Lögrétta

Issue

Lögrétta - 24.02.1927, Page 2

Lögrétta - 24.02.1927, Page 2
t LÖGRJETTA I -----------------------------' I LÖGRJETTA Utgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gislason Þingholtsstræti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsla i Þingholtsstræti 1. Simi 185. | ------------------------------ | um er títt, allhrifnæmur. Kenn- ir nokkuð áhrifa frá öðrum skáldum; t. d. eru sum ástaljóð hans, sem annars eru einkar falleg, keimlík ástaljóðum Jónas- ar Hallgrímssonar. En ekki þarf það að vera lýti á ljóðskáldum, þótt þau að einhverju leyti verði fyrir áhrifum af öðrum skáldum eða beri keim af þeim. Höfundur hefur samúð með öllu, sem lífsanda dregur. Kem- ur þessi samúð einkum glögt fram í kvæðunum „Þegar alt grjet“ og „Jeg vildi“. — í kvæðinu „Gamla konan“ skygn- ist höf. inn í sálarlíf gamalliar konu og finnur dýra fjársjóðu fólgna. Lýsingin er þar svo skýr og glögg, að manni finst, að hann sje sjónarvottur og heymar þess er fram fer. Hin gamla, göfuga kona varð gyðja í augum mínum, og andlitið hrukkótt af elli, varð unglegt í hreinleik sínum — En reynslan var auðsæ í öllu og oft hafði ’ún verið dýr: Hvert hár var húmgrátt á litinn, hver hrukka djúp og skýr. Er rökkrið brá skuggum á skjáinn og skrjáfaði golan í þökum, og eldurinn snarkaði á arni á yiríkum síðkveldavökum. — þá áttum við sóldrauma saman, um sumurin heiðríkjublá. — þær mættust þar æskan og ellin í einni og sömu þrá. Er það eitt með hinum bestu kvæðum bókarinnar. Er ekki sem maður sje í einu vetfangi horf- inn í baðstofuna, héyri vindinn gnauða á þakinu, snarkið í eld- inum, sjái þau í fölu eldskininu og hlýði á tal þeirra? Skáldið gjörir starfið og starfsgleðina að yrkisefni í kvæðinu „Að starfi“. Er það ágætt kvæði. Minnist jeg varla að hafa sjeð íslensk skáld yrkja um það efni. Skáldið dáir straf- ið og starfsþrána og lýsir hin- um blessunarríku ávöxtum þeirra. Er næsta nauðsynlegt að boða þjóð vorri þetta fagnaðarerindi, þar er starfsþrá fjölda karla og einkum kvenna virðist gjörsam- lega að vera að fara í hundana. Gætir þessa mest síðan fólki fjölgaði svo mjög í kaupstöð- um. Skáldið lýsir skyldleika and- legrar iðju og líkamlegrar. Þær eru af sömu uppsprettu og leita að sama ósi: Hvort sem jeg óskaóð yrki af sannri hvöt, eða jeg yrki vel ógróin moldarflöt, fossar í funheitt blóð fagnaðarkendin sterk. — Göfgasta gleði í sál gefur mjer unnið verk. Snjalt kvæði og sjerkennilegt er „Gandreiðin". Vantar þar ekki andlega fjörkippi og orðaval. Þá vil jeg nefna kvæðið „Heima“. í kvæðinu kemur fram djúp trygð og ást á æskustöðvunum, sem blossar upp, er hann sjer þær aftur, er hann hefir verið langdvölum að heiman. Jóhannes ræðst í þá brag- þraut, að yrkja háttalykil. Hef- ir enginn núlifandi Islendingur gert það, svo að kunnugt sje. Eru það fimtíu hættir fomir. Hafa Islendingar orkt fjölda háttalykla alt frá þeim Rögn- valdi kala og Snorra. Eru 18 slík háttatöl og háttalyklar þekt eftir nafngreinda höfunda, eða safnað af þeim. Eru 17 þeirra kveðnir á íslensku og einn á latínu (sjá Jón Þorkelsson: Digtningen paa Island i det 15. og 16. Aarhundrede, Köbenhavn 1888, bls. 243). Mun þetta þá vera hinn 19. háttalykill. Tekst honum einkar vel, eftir því sem krafist verður um slíka brag- þraut. Er hann hið fyrsta skáld, sem kveðið hefir slíkan hátta- lykil, án þess að beita kenning- um sjer til hægðarauka. Heldur hann að mestu hreinni „lyrik“ kvæðið til enda. Vil jeg einkum benda á þessi erindi: „Skínandi sól sólna“, „Svifinn yfir hafið“ og „Suðrænan ljúfa seiðir“. Er höf. geysirímhagur. Er því furða, að sumstaðar hittast kvæði með ófullkomnu rími; vantar jafnvel annan stuðulinn í sum vísuorð. Fer ekki vel á því, nema vísu- orðið sje mjög stutt; að vísu kveður þá skáldið undir miðalda- háttum, eða stælir þá. Af sögu- legum kvæðum er „Melkorka“ best, þar sem skáldið sýnir oss tilfinningar kristnu kommgsdótt- urinn, Melkorku, úr menningar- landinu, írlandi, sem hlýtur þau örlög að vera frilla heiðins höfð- ingja hér norður í fásinninu. Ekki tekst honum eins vel með næsta kvæði, „Kjartansvíg“. Óviðkunnanlegt er að láta „nátt- úruna nöldra með náköldum æða- slögum“, enda ekki nægilega sterkt samræmi við það ódæði, sem fram er að fara. Af þjóð- sagnakvæðum skal nefna álfana í Tungustapa. Eru tveir síðari þættir þess sjerstaklega góðir. — Jóhannesi lætur vel að yrkja viki- vaka og greipar oft fom viðlög og setningar svo vel inn í kvæð- in, að alt virðist vera af sama bergi brotið. Kvæðin eru bersýnilega orkt a£ innri þrá. Varla verður sagt, að kvæðin yfirleitt sjeu stórfeng- leg. Þau eru einföld og óbrotin. Skáldið kemur fram sem bamið bljúga, sem ógnar hamfarir höf- uðskepnanna og baráttan á leik- velli lífsins. Sjaldan er bitið á jaxl eða bölvað í hljoði. Aðeins í kvæðinu „Varúlfur“ sjást merki þessa. Er ekki ólíklegt að slíkt eigi eftir að koma. Og ljóst er skáldinu, að ekki fer gifta eð- ur vangifta, hjer í heimi, eftir verðleikum: Margur fær þó maður breyskur mikinn skamt af hlutimun besta; einkisnýtur úrtíningur öðlast stundum heimslán mesta. Málið á kvæðunum er yfirleitt gott; enda er höfundurinn orð- hagur og faguryrður. Pappír og prentun er í góðu lagi og bókin hin snotrasta. Mun bókin verða næsta kærkomin öllum ljóðvin- um. Jóhann Sveinsson frá Flögu. ----o---- Leyfí og sjerleyfi. Eftir Sigurjón Ólafsson skipstj. og útgerðarmann. Það sem kom mjer til að skrifa um þetta mál, er eink- um það, hve glögt má sjá, hvert stefnir hjer hjá oss Islendingum í framtíðar- og svonefndum fram- faramálum okkar. Þegar það er rækilega athugað, getur varla neinum blandast hug- ur um það, að vjer stöndum á ekki einungis alvarlegum, heldur beinlínis hættulegum tímamót- um, að þvi er framtíðar- og sjálf- stæðismálum þjóðarinnar viðvík- ur — þeim málum, sem framtíð- arlíf þjóðarinnar byggist á í smáu sem stóru. Mikið er nú á tímum hjer á landi bæð i rætt og ritað um framtíðar- og framfaramálin og framkvæmdir þeirra. En það sem eftirtektarverðast er af þessu öllu, er það, að nálega allur hugsanagangur þeirra manna, sem á þessi mál minnast leynt og ljóst, hnígur aðallega í þá átt, að leigja útlendum auðfjelögum með leyfum og sjerleyfum nátt- úru-auðæfi landsins, og þá fylgir auðvitað þjóðin með í leigunni að meira eða minna leyti. Sjer- leyfa er beiðst og sjerleyfi eru veitt hverjum sem hafa vill. Þeir. sem tekið hafa að sjer það veg- lega stai*f, að bera fram sjerleyf- isbeiðnirnar og mæla með þeim á allan hátt með miklum fjálgleik, líta helst svo á, að því er virðist, sem sjerleyfisveitingar til út- lendra auðfjelaga og væntanlegar starfsframkvæmdir í sambandi við þær, beri að skoða, sem ís- lenskar framkvæmdir og fram- farir!!! Og svo fast virðist þessi skoðun vera gengin inn í fólk, að það skoðar þetta sem rjett og sjálfsagt, og að þannig hljóti það að vera. En þeir fáu menn, sem stend- ur stuggur af þessu háttalagi, hafast lítið að. Jeg minnist þess eigi að hafa sjeð eða heyrt neitt um þessa, hættu, sem þjóð- um, sem heild, gæti af þessum leyfum staðið, nema hvað Bjami sál. frá Vogi hjelt því fast fram, hver hætta svona smárri þjóð, sem Islendingum, gæti af stór- iðnaði stafað og vildi því, eins og menn vita, gera ýmsar tak- markanir þar að lútandi. En þetta var víst aðeins álitið öfgar hjá honum, eins og svo margt annað gott og viturlegt, sem sá maður lagði til málanna, bæði fyr og síðar æfi sinnar. Eitt af því, sem haldið hefur verið fram hjer á landi af með- mælendum sjerleyfanna, er það að hafa sjerleyfislögin nógu ströng, til þess að koma þar með í veg fyrir, að nokkur hætta geti af þeim stafað. Þetta sýnir þó það, að jafnvel sjálfir meðmæl- endurnir álíta leyfin ekki með öllu hættulaus. En þessi strang- leikur, sem á að vera settur í sjerleyfislögin til varúðar við hættunni, sem af þeim kynni að I stafa, hefur orðið til þess, að I afla leyfunum meira fylgis hjá íslensku þjóðinni, heldur en ella hefði orðið, og margir af bestu mönnum þjóðarinnar hafa af þessum ástæðum ljeð sjerleyfis- málunum fylgi sitt, bæði beint og óbeint, og af þessari sömu ástæðu hefur allur þorri þjóðar- innar trúað því, að hjer væri engin hætta á ferðum, þar eð líka svo margir mætir menn litu þannig á þetta og teldu hættuna enga, ef sjerleyfislögin væru nógu þröng og ströng. Það þarf ekki að rýna sjerlega lengi í málið til þess að sjá það, að þessi strangleikur sjerleyfis- laganna er ein sú argasta blekk- ing, sem borin hefur verið á borð fyrir þjóðina í þessum sjer- leyfismálum. Þeir menn, sem þessa blekkingu hafa búið til og síðan haldið fram, hafa annað- hvort haldið henni fram viljandi eða óviljandi, þ. e. a. s. óviljandi þannig, að þeim hefur ekki ver- ið það ljóst sjálfum, að þetta væri blekking, heldar hafa þeir álitið í raun og veru, að þetta gæti útrýmt þeirri hættu, seom sjerleyfin fela í sjer, og þar sem líka margir góðir og gætnir menn hafa orðið til þess, að trúa þessu, eins og áður hefur verið sagt, þá er lang-líklegast, að þannig liggi í málinu, heldur en hitt, að það sje viljandi gert, til þess að blekkja menn með. Til þess að sýna mönum, hvern- ig í þessu liggur, verður að fara lengra út í málið. Hugsi maður sjer, að eitthvert útlent auðfjelag sæki rnn sjer- leyfi til þess, að hefja einhverja stórfelda starfsemi hjer á landi. Setjum svo, að það kæmi fram með ýmsar kröfur, sem það teldi sjer nauðsynlegt að fá fram- gengt, til þess að starfa, sem það mundi kalla óhindrað. En síðan á Alþingi íslendinga að á- kveða leyfisskilyrðin og væntan- lega einhver ráðhera að skrifa undir þau. Hugsi maður sjer svo, hvemig þetta getur orðið, eftir því sem ætla má af H'enjunni, þegar líkt stendur á. — Alþingi tekur kröfur fjelagsins mjög há- tíðlega til greina, en þykir þær ganga heldur langt sumstaðar, ef til vill. Það ráð er tekið, að stýfa nokkuð af kröfunum svo sem það, sem álitið er allra ósann- gjarnast, og þar með er því slegið föstu, að þingið gangi ekki lengra í því efni, að uppfylla meira af kröfum sjerleyfisbeið- anda, en því hafi þótt ráðlegt, og vilji sjerleyfisbeiðandi ekki ganga að þessum kostum, verði

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.