Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.02.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.02.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXU. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 16. febrúar 1927. 9—10. tbL Oddur Hermnansson skrifstofustjóri. Hann andaðist 5. þ. m. á sjúkrahæli V. Christiansens pró- fessors í Hellerup. Hafði hann dvalið þar lengi sjer til heilsu- bótar og var á góðum batavegi, svo að menn bjuggust við hon- um heim nú með vorinu. Eh hann fjekk spönsku veikina, sem nú gengur í Kfaöfn, og upp úr henni lungnabólgu, sem varð banamein hans. Hafði hann áður fengið spönsku veikina, er hún geysaði hjer 1918, var þá langt leiddur og bar lengi menjar hennar. Oddur var á besta aldri, fædd- ur 22. júní 1884 á Velli á Rang- árvöllum. Faðir hans var Her- mannius Johnson, þáverandi sýslumaður Rangæinga, dáinn 2. apríl 1894, en móðir Ingunn Halldórsdóttir, og andaðist hún hjer í bænum fyrir nokkrum ár- um. Voru þau bæði af gömlum og góðum íslenskum ættum og börn þeirra öll hin mannvænleg- ustu. Oddur var yngstur þeirra. Kom hann í skóla 1898 og varð stúdent 1904. Lauk svo prófi í lögum við háskólann í Khöfn 30. maí 1911 með, hárri 1. eink. I ársbyrjun 1912 varð hann full- trúi hjá bæjarfógetanum hjer, sem þá var Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, og hafði hann það starf á hendi til 30. marts 1918, en samtímis var hann að- stoðarmaður í stjórnarráðinu, á 2. skrifstofu, en þar var Jón bróðir hans þá skrifst.stjóri. Tók Oddur við skrifstofustjóraem- bættinu er Jón varð logreglu- stjóri snemma á árinu 1918 og hjelt því embætti síðan fram til þessa. Er það allra dómur, sem til þekkja, að hann hafi verið fyrirmyndar embættismaður, enda naut hann jafnan hins fylsta trausts bæði yfirboðara sinna og almennings. Mörg trún- aðarstörf voru honum falin og gegndi hann þeim öllum með mestu samvitskusemi. 1 húsa- leigunefnd Rvíkur var hann lengi; formaður slysatryggingar sjómanna og gæslustjóri Samá- byrgðar Islands á fiskiskipum. Hann átti sæti í viðskiftanefnd og útflutningsnefnd á árunum eftir ófriðarlokin, var um eitt skeið settur bankastjóri í ls- landsbanka, og er hann ljet af því starfi, í júní 1924, var hann skipaður formaður gengisskrán- ingarnefndarinnar. Hann var og kosinn í stjórn Búnaðarfjelags Islands 1924 og var formaður hennar um hríð. Oddur var gáfumaður og vel að sjer, gætinn og stiltur og prúðmenni í framgöngu. Hann var trúhneigður maður, trygg- lyndur og fastur fyrir, rjettlát- ur og sanngjarn í dómum um menn og málefni, hugþekkur öllum, sem náin kynni höfðu af honum, og drengur hinn besti. Gildur var hann á velli og höfð- inglegur. Er það mikill skaði, að slíkir menn falli frá á besta aldri. 22. maí 1914 kvæntist Oddur Þóru, kjördóttur Jóns heitins Magmissonar forsætisráðherra, en misti hana 1918, úr spönsku veikínni, sem nú hefur einnig orðið sjálfum honum aði bana. FJárhagurinn. Jón Þorláksson forsætis- og fjármálaráðherra lagði fjárlaga- frumvarp stjórnarinnar fyrir neðri deild 11. þ. m. Flutti hann þá, eins og venja er til, alllanga ræðu um afkomu og horfur fjár- málanna. Gerði hann ráð fyrir því, að tekjuafgangur síðasta árs mundi nema um 48 þús. kr., eftir því' sem nú yrði komist næst, en breytingar geti þó á þessu orðið, og taldi ráðherrann því rjettast að segja, að tekjur og gjöld hefðu staðist á. Tekjur ársins virðast munu nema tæpri 121/a milj- kr. og fara fullum 2Yú milj. fram úr áætlun fjárlag- anna. Helstu liðirnir, sem fra~n úr áætlun fóru voru tekju- og eignaskattur, um 400 þús. kr. og stafar sú hækkun af því, að árið 1925 var að mörgu leyti hag- stætt atvinnuár fram undir árs- lokin. Tóbakstollurinn hefur far- ið 685 þus. kr. fram úr áætlun og stafai það af breyttri lög- gjöf og er ekki alt raunveruleg hækkun, því frá þessu dragast áætlaðar tekjur tóbakseinkasöl- unnar 275 þús. kr. Hafa þá tó- bakstekjurnar raunverulega far- ið 410 þús. kr. fram úr áætlun. Auk þessa var flutt inn á árinu tóbak fyrir 142 þús. kr. tolli, en var í tollgeymslu um áramót og kemur ekki til reiknings fyr en árið 1927. Verðtollurinn hefur farið 492 þús. kr. fram úr áætl- un og póst- og símatekjur hvor- ar um sig um 200 þús. kr. Þetta er þó ekki raunveruleg hæíkkun, því gjöldin til þessara mála hafa einnig farið um 410 þús. kr. fram úr áætlun, eða um 60 þús. kr. við póstmálin og um 350 þús. kr. við símann. Gjöldin fóru rúml. 2 milj. kr. fram úr áætlun. Stafar það af því, að dýrtíðaruppbót reyndist hærri en áætlað var, 67i/3% í stað 60%, og af ýmsum gjaldaá- kvæðum í lögum, öðrum en fjár- lögum og loks af því að stjórnin leyfði ýmsar framkvæmdir, sem fje var ekki veitt til, einkum vega- og brúargerðir, bætur á síma, vitum og sjómerkjum. Margt af þessu var orðið mjög aðkallandi, sagði ráðherrann, vegna undanfarinnar kyrstöðu verklegrar framkvæmda og þótti ekki rjett að neita um það með öllu þegar fje var fyrir hendi, sem ekki þurfti að nota til skuldagreiðslu. Helstu umfram- greiðslurnar voru til símans 354 þús., til vegamála 261 þús., til vitamála 159 þús., til berkla- varna 179 þús. og til óvissra gjaldliða 130 þús. En helstu um- framgreiðslurnar vegna ákvæða utan fjárlaganna- voru: til kæli- skipskaupa 350 þús., til Rækt- unarsjóðs 275 þús., til Flóaáveit- unnar 226 þús., vegna Vest- mannaeyjahafnar 108 þús., kostnaður við gengisnefnd 10 þús., til fyrirhleðslu Markar- fljóts 10 þús. og loks ýmsar upp- hæðir, sem teknar verða í fjár- aukalagafrv. fyrir 1926, alls 288 þús. I gjaldaupphæðinni er loks innifalin nærri miljón kr. af- borgun af skuldum, 100 þús. kr. framlag til Landsbankans og 150 þús. kr. til Flóaáveitunnar, aft- urkræfar. Þannig hefur því, sagði ráð- herrann, tekist að afstýra tekju- halla þeim, sem áætlaður var á fjáriögunum 1926 og nam 473 þús. kr. Ennfremur hefur verið unt að greiða kæliskipsframlag- ið af tekjum ársins. En fyrir því var ekki ráð gert á þinginu 1926, heldur átti að greiða það fram- lag af sjóði þeim, sem til var þá í ársbyrjun. En þann sjóð hefur ennþá ekki þurft að skerða svo að nokkru nemi. Til tekna ber einnig að reikna 100 þús. kr. seðlagjald frá Landsbankanum, sem haldið er á sjerstökum lið og ekki talið með tekjum hjer að framan. En „þótt fjárhags- afkoma ríkissjóðs þannig hafi orðið eftir öllum vonum á liðnu ári, þá felur hún í sjer ýmsar sterkar áminningar um að fara nú gætilega í fjármálum. Tekj- urnar hafa orðið yfir 4 milj. kr. lægri en næsta árið á undan — og því skyldu þær ekki geta haldið áfram að lækka?" Taldi ráðherrann því sjálfsagt, að gæta allrar varúðar þegar talað væri um horfur ársins 1927, enda hefði reynslan sýnt það, að al- þingi hefði áætlað suma tekju- Uði of hátt þegar það var að leita tekjuhækkana til að vega upp á móti þeim gjaldaaukum, sem það bætti inn í frumvarp stjórnarinnar. En tvö síðustu ár- in hefðu gjöld fjárlaganna hækk- að um 1 milj. hvort árið í með- ferð Alþingis.frá því sem stjórn- in hafði stungið upp á. Tekjur ríkissjóðs fara að miklu leyti eftir afkomu atvinnuveganna og þar af leiðandi breytingum á kaupgetu og eyðslu, en mótast þó öUu meira af afkomu atvinnu- og almennings næsta ár á undan, þannig að tekjur ársins 1925 stöf- uðu að miklu leyti af góðærinu 1924. Tekjurnar 1927 munu því mótast talsvert af erfiðleikum ársins 1926 og rýrna, enda hefur löggjöfin sjálf dregið af þeim, t. d. með lækkun á kola-, salt- og steinolíutolli o. fl. Samkvæmt þessu taldi ráðherrann því nauð- synlegt að leggja áherslu á það, að spara á yfirstandandi ári, enda mundi stjórnin krefjast þess fast- lega af forstöðumönnum ríkis- framkvæmda og stofnana, að nota ekki fje umfram fjárveitingar nema í brýnni nauðsyn og sam- kvæmt fyrirfram fenginni heim- ild. Rakti ráðherrann því næst fjárlagafrumvarpið fyrir 1928. Tekjurnar eru áætlaðar 10 milj. 494 þús. kr. og gjöldin 103 þús. kr. lægri. En þar sem tekju- áætlunin væri allmikið sniðin eft- ir þeim hækkunum, sem þingið hefði áður gert og sumar virtust fremur óvarlegar, taldi ráðherr- ann, að þingið gæti ekki hækkað tekjuáætlun þessa frv. að ó- breyttu ástandi nema því aðeins að löggjöfinni yrði jafnframt breytt til tekjuhækkunar. Gjalda- megin hefur frv. verið sniðið í samræmi við þá verðlækkun, sem er afleiðing hækkandi peninga- gildis. Launaupphæðir eru áætl- aðar með 45% dýrtíðaruppbót og á öðrum liðum eru áætlaðar 10^— 15% lækkanir frá tilsvarandi upphæðum á fjárlögunum 1927, nema þar sem ástæða hefur þótt til raunverulegrar hækkunar. Liðir, sem ætlaðir eru tU verk- legra framkvæmda eru í svipuðu sniði og á fjárl. 1927. Til sjúkra- hússbygginga eru áætlaðar 270 þús. kr., til nýrra akvega 285

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.