Lögrétta


Lögrétta - 26.10.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 26.10.1926, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 aldar (en ei 20.). Þekkilegir liði- menn í ljóðsmíða-flokki þeim, g*m fram rann um og eftir 1880. Þorsteinn úr B». ——o-—— Viltur vegar. Lemur hríð og hagli, hvergi vært ar lengur, mitt á myrkum vegi maður einn þó gengur. Ásýnd, heift og harka, hnefar kreptir, voði. Rödd hans kveður kvæði, köld sem grafarboði: — Efl þú styrk þinn, stonnur! Strýk þú lönd og þjóðir! Brjóttu fjöll og borgir! Blás í Vítis glóðir! Hversu sem þú hamast heims um salarkynni er þó öllu meiri ofsi í sálu minni. Hrekst jeg hafna milli, hvergi næ þó landi. Bylgjur böls og feigðar brotna á Dauðasandi. Fúnar eru festar, flest úr lagi gengið. Verri hríð í hafi hefur enginn fengið. Gamla sagan sannast, sögð um þjóðir fomar. Illa gróa undir eiturbrandi skomar. Djöfullinn og Drottinn um drengjasálir börðust, sveik jeg saxmfæring sjálfs eru vítin hörðust. Sveik jeg sannfæringu, sendi falska hljóma, því skal þögull bera þunga refsidóma. Sárt er þó að sigla solhn höf, og skilja það, að gnoðin gengur gagnstætt insta vilja. Þegar draumar deyja degi vona hallar, borgir hugans hrynja, himnar ofan falla, þegar sólir sortna, sölna blómin ungu. Mörg er löngum mæða manns, er þyrnar stunga. Brennur allar aldir unda minna sviði. Vei þeim æ, sem vinnur vá í eigin liði! Fyrir sjónum svífa svartar draugamyndir------ Vakið, fomu vinir, varist mínar syndir! — Altaf versnar veðrið, vænn mun dauðans fengur. Mitt á myrkum vegi maður einn þó gengur, eins og huldum öflum áfram sje hann dreginn. Norðanhríð og nepja næðir öllum megin. Böðvar Guðjónsson frá Hnífsdal. ---o---- Vairskt liiniBgalaid. L Fyrir hugskotssjónum vor ís- lendinga stendur Grænland enn og mun ætíð standa sem elsta dótturlandið okkar, sem fyrsta iandið af sæg af löndum, er lyftu sjer úr sænum fyrir stöfnum hraðskreiðra skipa íslenskra land- könnuða og landnámsmanna. Grænland er fyrsta íslenska ný- lendan, fyrsta landið utan Is- lands, þar sem tunga feðra vorra gat bergmálað í þeirra eigin klettum. Og það er fyrsta landið utan Islands þar sem íslensk lög og íslenskar siðgæðishugmyndir voru mælikvarði fyrir breytni manna. „Mjer þykyir vænna um Græn- land en nokkurt annað land, af því við Islendingar höfum num- ið það, íslenskar kynslóðir hafa átt þar heimili öldum saman, fæðst þar, þroskast, elskað og dáið“, mælti einn kvenskörung- urinn í Reykjavík við son sinn á dögunum. — Hvar er sú íslensk kona, sem ekki mundi vilja taka undir þessi orð húsfreyjunnar í Reykjavík? Grænland stendur og á að standa fyrir hugskotssjónum vor íslendinga sem hluti úr ættlandi voru, sem ástland vort. — Og hvar er sá íslenskur drengskapar- maður, sem ekki hitnar um hjartað, er í huga hans rifjast upp atburðir úr sögu Grænlands og um afdrif Islendinga þar. Og hvar er það íslenskt hjarta, er ekki hraðar slögum sínum, er minst er á grænlensku einokun- ina, þenna langpínandi lífsfjanda þjóðar vorrar. Islendingar eru einasta nor- ræna þjóðin, sem lítur á Græn- land eins og ættland sitt, og ein- asta þjóðin, sem dómari hins hugræna rjettlætis mundi dæma það land til eignar. II. Hvemig líta hinar norrænu þjóðirnar, sjerstaklega Norð- menn og Danir, á Grænland? Þær líta á það eins og óbyrjan á barnið fyrir dómstóli Salómons. Hvorki Danir nje Norðmenn og jafnvel ekki Svíar unna oss þess sannleika eða rjettlætis, að Græn- lendingar hinir fomu hafi verið íslendingar, heldur tileinka sjer þá og afrek þeirra — ræna þeim — með því að kalla þá ým- ist Norðmenn eða Norðurbúa eft- ir því sem þeim þykir við eiga, en aldrei Islendinga. Og þetta sama kemur alstaðar fram í meðferð þeirra á Græn- landi og grænlenskum málum. Þaniiig era t.d. á Grænlandi um 100 íslensk ömefni á landinu. En þessi ömefni era aldrei notuð eða virt af Dönum. Þessir frændur okkar kjósa heldur Skrælingja- nöfnin, þótt þau sjeu þeim óskilj- anleg og óframberanleg, heldur en að nota neitt, er mint gæti á íslendinga eða ísland. Fyrir hugskotsjónum vor Is- lendinga standa grafreitir Bjarna Herjólfssonar á Herjúlfsnesi og Leifs og Eiríks í Bröttuhlíð, sú móðurmold, þar sem þessar miklu landafunda- og landnáms- hetjur vorar hlutu hina helstu hvíld, sem helgir reitir. Er hin ástsælu konungshjón vor fóra til Grænlands,vildu marg ir íslendingar veita þeim fylgd þangað á íslensku skipi, en Græn- landsstjómin danska lagði bann fyrir það. Ýmsir íslenskir menn, er Græn- hefur verið hugfólgið, hafa sótt um leyfi til að mega koma til Grænlands, en jafnan verið synj- að. Jeg er einn í þeirra hóp, og mjer hefur þar á ofan verið gefið það í skyn, að mjer muni aldre verða unnað þess að sjá Grænland. Til hátíðahalda þeirra, er Dan- ir hjeldu í Khöfn 1921 í minn- ingu um trúboðsför Egede til Grænlands, var fulltrúum allra kirknanna á Norðurlöndum boð- ið, nema Jóni biskupi Helgasyni. Fulltrúa fyrir íslensku kirkjuna var ekki boðið, og hvers vegna? Var þá hætt við því, að eitthvað rifjaðist upp um fortíð Græn- lands?. — Katólska kirkjan ein varð til þess að taka málstað ís- lendinga við þetta tækifæri. En þið hugsjónamenn og æsku- menn íslands, hafið þið hugsað ykkur að láta sitja við hugrenn- ingar einar um Grænland, eða hvort finst ykkur ekki helst til full þörf til nokkurra aðgerða í Grænlandsmálinu, og þið eruð mennirnir, sem nokkurs er hægt að vænta sjer af. Jón Dúason. ----o--- Áskorun til rjúpnaveiðara. Rjúpnaveiðar hafa nú 2 síð- ustu ár gefið mikinn ai’ð. Árið 1924 var flutt út til annara landa kringum 216 þúsund rjúpur fyrir 173 þúsund krónur, og 1925 kringum 180 þúsund stykki fyrir 105 þúsund krónur. Við það bæt- ist það sem eytt hefir verið hjer á landi, og enginn veit hve mikið er, en sjálfsagt er töluvert, að minsta kosti í kaupstöðunum. Rjúpnaveiðar eru því komnar í gott lag og geta haldist við með skynsamlegkri veiðiaðferð. Rjúpnaveiðarar ættu að hafa það hugfast, að drepa ekki fleiri rjúpur árlega en að nóg verði eftir til næsta árs framleiðslu. Eins og kunnugt er, á rjúpan 8 til 12 unga, er halda samvistum við móðurina. Þó draga 2 eða 3 hópar sig stundum saman, svo hópurinn getur orðið frá 20 til 30 fuglar o. fl. Rjettast er að drepa ekki fleiri af 10—12 rjúpna hóp en að minst 6 rjúpur verði eftir. Af þessum 6 geta menn hugsað sjer að fálk- inn drepi eina, og að önnur drep- ist á annan hátt að vetrinum, svo ekki verði meira en 4 eftir til að fjölga, sem varla má minna vera. Fjallaleitarmenn, sem jeg ný- lega hef átt tal við, segja, að mikið af rjúpum sje inni á af- rjettum, svo óhætt er að veiða nokkuð mikið í vetur, — aðeins eiga veiðimennirnir að passa að drepa ekki of margar, og hafa hugfast, að skilja eftir minst 6 rjúpur af hverjum smáhóp og, ef hópurinn er stærri, þá fleiri, helst 12—20. Eyrarbakka, 10 október 1926. P. Nielsen. ----o---- Bókmentafjelagið. Ársbækur þess nú, auk Skírnis, sem getið var í síðasta blaði, eru Annál- amir, Fornbrjefasafnið og safn til sögu íslands. Af Annálunum, sem dr. Hannes Þorsteinsson sjer um, koma 5 arkir, niðurlag Valla- annáls og upphaf Mælifellsann- áls 1678—1738. Fombrjefasafnið, sem dr. Páll E. ólason annast nú eftir lát dr. Jóns Þorkelssonar, er nú komið fram um 1551. Eru það 5 arkir af 3. hefti 12. bindis, sem nú koma. Er Fornbrjefa- safnið eitthvað hið merkasta heimildarrit um sögu þjóðarinnar og mesti fróðleiksjór. Og hvað sem segja mætti um einstök at- riði í útgáfu þess, er það fjar- stæða að hugsa sjer það, sem eitt Reykjavíkurdagblaðið stakk uppá nýlega, að 'hætt yrði alveg við hana. I safni til sögu íslands er nú framhald ritgerðar Guðbr. Jónssonar um dómkirkjuna á Hól- um, 10 arkir, en áður vora komn- ar 8 og ritinu ekki lokið enn. Er í því, sem út er komið mikill fróðleikur og nýjar athuganir um ýms efni. Safn hefur á undan- förnum erfiðleikaáram orðið út- undan hjá Bókmentafjelaginu og er það ilt, því það var og ætti að geta verið merkilegt rit og nytsamlegt fyrir íslensk fræði. ----o--- Ferð um Norður-Múlasýslu. ------ Nl. Nú leið langur tími þangað til jeg kom á Eskifjörð, og fór það- an þann 27. júlí og að Ketilsstöð- um á Völlum, var þar nóttina og fór daginn eftir vestur yfir fljót- ið á brúnni, því jeg átti eftir þann hluta Norður-Múlasýslu, sem var upp með Lagarfljóti að vestan. Svo kom jeg fyrst að Hofi, því enginn var með mjer, en Fellin var jeg búinn að fara um áður. Alstaðar spurði jeg eftir vatns- lindum, þá sem jeg hafði tal af. Jeg tafði á Hofi og sagði bónd- inn þar, að vatnslind væri í tún- inu á Amheiðarstöðum, og ef ekki væri hægt að nota hana, þá vissi hann ekki af annari á leið- inni. Jeg fór tvisvar ofan að fljótinu til að skoða ströndina og steinana og skóf jeg um eða ná- lægt einnar línu þykt öskulag á þeim. Þetta var nálægt miðri vegalengd fljótsins. Svo hjelt jeg nú áfram suður að Arnheiðar- stöðum, þar býr myndarbóndinn Sölvi Vigfússon og frú Sigríður Sigfúsdóttir frá Skriðuklaustri og var það heimili eitt af þeim allra bestu, sem jeg kom á í þessari ferð, þó að mörg væru mjög góð, tafði þar talsvert lengi, hafði frjett að þar væri í túninu allgóð vatnslind og fór bóndi með mjer þangað, eftir að jeg hafði þegið í hvelfinguna. 1 þakklætisskyni fyrir þetta ljet abbadísin bróður hans fá garðyrkjumannsstöðu við klaustrið og tók bróðurdóttur hans í heimavist í því. Bróðir hans var herra Madeleine, og bróðurdóttir hans var Cosetta. Abba- dísin hafði sagt, að hann skyldi koma með bróður sinn á morgun, eftir jarðarförina, en hann gat ekki komið með hann í klaustrið ef hann kom honum ekki út úr því. Þetta var fyrsta vandaverkið. Og annars var annað vandamál með þessa tómu kistu. „Hvað tómu kistu?“ spurði Jean Valjean. — „Þá, sem yfirvöldin senda“, svaraði Fauche- levent, — „Hvaða kista og hvaða yfirvöld?" — „Þegar nunna deyr, kemur sjerstakur læknir og gefur yfirlýsingu um, að nunna hafi dáið. Stjórnin sendir kistu, og daginn eftir er sendur líkvagn og líkmenn til þess að flytja hana út í kirkjugarðinn. Þegar líkmennimir koma, hljóta þeir að verða varið við, að hún er tóm“. — „Látið þjer þá eitthvað í hana“. — „Lík? Jeg hef ekkert lík“. — „Jæja, látið þjer þá lifandi mann í hana“. — „Hvaða maður ætti það að vera?“ — „Jeg“, svaraði Jean Valjean. Fauche- levent, sem hafði setst niður, hentist upp eins og skotið hefði verið úr fallbyssu undir stólnum hans. „Þjer!“ — „Já, því ekki það?“ Birta var á andlitinu á Jean Valjean af þessu brosi, sem einstöku sinnum leið yfir það eins og sólblik yfir vetrarhiminn. „Lítið þjer á, Fauchelevent“, sagði hann, þjer sögðuð rjett áðan: „Móðir Crucifixion er dáin“. Og þá bætti jeg við: „Og Madeleine er grafinn“. Og þannig á það að vera“. — „Þjer eruð hlæjandi. Þetta er þá ekki alvara yðar?“ — „Jú, fullkomin alvara. Jeg verð að komast hjeðan burt“. — „Já, það er ekkert und- anfæri“. — „Jeg bað yður að útvega körfu og dúk“. — „Já, hvað er um það?“ — „Karfan verður úr furu og dúkurinn úr svörtu klæði“. — „Nei, hvítu. Nunnurnar eru grafnar í hvítum klæðum“. — „Jæja, hvítu þá“. — „Þjer eruð ekki eins og aðrir menn, Madeleine“, sagði Fauche- levent. — „Aðalatriðið er að komast hjeðan án þess að sjást. Það er áreiðanlega vinnandi vegur. En segið mjer nú fyrst, hvernig þessu er öllu hagað. Hvar er þessi lík- kista?“ — „Tóma kistan?“ — ,',Já“. — „Hún er í svo- nefndri líkstofu, á tveimur stöllum og líkklæðið ofan á henni“. — „Hvað er hún löng?“ — „Sex fet“. — „Hvað er þessi líkstofa?“ — Það er herbergi á neðsta gólfi; út að garðinum er grindagluggi, sem hægt er að loka fyrir með hlera að utan; tvennar dyr eru á herberginu, aðrar inn að klaustrinu, hinar að kirkjunni“. — „Hvaða kirkju?“ — „Kirkjunni við götuna; þangað hafa allir leyfi til þess að koma“. — Hafið þjer lyklana að báðum þessum dyr- um?“ — „Nei, jeg hef ekki lykla nema að þeim, sem snúa að klaustrinu. Dyravörðurinn hefir kirkjulyklana". — „Hvenær opnar dyravörðurinn þessar dyr?“ — „Ekki fyr en líkmennimir, sem eiga að sækja kistuna, koma. Og þeim verður lokað jafnskjótt aftur og þeir eru famir“. — „Hver neglir kistuna aftur?“ — „Það geri jeg“. — „Eruð þjer einn við það?“ — „Já, að undanteknum lög- reglulækninum má enginn annar karlmaður stíga fæti sín- um inn 1 líkstofuna. Það er ritað á vegginn“. — „Getið þjer falið mig í líkstofunni í nótt, þegar allir eru sof- andi í klaustrinu?“ — „Nei, en jeg get falið yður í litl- um klefa rjett hjá, því að jeg hef lykil að honum og er vanur að geyma þar grafaraverkfæri mín“. — „Hvenær kemur líkvagninn til þess að sækja kistuna á morgun?“ — „Um klukkan þrjú. Hún verður grafin í Vaugirard- kirkjugarði, rjett áður en fer að dimma. Það er langt þangað“. — „Jeg get falið mig í áhaldaklefa yðar alla nóttina og fyrrihluta dagsins. En hvernig á jeg að ná í eitthvað að eta? Því að jeg verð hungraður". — „Jeg skal muna eftir að færa yður mat“. — „Þá getið þjer komið og neglt kistuna aftur klukkan tvö“. Fauche- levent hörfaði aftur á bak og skelti saman lófunum: „Já, en þetta er óðs manns æði!“ — „En sú vitleysa! Þjer tak- ið hamar og rekið naglana í kistuna". Það, sem Fauche- levent fanst vera svo afarfráleitt, var mjög einfalt mál í augum Jeans Valjean. Hann hafði komist í hann krapp- ari áður. Fangi, sem alt af er að hugsa um að strjúka, lærir að hnipra sig saman í hvaða músarholu sem er, ef flótti hans er undir því kominn. Þegar Fauchelevent hafði jafnað sig ofurlítið, sagði hann: „En hvernig ætl- ið þjer að fara að því að ná andanum?" — „Með því að draga andann“. — „I öðrum eins kassa og þessum? Jeg ætla alveg að kafna þegar jeg hugsa til þess“. — „Þjer hafið vonandi nafar? Borið þjer nokkur göt á lokið yfir munninum, og annars þurfið þjer ekki að negla lokið of fast“. — „Já, en hugsið þjer yður nú, að þjer fáið hósta eða hnerra?“ — „Þegar um það er að tefla, að komast undan, þá hóstar enginn nje hnerrar. Fauchlevent“, bætti hann við, „hjer er einskis annars kostur. Jeg verð að ákvarða eitthvað. Annaðhvort verð jeg tekinn höndum hjer, eða jeg verð að fara með líkvagninum“. Fauchele- vent fjelst til um rósemi Jeans Valjean. „Jæja þá“, tautaði hann, „þá er víst ekki um annað að tala“. — „Það eina, sem jeg er dálítið smeikur við“, sagði Jean Valjean, „er það, hvernig fara muni í kirkjugarðinum“. — „Jeg ber engan kvíðboga fyrir því“, sagði Fauchelevent. „Ef þjer getið sjeð um yður í líkkistunni, þá skal jeg sjá um að koma yður upp úr gröfinni. Grafarinn, gamall drykkju- rútur, er góður vinur minn. Hann Mestienne, gamall ósvikinn víngarðsmaður; hann stingur látnu mönnunum í gröfina og jeg sting honum í vasa minn. Nú skal jeg segja yður, hvernig þessu öllu er háttað. Við komum til kirkjugarðsins nokkru áður en tekur að rökkva, nálægt þremur stundarfjórðungum áður en kirkjugarðshliðinu er læst. Líkvagninum er ekið alveg að gröfinni. Jeg verð með hamar, meitil og töng í vasanum. Líkvagninn nemur stað- ar, líkmennimir bregða reipi um kistuna, sem þjer eruð í, og hleypa henni ofan í gröfina. Presturinn þylur bæn- ir sínar, gerir krossmark yfir kistunni og stökkvir á hana vígðu vatni. Þá fer hann sína leið, og jeg verð einn eftir með Mestienne gamla, sem er góðkunningi minn, eins og jeg hef sagt. Nú er tvent til: annaðhvort er hann fullur, eða hann er ekki fullur. Ef hann er ekki fullur, segi jeg við hann: „Við skulum bregða okkur í „Eplið“ og fá okk- ur neðan í því, áður en lokað verður“, og svo fer jeg með

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.