grundvelli vísindanna. Það er einn maður öllum öðrum fremur, sem skap- að hefur nýtískulífið í Grænlandi, Adolf Jensen, sem nú er prófess- or í dýrafræði við Hafnarháskóla. Hann fór tvær rannsóknarferðir til Grænlands með skipinu Þjálfa á árunum 1908 til 1909. Þá var fyrst fyrir alvöru sýnt fram á hina miklu fiskiveiðamöguleika við Grænland og 1910 var fyrsta útgerðarstöðin stofnuð í Juliane- haab. Síðan hafa fiskiveiðamar far- ið sívaxandi og verið að því stefnt að koma á nýtísku veiði- aðferðum og að því að gera Græn- lendinga sjálfa að sjálfstæðum smáútgerðarmönnum, sem ættu áhöld sín. En Grænlandsverslunin kaupir svo aflann og fá Græn- lendingamir áþekt verð fyrir fiskinn og íslenskir og færeysk- ir fiskimenn. Hefur verið reynt að nota bæði seglskip, vjelbáta og róðrarbáta og stundum kajakka. Þykja vjelbátamir gefast best. Stundum eru líka notaðir vjel- bátar til hjálpar smærri róðrar- bátunum, til þess að draga þá á miðin og af þeim, eða flytja fyrir þá fiskinn á land. Á þennan hátt hefur fjöldi fólks fengið góða at- vinnu, við veiðar eða fiskaðgerð, í ýmsum plássum þar sem áður var atvinnuleysi og fátækt meðan gömlu veiðiaðferðimar tíðkuðust. Veiðarnar eru ýmist stundaðar inni á fjörðum, eða á miðum sem liggja alt að 16—20 mílur undan landi. Vertíðin er aðallega frá því í miðjum júlí þangað til síðast í septemb. og þá einkum veitt heil- agfiski. Heilagfiski og smálúða ér veidd umvörpum og send út úr landinu söltuð eða soðin niður í dósir. Er einkum gert ráð fyrir því, að niðursuðan muni aukast mjög mikið. Sú aðferð hafði ekki verið reynd fyr en í fyrra og voru þá fluttar út til reynslu 66 þúsund dósir og flugu þær út á skömmum tíma. Annars hefur fiskur sá, sem aflast við Græn- land verið sendur burtu salt- aður á ýmsan hátt, einkum þorsk- urinn. En af honum eru uppgrip og hann hefur aldrei bragðist frá því 1910 að veiðarnar byrjuðu. Framleiðslan var síðastl. ár 856 þús. kg. á Suður-Grænlandi. Veið- ar í ís er talið að óframkvæman- legar sjeu við Grænland þar sem of langt sje til næstu markaðs- hafna í Evrópu. Hákarlaveiðar era einnig mikið stundaðar Ekki er það þó annað en hfrin, sem er markaðsvara, en af henni hefur komið í verslanir um 5700 tunnur til jafnaðar á ári síðastl. 10 ár. Skrápurinn hef- ur verið lítið notaður ennþá, en nú er verið að smáauka notkun hans í vasabækur, töskur o. sl. Laxveiðar hafa einnig verið reyndar nokkuð í grænlensku án- um. Var stofnuð niðursuðuverk- smiðja við eina laxauðugustu ána, en ekki hefur þetta þótt nema kostnaði þar og er nú hætt við það. Mest voru framleiddar 23 þús. 14 kg. dósir(1914).En veiðin var svo rýr, að þrátt fyrir ýms friðunarákvæði, var framleiðslan komin ofan í 11 þús. dósir. Nú er lax fluttur út saltaður, um 500 tunnur á ári. Þó er svo mikill lax í ánum, að hann hefur mjög mikið gildi fyrir daglegan bú- skap landsmanna. I heild sinni eru nú að verða stórfeldar breytingar á öllu lífi í Grænlandi og lífsháttum fólks þar. Grænlendingar eru að hætta að vera reikul ættasambönd með sameignarskipulagi, en era í staðinn að verða sæmilega ment nýtísku fiskveiðaþjóð með föstum bústöðum og einstaklings eign — undir stjórn Dana. ---0---- RirifirlHii-shlfii (Guðm. sýslum. og Halldór á Ásb j amarstöðum). Báðir tveir ný-útkomnir og prentaðir í sama mund. Báðir lið- lega til fara; sýslum. í stærra broti og blárra bandi, — eðli- lega: yfirvaldið. Eigi miklir fyr- irferðar: báðir til samans 20 arkir tæpar als; en ærið dýrt seldir, eftir stærð og gæðum. Hugarstefna þeirra og yrkis- efni eru afarsvipuð: grænar hlíð- ar og glófagurt sólskin, gamalt fólk (skiljanlegt) og góð börn. Lítið hvarflað að öðrum efnum. Einkum er það sýslumaðurinn, sem er sjerlega heimakær í stef- yrðum sínum; svo að við liggur að allur undirgrunnur ljóðstarfa hans sje föðurgælur við valin og vel „örtuð“ afkvæmi sín; — auk þess varpað augum út á græn og glitfríð engi, þar sem sjaldan verður hreta nje hrakviðra vart. Svo rífur hann sig ögn upp í heimspeki á stöku stað; en þó með allri trúargætni, — eins og prestur, sem altaf verður að muna vel eftir „rjettum skilningi orðsins" og máske eru flest ljóðin rímaðar ræður í uppbyggilegum anda. — Meðferðin er liðleg, al- þýðleg, og sítst af öllu þung. Þetta má taka sem dæmi: „Enginn veit og enginn leit hvað eilífð gefur, Enginn veit hver annan grefur, Enginn veit hver sigrað hefur“. Þessi vísa, er nú fer, þykir sýslum. sjálfum best í bókinni: „Himinn og jörðin leika í logum, Ljósálfar dansa á grundum og vogum. Sólgeislinn döggina, er dimm- unni kveið, dýrðinni vefur um miðnætur skeið“. Þokkaleg ljóðabrjef era hjer og einnig ýmsar als ei ósmellnar lausavísur. Þessa má sýna: „Stígðu ekki á stráin veik; stýfðu ei ungar fjaðrir. Gerirðu öðrum lífið leik, lifirðu sælli en aðrir“. Einnig þessa: „Rýmkast fer um rindana; rýrna klakabólin. Tyllir nú á tindana tánum blessuð sólin“. Tvö kvæði góð eru hjer til kunningja. Þar úr skal jeg taka þessa vísu: „Þegar yfir skeflir skafl, skaflinn fárs og nauða, hann við Ægi teflir tafl, taflið lífs og dauða“. Best þykir mjer þessi vísa í bókinni: „Er sem handan ljómi land, logi sanda gylli; kærleiks andi bindi band beggja stranda milli“. Gallinn er þó sá, að hún minnir of mjög á alkunna vísu eldra skálds (E. Ben.). Hjer eru loks þó nokkur hugg- unarrík erfiljóð með eldra laginu: sá liðni ávarpaður með loflegum orðum, og aðstandendum heitið endurvist með honum „á hæðum“. Þetta er efni sýslumannsljóð- anna. Og alls ei að undra, þó að hugnæmur og hjartahlýr valds- maður hugsi fyrst og fremst til afkvæma sinna, þegar hann lítur upp úr lagabálkunum, svo til góðra vina sinna, einnig til óheppnisbarna þjóðfjelagsins. Hann yrkir sjer til „hugarhægð- ar“, og þá með gömlu lögunum, sem hann lærði í æsku; svo að varla verður vart neins nýríms eða nýhugsunar hjá Guðmundi. Rjett alstaðar áferðargóður og þokkalegur í rími, eins og skikk- anlegt yfirvald er í framgöngu: andans útrásir sínar í umbrota- áttina hefur hann frá sjer sent með pólitískum þönkum, það sem ekki komst laga-leiðina. Þá verð- ur ekkert eftir nema prúðhug- urinn, hlýjan og prestsandinn, sem víst er ei lítill hjá honum. Og lýk jeg þar við sem jeg kalla hann notalegt heimilisskáld. Því hvorki er hann framsóknar-, þjóð- ræknis-, ásta-, umbrota-, djúp- hyggju-, hreysti-, sárkenda-, eða sagna-skáld, — heldur einmitt þetta. Þá er Halldór. Hann er þó ögn annars eðlis. Umbrot er þar að vísu fátt um. Og mjög heldur hann sig að heimahögum. En hjá honum verður á ýmsum stöðum talsverðrar djúphyggju vart. Hann „spekúlerar“ ei- lítið yfir tilverunni; þótt meginþáttur þess sje á mjög guðrækilega vísu. Sumstaðar koma fyrir rímaðar ræður. Og er sjáanlegt, að fyrir- myndir hans hafa fyrst verið geðugir og sinnugir prestar. Sál- kendaljóð eru ei fá þarna; og þá alloft með dýpra sjónarbliki á lífið en alvanalegast er; — og til á hann vald þjóðlegra tóna. Bendir þetta hvorttveggja á hreingetinn skáldhug skýrleiks- manns. Og eru þetta sæmileg efnisgæði, þótt ei fylgi djúpgraf- in hyggja, órar eða þróttugt um- brotafálm. Halldór er ei hót smeykur heldur við nýja brag- hætti eða nýyrði, sem ætíð liggja sjerkendum góðskáldum á tungu, — án þess að leitað sje í orða- bókum! — Gallinn á bókinni er sá, að hjer vantar öll hin mjög þekku erfiljóð skáldsins, sem al- kunn eru um Borgarfjörð, og fleiri góðkunn kvæði. Dæmi úr Halldórsbók tek jeg þetta: „Vorsins geisli, vinur minn, vænginn mjúka láttu þinn vefjast utan um vininn hinn, — vos má hann ekkert bíða. Þú, sem sjer í sálir inn, signir bláan himininn. lífgar rós í kletta-kinn, kyssir tár á jökulinn, — láttu hann ekkert líða, — láttu hann engu kvíða, — lýstu honum leið í dalinn fríða. Segðu honum sögu af mjer, — söguna þá,sem leyndust fer: að jeg sitji og saumi hjer, — saumi gullnum þræði rósir handa honum einum í klæði. Segðu honum satt af hverju spori, sem jeg úti sauma á þessu vori. Þetta spor er þrekið hans, þetta spor er brosið hans, þetta ástaraugað hans, yfirbragð og trygðin hans, vonin hans og viljinn hans, vitið hans og þekking hans, mannúðin og hugsjón hans; — hann á þessi merki 1 í verki. I-Iann á alt í hugsun minni og verki. Komin er rósin klæði á; kærleikurinn býr þar hjá. Finn jeg hjartað hefjast, slá; heyri jeg mína instu þrá. Hingað sólin horfa má; henni einni er tækt að sjá sögu mína og sæluspá síðla dags á vori. Hún er fólgin í hverju mínu spori, — og hverju nálarspori“. Skjótt að segja era bæði þessi skáld upp gróin í jarðvegi 19. „Hvaðan ætlið þjer að fá hana?“ — „Þar sem eru grind- argluggan, þar era líka járnstangir. Jeg hef stóran hlaða af þeim í garðinum“. — „Jæja, það er þá nálægt stund- arfjórðung í tólf í nótt. Gleymið því ekki“. — „Háæru- verðuga móðir!“ — Já, hvað þá?“ — „Ef þjer skylduð þurfa að láta gera eitthvað þessu líkt síðar, þá skuluð þjer muna eftir bróður mínum. Hann er jötunn að burð- um, heljarmenni“. — „Gerið þjer þetta nú eins rösklega og fljótt og yður er unt“. — „Já, það verður nú enginn ofsahraði á þessu, eins gamall og farinn og jeg er orðinn. Þess vegna er það, sem jeg er að biðja um aðstoðarmann. Auk þess er jeg draghaltur“. — „Það er engin synd að vera haltur og hver veit nema það sje blessun því sam- fara. Hinrik keisari annar, sem barðist við svikapáfann Gregor og setti Benedikt áttunda á stól aftur, hefur tvö viðumefni: Hinn helgi og hinn halti“. — „Já, en það er nú ágætt“, tautaði Fauchelevent gamli.' „Jeg held, að við getum ætlað okkur eina klukkustund, Fauvent. Það er . ekki ofmikið. Verið þjer hjá höfuðaltarinu klukkan ell- efu með jámstöngina yðar. Guðsþjónustan hefst klukk- an tólf, og öllu verður að vera lokið rúmum stundarfjórð- ungi áður“. — „Jeg skal gera alt, sem í mínu valdi stend- ur, til þess að sýna kostgæfni mína í þarfir klaustursins. Þetta er þá afráðið: Jeg negli kistuna aftur; stundvíslega klukkan ellefu er jeg kominn í kapelluna; söngkonurnar eru þar líka og móðir Ascension. Tveir karlmenn væru nú betri, en það er ekkert um það að fást. Jeg hefi lyfti- stöngina með mjer; við Ijúkum grafhvelfingunni upp, hleypum kistunni niður og lokum hvelfingunni aftur, svo að engar menjar sjáist og stjómina grani ekkert. Þá er alt í röð og reglu, háæraverðuga móðir, er það ekki?“ — „Nei, eitt er eftir“. — „Hvað er það?“ — „Tóma kistan“. Þarna var vandinn meiri. Fauchelevent braut heilann og abbadísin braut heilann. „ Hvað eigum við að gera við þessa kistu, Fauvent?“ — „Það verður að jarða hana“. — „Tóma?“ — Ný þögn. Fauchelevent vísaði þessari óþægilegu spumingu af höndum sjer með því að rjetta út vinstri handlegginn. „Það er jeg, háæruverðuga móðir, sem negli kistuna aftur í líkstofunni hjá kapellunni. Eng- inn nema jeg getur komið þangað inn, og jeg breiði lík- klæðið yfir kistuna“. — „Já, en' þegar líkmennirnir lyfta henni upp á vagninn og hleypa henni ofan í gröfina, verða þeir varið við, að hún er tóm“. — „Hver fja . . . Já, þetta er alveg satt, háæruverðuga móðir!“ sagði Fauchelevent. Abbadísin tók að gera krossmark og horfði fast á garð- yrkjumanninn. Hann flýtti sjer að koma með uppástungu, til þess að eyða miður þægilegum áhrifunum, sem blóts- yrði hans hafði valdið, þó að honum hefði tekist að stöðva það. „Jeg fylli kistuna með mold, háæraverðuga móðir“, sagði hann, „þá halda þeir að lík sje í henni“. — „Já, það er alveg rjett. Mold og maður er sama. Jæja, þjer sjáið þá um tómu kistuna“. — „Já, það skal jeg gera“. Svip- urinn á abbadísinni hafði alt til þessa verið heldur þung- búinn, en nú glaðnaði yfir honum. Hún benti Fauchelevent á að samræðunni væri nú lokið og hann haltraði til dyr- anna. Þegar hann var að fara út um þær, tók hún vin- gjamlega til máls og sagði: „Jeg er ánægð með yður, Fau- vent. Á morgun eftir jarðarförina getið þjer komið með bróður yðar og látið hann koma með litlu telpuna“. Fauchelevent var ekki röskur á fæti, og nú bættist það við að hann vissi hvorki upp nje niður. Hann var heil- an stundarfjórðung að komast til kofa síns. Cosetta var vöknuð og Jean Valjean hafði setst hjá henni við eldinn. Rjett þegar Fauchelevent var að koma inn, benti Jean Valjean henni á körfu garðyrkjumannsins, sem hjekk á veggnum, og sagði: „Hlustaðu nú á, Cosetta litla, við verð- um að fara úr þessu húsi, en við komum hingað aftur og hjer mun okkur líða vel. Gamli, góði maðurinn ætlar að bera þig hjeðan á bakinu. Þú átt að bíða eftir mjer hjá gamalli konu; þangað kem jeg til þess að sækja þig. Láttu mig nú sjá, að þú sjert vel hlýðin og segir ekkert, annars kemur madama Thenardier og tekur þig“. Cos- etta setti á sig alvörusvip og kinkaði kolli. Jean Valjean sneri sjer við við hávaðann er Fauchelevent hratt upp hurðinni. „Jæja?“ — „Alt er komið í lag, og ekkert er komið í lag, alveg eftir því hveraig á er litið“, sagði Fauchelevent. „Jeg hef leyfi til þess að láta yður koma hingað, en áður en jeg get notfært mjer það, verð jeg að koma yður hjeðan burt. Þaraa er það sem hnífurinn stendur í kúnni. Það er enginn vandi með aukaatriðin“. — „Þjer ætlið þá að bera hana út?“ — „Já. Jeg vona að jeg geti treyst því að hún haldi sjer saman?“ — „Jeg ábyrgist það“. — „En hvað er um yður sjálfan, Made- leine?“ og eftir vandræðaþögn bætti Fauchelevent við: „Getið þjer ekki komist út á sama hátt og þjer komuð inn?“ Jean Valjean ljet sjer nægja að svara í þetta sinn eins og áður: „Það er ógemingur“. Fauchelevent, sem talaði öllu heldur við sjálfan sig en Jean Valjean, tautaði: „Og svo er það annað, sem kvelur mig. Jeg sagð- ist skyldi fylla hana með mold, en jeg held ekki að það sje hægt; moldin er ekki kyr, hún hreyfist. Líkmennirnir verða varir við þetta og stjórnin kemst að þessu, Made- leine“. Jean Valjean gaut til hans hornauga og var ekki ugglaus um að hann væri með rjettu ráði: „Hvernig í fjandanum ætlið þjer að komast hjeðan?“ sagði Fauche- levent ennfremur. „Þetta verður alt að gerast á morgun, því á morgun verð jeg að koma með yður til abbadísar- innar. Hún á von á yður“. Hann skýrði Jean Valjean því næst frá því, að þetta væri laun fyrir greiða, sem hann gerði klaustrinu, og að það væri þáttur í starfi hans að vera við greftranirnar — hann ætti að loka kistunum og hjálpa grafaranum í kirkjugarðinum. Hann sagði að nunn- an, sem dáið hefði um morguninn, hefði heimtað að verða grafin í líkkistunni, sem hún hefði notað fyrir rúm, og verða sett í grafhvelfinguna undir altarinu í kapellunni. Þetta var þvert ofan í lögreglusamþyktina, en hún var ein þeirra, sem ekki var hægt að neita um neitt. Abbadísin og atkvæðisbæru mæðumar ætluðu að uppfylia þá ósk hvað sem stjóminni leið. Hann, Fauchelevent, átti að loka kist- unni, taka steininn upp í kapellunni og hleypa líkinu niður

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.