Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.04.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 06.04.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA en væri að efninu til fullkomið vantraust. Atvinnum.ráðh. sagði, að hversu sem færi um rnálið í þetta sinn, væri ekki um að ræða nema álit annarar deildarinnar, enda mætti íhaldsflokkurinn vel við una það traust, sem síðasta landskjör hefði sýnt að hann nyti hjá kjósendum. Forsætis- ráðherra kvað eðlilegast að van- trauststill. kæmi sjálf til at- kvæða. En ef hin till væri sam- þykt, yrði að líta svo á, samkv. henni sjálfri og skýringum aðal- flutningsmanns, að það væri við- urkent, gagnstætt ummælum H. V., að stjómin væri fullkomin þingræðisstjóm, og að fylgis- menn hennar hjetu stjóminni hlutleysi til næstu kosninga. Úrslitin urðu þau, að till. þeirra Framsóknarm. var samþ. með 14 atkv. (Frams. og Frjáls- lyndir) gegn 13 (Ihaldsm.) en H. V. sat hjá, en hans till. kom ekki til atkvæða. Herragarðurinn og presf ssetrið. Kemur út í þessum mánuði. Verð fyrir áskrifendur: Á vanaleg- an pappír kr. 4,00. Á glanspappír, bundið í skinn kr. 30,00. (Á glans- pappír verða prentuð aðeins 10 eintök tölusett og eru 5 stk. óseld). í bókabúðum kostar bókin kr. 10,00. Þeir sein panta bókina utan af landi verða að líta eina krónu fylgja pöntun, annars ekki tekin til greina — Sömuleiðis verða pautanir að vera komnar útgáfuimi í hendur í síðasta lagi 1. maí 1927. Bókaforlag'ið. Reykjavík. m Bfi Útaf grein hr. Guðm. Davíðs- sonar á Hraunum um orðabókar- málið hefur hr. Jóhannes L. L. Jóhannsson, sem hefur styrk þann, sem nú er veittur til orða- bókarundirbúnings, beðið Lögrj. að geta nokkurra atriða til árjettingar. Telur hann að grein hr. G. D. „sýni feiknamikinn áhuga og rjettan skilning þessa ágæta fræðimanns á því hvílíkt nauð- synjamál þetta sje“. Samt kveðst hann ekki geta verið honum sam- mála um eitt atriði, s. s., um skipulag orðabókarstarfsins. Hann telur, að það mundi tefja fyrir starfinu og minka trygg- ingu þess, að það yrði vel unnið, ef því yrði skift milli margra manna, sem dreifðir væru víðs- vegar um land. Stjórn verksins myndi á þennan hátt verða ó- þarflega erfið og allmikil vinna fara forgörðum fyrir tvíverknað eða margverknað. Aðalstarfið við orðabókina telur hann að vinna þurfi á einum og sama stað og þá eðlilegast að valinn yrði sá staðurinn, þar sem bestur er bóka- og handritakostur, s. s. Reykjavík. Vill hr. J. L. L. J. því láta setja hjer upp sjerstaka skrifstofu, sem hafi orðabókar- verkið með höndum. Telur hann að þar eigi að starfa fimm menn fastir, forstöðumaður, helst nokkuð ungur, vel hæfur og lærður málfræðingur, og honum til aðstoðar fjórir menn og þyrftu ekki nauðsynlega nema tveir þeirra að vera útlærðir mál- fræðingar, hinir tveir færir og duglegir skrifstofumenn. Þessir menn telur hann að lokið gætu verkinu á 15 árum; enda væri þetta einkastarf þeirra. Segir hann að þetta sje vægt í lagt um mannafla miðað við það, sem aðrar þjóðir hafi þurft fram að leggja til samskonar starfa. Vill hann að forstöðumaður færi ut- an nokkum tíma til þess að kynna sjer nýjustu vinnubrögð í þessum efnum, helst hjá Crai- ( gie, sem nú er prófessor í Chi- cago, sjálfur stórlærður maður og orðabókarfrömuður og góður íslandsvinur. Kostnað við þetta skrifstofuhald álítur hann 24 þús. kr. á ári, með því að for- stöðumaður hafi 4000 kr., að- stoðarmennimir 3500 og 3000 kr., húsaleiga o. sl. 3000 kr. og ýms hjálp út um land, þ. á. m. orða- söfnun úr talmáli, 4000 kr. Þetta verða á 15 árum 360 þús. kr. En kostnaðinn við útgáfuna sjálfa áætlar hann 120 þús. kr. eða alls 480 þús. kr. kostnaður við verkið og fer það nærri áætl- un hr. G. D. Segist hr. J. L. L. J. sjálfur hafa farið þess á leit að orðabókarstarfinu yrði þannig hagað, sem nú var lýst, en jafn- an verið synjað. En nú kveðst hann vænta þess, að mönnum fari að skiljast það, þvílíkt þjóð- þrifamál hjer sje um að ræða og hrindi því betur og rösklegar áleiðis en orðið er. Leikhúsið. Eins og fyr hefur verið getið stuttlega mintist Leikfjelagið 30 ára afmælis síns með leiksýn- ingum fjögur kvöld í röð. Voni þá leiknir fyrst franski leikurinn Æfintýrið, þá Afturgöngur Ib- sens, Vetraræfintýri Shakes- peare’s og Á útleið eftir Stutton Vane. Afturgönguraar hafa síð- an verið leiknar oftar. Um það gæti sitt sýnst hverj- um hvaða leikrit helst ætti að sýna við svona tækifæri, þó vel vel sje það að vísu til fundið, að hafa slíka flokkssýningu. Eins má samt sakna og það er, að ekkert íslenskt leikrit skuli hafa verið sýnt. íslensk leikrit hafa verið og eiga að vera svo mikill þáttur í starfsemi fjelagsins, að vel hefði átt við að undirstrika það, með því að sýna eitthvert þeirra nú, enda em til ýms prýðileg íslensk leikrit. Um með- ferð þessara afmælisleika er fátt að segja nýtt, því þeir hafa ver- ið leiknir til skams tíma, — nema Afturgöngumar, og nú að mestu leyti í sama formi og áð- ur. En leikendaskifti urðu í nokkram hlutverkum og spiltu sumir til frá því sem fyr var og ljeku illa, enda undirbúningslitl- ir. En í heild sinni fóra leik- sýningarnar vel úr hendi og var vel tekið og sýndu vinsældir Leikfjel. Hefur það einnig haldið uppi merkilegri starfsemi, stund- um við misskilið lof, stundum við vanþakklæti og lengstum launalítið, en við vaxandi skilning og áhuga á leikment. Væra ýms- ir leikendumir þess maklegir, að þeirra væri minst rækilega á þessu afmæli, s. s. frú Guðrún Indriðadóttir, Ágúst Kvaran og Friðf. Guðjónsson. Indriði Waage sýndi einnig með sýningum þess- um dugnað og hæfileika þar sem hann ljek umfangsmikil hlutverk öll kvöldin, og hafði auk þess leikstjóm á hendi. í Afturgöng- umfór hann með erfitt nýtt hlut- verk, skýrt og af skilningi. Var honum sem formanni fjelagsins fagnað að leikslokum. Hreindýrin Lögrj. hefur nokkram sinnum flutt greinar um hreindýr og hreindýrarækt. Er nú allmikill áhugi á þeim málum meðal ýmsra hjer. I þessu sambandi getur það því verið fróðlegt að vita nokkur deili á breindýra- rækt annarsstaðar og hefur áhugasamur lesandi Lögrj. í Bandríkjunum sent henni grein úr Boston-blaði einu, þar sem sagt er frá hreindýrahjörðum í Alaska, eftir skýrslu til Landa- fræðifjelagsins í Washington frá Carl J. Loman í Teller, sem er einn af brautryðjendum hrein- dýraræktarinnar þar. Fyrsti hreindýraflokkurinn var fluttur til Teller í júlí 1892, það voru 162 dýr. Á næstu áram vora enn flutt inn 1118 dýr frá Síberíu. Þessar hjarðir hafa auk- ist svo, að nú eru í Alaska 350 þús. hreindýr, og era um 70 af hundraði eign eskimóa. Era þau höfð í stóram hjörðum og þykja hin arðvænlegustu og era mjög harðfeng. En landið sem þau eru höfð á þykir ekki hæft til annara nota, en hreindýrabeitar, en er gott til hennar og sagt að þar gætu þrifist hreindýr miljónum saman. Hreindýrarækt hófst um þessar slóðir fyrir atbeina einstakra manna (dr. Sheldon Jackson) en fjekk síðar stjómar- styrk. Hreindýrakjöt er nú mik- ið notað til manneldis í Banda- ríkjunum einkum í Seattle og Minneapolis, og flutt þangað fryst frá Alaska. Velos skilvindan g'óða er hljóðlítil og ljett í snúningi. Skilur sjerlega vel, einföld og hæg í hreinsun og end- ist ágætlega. Fæst í 3 stærðum. No. 0 skilur 65 lítr. — 1 — 120 — — 2 — 220 — Velox strokknrinn strokkar rjómann á 15—20 mínútum. 3 stærðir 5, 10 og 15 lítra. YarahJutir áwalt fyrirliggjandi. V erelun Reykjavfk. Fjórir togarar, þrír þýskir og einn hollenskur, hafa verið tekn- ir fyrir Suðurlandi nýlega. Tók óðinn 2 og Fylla 2. Sektir nema um 50 þús. kr. Refsivist á íslandi 1761—1925 heitir rit eftir Björa Þórðarson, sem nýkomið er út og er það fyrsta ritgerðin, sem veitt hefur verið doktorsnafnbót fyrir í lög- fræði hjer við háskólann. Dokt- orsprófinu er nýlokið og voru andmælendur af deildarinnar hálfu ól. Lárusson og Magnús Jónsson. Fundu þeir, eins og venja er sitthvað að ritinu, en luku lofsorði á það í heild. Slys. 30. f. m. fanst einn af tollvörðum bæjarins, Valdemar Daðason ú flæðarmálinu 1 Effers- ey, skotinn í höfuðið. Óvíst er talið hvemig þetta slys hefur borið að höndum. — Nýlega fjell 9 ára drengur útaf bryggju á Siglufirði og druknaði. Guðmundur Kamban hafði fyrstu leiksýningu sína 3. þ. m. og vora sýndir Vjer morðingjar og ljek hann sjálfur aðalhlutverk- ið. Fór leikurinn prýðilega úr hendi og var vel tekið. Verður leiksýningar þessarar nánar geb- ið síðar. Bátur fórst af Eyrarbakka 5. þ. m. og fórast 8 menn. Bátur- ínn hjet Framtíðin, 10 smál. vjelbátur. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.