Lögrétta


Lögrétta - 16.11.1926, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.11.1926, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Helvegur og hinn. I. Það er fom trú, að mannkynið þurli ojórgunar við, og eins, að björgun geti orðið og muni veröa. biiai iijer nú gerð grein fyrir þvi, 1 iiversu sú trú iieiur viö noKKuö aö styöjast. Tvær eru steínur lífssögunnar. Onnur sú, aö aitaf sje framiör, vaxandi iíf, vaxandi farsæid. fiitt er stefna vaxandi óíarsæidar. ijiíiö nær þar ekki að sigra, og má því segja að venö sje á iiel- vegi. í yrir hjerumbil 1U00 mii- jónum ára, hófst lífið á jörðu hjer og heíur verið á heivegi jafnan síöan. Tiiraunin tii lifs heiir ekki tekist, hefir meira aö segja tekist ver og ver. Með tii- komu mannkynsins má segja að hefjist fyrst af aivöru böiöid jaröar vorrar. Aí öilum skepnum jarðarinnar er maðurinn iang- ófarsæiastur, af oilu mannkyni, hinn hvíti maöur, af hvítum mönnum, hið norræna kyn, af nor- rænu kyni, Isiendingar. Hygg jeg að ekkert fóik á jörðu hjer hafi jafn óíarsælt verið og íslending- ar og sú þj óð sem Græniand bygði og hjeðan var runnin, og er nú aldauða, eins og kunnugt er. IL Með fáum orðum má gera grein fyrir því hvernig á þessu stend- ur. Vjer eigum rætur lífs vors í æðra tilverustigi. Frá tilveru- myndum á öðrum stjörnum, staf- ar lífið hjer á jörðu, eins og höf- uðspekingurinri Pyþagoras hefur fyrir iöngu sagt, og tii þess að iíf- ið hjer geti þriíist, þarf sam- bandið við þetta æðra tilveru- stig að vera í góðu lagi. En því lengra sem hefur upp á við sótt, í sögu lífsins hjer á jörðu, því erfiðara hefir orðið um samband, og þá magnan þaðan, sem er und- irstaða lífs vors. Af þessu stafa vandræðin. Til þess að magnanin geti tekist, þarf samstillingu ein- staklinganna, en því margbrotnari og ólíkari sem einstaklingarnir verða, því erfiðara verður um magnan. Mennirnir eru hjer langverst staddir og hjer kemur enn til mjög þýðingarmikið at- riði, sem lítið gætir annarsstaðar í lífríki jarðarinnar. Mennirnir hafa helst verið samstiltir í því sem ilt er, hin mestu illmenni og stórglæpamenn voru það sem menn helst veittu hlýðni, fylgd og aðdáun, einungis slíkir menn gátu orðið mikilmenni, en góð- mennin varla eða ekki. Ekkert var eins fylgislaust og óvinsælt eins og einmitt það sem helst miðaði til að komist yrði af hel- vegi á hinn. Og nú er svo komiö, aö glötun er fyrir dyrum, ef ekki tækist að breyta um stefnu. Ef haidið væri áfram á helvegi, þá mundi mannkynið verða hðiö und- ír lok á nokkurra alda fresti. 1 ritgerð sem jeg lauk við í apríl I9l4 (og hefi ekki látið prenta), sagði jeg að voðatíðindi væru fyrir dyrum. En þó er ennþá ógurlegra það sem nú vofir yfir og á mundl dynja, ef ekki tæk- ist að afla sannieikanum sigurs. En að vísu er mun auðveidara nú að fá þessu afstýrt, en þá var að koma í veg fyrir vandræðin. Þá var orðum mínum er að þessu iutu, alis enginn gaumur gefiim, en nú veita menn orðum mínum nokkra eftirtekt víðsvegar um jörð, og hefi jeg — auk margra brjefa frá góðum Islendingum báðum megin hafsins — fengið brjef úr 4 heimsáifum til að þakka mjer fyrir ritgerðir mínar. En þó er þetta ekki nema byrjun, og aðeins um nokkra úrvalsmenn að ræða, og miklu almennari þarf eftirtektin að verða, ef orð mín eiga að hafa þau áhrif, sem nauð- synlegt er. III. Það sem þarf til að bjarga mannkyninu er fullkomnara sam- band við hin æðri tilverustig. Hinir lengra komnu frændur vor- ir þurfa að geta komið sjer bet- ur við hjer til að hjálpa oss. Þeg- ar þess verður auðið, munum vjer skjótt ná þeim kröftum, að allri fátækt og vesöld verði útrýmt, og öllum veikindum, en samhuga mannkyn geti snúið sjer að því að ástunda hvernig eigi að láta sjer fara fram. Hvað felst í þess- um orðum, að láta sjer fara fram, minnist jeg ef til vill nokkru nán- ar á í ritgerð sem heitir Stækk- un heimsins. Versta fyrirstaðan gegn því, að sambandið við hið æðra tilveru- stig gæti orðið eins fullkomið og vera þarf, hefir stafað af því að menn vissu ekki að hinir full- komnari frændur vorir eru íbúar | annara hnatta. En nú er að því | komist, að enginn, sem einlægan i vilja hefur á að öðlast sannleik- ann geti komist hjá því að skilja að þetta er þannig, og þegar sú þekking verður almennings eign, mun hún greiða svo fyrir sam- bandinu við hið æðra tilverustig, að öllum högum mannkynsins mun verða gjörbreytt á fáeinum árum. Heimsbreyting mun verða, en að vísu ekki heimsbylting. Eftirtektarverðir eru þeir at- burðir sem nú gerast á jörðu hjer. Það er eins og sjálf hin líflausa náttúra tryllist af óþolin- mæði. Margt er þegar fram kom- ið illra tíðinda, sem sagt hafði verið fyrir, og slysalda mikil og geigvænleg, gengur nú yfir jörð- ina. Er þegar farið að verða hennar nokkuð vart hjer, og mundi margt það bera við sem betra er að fá umflúið, ef hún næði að ganga hjer yfir, í al- mætti sínu. Væri mikil þörf á að fá því afstýrt, og raunar auðvelt, því að það verður, ef mínum boð- skap er tekið eins og vera þarf. En það er þannig að menn skilji, að það er sannleikur sem jeg er að segja þeim. Er nú mál til kom- ið að hin íslenska þjóð fari að skilja sitt ætlunarverk. En skamt hygg jeg mundi eft- ir íslenskrar sögu og ekki gott, ef það gæti ekki orðið. 8. nóv. Helgi Pjeturss. ■ o — Huer er böfundur tljálo? Það er ekki unt að skýra skoð- un mína á því máli að fullu í þessu stutta máli. En jeg vil gjarnan reyna að gera þá bón vin- ar míns, ritstjóra Sögu, að gefa lesenjium hans lítið sýnishom af rannsóknum mínum og skoðun- um á því, hvenær Njála muni rit- uð, og hver vera muni höfundur hennar. Mörgum mun þykja það fróðlegt atriði í bókmentasögu vorri, þar sem Njála er svo víð- fræg saga. En víðfrægust er hún fyrir málfegurð sína og ekki fyrir sögulegt sannleiksgildi. Um það atriði verð jeg að vera að miklu leyti samdóma hinni skemtilegu ritgerð Sigurðar skólameistara Guðmundssonar, í Skími 1917— 1918. Þó er sumt satt í Njálu. Sigurður Guðmundsson segist hvorki þekkja heimildir nje höf- und Njálu. Síðan hafa menn ekki ritað um það efni að neinu ráði. En tilgátan, að Brandur biskup Jónsson geti verið höfundur Njálu er ekki rjett. Njáluhöfundur stælir vísur úr Sturlungu og notar t. d. söguna þaðan um Þórð Steinunnarson og gefur hana Gunnari Lambasyni, lítið breytta. Njála er því yngri en Þórðar saga kakala. Og Njála er yngri en Sturlungusafnið, sem B. M. Olsen telur vera frá hjer um bil 1300—1308 (Safn til sögu íslands III, 508). Njála tekur meðal annars, Jámgrím og Kol- bein svarta úr Sturlungusafninu. Höfundur Njálu notar stundum Hauksbók (Skammkell, Knafahól- ar, E i n a r Hjaltlendingur, sem Styrmir nefndi G u n n a r og er rjett). Hann þekkir Grettlu og Melabókarbrotið (sem þá var heilt). Hann ritar því Njálu eftir 1334. Þá dó Haukur. Guðbrandur Vigfússon taldi (um 1860) „ekkert handrit Njálu eldra en um 1300f‘ (Skímir 1922, bls. 147). Þetta mun og víst. Þau eru öll yngri. Vísur Njálu vísa nú leiðina. Guðmundur meistari Þorláksson kveðst (í Skáldatali, bls. 81) hafa „góða heimild fyrir því, að vísur Njálu, sumar, sje óekta“. Þær eru ekki eldri en frá 14. öld. Hver er heimildin? Jeg hefi nú fundið hana aftur, eftir langa leit. Það er saga Guðmund- ar biskups góða, eftir Amgrím á- bóta, — það er að segja drápur Einars Gilssonar þar, um Guð- mund biskup, sem sýnast kveðnar um 1345. Jeg get nú, af samanburði vísna Einars við vísur þær í Njálu, sem eignaðar em Gunnari, Unni, Sig- mundi hvíta, Skarphjeðni og Kára (nema tvær), fullyrt að þær vísur í Njálu munu vera eftir Einar Gilsson. Svo fjölmargt er þar orð- rjett endurtekning, að hjer fæst ekki rúm fyrir. Þetta verður sýnt ljósar annarsstaðar, ef æfin end- ist. En er þá Einar höfundur Njálu? Jeg tel víst, að hann sje síðasti, ef ekki einasti, höfundur hennar, og að hún sje rituð svo sem 1350—1360, kanske á Þing- eyrarklaustri, að nokkru leyti með tilstyrk Arngríms ábóta Brandssonar, er áður var prestur í Odda og síðan munkur í Veri (1341). Þetta styður málið: 1. Höfundur Njálu er lögmaður mikill og skáld. Einar Gilsson var hvorttveggja. 2. Höfundur Njálu stæhr (ó- sjálfrátt) vísur Einars um Guð- mund góða. Hver kunni þær bet- ur en Einar sjálfur? 3. Hann þekkir Hauksbók. Ein- ar var, að líkindum systur eða dóttursonur Hauks lögmanns. Þar finnast nöfnin Einar og Gils, í Borgarfirði, í ætt frá Valgerði systur Hauks. 4. Enginn er líklegri til'að hafa ritað Njálu eins og hún nú er, en sá sem orti þessar 14. aldar vís- ur flestar. Það var Einar. 5. Njála hefir öll sama stílfæri (þó ekki Amgríms ábóta). Það sýnist keimlíkt vísum Einars (sbr. t. d. nakkvat (=nokkuð) o. fl.). Jeg hygg að þetta sje nóg, en gæti talið fleira, sem bendir á það, að Einar hafi sett Njálu saman, eins og hún nú er. Jeg hjelt áður að höf. hennar væri máske Þormóður skáld ólafs- son (frændi Bergs ábóta), sem á þar eina vísu. En til hans svip- ar sumum vísum Njálu. Þormóð- ur notar þó naumast hluttaks- orðsendinguna: andi (t. d. í eyð- andi, smíðandi, verpandi, veitandi o. s. frv.) sem eru metfje Einars. Höfundur Njálu er ekki heldur prestur. Hann er lögmaður, uppi um miðja 14. öld. Einar bjó á Reykjum í Tungusveit 1339. Síð- ar er hann búsettur í grend við Víðidalstungu eða Þingeyrar- klaustur. Hann var lögmaður norðan og vestan 1367—1369. Hann er fyrsta nafngreint rímna- skáld á Islandi, og hann mun vera höfundur Njálu. Dálkur og Jón sýnast vera synir Einars. Af efniviðum Njálu þekki jeg um eða yfir 20 heimildir. Merkustu heimildir eru: Landnáma (Hauks- bók og Melabók), Sturlunga og Laxdæla. Einar á margar vísun í yngri sögum vorum. En nú skulu þeir leiðrjetta sem betur kunna, ef rangt er. (Saga). Steinn Dofri. ---o.-.- Dánarfreg'n. Sá sorglegi atburður varð að Múla á Skálmarnesi 19. okt. s. 1., að Hafliði bóndi Snæbjamarson, sonur Snæbjamar í Hergilsey, varð fyrir byssuskoti og beið bana af. Orsakirnar til þessa hörmulega slyss, eru mönnum ekki að fullu kunnar. Hafliði heitinn gekk að heiman frá sjer árdegis, þriðju- daginn 19. okt. og hafði byssu meðferðis. Um hádegisbil heyrir smaladrengur skot, en gaf því ekki frekar gaum, þóttist vita, að því mundi Hafliði skotið hafa. V. Hugo: VESALINGARNIR. verðuga móðir“, svaraði Fauchelevent. — „Eruð þjer faðir hennar?“ — „Nei, afi hennar“, svaraði Fauchelevent. „Hann svarar greinilega“, sagði atkvæðisbæra móðirin, þó að Jean Valjean hefði ekki mælt orð frá munni. Abbadís- in horfði með athyglissvip á Cosettu og sagði síðan í hálf- um hljóðum við atkvæðisbæru móðurina: „Hún verður ljót“. Konurnar töluðu nú í nokkrar mínútur lágt saman; þá sneri abbadísin sjer við og sagði: „Fauvent, þjer verð- ið að útvega eina hnjeól með bjöllu í viðbót, því að nú þurfum við að hafa tvær“. Næsta dag heyrðist í tveimur bjöllum í garðinum, og nunnurnar gáti ekki stilt sig um að lyfta slæðunni ofurlítið frá augunum. Undir trjánum inst í garðinum sáust tveir menn við vinnu, Fauvent og annar til. Þetta var einstæður atburður. Þögnin var að því leyti rofin, að nunnurnar gátu ekki stilt sig um að segja hver við aðra: „Þetta er aðstoðarmaður garðyrkju- inannsins“. Atkvæðisbæru mæðurnar bættu við: „Það er bróðir Fauvents“. Jean Valjean hafði verið tekinn form- lega inn í klaustrið; hann hafði leðurólina með bjöllunni um fótinn; hann var opinber persóna og hjet Ultime Fauchelevent. Sú ástæðan, er þyngst varð á metunum, til þess að Cosetta var tekin í klaustrið, var athugasemd abbadísarinnar um Cosettu: „Hún verður ljót“. Þegar abbadísin hafði látið þessa skoðun í ljósi, hafði hún þeg- ar tekið ástfóstri við Cosettu og gefið henni ókeypis fæði og húsnæði í klaustrinu. Þetta var í raun og veru mjög eðlilegt. Að vísu eru engir speglar í klaustrinu, en kven- maður hefur ávalt eitthvert hugboð um það, hvort hún sje lagleg eða ólagleg. Kvenmaður, sem er viss um að hún sje nunna, vill ógjarnan láta gera sig að nunnu; köllunin er oftast í öfugu hlutfalli við fegurðina, og þessvegna var hægt að gera sjer meiri vonir um þær ljótu en fallegu og þessvegna þótti mönnum vænna um þær ljótu. Fauchelevent gamli varð nafnkunnur af þessari sögu. Hepni hans hafði verið þreföld. Honum hafði fyrst og fremst tekist að bjarga Jean Valjean og útvega honum hæli til frambúðar. 1 öðru lagi hafði honum aflast vinur, þar sem Gribier var, því að hann hjelt að Fauchelevent hefði bjargað honum undan sekt, sem hann að öðrum kosti hefði orðið að greiða. í þriðja lagi hafði hann gert klaustr- inu mikinn greiða, því það var honum að þakka, að kista móður Crucifixion fjekk að vera í grafhvelfingunni undir altarinu, og hafði hann þar farið að guðs vilja og leikið á stjórnina. Það þar kista með líki í Petit-Picpus-klaustr- inu og önnur líklaus í Vaugirard-kirkjugarði. Almenning- ur hefði vafalaust orðið mjög hneikslaður ef þetta hefði borist út, en það hafði enginn orðið neitt var við það. Um klaustrið er það að segja, að það var Fauchelevent mjög þakklátt; hann var talinn tryggastur allra þjóna, og best- ur garðyrkjumaður, er hægt væri að hugsa sjer. Abba- dísin sagði biskupnum alla söguna, að nokkru leyti sem skriftamál og að nokkru leyti sem atburð, er hún gæti verið hreykin af, þegar hann kom næst í klaustrið. Bisk- upinn trúði skriftaföður erfðaprinsins, herra de Latil, er siðar varð erkibiskup í Reims og kardináli, fyrir sögunni. Frægð Fauchelevents komst jafnvel alla leið til Róm. Jeg hef sjeð brjef frá páfanum Leo XII, er þá sat á stóli, til eins ættingja hans, sem hjet Della Genga eins og hann sjálfur og var starfsmaður kirkjustjómarinnar í París Þar var þetta skrifað: „Mælt er að í klaustri í París sje ágætis garðyrkjumaður, heilagur maður og heitir Fau- vent“. Ekkert ef þessari sæmd komst þó inn í kofa Fauche- levents. Hann hjelt áfram að rækta óg þekja melónur sínar án þess að hafa hugmynd um orð það, sem fór af heilagleika hans. Hann hafði ekki meira hugboð um það heldur en uxi frá Durham eða Surrey hefur hugmynd um frægð sína þegar mynd kemur af honum sem verð- launagrip í „Illustrated London News“. Cosetta hjelt einnig áfram að vera þögul í klaustrinu. Eins og eðlilegt var ímyndaði hún sjer að hún væri dóttir Jeans Valjean. Annars vissi hún í raun og veru ekki neitt, og þó hún hefði vitað eitthvað hefði hún als ekkert sagt. Ekkert gerir barn eins þögult og ógæfan, og Cosetta hafði reynt svo margt, að hún var hrædd við alt, jafn- vel að tala — það hafði oft komið fyrir að eitt einasta orð hafði valdið hellirigningu af skömmum og hún var nú fyrst að verða sæmilega örugg þegar hún var með Jean Valjean. Hún vandist klaustrinu fremur fljótt. Hún sakn- aði aðeins Katrínar, en hún þorði ekki að segja frá því. Einu sinni sagði hún þó við Jean Valjean: „Hefði jeg vit- að þetta, pabbi, þá hefði jeg tekið hana með mjer“. Þegar Cosetta fjekk vistina í klaustrinu, varð hún að klæðast sama búningi og aðrir. Jean Valjean fjekk leyfi til þess að geyma fatnaðinn, sem hún lagði niður, sorgarbúning- inn, sem hann hafði gefið henni, þegar hún fór úr veit- ingahúsi Thenardiers og enn var ekki mikið slitinn. Hann bjó um hann ásamt heilmiklu af kamfúru og ilmjurtum, sem ávalt er nóg til af í klaustrum, og lagði hann ofan í ferðatösku, sem honum hafði tekist af afla sjer og hann hafði ávalt lykilinn að í vasanum: „Hvað er þetta í ferða- töskunni, sem er svo svona góð lykt af, pabbi?“ spurði Cosetta hann einu sinni. Auk sæmdarinnar sem vjer höfum getið um, en Fauchelevent gamli hafði sjálfur enga hugmynd um, var honum einnig á annan hátt launað góðverk sitt. I fyrsta lagi þótti honum vænt um að hafa gert þetta góðverk, í öðru lagi hafði hann minna að starfa og að lokum tókst honum, sem þótti neftóbak mjög gott, að fá þrisvar sinn- um meira í nefið en áður, nú eftir að herra Madeleine var kominn, og nautnin var ennþá meiri fyrir sök, að herra Madeleine borgaði tóbakið hans. Nunnumar notuðu ekki nafnið Ultime, en kölluðu Jean Valjean Fauvent nr. 2. Hefðu þessar guðhræddu stúlk- ur verið eins skarpskygnar eins og Javert, hefðu þær vafa- laust tekið eftir því, að þegar eitthvað þurfti að fara út úr klaustrinu vegna garðsins, var það ávalt eldri, halti og hrörlegi Fauchelevent, sem fór út, aldrei hinn. En hvort sem valdið hefur, að þau augu, er ávalt er beint til guðs, kunna ekki að njósna, eða hitt, að nunnurnar voru eink-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.