Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.01.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 22.01.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Bók ■ Steiania Melsteð. Æfiminn- ing og brjef. Bogi Th. Mel- sted setti saman og gaf út. Kaupmannahöfn 1926. Um bók þessa heÆur verið næsta hljótt. Hún kom hingað í bókaverslun rjett fyrir jólin. Hr. Bogi Th. Melsteð hefur sam- ið hana og gefið út til minningar um systur sína. Stefanía Melsteð er fædd í Klausturhólum 8. ágúst 1864. Foreldrar hennar voru sjera Jón Pálsson Melsteð prófastur og frú Steinunn Bjamadóttir Melsteð. Stefania ólst upp á Þingvöllum hjá sjera Símoni Bech og frú önnu föðursystur sinni. Var það orðlagt fyrirmyndarheimili. Haust ið 1874 gekk Stefanía í Barna- skóla Reykjavíkur og var í hon- um tvo vetur. Dvaldi hún þá hjá frú Þórdísi Thorsteinsen, sem einnig var föðursystir hennar. Dvaldi hún hjá henni oft á vetr- um síðan. Þegar Stefanía var á 14. ári veiktist hún af sjúkdómi þeim, er dró hana loks til dauða. Vorið 1879 fluttist Stefanía að Kárastöðum með frú önnu fóst- ru sinni sem þá var orðin ekkja. En haustið 1886 fór hún til móð- ur sinnar að Klausturhólum og ljetst þar á uppstigningard. 1889. Bókin styðst mikið við sendi-' brjef, bæði frá Stefaníu og til hennar. Auk þess flytur hún vitnisburð ýmsra þeirra er þektu hana, þar á meðal þeirra Ólafíu Jóhannsdóttur og frú Þórunnar Richardsdóttur í Höfn, sem báð- ar voru miklar vinstúlkur hennar. I bókinni eru einnig fögur eftir- mæli eftir Dr. Valdimar Briem. Lýsir skáldið Stefaníu á þessa leið: „þú sjúka bam, þú hetja hraust, þú hreina Ijós á döprum kveik, þú fölva lilja, fagra rós, þú fallni reyr, þú sterka eik“. Æfi Stefaniu varð hvorki löng nje viðburðarík. Hún andaðist á 25. ári og var sjúkdómi þjáð í II ár. En þrátt fyrir það skildi hún eftir fagran gróður í sporum sínum. Hún var á alla grein fyrir- myndarstúlka, því hjá henni fóru saman gáfur og göfuglyndi. Hún hafði einstakt lag á því að láta lítið bera á raunum sínum. Hlotnaðist henni það sem hún þráði mest: að verða fremur til gleði en sorgar ástvinum sínum og öllum þeim, er hún var sam- tíða, — þrátt fyrir miklar þján- ingar og dapurleika veikindanna. Þetta er einróma vitnisburður allra manna, sem nokkuð þektu til Stefaníu. Hún var í þeim gæfu- mannaskara, er hlúir að öllu því, sem best er og háleitast í hverju hjarta. I þessu er fólgið gildi bókar- innar. Hún mun verða góður gest- ur ættmanna Stefaniu sál. En hún á ennfremur erindi til allra þeirra, sem bækur vilja lesa, og hafi Bogi Melsteð þökk fyrir sitt verk. Gamall Þingvellingur. -----o---- fyrsta samvinnusmjörbús Danmerkur, var kosin þriggja manna nefnd, sem næstu nótt samdi hinn svonefnda samvinnusamning (Andels-kontrakt) og gilti hann um upptöku manna í fjelagið. — Þið ligg- ur í augum uppi, hve langt þessi myndunarsaga liggur frá deilum stjómmálamanna og fræðimanna og hve ólík hún er fyrirfram ákveðinni samvinnu- stefnuskrá. í anda þessa upphafs hefur það verið svo, að meginreglur einar í samþyktum og lagabók- staf hafa verið settar í letur, en mikill meiri hluti samvinnunnar í einstökum atriðum hefur verið þegj- andi samkomulag. Að danska samvinnuihreyfingin hefur getað orðið stór og sterk á þeim grundvelli, er vitanlega því að þakka, að áhuginn á efnalegum framförum hefur verið borinn uppi af sterkum hug- sjónum, þótt menn gerðu sjer það eigi fyllilega ljóst, en það hefur forðað starfseminni frá mörgum smá- munalegum þrætum og lögfræðilegum deilum. Þótt þetta eindregna „praktiska“ snið sje að vissu leyti styrkur, þá verða menn þó að játa, að hjá yngri kynslóð bænda er meiri viðskiftabragur á hlutunum, og jafnframt því, sem það lag kemst á, verður og að taka fastari höndum á mótun hins skipulagslega og lagalega grundvallar. I þessu sambandi má nefna það, að það hefur aldrei verið hin sterka hlið samvinnufjelaga danskra bænda, að gefa út nákvæmar og yfirgripsmiklar skýrslur um fjelögin. Það, sem í flestum stórum fje- lögum eða samböndum annara landa, heyrir undir sjerstaka fræðsludeild, þekkjum vjer alls ekkert, eflaust af þeirri ástæðu, að eiginleg útbreiðslu-starf- semi er naumast teljandi. Gáfaður danskur stjórn- málamaður hefur fyrir nokkrum árum lýst svo vexti og viðgangi dönsku samvinnuhreyfingarinnar, að hún hafi farið eins og eldur í sinu yfir landið, ekki á þann hátt, að menn stráðu neistum ihingað og þang- að, heldur svo, að eldur sá, er einu sinni var kveikt- ur, breiddist út smám saman og lagði æ stærri og stærri svæði undir hreyfinguna. Framh. Pijónavélar. Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia“ prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru ðllum prjónavélum sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaði. Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kosta kr. 425,00. kosta kr. 460,00. kr. 127,00. Allar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. 1 heildsölu hjá Sambandi ísl. samvimiufélaga. Matar Kaífí Te Súkkuladi Avaxta I»votta Stell Alskonar eír' og látúnsvörur. Búsáhöld og Barnaleikföng. Fjölbreyttasta úrvalið. Lægsta verðið. Verslun Jóns Þórðarsonar Reykjavík. Frá Isafirði. Fiskiútgerðin frá ísafirði hefur gengið illa að und- anfömu, eins og víðar, og hafa vjelbátar þaðan, sem sendir hafa verið suður til Sandgerðis á und- anförnum árum, venjulega rjett eftir áramótin, ekki verið hreyfð- ir nú, og fregnir hafa gengið um, að útgerðin yrði flutt burt af ísafirði. Hafa Isfirðingar snú- ið sjer til landsstjómarinnar og skorað á hana, að hlutast til um, að útgerð verði rekin frá Isa- firði framvegis eins og að undan- fömu. Um Grænland hefur Sigurður Sigurðsson fyrv. búnaðarmála- stjóri haldið tvo fróðlega fyrir- lestra og á eftir að halda aðra tvo. Heldur hann fyrirlestrana á sunnudögum í Iðnaðarmannahús- inu og hafa þeir verið vel sóttir. Hann dvaldi, svo sem kunnugt er, í Grænlandi um tíma fyrir nokkrum missemm. Hann hyggur að harðæri og samgönguhindr- anir hafi valdið því, að bygð Is- lendinga í Grænlandi fyr á tím- um lagðist í auðn, fremur en hitt, að skrælingjar hafi eytt henni með vígaferlum, en annars sagði hann alt í óvissu um þau mál. Taldi hann fram ýmsar líkur fyrir því, að síðustu leifar Islendinga þar vestra hefðu blandast skrælingjum og að sá kynblendingaflokkur byggi nú syðst í Grænlandi og á Austur- ströndinni, því að skrælingjar á þeim svæðum væm í mörgu ólík- ir þeim, sem á vesturströndinni búa, í meginhluta Eystribygðar IBg-g-ert Ólafsson eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, er nýj- asta fræðibókin. 440 bls. með myndum og rithandarsýnishorn- um. Verð kr. 10. hinnar fomu og þar fyrir norð- an. Landræktunarskilyrði taldi hann ekki mikil í Grænlandi, en sagði beitilönd þar víða góð fyr- ir sauðfje. Prestskosning fór fram á Breiðabólstað í Fljótshlíð 18. þ. m. og var vel sótt. Mannalát. 16. þ. m. andaðist hjer í bænum Ólafur Gunnars- son læknir, fæddur 23. sept. 1885 í Keldudal í Hegranesi, stúdent 1907 og tók próf í læknisfræði 1912. Var hann 8 ár læknir í Miðfjarðarhjeraði, en varð að sækja um lausn vegna heilsubil- unar og fluttist þá hingað til bæjarins. Hann var vandaður maður og vel látinn. Kvæntur var hann Rögnu Gunnarsdóttur Gunnarssonar kaupmanns hjer og lifir hún mann sinn ásamt 6 bömum. 17. þ. m. dó Guðm. Sigurðs- son, áður verslunarmaður á Eyr- arbakka og forstjóri sparisjóðs- ins þar, 56 ára. Síðasta árið hafði hann átt heima hjer í Rvík og verið við verslun hjá Garðari Gíslasyni stórkaupmanni. Hann lætur eftir sig konu á lífi, Jón- ínu Guðmundsdóttur, og dóttur, sem gift er Andrjesi Bergmann trjesmið. 10. þ. m. andaðist á Vífils- staðaheilsuhæli Haraldur Sig- urðsson úrsmiður í Hafnarfirði, sonur Sigurðar Magnússonar læknis á Seyðisfirði, eftir lang- varandi tæringars j úkdóm, efni- legur maður, þrítugur að aldri. 10. þ. m. andaðist hjer í bæn- um frú Kristín, ekkja Boga læknis Pjeturssonar í Kirkjubæ, dóttir Skúla læknis Thorarensen á Móeiðarhvoli, 64 ára. Mann sinn misti hún 1889, en synir þeirra tveir, Skúli og Pjetur, em báðir læknar í Danmörku. Dvaldi hún ýmist hjá þeim eða hjer heima hjá mági sínum og systur í Kennaraskólanum. I Kaupmannahöfn er nýlega dáinn Rovsing prófessor, alþekt- ur merkismaður og einn af fræg- ustu skurðlæknum Dana. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.