Lögrétta


Lögrétta - 16.11.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.11.1926, Blaðsíða 1
fnnheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 1 Sími 185. Útgefandi og ritstjór* Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Umvíða veröld. Fascisminn f jögurra ára. Núna um mánaðamótin, 29. f. m., var hátíðlegt haldið á Italíu fjögurra ára afmæli fascistabylt- ingarinnar. í Rómaborg var þá haldinn fundur mikill í Kolosse- um og ávarpaði Mussolini þar mannfjöldann. Sagði hann að markmið sitt væri efling og stækkun Italíu. Seinna um dag- inn ávarpaði hann einnig mann- fjöldann frá svölum Chigi-hallar- innar og var tekið með feikna- miklum fögnuði. Þrátt fyrir það, þó sumir hafi spáð fascismanum því í upphafi, að hann yrði að- eins dægurfluga, hefur harin nú staðist storma lífsins í fjögur ár og hefur aldrei verið sterkari og stoltari, yngri og markvissari en einmitt nú. Fascisminn stendur í beinu sambandi við hið vinnandi fólk í landinu, sagði Mussolini. Það er fjarstæða, sagði hann enn- fremur, að kalla fascismann yfir- stjettahreyfingu, sem stjómað sje af dularfullum og grimmum harðstjóra. Það er einnig heimska að segja, að fascisminn sje í andstöðu við þjóðstjóm og alþýðustjett eða verkamanna. Sannleikurinn er sá, að síðan 1922 er Italía eina Evrópulandið, þar sem unt er að tala um al- þýðlega stjóm, því alþjóð hefur játast undir aga fascismans, ekki af því að hann hafi verið vott- ur um dutlunga einstaks manns, heldur af því að hann var knýj- andi nauðsyn. Þennan sama hátíðisdag gaf ísalska stjóiTiin einnig út ávarp til allra svartstakka. Þar segir m. a. að í upphafi þessa fjórða árs hreyfingarinnar sje vald stjóm- arinnar afskaplegt inn á við og álit hennar eins út á við. Stjóm- in stendur nú föst eins og bjarg og öfund hinna fyrri stjórnenda sem sviftir voru völdum, samsæri glæpamannanna og rógur hinna máttvana andstæðinga — er alt saamn árangurslaust. Einmitt á síðasta árinu hefur gmndvöllur stjómarinnar styrkst svo, að hún og þjóðin eru eitt. Síðan er í ávarpinu rakið það, sem fascisminn hafi gert, einkum til aukningar hers og flota og til styrktar valdi ríkisins og við- reisnar fjárhagsins. Þá er sagt, að öllu þessu hafi reynt að spilla „hinn glæpsamlegi eða heimskulegi en máttlausi flokkur stjómarandstæðinga, sem ennþá sje á lífi“. Loks segir í ávarpinu, að þrátt fyrir alt það, sem unnið , hafi verið á þessum fjómm árum, sje þó aðeins um byrjun að ræða, og ennþá muni fascistar þurfa að leggja mikið að sjer og offra miklu fyrir föðurlandið. En eink- unnarorð allrar þjóðarinnar eiga að vera ein og hin sömu: Sið- ferðilegur og stjómarfarslegur agi, eining og festa. Og öllum þjóðum jarðarinnar á að kunn- gera þann sannleika, að fascista- byltingin, sem varð siðferðilegur feðraarfur hinnar ítölsku þjóðar, mun gera hana mikla í hverju sem er, og hvar sem er og gagn- vart hverjum sem er. Síðustu fregnir. 12. þ. m. fjelst fulltrúafundur námamanna á sáttauppástungu frá stjóminni um að samið yrði Reybjavik, þriðjudaginn 16. nóvember 1926. 2K&. 48. tbl. sjerstaklega í hverju námahjer- aði um lenging vinnutímans og kauplækkun, en stjórnin hjet því aftur á móti, að í stað lands- samnings komi gerðardómur í þeim deilumálum, sem rísa út af hjeraðasamþyktunum. Þó á at- kvæðagreiðsla um þetta að fara fi’am í hjeruðunum og er sagt að úrslit hennar fáist í þessari viku. En talið er víst, að með þessu samkomulagi sje koladeil- unni lokið. Irska skáldið Bemhard Shaw hefur fengið þessa árs bókmenta- verðlaun Nóbelsjóðsins. Eðlis- fræðisverðlaununum hefur verið skift milli tveggja, Frakkans Perrin og Þjóðverjans Franck Hertz, en efnafræðisverðlaunin hafa fengið Þjóðverjinn Zsig- mondey og Svíinn Svedberg. Fascistar á Italíu em nú að gera ýmsar víðtækar ráðstafanir til þess að festa einræðisvaldið, banna blöð og fjelagsskap and- stæðinganna og útrýma þeim úr þinginu. Er nú ákveðin dauða- refsing fyrir ýms stjómmálaaf- brot. -----o---- Landsbankinn hefur á þessu ári starfað í 40 ár. Hann var stofnaður með lögum 18. sept. 1885, og tók til starfa 1. júlí næsta ár. Bankinn hefur minst þessa afmælis síns með útgáfu dálítillar bókar um ísland á ensku. Heitir hún Iceland A Handbook Published on the for- tieth anniversary of the Lands- banki Islands (National Bank of Iceland) (184 bls.). Er þessi bók nú nýlega komin út og hefur Þorsteinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri annast ritstjóm hennar. En annars hafa skrifað í hana ýms- ir fróðir menn um margvísleg efni íslensks þjóðlífs. Þar eru greinir um landið og þjóðina, stjórnskipulag og löggjöf, fjár- hag, atvinnuvegi, samgöngur, kirkju, mentamál, bókmentir, hstir og loks um aðstöðu útlend- inga í landinu og um Island sem ferðamannaland. Allar virðast greinarnar í heild sinni vel og vandvirknislega samdar. Bogi Ólafsson mentaskólakennari hef- ur þýtt bókina á ensku og hefur það verið allmikið verk og virð- ist prýðilega unnið. Nokkur nýung er það hjer, að stofnun minnist afmælis síns á þennan hátt og er að vísu vel til fundið og líklegt til þess að verða til gagns, því í bókinni er mikið efni samankomið og áreiðanlegt í heild sinni, um landið og þjóðina og geta útlendingar öðlast þar margar og góðar upplýsingar. En þeim er bókin auðvitað einkum ætluð, og mun sjálfsagt verða mörgum kærkomin, sem fræðslu leita um landið. Er bókin Lands- bankanum til sóma. En seinna meir, á öðru viðeigandi afmæli bankans, ætti einnig að koma önnur minning, sem rekti nokkuð sögu bankans sjálfs, svo mikill og merkilegur þáttur hefur hann verið í fjármála- og atvinnulífi þjóðarinnar þau ár, sem hann hefur starfað. Er það efni rakið nokkuð í grein, sem nýlega birt- ist í óðni, ásamt mundum. Fiskbirgðir á öllu landinu voru 1. þ. m., eftir skýrslu Fiskifje- lagsins 139,200 skp., þar af stór- fiskur, yfir 20 þml., 81 þús. og millifiskur, 18—20 þml, 21 þús. skp. Um Svíþjód. ------ Frh. Frá Eskiltúna fór jeg með eimlestinni beint til Uppsala. — Brautin liggur eftir fögrum og vel ræktuðum landbúnaðarhjeröð- um. Skógarteigar eru á hæðun- um. Korngrasið á ökrunum var farið að hvítna, enda var byrjað að uppskera það. Uppskerutækin j eru þau fullkomnustu. Sjálfbind- arinn er sú fullkomnasta landbún- aðarvjel, sem til er. Hann er dreg- inn áfram með dráttarvjel. Stund- um er 3 hestum beitt fyrir hann. En hraðlestin gefur lítinn tíma til umhugsana, alt virðist á fleygi- ferð — nema lestin sjálf. Það sem er næst og sjest greinileg- ast — bregður einungis fyrir í einu augnakasti. Það sem fjær er dvelur lengur í sjónmáli en sjest óskýrar. Það er þreytandi til lengdar að horfa út um glugg- ann, en þó er ekkert annað hægt að gera. Brautin liggur í sveig um borgina og lestin hægir á sjer. Gefst því tækifæri á að virða fyrir sjer uhmverfi henn- ar og borgina sjálfa. Borgin er hinn gamli höfuð- staður Svíaríkis og er nú mið- stöð hinnar æðstu menningar rík- isins. Þar er háskólinn. Háskóla- byggingin er vegleg mjög, bygð 1879—1897. Ofan við inngang há- tíðasalsins er letrað á sænsku: At tánke frit er stort, at tánke rett er större (Að hugsa frjálst er mikið, en að hugsa rjett er meira). Fjögur orð er vekja til umhugsunar. Þá má minna á há- skólabókasafnið. Þar hvað finnast- um 400.000 bindi og 15.000 rit- handir ýmsra merkustu manna Svíaríkis. Þar tók jeg sjerstaklega eftir brjefi frá Karli XII. til syst- ur hans, einkum fyrir það hversu illa það var skrifað. Jeg áleit það með öllu ólæsilegt. Það minti mig á afsagnar skjal Napóleons mikla, er hann afsalaði sjer keisara- dómi. En fögur rithönd var á „Uppsalabók“ eða Eddu Snorra Sturlusonar. Fegurri drætti hef jeg tæpast sjeð. Hún þykir ann- að dýrmætasta handritið á safn- inu og er það tvímælalaust. Það er ömurlegt að hugsa til þess að öll vor dýrmætu handrit skuli vera dreifð út um lönd og sjeu eilíflega óafturkræf. Og það er einungis einn sólargeisli sem vjer getum vermt oss við og það er að þau að kynna þjóð vora út um heim betur en nokkrar aug- lýsingar geta gert. En slíkar aug- lýsingar eru keyptar dýru verði. Hitt handritið sem dýrmætast þykir nefnist Codex argenteus eða „silfurbiblían". Er það þýðing Wulfilas á Nýja Testamentinu á gotneska tungu. Það mál er frum- mál germanskra mála og nú út- dautt og á því finnast engar aðr- ar bókmentir. Kjölur og spjöld eru úr silfri skreytt helgimynd- um. Letur er úr gulli og silfri. Silfurletrið hefur víða máðst talsvert, svo að það er með köflum lítt læsilegt. Þó hefur tekist að lesa það að mestu. — Ytri búningur Snorra-Eddu er yfirlætislaus. Tíminn er naumur, svo ekki er hægt að eiða löngum tíma til athuguna. En enginn getur farið svo frá Uppsölum, að hann skoði ekki dómkirkjuna. Það er ein hin veglegasta kirkja á Norðurlönd- um og sú stærsta. Lengd hennar er 118,7 m., breidd að innan 45 m. og hæð upp í miðhvelfingu 23,3 m. turnhæð er 119 m. Turn- ar eru tveir jafnháir sinn hvoru megin við innganginn. Fleiri turnar lægri eru á kirkjunni. Byrjað var að byggja kirkjuna 1287 en var ekki vígð fyr en 1435. Síðar skemdist hún tví- vegis i brunum en var endurbætt og var lokið við það síðast á ár- unum 1885—1893. Kirkjan er bygð í gotneskum stíl. Þegar inn kemur er hátignarblær á öllu og er erfitt að lýsa þeim áhrifum sem siik musteri geta haft á hug manna. Ónefnd frú hefur sagt mjer að henni íyndist hún vera við guðs- þjónustu í hvert sinn er hún gengi inn í Hólakirkju. Hver sá Islendingur, sem hefur kynt sjer sögu vora, getur svo vel skilið það. í slíkum húsum anda á móti manni þúsund ára minningar for- feðranna. í kirkjunni eru grafhvelfingar og eru þar grafnir frægustu menn Svía, svo sem Linné o. fl. I gömlu Uppsölum var hinn gamli alþingisstaður upplendinga og þar var aðalhofið. Þeir liggja norðan við Uppsalabæ. Þar sjást 3 haugar sem orpnir eru yfir stórmenni Svía frá 5. eða 6. öld e. Kr. Einkennilegir eru einnig rúna- steinarnir göihlu. Þeir eru ekki fágaðir eins og legsteinar nútím- ans, en þeir hafa sína sögu að segja engu að síður. Jeg ætlaði að heimsækja bún- aðarháskólann í Ultuna sem ligg- ur skamt sunnan við bæinn. Fór jeg þangað með hreyfilvagni, sem nú kallast svo. I Svíþjóð eru tveir búnaðarhá- skólar og telja ýmsir það of dýrt fyrir þjóðina, enda virtist mjer svo. 1 sambandi við búnaðarhá- skólann er bændaskóli. Einnig er þar tilraunastarfsemi og auk þess er mikið bú rekið þar. Búfræðis- kandidatar hafa kensluæfingar í búnaðarskólanum og æfingar í tilraunastarfsemi. Er það mjög góð ráðstöfun. Annars eru skóla- hús orðin gömul og er jafnvel í ráði að sameina búnaðarháskólana og leggja þennan niður og vanda því meir til hins. Mjer var bent þar á grastegund sem nefnist glycieria aquilla. Er það jurt sem vex á blautum jarð- um jarðvegi og jafnvel í vatni. Þeir sögðust hafa sent Búnaðar- fjelaginu fræ eða rótskot (hún æxlast best með rótskotum) en sögðust ekkert hafa heyrt um hvort hepnast hafi að rækta hana. Jeg sagði það sem mjer var kunnugt, að mjer vitanlega væri hún hvergi ræktuð hjer á landi. Skyld jurt vex hjer á landi, eink- um sunnanlands og nefnist glyc- eria fluitans eða síkja kornpunt- ur. Vex hún einkum í tjömum og síkjum. Þykir hún ljelegt fóð- urgras og er frekar smávaxin að minsta kosti samanborið við þá sem Svíar rækta. Ef til vill væri þess vert að gera tilraun með að rækta innlenda afbrigðið hjer á landi á blautlendi, líklegast þolir það útlenda ekki loftslagið. Svíar gera aðallega súrhey úr grasinu, segja þeir það bestu verkunar- aðferðina, þá komi það best að notum og sje auðmeltanlegast. Nú var dagur að kveldi og jeg vildi ná til Stokkhólms. Hraðaði jeg mjer því af stað, enda kom jeg í tæka tíð á járnbrautarstöð- ina. Kl. 9 um kvöldið kom jeg til Stokkhólms. Var þá dimt orð- ið. Jeg ók því þegar á veitinga- hús og svaf vel um nóttina eftir erfiði fyrri daga. Annars var jeg áður búinn að ráðgast um við vin minn í Eskilstuna hvað jeg ætti einkum að skoða í Stokkhólmi. Gat jeg því sofið áhyggjulaust um nóttina, enda gerði jeg það. Jeg dvaldi svo stuttan tíma í Stokkhólmi, að mjer er ekki hægt að gefa neina samfelda lýsingu af honum. En það eitt er óhætt að segja, að bærinn er fagur. Svo vil jeg ráða hverjum þeim ferða- manni sem til Stokkhólms kemur að fara upp í Pagot veitingasal í Kungsgaten. Sá veitingasalur er á þaki Kungsturnsins, sem er 18 hæðir. Þaðan er hið fegursta útsýni yfir borgina. Kirkju- tumarnir gnæfa yfir önnur hús og svo ráðhústurninn og hallar- tuminn. Jeg fór með sporvagninum út á „Skansen“. Þar er þjóðgarður Svía. Þar sjást byggingar frá öllum tímum og úr öllum lands- hlutum. Þar sjást tjöld Lappanna norðan úr Finnmörk og eru Lapp- ar látnir búa í þessum híbýlum. Einnig byggja Lappar hús á staurum. Er staur undir hverju horni og húsin um mannhæð frá jörðu. Þangað eru flutt gömlu höíðingjahíbýlin úr ýmsum lands- hlutum. Þar sjást verkamannabú- staðir o. s. frv. Sjerstaklega fanst mjer fátækleg verkamannastofa sunnan úr Bohuslen. Var hún niðurgrafin, gólf virtist mjer vera úr troðnum leir og veggir sömuleiðis. Öll voru húsin með sömu ummerkjum og þegar búið var í þeim. I þeim voru öll áhöld og sængurfatnaður. Eldstó eða arinn var í einu hominu og reyk- háfur múraður í veggnum. Þar sáust einnig útihús öll. Annars var það sjerkennilegt við þessar byggingar hvað sterkviðaðar þær voru. Ekki voru þar þiljur al- gengar. Það algenga var að bjálk- ar voru feldir saman og greyptir saman í föls á hornum. Höggvið var af bjálkunum svo að þeir höfðu ávalan þverskurð. Hliðar veggir voru því ekki flatar eins og nú er títt, heldur með bylgj- um. Sum hús voru úr steini, eink- um frá Suður-Svíþjóð. Nú eru síðustu gömlu bæimir hjer á landi að fúna niður og torfkirkjumar einnig. Mikla þýð- ingu hefði það fyrir menningar- sögu þjóðarinnar, að vernda þess- ar fornu menjar frá elðileggingu. Gamlir sjerkennilegir bæir ættu ekki að rífast niður. Þeir ættu að standa og á sínum tíma að flytjast í íslenska þjóðgarðinn á Þingvöllum. Margir sjerkennileg- ir bæir eru ennþá til á landinu. Minnist jeg sjerstaklega eins bæjarins í Hvammi í Svartárdal. Hann er áreiðanlega í eldri bæja stíl. Það er einungis einn galli við að hafa þjóðgarðinn á Þingvöll- um, en það eru sunnlensku vot- viðrin. Líklega mætti þó með nú- tímatækjum vernda fornleifarnar frá eyðileggingu vegna þeirra. Frh. ----o----- Dánarfregn. Nýlega er látinn hjer í bænum Guðmundur Guð- mundsson frá Vegamótum, merk- ur maður, fyrrum fátækrafull- trúi og lengi í niðurjöfnunar- nefnd. ----o—.—

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.