Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 08.03.1927, Síða 4

Lögrétta - 08.03.1927, Síða 4
4 LtöGR JETT A liðnum — 1930 — þegar Lands- spítalinn tekur til starfa, verður styrkur sá, sem sjóðurínn getur ▼eitt, efnalitlum sjúklingum mik- il hjálp. Sjerstaklega ef hann í framtíðinni heldur áfram að njóta velvildar almennings í sama mæli og nú, því skipulagsskráin mælir svo fyrir, að allar árlegar gjafir, er eigi eru öðru skilorði bundnar, skuli koma til úthlut- unar, og auk þeirra mikill hluti vaxta sjóðsins. Það má eigi skiljast svo við þetta mál, að eigi sje minst á eitt atriði, er orðið hefur sjóðnum til stórmikils stuðnings. Af- greiðslur minningarspjalda tóku að sjálfsögðu að sjer, þegar í byrjun, konur, sem áhuga höfðu á málinu, og hafa þær int mik- ið og þakklætisvert starf af hendi, án nokkurs endurgjalds. En svo barst sjóðnum liðveitsla úr annari, óvæntri átt. Lands- símastjóri, O. Forberg, sýndi málinu þá miklu velvild að bjóða fram hjálp landssímans, til þess að annast afgreiðslu samúðar- skeyta fyrir sjóðinn. Var þetta bæði vel og drengilega gjört og eru, fyrst og fremst við konum- ar, sem borið höfum þetta mál fyrir brjósti, og síðan allir þeir, gem eftir eiga að njóta góðs af sjóðnum, í mikilli þakkarskuld við hr. Forberg. Þá á starfsfólk Landssímans, sem með ljúfu geði innir af hendi það aukastarf, sem afgreiðsla samúðarskeyt- anna er, einnig þakkir skilið. 1 Reykjavík skifta samúðarskeytin árlega þúsundum. Auk Reykja- ▼íkur geta allar 2. flokks stöðv- ar tekið við og afgreitt skeytin. Væri óskandi að stöðvamar gætu á einhvem hátt vakið athygli al- mennings á skeytunum, því satt að segja, eru þau mjög lítið not- uð víðast hvar utan Reykja- víkur. En þau eru allra hand- hægasti samúðarvotturinn til fjarlægra og nærstaddra ætt- ingja og vina. Á 10 áram hefur úr lítilli byrj- un orðið 120 þúsund króna sjóð- ur. Þetta sýnir hve óendanlegir ▼axtarmöguleikamir era, þar sem gott fræ — góð hugmynd — fellur í góðan jarðveg. Inga L. Lárusdóttir. ---o---- „Kro$sinn“. Ástasaga Obstfelderis, Kross- inn, sem birtist í Lögrjettu fyr- ir skömmu, í þýðingu G. A. Sveinssonar skólastjóra, hefur verið sjerprentuð í litlu upplagi og er nýkomin út í laglegri bók. Höfund bókarinnar, Sigbjöm Obstfelder, telja Norðmenn í röð helstu og bestu skálda sinna frá aldamótaárunum síðustu (f. 1866, d. 1900) og Krossinn er alment talin besta og sjerkenni- legasta bók hans. „Þessi litla saga er meðal andríkustu og skáldlegustu verka í bókmentum okkar, segir t. d. bókmentafræð- ingurixm Carl Nærap um hana. 1 frásagnarhættinum má finna á- hrif frá rússneskri skáldlist, ein fyrirmynd liggur nærri: Krot- kaja Dostojefski’s; einstöku sinnum minnist maðu r Gars- chin’s' En slíkt rýrir ekki fram- leik skálds okkar. 1 þessari sögu finst ekki ein einasta tilfinning sem ekki er persónuleg eign hans í strangasta skilningi . . . Krossinn er einnig að því er formið snertir, besta rit Obst- felders. 1 byggingu þess er festa, samhengi og heildarsvipur". Þýð- ing G. A. Sv. er vandvirknislega gerð og nær vel stíli og frásagn- arhsetti höf. ----o----- Jón Þorláksson forsætisráðh. varð fimtugur 3. þ. m. Hann er þriðji maðurinn, sem gegnir for- sætisráðherraembættinu hjer, en það er nú 10 ára gamalt, stofnað í ársbyrjun 1917. Gegndi Jón heitinn Magnússon því fram á þingtímann 1922, síðan Sigurður Eggerz fram á þingtímann 1924, þá Jón Magnússon aftur til dauða síns síðastl. sumar, er Jón Þor- láksson tók við. Var stuttlega minst á starfssögu Jóns Þorláks- sonar hjer í blaðinu þegar hann tók við forsætisráðherraembætt- inu. En ráðherrastöðu er þannig varið að hver maður, sem tekur hana að sjer, hlýtur að eignast bæði meðhaldsmenn og mótstöðu- i menn, og Jón Þorláksson er þar engin undantekning. Hann er nú flokksforinginn, sem fremstur gengur í fylkingu og verður fyr- ir snörastum árásum andstæðing- anna. Munu allir játa það, bæði meðhaldsmenn og mótstöðumeim, að hjá honum sjeu einhverjir bestu og mikilhæfustu starfs- kraftamir, sem íslenska þjóðin hefur nú fram að tefla á sviði stjómmálanna. Guðmundur Kamban rithöf. er nýlega kominn heim hingað. Hef- ur hann haft hjer framsagnar- kvöld og í Nýja Bíó hefur verið sýnd kvikmynd, sem tekin var undir hans stjóm af sögu eftir hann: Hús í svefni. Einnig mun hann ætla að stjóma hjer sýn- ingu leiks síns „Vjer morðingj- ar“, utan Leikfjelagsins, og ef til vill fleiri leikja. Hafði hann ætlað að taka að sjer leikstjóm hjá Leikfjelaginu, en fjelagið hafnaði því, enda hafði það bund- ið sig föstum samningum um starfsemi sína það sem eftir er þessa leikárs, m. a. um sýningu „Munkanna á Möðruvöllum" og er það óheppileg deila, sem út af þessu hefur risið hjer. Enginn þarf að efa leikstjómarhæfileika hr. G. K. Hann hefur mikið unnið á því sviði. En alt um það má hann ekki heimta af Leikfjel. rifting á gerðum samningum sín vegna, og annað verður ekki sjeð, en að hinn ungi og efnilegi for- maður Leikfjel. hafi hagað sjer í þessu máli eins og hann hlaut að gera og rjett var. Vefarinn mikli frá Kasmír heit- ir skáldsaga, sem Lögr. hefur fyr frá sag’:, að út væri að koma eftir Halldór Kiljan Laxness. Er hún gefin út í heftum og kominn út helmingur hennar. Um söguna 1 heild sinni verður ekki dæmt, að svo komnu. En Halldór hefur ýmislegt skrifað einkennilega og skemtilega. Eiríkur rauði, ísl. togarinn, eign Geirs Thorsteinssonar, strandaði við Kúðafljót 2. þ. m. Menn björguðust. Landlielgisbrot. Þórarinn 01- geirsson skijxstjóri á botnvörp- ungnum Júpiter var fyrir all- löngu kærður fyrir landhelgis- brot hjer suður með sjó af varð- bátnum Trausta. Fyrir undir- rjetti í Hafnarfirði var hann sýknaður, vegna þess, að of langt væri liðið milli hins kærða brots og þess að kæran kom fram og vegna þess að óvissa væri um af- stöðu varðbátsins til málsins, þó framburður skipshafnarinnar væri að vísu eiðfestur. Hæsti- rjettur hratt þessum dómi, taldi sannað, að skipið hefði verið í landhelgi og dæmdi skipstjóra til 15 þús. kr. sektar. Skipstjóri þessi hefur áður verið dæmdur fyrir brot á landhelgislögunum og kom því til álita, hvort einnig ætti að dæma hann til fangelsis- vistar. En hæstirjettur áleit að ákvæðið um fangelsisvistina ætti því aðeins við, að um ásetnings- brot væri að ræða, en taldi, að skipstjórinn hefði að þessu sinni verið í landhelgi að óvilja sín- um og dæmdi hann því ekki til : fangelsis. Það er almannamál, að ísl. botnvörpungar vaði all- mjög uppi í landhelgi, og sje far- ið óþarflega mjúkum höndum um slík brot. Landsspítalinn er nú kominn undir þak og hefur kostað 370 þús. kr. það sem af er. í húsinu öllu verða um 170 herbergi. Úr Dalasýslu er skrifað 24. febr.: Tíð hefur verið allgóð hjer í vetur, frostalítið en ærið um- hleypingasamt, og úrkoma mik- il. Má heita að varla sjáist snjó- skafl á láglendi; svo hefur nú gjörleyst. Hey munu víða hafa gefist mikil, eftir því sem tíðar- far hefur verið, enda munu þau hrakin og ljett, einkum taðan. Kvillasamt hefur verið hjema í hjeraðinu síðan á nýári. Hafa látist þrír bændur í vestursýsl- unni: Einar Guðbrandsson í Vogi á Fellsströnd andaðist um miðj- an janúar. Var hann ötull og nýt- i ur bóndi. Byrjaði fátækur bú- skap og varð brátt ómagamaður, bömin mörg og síðan ellihramir foreldrar hans, er hann annað- ist. Var samt orðinn sæmilega fjáður er hann andaðist. Bana- mein hans var sykursýki. Hann var um sextugt. Guðmundur bóndi Friðriksson á Víghólsstöð- um á Fellsströnd andaðist um síðastl. mánaðamót. Varð hon- um að fjörlesti langvinn brjóst- veiki. Hann var kominn á átt- ræðisaldur. Var hann gildur bóndi, greindur vel; mesti þrifa- og hirðumaður og hinn vandað- asti bæðí til orðs og æðis. Hann átti enga afkomendur, en mun hafa ráðstafað eignum sínum þannig, að sjóður yrði gjör af þeim, en sá sjóður skyldi styrkja til búnaðarframkvæmda í hjeraði, einkum á Fellsströnd. 1 fyrrinótt andaðist Sigurður bóndi Lýðsson á Hvoli í Saurbæ, úr lungna- fslensk endnrreisn og Eggert Ólafsson. Bókin um Eggert ólafsson eftir Vilhjálm Þ. Gíslason er nú komin til bóksala út um alt land. Hún er sjálfstætt rit, sem menn geta eignast út af fyrir sig, en jafn- framt önnur bók Islenskrar end- urreisnar, ritsafns, sem lýsa á menningu og menningarfrömuð- um Islendinga á 18. og 19. öld. Úr dómunum um fjnrri bókina, íslenska endurreisn, Tímamótin, verða tilfærðar nokkrar glepsur: „17. mai“ í Oslo segir: íslensk endurreisn sýnir í breiðum drátt- um litla en atgerfismikla þjóð, sem vaknar og finnur sjálfa sig í baráttu milli innilegrar ræktar við gamlan menningararf og eggjandi þrár eftir nýjum hugs- unum og frískum menningar- straumum. Það er eftirtektarvert verk ungs fræðimanns, fer víða yfir og stundum lauslega, en er . alstaðar markað sanngirni og einlægri sannleiksþrá . . .“ . . . „Efnið er yfirgripsmikið, nær yfir alt þjóðlífið ... yfirleitt virðist rannsóknin samvitskusam- lega og hlutdrægnislaust gerð, en efninu sumstaðar þjappað nokk- uð mikið saman“. — (Eimreið- in). „. . . bókin ber vott um mikinn fróðleik og lestur og veit- ir margvíslega og yfirgripsmikla fræðslu, sem ekíri hefur áður verið jafn aðgengileg. Mun því margur lesa bók þessa með ánægju, því þetta tímabil er að ýmsu leyti svo hugðnæmt“. — (Iðunn). „. . . Bókin er að vísu vísindarit, en hún er ekki ein- göngu fyrir vísindamenn, hún er engu síður einn kafli úr almennri sögu þjóðarinnar, sem á að vera lesinn á flestum bæjum . . . Hver sá, er les alla bókina, gengur fljótt úr skugga um, að ekkert áhlaupa- verk hefur verið að semja hana, svo víða er efnið dregið að . . . Hefur tiltölulega lítið verið ritað áður um þetta merkilega tímabil í sögu ísl. þjóðarinnar, síst í samhengi, svo að ritið sem hjer kemiur fram, er brautryðjandi á þessu sviði“. — (Morgunblaðið). „Höf. gerir sjer mikið far um að rekja erlend áhrif á íslenska menning. Þetta er ágætt. Því ein- mitt í þessu efni hafa flestir sagnaritarar okkar syndgað“ (Skímir). — „Eftir þessu riti að dæma, má fyllilega vænta þess, að hjer hafi bætst í hópinn efni- legur sagnfræðingur, sem eigi eftir að auðga sögubókmentir okkar með mörgu góðu riti“ (Vörður). bólgu. Hann var 36 ára, sonur Lýðs hreppstjóra á Enni í Strandasýslu. Sigurður sál. var maður mjög vel gefinn bæði til munns og handa. Er það mikill skaði fyrir sveitina að missa slík- an mann á besta skeiði. Hann var kvæntur frænku sinni önnu Halldórsdóttur, fyrir fáum árum; lifir hún eftir ásamt tveimur komungum bömum þeirra og er nú mikill haimur að henni kveð- inn. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.