Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.04.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.04.1927, Blaðsíða 1
w.m LOGRJETTA XXII. ár. Réykjavík, miðvikudaginn' 6. ti\iti\ Í927, 19. tM. Um víða veröld. Frá Kínverjum. Engin stjórnmál vekja nú eins mikla athygli um víða veröld og Kínamálin, sem rakin hafa verið atuttlega í undanförnum blöðum. Það, sem nú er einkum barist um í Kína, er afstaðan til útlendra áhrifa þar og útlendrar menn- kigar og hafa Kínverjar samt ekki getað staðið óskiftir í and- spyrnunni gegn erlenda valdinu, ?egna gamalla vaeoringa innan- lands, óstjórnar og agaleysis og k>ks eru skoðanir þeirra sjálfra •okkuð skiftar um það, 'hvaða •tefnu eigi að taka gagnvart út- lendingum. Hefur Lögrj. nýlega íkýrt þessi mál frá sjónarmiði Kantonmanna. Til þess að geta skilið kín- versku deilurnar þurfa menn að kunna nokkur skil á ástandi lands ©g þjóðar. En Kína er ekki ein- •ngis eitt hið elsta menhingar- land heimsins, heldur einnig eitt hið mesta framtíðarland. Hafa því margar þjóðir reynt að afla sjer þar ítaka og eiga þar kagsmuna að gæta og koma því deilumálin þar nú óþægilega við maxgar Evrópuþjóðir. Kína hafði verið keisaradæmi aftan úr forneskju, þegar það var gert að lýðveldi 12. febrúar 1912 og heitir nú á kínversku Chung-Hua Min-Kua. Samkvæmt stjórnskipunarlögum frá 10. okt. 1928 er í landinu þingbundin atjórn og meginþættir hennar forseti, kosinn til 5 ára og tví- skift þing. í efri deild sitja 264 fulltrúar, kosnir til 6 ára og í neðri deildinn i 596 fulltrúar kosnir til 3 ára. Landinu er ann- ars skift í ömt og sýslur, sem a kínversku heita Sheng og Hsien ©g hafa sjerstök þing og all- mikla sjálfstjórn í ýmsum mál- Hm. Heldur hefur þó gengið erf- iðlega um framkvæmd þessa nýja skipulags og oft farið svo, að hershöfðingjar eða ofbeldis- menn (tuchun'ar) hafa ráðið lögum og lofum í ömtunum, ó- háðir ríkismiðstjórninni, þó vald þessara tuchun'a hafi að vísu verið afnumið með lögum frá 1923. Er það auðsjeð hversu erf- itt muni vera um framkvæmdir nýs stjórnskipulags í agasömu þjóðfjelagi og sundurþykku, þar sem íbúarnir eru alt að 40P miljónir og ' allólíkir, en landið alt um 45 sinnum stærra en Is- land. Ofan á þetta bætist svo íhlut- un erlendra þjóða, sem að ýmsu hafa hagað sjer eins og ríki í ríkinu og ekki orðið einingunni til styrktar eða þjóðlegri menn- ingu, þo nýtt líf og framtak hafi komið í þjóðina á ýmsum svið- um fyrir þeirra áhrif. Erlendu áhrifin í Kína hafa komið fram á tvennan hátt — hjá trúboðum og fjesýslumönnum. Einhver mesti fjármálamaður Breta, Inchape lávarður, sem hagsmuna á að gæta í Kína, hefur nýlega kent það kristniboðunum fyrst og fremst og framferði þeirra, hversu útlendingaóvildin sje nú orðin þar mögnuð. Aðrir kenna ¦:^W-i:^i jHH 1 Chen raðherra. það hinsvegar kaupsýslumönnun- um, ágengni þeirra og ofbeldi, en segja að kristniboðarnir sjeu hin- ir einu útlendingar, sem komi til Kína með óeigingjarna mannúð- arstarfsemi. Undir þessa skoðun hafa tekið merk ensk blöð, t. d. Westminster Gazette. Frá trú- boðunum stafa annars elstu er- lendu áhrifin í Kína, þó tilfinn- anlegri fyrir fjárhag og stjórnar- far hafi hin áhrifin orðið á síð- ustu áratugum. Trúmálum Kín- verja sjálfra er annars þannig farið, að þeir hafa þrenn megin- trúarbrögð eða lífsskoðanir, Konfuciustrú, Búddatrú og Tao- trú og munu Buddatrúarmenn flestir, en margir hallast að öll- um stefnunum í senn. Af öðrum trúarflokkum eru Múhamets- menn fjölmennastir, máske upp- undir 10 milj. telja sumir. Róm- versk kaþólskir menn hafa haft bækistöð í Kína um 3 aldir og eru þar nú um 2 milj. og 200 þús. og hafa 37 biskupa og 1400 vestræna presta og 1000 kín- verska (1923). Hefur páfinn einn- ig orðið til þess nú, fyrstur er- lendra höfðingja, að viðurkenna þjóðernisstefnu og stjórn Kín- verja. Hinn núverandi páfi, Píus XI., hefur með boðskapnum Rerum ecclesiæ hafið nýja stefnu í Austurlandamálunum og 5. júní i fyrra birti aðalmálgagn kaþólsku kirkunnar í Peking brjef frá honum þar sem því er lýst yfir, að kaþólska kirkj- an þar í landi sje þjóðleg, sjálf- stæð kirkja innan hins kaþólska kirkjufjelags. 28. október í fyrra voru vígðir í Róm sex fyrstu ; kínversku biskuparnir. Sá heitiv ! Lébé, sem einna mest hefur að i þessu unnið við páfastólinn og i svo hinn postullegi sendiherra í j Kína, Constantini. Mótmælendur ! hafa rekið trúboð í Kína frá því i 1807 og eru þar um 620 þús. ; en um 6600 starfsmenn, trúboð- | ar og læknar innlendir og er- | lendir. Loks hefur rússneska rjetttrúnaðarkirkjan rekið kín- verskt trúboð frá því 1685 og á í landinu 32 kirkjur og teljast til þeirra um 5 þús. Kínverjar og 20 þús. Rússar. Nokkuð er einn- ig af kínverskum Gyðingum, einkum í Honan hjeraði. Áhrif kaupsýslu- og stjórn- málamanna fóru fyrir alvöru að hefjast í Kína á síðari helmingi síðustu aldar. Hafa stjórnir hinna erlendu ríkja sjálfar haft ýms afskifti af Kína-málum og útlendingar setst allmikið að í landinu, þó fáir sjeu á móts við Kínverja. En 1928 var talið svo, að alls væru í Kína 825 þús. út- lendingar. Flestir þeirra voru þó Japanar, rúml. 200 þús. og af Evrópumönnum voru Rússar flestir, 85 þús., en þá Bretar 14 þús., Ameríkumenn 9 þús., Þjóðverjar 2 þús. og Norður- landamenn um 1300. Þessir út- lendingar eru að nokkru leyti í höfuðborginni, Peking, 4 þús. (íbúar alls, með útborgum 1 milj. 300 þús.), en einkum í Shanghai og Kanton, en það eru einhverj- ar stærstu og helstu verslunar- borgir landsins (íb. 1V& milj. og 900 þús.). Rússar urðu einna fyrstir til þess Evrópumanna, að seilast til valda í Kína. Þeir fengu ýms sjerrjettindi í Port Arthur og Talienwan árið 1898 og tóku Mansjúríu 1900, eftir boxaraupp- reisnina. En upp af þeim málum spratt rússnesk-japanska stríðið 1904. Að því loknu fengu Japan- ar ýms sjerrjettindi og leyfi í Kína, m. a. til járnbrautalagn- inga og 16 hafnir í Mansjúríu voru þá opnaðar fyrir útlend- ingum. Færðu Japanar sig seinna upp á skaftið í kröfum sínum, einkum eftir 1915, en í deilunum, sem nú standa yfir virðast þeir nokkuð hafa dregið taum Kín- verja gagnvart Evrópumönnum, eða reynt að koma á sáttum. Bretar fengu um líkt leyti og Rússar ýms sjerrjettindi í Wei- Hai-Wei í Schantung og sjerleyfi til 99 ára í Hong-Kong. Um sömu mundir fengu Frakkar einnig ýms sjerleyfi í Kwang-Ohore- Wan flóa þar í nánd og nokkru seinna yfirráð yfir 2 eyjum þar í flóanum. Með sjerrjettindum þeim og ítökum sem þessar er- lendu þjóðir hafa þannig eignast hafa þær náð í sínar hendur talsverðum hluta af peningamál- um, verslun og siglingum Kín- verja, þó mikill hluti þessara mála sje að vísu einnig beinlínis og óbeinlínis undir kínverskum yfirráðum. Verslunarvelta Kín- verja við útlönd nam 1923 rúml. 191 milj. sterhngspunda og vai innflutningurinn um 30 milj. hærri en útflutningurinn. Það ár sigldu til Kínverskra hafna tæpl. 183 þús. skip. Ástandiö í siglingum að og frá landinu má sjá nokkuð af því að af þessum skipafjölda áttu Bretar flest og fluttu rúml. 7 milj. smálesta, og Japanar 6V2 milj., en Kínverjar sjálfir um 2 milj. Einnig eiga Bretar allmikið af járnbrautum í landinu og nokkuð af verk- smiðjum. En iðnaður er í tals- verðum uppgangi í Kína, einkum ýmsar baðmullarverksmiðjur og hveitimyllur og vinnur við slík- l ar verksmiðjur um 3V& milj. I manna. Kínverjar eru annars j aðallega landbúnaðarþjóð o.s: rækta baðmull, te og korn nokk- uð, einkum á smájörðum. Fjár- hagur ríkisins hefur verið frem- ur bágur og fjármálin í óreiðu. Árið 1923 voru tekjurnar taldar um 528 milj. dollara, en gjöldii\ rúml. 20 milj. hærri, en ríkis- skuldir á sama tíma alls um 723 milj. Það eru samt ekki þessi fjár- mál og viðskiftamál ein út af fyrir sig, sem mest áhrif hafa haft á Mnverskt þjóðerni og þjóðlíf, þó mest þyki þjóðræknis- sinnum þau kreppa að sjálfstæð- ismálum þjóðarinnar nú orðið Mestum breytingum á þjóðinni hafa valdið kynnin við vestræna menningu. Þau kynni urðu til þess, að Kínverjar gerbreyttu öllu hinu forna mentamálaskipu- lagi sínu, með fræðslulögum frá 3. sept. 1905, í vestrænt snið. Eru nú í landinu um 10 ríkishá- skólar. Einn hinn helsti er hinn þjóðlegi háskóli í Peking, sem stofnaður hafði verið 1898, en var gerbreytt 1917. Eru við hann 250 kennarar og 3000 stúdentar, þ. á. m. nokkrar stúlkur síðan 1920. Ymsa lægri skóla hafa Kínverjar einnig sjálfir, auk skóla trúboðsstöðvanna, en nokk- uð er hin nýtísku fræðslustarf- semi þeirra enn á ringulreið. Auk skólanna hafa þeir um 1900 fyrirlestrastöðvar til almennings- fræðslu og um 750 umferðafyrir- lestraflokka. Á . síðustu árum hafa þeir komið upp 185 bókasöfnum í vestrænu sniði og 286 alþýðubókasöfnum. 1 land- inu eru gefin út um 1000 alls- konar blöð, þ. á. m. ýms á er- lendum tungum eða á kínversku

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.