Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.03.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 08.03.1927, Blaðsíða 3
LÖGKJETTA S élagninguna við samskonar skatt- kerfi í Englandi. Halldór Stefáns- son flytur annað frv. um land- námssjóð, er fái 100 J>ús. kr. á ári af ríkisfje til nýbýlafjölgnn- ar. Einar á Geldingalæk flytur breyt. á sandgræðslulögunum, þannig að 3/4 kostnaðar við græðslugirðingar greiðist af rik- inu, í stað J/2 nú, en V4 af land- eiganda. Jón á Reynistað flytur frv. um heymat, og sje söluhey metið af sjerstökum matsmönn- um og flokkað eftir gæðum. Sveinn í Firði og Á. Á. flytja till. um skipun milliþinganefndar til rannsóknar á hag bátaútvegsins og þess hvað gera megi honum til tryggingar, þ. á. m. um breytt- ar veiðiaðferðir og aukna nýt- ing fiskiúrgangs. Jör. Br., J. Ól. og M. T. flytja nokkrar breyt- ingar á lögum um bygging, ábúð og úttekt jarða, einkum til að tryggja rjett bama til ábúðar- jarða foreldra og tryggja leigu- Kðum verð fyrir umbætur ábúð- arjarða og til að fyrirbyggja það, að jarðir sjeu ósanngjamlega sviftar hlunnindum. Hjeðinn V., M. T., Jör. Br. og Ámi frá Múla flytja frv. um eftirlit og skoð- un bifreiða og ökuskírteina. Bemh. Stef. og Jón Guðnason flytja till. að stjómin athugi, hvort ekki mætti veita bæja- og sveitastjómum rjett til að tak- marka innflutning fólks, sem ætla má, að verði þeim til byrði. Jónas Kristjánsson flytur breytingartill. á lögum imi sjúkdómavamir, þannig, að með smitbera eða þá, sem grunaðir eru um að vera það, megi fara eins og þeir væru haldnir sjúkdómi. Jón Baldv., J. J., M. Kristj. flytja tilL um rann- sókn á akvegastæði frá Seyðis- fjarðarkaupstað til Fljótsdals- hjeraðs. J. Kristj. flytur tilh um að sjúkrahús geti fengið lyf (og lyfjaáfengi) frá lyfjaverslun rík- isins án áiagningar. ——o—— Minningagjafasjóðui1 Landsspítalans. Sjóður þessi er almenningi án efa kuxmur, þvi margir em þeir orðnir, sem lagt hafa minningar gjöf í hann, frá því er hann var stofnaður. Á árinu sem leið varð hann 10 ára og er ekki illa við- eigandi að þess sje minst um leið og reikningar hans era birtir. Hugmyndina að því að gefnar yrðu minningargjafir til Lands- spítalans áttu merk hjón þessa bæjar, Þorsteinn Jónsson jám- smiður og kona hans, frá Guðrún Bjamadóttir, og fyrstu minning- argjafimar voru til minningar um föður frú Guðrúnar, Bjama Kolbeinsson, frá Bakkakoti á Seltjamamesi. Hann andaðist á heimili þeirra hjóna 8 maí 1916. Nafn hans er fyrsta nafnið er skráð er í Minningagjafabók — obituarium — Landsspítalans og gjafir þær, er gefnar vora til minningar um hann — rúmar 70.00 — ber með rjettu að skoða sem stofnfje sjóðsins. Þess er rjett að geta hjer, að stjóm Lands Við höfum nú fyrirliggjandi hinar alþektu saumavélar, sem að dómi sérfræðinga eru frábærar að gerð og útliti. Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið þessar ágætu vél- ar með lægra verði, en hér hefir áður þekst. „JUNO“ handsnúnar kosta frá 85 kr. „JUNO“ stignar kosta frá 165 kr. Snúið yður til sambandskaupfélaganna, sem * f annast allar pantanir. I heildsölu hjá SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉL spítalans hafði eigi ætlað sjer að koma á minningargjöfum til sjóðsins, því ef til vill hefði mátt skoða það sem samkepni við Ár- tíðaskrá Heilsuhælisins. Reynslan sýndi, er til kom, að svo varð ekki, skýrsla um gjafir til ár- tíðaskrárinnar, er birt var nokkr- um árum eftir að hinar minn- ingargjafimar komu til sögunn- ar, sýndi, að gjafimar höfðu auk- ist. Eftir að byrjunin var hafin, urðu þeir fleiri, er æsktu að leggja minningargjafir til Lands- spítalans, og ljet þá stjóm Lands- spítalsjóðsins búa til minningar- spjöld og einnig bók, er nöfn hinna látnu skyldu skráð í. Bók- ina batt Ársæll Ámason og var hún hin vandaðasta, á 7. ihundr- að stórar folíosíður að stærð. Hugðu þær, en hlut áttu að máli, að bókin mundi endast mannsald- ur eða meira. En reyndin varð önnur. Að 8 árum liðnum var bókin útskrifuð og var þá gjörð önnur eins, aðeins nokkuð stærri. Minningargjafimar voru í fyrstu lagðar í Landsspítalasjóð- inn, en þó sem sjerstakur liður. En er það' kom í ljós að þær vora svo miklar, að líkindi voru til, að þær yrðu bráðlega „sjóð- ur í sjóðnum", voru þær teknar út þaðan og hafðar út af fyrir sig. Var sá sjóður nefndur Minn- ingagjafasjóður Landsspítalans“, og var frá byrjun ákveðið, að verja honum ekki til byggingar Landsspítalans. Óx sjóðurinn ár frá ári sem sjá má á eftirfarandi tölum: er hann kr. 619.27 1 árslok 1916 — 1917 - — 1918 - — 1919 - — 1920 - — 1921 - — 1922 - — 1923 - — 1924 - — 1925 - — 1926 - — 4.330.51 — 12.519.45 — 19.759.04 — 32.189.90 — 45.152.23 — 59.492.88 — 73.328.58 — 89.524.58 — 105.739.03 — 121.193.52 Snemma á árinu 1926 samdi stjórn Landsspítalasjóðsins skipu- lagsskrá fyrir Minningagjafa- sjóðinn og fjekk hún konunglega staðfestingu 20. febr. 1926. Skipulagsskráin er svohljóð- andi: Skipulagsskrá fyrir Minningagjafasjóð Landsspítalans 1. gr. Sjóðurinn heitir Minn- ingagjafasjóður Landsspítalans. 2. gr. Sjóðurinn er stofnaður árið 1916, með 10 króna minn- ingagjöf, og hefir hann aukist síðan með því fje, er inn hefur komið, sem minningagjafir um látna menn, til hins væntanlega Landsspítala. 3. gr. Sjóðurinn er nú að upp- hæð kr. 100.00.00 — eitthundrað þúsund krónar. — Höfuðstól þennan og það, sem við hann kann að bætast, til ársins 1930, eða þar til Landsspítalinn tekur til starfa, má ekki skerða. 4. gr. Eftir að Landsspítalinn er tekinn til starfa, skal leggja höfuðstól árlega helming vaxta, þar til sjóðurinn er orðinn kr. 170.000.00 eitthundrað og sjötíu þúsund krónur, — og úr því i/4 — einn fjórði hluti vaxta, þar til sjóðurinn er orðinn kr. 200.000.00 — tvöhundruð þúsund krónur, — en úr því leggjast aðeins Vio — einn tíundi — hluti vaxta við höfuðstól 5. gr. Því, sem sjóðnum áskotn- ast umfram vexti, frá því, er hann tekur til starfa, skal, ásamt þeim hluta vaxta, er eigi legst við höfuðstól, samkvæmt 4. gr., verja til hjálpar sjúklingum, er sjúkravist eiga í Landsspítalan- um, til greiðslu sjúkrahúskostnað ar. Gjafir, er sjóðnum kunna að gefast, í einhverju sjerstöku skyni, eða með sjerstöku skilorði, koma eigi undir ákvæði þetta, enda sje gjöfin eigi lægn en kr. 1000 — eitt þúsund krónur. — 6. gr. Af eignum sjóðsins standa kr. 50.000.00 — fimmtíu þúsund krónur — í Útborgunar- deild Söfnuðarsjóðs Islands. Aðr- ar eignir sjóðsins eru nú sem stendur fólgnar í ríkisskulda- og jarðræktabrjefum, ásamt viðtöku- skírteinum Landsbanka Islands og innlánsskírteinum Islands- banka. Þá era, í 7.—12. gr., ákvæði um stjóm sjóðsins og styrkveit- ingar úr honum. I stjóminni era 5 konur, kosnar af stjóm Lands- spítalans til 6 ára. Úthlutun styrks fer fram í byrjun hvers ársfjórðungs og sjeu umsóknir komnar til formanns sjóðsins eigi síðar en hálfum mánuði fyrir út- hlutunardag. Samkv. síðasta reikningi sjóðs- ins, frá 12. jan. síðastl., sem birt- ur hefur verið í Lögbirtingabl., eru nú eignir hans kr. 121,193,52. Hafa gjafir á síðastl. ári numið nær 131/) þúsundi og vextir 41/4 þús. 'kr. En síðasti reikningur Land- spítalasjóðsins, frá 25. jan. þ. á., sem einnig hefur nýlega verið birtur í Lögb.bl., sýnir, að úr honum hefur stjómarráði Islands verið greitt upp í kostnað við byggingu Landsspítalans 139 þús. kr., og að eign sjóðsins er í árs- lok 1926 kr. 113.229.58. I byrj- un ársins 1926 var eign sjóðsins kr. 231.701.96 og tekjur hans síðastl. ár nær 21 þús. kr. Minningagjafasjóður Lands- spítalans er nú orðinn svo mik- ill að vöxtum, að að þrem árum

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.