Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 24.02.1927, Side 1

Lögrétta - 24.02.1927, Side 1
Georg Brandes. Georg Brandes andaðist í Kaup- mannahöfn 19. þ. m. Með honum er til moldar genginn einhver um- svifamesti maður í andlegu lífi Norðurlanda um langt skeið, vopnfimur og oft óvæginn bar- daga- og barningsmaður og list- fengur og margvís fræðimaður. Hann hafði látið til sín taka ógrynni málefna og manna um víða veröld, og lagt til flestra málanna eitthvað, sem gagn eða gaman er að, þó misjafnlega gildismikil sjeu ritstörf hans, eins og að líkindum lætur og laus- lega haldið á ýmsu eða yfir- borðslega. Brandes átti að baki sjer óvenjulega fjölbreyttan starfs- feril. Þegar hann ljetst nú í hárri elli (hálfníræður, fædd- ur 4. febr. 1842), hafði hann fengist við ritstörf í um 60 ár samfleytt og svo að segja aldrei fallið penni úr hönd allan þann tíma, síðan fyrsta bók hans kom út 1866. (Om dualismen i vor ny- este filosofi). Um eitt skeið þess- ara tíma um og eftir 1880—90 mátti hann heita nær einvaldur höfðingi og átrúnaðargoð færustu mannanna í andlegu iífi Norður- landa og oft fór frægð hans víða um lönd. En annars lifði hann margar stefnur og mörg um- skifti, lifði í erjum og ófriði, varð fyrir margskonar árásum, sá áhrif sín fara þverrandi og skoðanir sínar að litlu metnar margar, en breyttist jafnframt sjálfur nokkuð með tímanum, en hjelt óskertum áhuga sínum og vígahug til hins síðasta. Brandes var á fyrstu árum sínum einkum undir áhrifum Kierkegaard’s og svo Hegels- stefnunnar, var áhangandi Bröch- ners móti guðfræði Martensen’s og heimspeki R. Nielsen’s, sem samræma vildi trú og vísindi og var þá í listfræði sinni einnig fylgjandi Heiberg, eins og al- Sengast var. En um 1865 fer ^etta að breytast fyrir áhrif frá Taine og Stuart Mill og festast hinar nýju skoðanir við utan- ferðir hans. 1871 byrjar hann svo háskólafyrirlestra sína í Kaup- mannahöfn, sem talið er að tíma- mót marki og síðar urðu efni eins aðalrits hans, Hovedström- ningeme. Ekki hjelst hann samt við í Danmörku og fór enn utan, enda hafði honum verið synjað háskólaembættis, sem hann þótti eiga rjett á. Hrepti það maður, sem dáinn var einnig nokkru á undan honum, Paludan, sem að vísu var ekki rithöfundur eða brautryðjandi á borð við Brandes, en var þó stundum ómaklega at- yrtur; og hefur skrifað fróð- legar bækur um erlend áhrif á danskar bókmentir. Nokkrum ár- um síðar kom Brandes aftur heim til Danmerkur og var gerð- ur að launuðum heiðursprófessor 1901 þegar vinstrimenn komust til valda. Upp frá því fór að verða friðsamara um hann en fyr og naut hann á síðustu ár- um vinsælda og virðinga, þó fyrir árásum yrði hann fyrir ýmis- legt í síðustu bókum sínum, eink- um um Krist og Pjetur postula, er hann áleit að helst væru helgi- sagnaverur, sem aldrei hefðu lif- að, Hefur Lögr. áður sagt frá ýmsum bókum Brandesar og greinum þegar þær komu út. Helstu rit Brandesar auk þeirra sem fyr getur, eru um Taine, Lassalle og Disraeli og einkum um Shakespeare frá fyrri árum. Hneigðist hann ávalt að því meira og meira eftir því sem árin liðu að rannsaka „det store menneske, kulturens kilde“, eins og hann kvað sjálfur að orði, einkum eftir að hann kjmtist Renan og Nietzsche. Reit hann á síðari árum sínum stórar bæk- ur um Goethe, Voltaire, Cæsar og Micelangelo. Jafnframt tók hann mikinn þátt í málum sam- tíðar sinnar, skrifaði eftirtektar- verðar greinar um ýms aJheims- mál á ófriðarárunum og hjelt ósleitilega áfram að dæma og oft að fordæma andlega lífið heima fyrir í Danmörku. I einni af síð- ustu greinum sínum komst hann t. d. svo að orði um danskar listir, að þær væru annaðhvort „stum kunst eller dum kunst“. íslensk mál ljet Brandes nokk- uð til sín taka. Ekkert heillegt hefur hann þó um þau skrifað, enda brast hann þekkingu á ísl. tungu. Hvatti hann Dani til þess að kynna sjer ísl. bókmentir, ekki einungis hinar fömu, held- ur einnig hinar nýju, t. d. E. H. Kvaran og Gest Pálsson. Sagði hann t. d. einhverju sinni, að Njála ætti að vera til á hverju dönsku heimili og aldrei hefðu danskar bókmentir skapað svo karlmann- legar persónur, sem þar væri lýst eða náð slíkri srnlli í lýs- ingum. Hann minti Dani einnig á það, að ýmsir menn, sem þeir hefðu hlotið af hvað mesta frægð, eing og Thorvaldsen og Niels Finsen hefðu verið íslendingar. Islensk menning hefði verið að- alsbrjef Dana gagnvart umheim- inum. Þetta hindraði það þó ekki, að sjálfur flokkaði Brandes íslend- inga meðal Dana í ritum sínum. Og á stjómarfarslegri sjálfstæðis- baráttu íslendinga hafði hann lítinn skilning og litla samúð með henni og dró dár að henni, þó öðrum þræði ávítaði hann Dani fyrir illa meðferð á íslendingum. íslendingar voru 1 hans augum merkileg en hálf kyrkingsleg þjóð í menningarlegum og stjóm- arfarslegum tengslum við Dan- mörku, þjóð sem Danir mættu „for sin værdigheds skyld slet ikke undvære“ eins og hann komst einu sinni að orði. Ýms góð áhrif hefur Brandes haft á íslenska mentamenn til hvatningar og aukins víðsýnis. Og hvað sem líður ýmsum ein- stökum skoðunum hans og verk- um mun hans verða minst sem eins hins fjölhæfasta og eldleg- asta manns í menningalífi sam- tíðar sinnar. ----o—— „Bí, bí og blaka.“ Margir hafa kvartað sáran, bæði í ræðu og riti, yfir hnign- un íslenskrar ljóðlistar á síðustu árum. Mun það og við nokkuð hafa að styðjast, að mörg þau ljóð, sem nú hafa út komið um nokkurra ára skeið, sjeu harla ljettvæg á vogarskál bókment- anna. Eftir síðustu aldamót bólar á breytingu nokkurri í íslenskri ljóðagerð, og leysir hún að nokkru „realismann“ af hólmi. Nefni jeg hreyfingu þessa „nýja rómantik“. Mun Jónas Guðlaugs- son hafa verið boðberi hennar. Að' vísu eru ljóð þessara ný- gi'æðinga á skáldaakrinum svo ólík, að mjög leikur á tveim tungum, hvort hjer sje sjerstök stefna á ferðinni, enda standa sum skáld öðrum fæti í öðrum skálda- stefnum, eða teljast alls ekki til neinnar sjerstakrar. En þó eiga ljóð þessara skálda oftast sam- merkt í því, að þau eru allólík kvæðum eldri skálda og þeirra, sem nú eru komin hátt á mann- dómsskeið. Þessir „ný-róman- tisku“ höfundar yrkja, hvorki söguljóð nje ættjarðarkvæði eins og hin fomu rómantisku skáld gjörðu. Mest yrkja þeir um sig og hugmyndalíf sitt. Oftast er höfundurinn sjálfur þungamiðj- an, sem alt snýst um. Þeir barma sjer mjög yfir ógæfu sinni og vonbrigðum í ástum. Ljóðin eru sundurlaus að efni og hugsun. Er oft erfitt að sjá um hvað höfundurinn er í raun og veru að yrkja. Kvæðin úa og grúa af upphrópunum og þankastrikum. Margir hirða lítt um rím og sleppa jafnvel stuðlum og höf- uðstaf. En illa lætur önnur eins rímleysa og þetta í bragglögg- um eyrum: Alein sat hún viö öskustóna, hugurinn var fram á Melum; hún var að brydda sér brúðarskóna. Sumir gera alt i felum. (D. S.: Svartar fjaðrir). Jóhannes úr Kötlum er ungur kennari í Dalasýsllx og heitir fullu nafni Jóhannes B. Jónasson. Er hann lítt skólalærður. Stund- aði hann nám í Kennaraskólan- um og lauk þar fullnaðarprófi. Eigi að síður er hann auðsæi- lega vel mentaður. Er andi hans víðfleygur og eigi beygður af lærdómsoki, er virðist einkenna rit sumra lærðra manna. Þótt kvæði hans, „Bí, bí og blaka“, beri nokkum keim hinnar nýju hreyf- ingar, þá tekst honum að miklu leyti að sneiða hjá þeim skerj- um, sem hún hefur strandað á. Líkist hann og í mörgu hinum fomu „rómantisku“ skáldum. Varð jeg næsta glaður við lestur bókarinnar, þ'ví að ljóð þessi bera sem gull af eiri af kvæðum þeim, er byrjendur em vanir að bera á borð fyrir lesendur sína.. Er auðsjeð að höf er ekki óvanur að stíga á bak skáldafákinum og kann vel á honum taumhaldið. Má hjer segja um Jóhannes, líkt og dr. Guðm. Finnbogason ljet um mælt um Helga Hjörvar, að hann taki sjer umsvifalaust sæti á skáldabekknum. Þarf ekki skáldum vomm, að þykja mink- un að þeim bekkjanaut. Mun að honum verða bekkjarbót. — Er það vel, að hinn andlegi gróð- ur virðist engu lágvaxnari hjá lýðmentuðum mönnum en lærð- um. Höfundur hefur gnótt ímynd- unarafls og tilfinninga og góð- an skilning á skaphöfn og sálar- lífi manna. Sumstaðar virðist jafnvel ímyndunarafl og tilfinn- ingaauður bera hann of langt frá veruleikanum. Flest kvæðin eru ljóðræn (,,lyrisk“). Nokkur em þau söguleg öðrum þræði, þótt varla geti þau kallast „episk“. Höfundur er, sem ungum skáld-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.