Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.04.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 13.04.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA Landsbókasafnið hefur nýlega sent út ritaukaskrá sína fyrir árið 1926. Hafði útgáfa hennar legið niðri um stund og má að vísu heita vafasöm þörfin á henni, þótt fróðleg sje. Þörfin á handritaskrá er miklu brýnni en þörfin á bókaskrám eins og þess- um. Safnið hefur á síðastl. ári starfað 301 dag og eignast 1944 bindi, þar af, auk ísl. skylduein- taka, 925 gefins, flest frá há- skólabókasafninu í Ösló, með til- styrk hr. Thor Odegards. Hand- ritasafnið hefur aukist á árinu um 39 bindi, þar af voru 25 gef- in.# Átti safnið því við árslok rúml. 1161/á þús. bindi prentaðra bóka og 7821 bindi handrita og er einhver verðmætasta og merk- asta. eign landsins. Notkun safnsins hefur verið þannig, að lesendur voru alt ár- ið 13863 á lestrarsal. Fengu þeir 16165 bækur (auk þeirra, sem frammi liggja til frjálsra afnota) og 4892 handrit. Af útlánssal voru ljeð um 5900 bindi 489 lán- takendum. Á svonefndri sjer- lestrarstofu hafa ennfremur ver- ið 448 lesendur 285 bóka og 295 handrita. Mest er safnið notað í janúar, minst í júní—júlí. Þessar tölur, þótt fróðlegar sjeu, segja samt ekki nema hálf- an sannleikann um safnið. Þær segja ekki frá því hvernig not- kun safnsins er. En það er vitan- legt, að lestrarsalurinn er að langmestu leyti notaður af ýmsu skólafólki til lexíulesturs eða af hinum og þessum til reyfara- lesturs. Útlánunum er einnig að ekki litlu leyti þannig varið, að bókhneigt fólk kemur og biður „að ljá sjer eitthvað skemtilegt yfir helgina". Landsbókasafnið er sem sje að miklu leyti notað sem alþýðu- eða leigusafn væri, þó mun meiri sje að vísu notkun Alþýðubókasafnsins sjálfs. Þetta skipulag eða skipulagsleysi verð- ur varla láð notendum meðan safnið sjálft leyfir það og -því er ekki annað svið markað, eða meðan skólarnir sjá ekki sjálfir nemendum sínum fyrir viðunan- legum lesstofum. En með þessu er Landsbókasafnið samt orðið allfjarlægt því, sem helst á að vera tilgangur þess, að vera mið- stöð fyrtr fræðiiðkanir og örugg geymsla fyrir bókakost, sem þjóðfjelagið vill varðveita. Með þessu er einnig óþarflega eytt til smárra en erilsamra snúninga góðum starfskröftum, sem betur mættu nýtast við betra skipuíag. Er því ekki úr vegi að minna á það, að komið hefur fram tillaga Um nokkura breyting á skipulagi Landsbókasafnsins í ritgerðunum Um Islensk þjóðfræði eftir Vil- hjálm Þ. Gíslason. Er þar gert ráð fyrir því, að af safninu yrði ljett að mestu leyti störfum þess sbm alþýðusafni en það gert að fræðasafni og einum . lið þeirrar þjóðfræðadeildar, sem gert er ráð fyrir að komið yrði upp með samruna ýmsra fræðastofnana. sem til eru og nokkrum nýmynd- unum. En starfsmenn safnsins (og einnig þjóðskjala- og þjóð- menjasafns o. fl.) yrðu starfs- menn þeirrar deildar, áþekt og háskólakennarar, en nokkrir stú- dentar veittu aðstoð við nokkuð af safnsvinnunni, föstu starfs- mönnunum til ljettis, — svo þeir gætu meira sint öðrum fræða- störfum en nú — og sjálfum sjer til æfingar og lærdómsauka. Yms- ar nánari a,thuganir eru um þetta í bók V. Þ. G., sem hjer um ræð- ir og má vera lesendum Lögrj. kunn. En þar hefur verið bent á heildarskipulag til starfsrækslu á hinum æðri mentamálum okkar, sem í senn fullnægi gildum kröf- um til góðs fræðalífs og sje ekki efnalega ofvaxið fámennri og fá- tækri þjqð. Málum þessum hefur ekki mikið verið sint af þeim, sem þó væri skyldast að láta sjer ant um þau, en hafa samt vakið athygli ýmsra og öðru hvoru ver- ið tekið opinberlega undir tillög- urnar í „Islensk þjóðfræði" og fluttar uppástungur í sömu átt í blöðunum. Það er máske skiljan- legt, að önnur mentamál kalli bráðar að. En samt getur ekki liðið á löngu uns mál hinna æðstu menta- og vísindastofnana verði tekin til athugunar og end- urskoðunar í þá átt sem til er bent í „Islensk þjóðfræði", þó deila mætti um einhver einstök atriði. ir af völdum hans. Hafa síðan verið stofnuð fjelög víðsvegar um lönd, m. a. á Norðurlöndum, 'til þess að vinna að rannsókn á eðli og útbreiðslu gigtarinnar og reyna að útrýma henni. Er helst talið svo, að gigtinni megi skifta í fjóra flokka eftir því hvernig hún sje til komin, hún geti sem sje borist við smitun (t. d. milli hjóna), komið af göllum á lík- amsskapnaði fólks, óreglulegum efnaskiftum gegnum húðina, eða af einhverjum ytri lífskringum- stæðum. Hafa verið stofnaðar ýmsar nýjar lækninga- og rann- sóknarstofur til þess að fást við þessi efni, og er einhver hin stærsta þeirra á vegum verka- mannasambandsins í London. Reyndar eru bæði hinar alkunnu lækningaaðferðir, rafmagn, böð og nudd og einnig gerðar til- raunir með einskonar bólusetn- ingu. Sumar slíkar „heilbrigðis- hreyfingar" koma reyndar öðru hvoru eins og hrynur og er ekki sjerlega merkilegt alt, sem þær flytja. En við þessar gigtar- rannsóknir eru riðnir ýmsir kunnir læknar. En hvað segja íslenskir læknar um þessi boðorð, eða eru til ábyggilegar skýrslur um áhrif og útbreiðslu gigtarinnar hjer, eða mundi ástæða til að kynna sjer nánar þessi nýju „gigtarfjelög" ? átt, (t. d. Steingr. Matthiasson og Gunnl. Glaessen), þó ekki sjeu þeir sammála um öll atriði, sem að þessu lúta, enda er margt af því ennþá á tilraunastigi. Hjer á landi hafa ýmsir orðið til þess öðru hvoru, að brýna fyrir fólki nauðsyn heilbrigðs og þjóðlegs mataræðis, t. d. gerði Eggert ólafsson það allkröftuglega á sínum tíma, en við litlar fræði- legar rannsóknir hefur verið að styðjast. Og stundum er farið úr einum öfgunum í aðrar. En hjer er sjálfsagt um að ræða merki- legt mál, sem skylt er að gaum- ur sje gefinn. CSigt. Allir kannast við gigtina, enda hefur hún mörgum orðið til meins og kvalar. Nú eru margir læknar samt farnir að halda því fram, að hingað til hafi sjúk- dómi þessum ekki verið veitt sú athygli, sem vera þyrfti, hann sje svo útbreiddur um víða ver- öld, að af honum hljótist miklu meira þjóðfjelagslegt tjón, eink- um í vinnuspjöllum en menn geri sjer alment grein fyrir. Það er læknir í Tjekko-Slovakíu, dr. Ladislaus Schmidt, sem helst hefur hafist handa til þess að vekja athygli á þessu og jafn- framt til þess að fá menn til að hefja öfluga baráttu á móti gigtinni. Fyrir 5 árum flutti L. S. fyrirlestur í London um rann- sóknir sínar á þessum efnum og skoðanir á þeim. Ljet þá enska heilbrigðisráðaneytið grenslast nákvæmlega eftir útbreiðslu og áhrifum gigtarinnar í Bretlandi. Fjekk árangur þeirra rannsókna mönnum hinnar mestu undrunar. Það kom sem sje í Ijós, að til læknanna komu áriega 370 þús. manns, sem voru óvinnufærir vegna gigtar. Hennar vegna urðu sjúkrasjóðir einnig að greiða ár- lega yfir 40 milj. króna í sjiikra- styrki og mikla læknishjálp að auki. Árið sem athugað var, táld- ist svo til, að farið hefðu for- görðum vegna gigtarinnar 3 mil- jónir vinnuvikna, en það á að svara til 240 miljóna kr. taps fyr- ir þjóðarauðinn. Þetta þóttu tal- andi tölur um það, hvert tjón þjóðfjelagið hði af þessum sjúk- dómi auk allra þeirra óþæginda, sem hver einstaklingur yrði fyr- BrBvítir Jffnaflarhættir. Jónas Kristjánsson læknir og | alþm. flutti nýlega erindi hjer ! í bænum við mikla aðsókn um I lifnaðarhætti og mataræði. Taldi j hann að þjóðinni væri allmikii j heilbrigðishætta búin af skökku | mataræði, sem mjög fari í vöxt. Fólk fari í þessum efnum of mik- ið eftir erlendri tísku, en hirði ekki nægilega um íslensk sjer- kenni og staðhætti. Áður fyr hefði Islendingum oft stafað mik- il hætta af skorti og harðrjetti, en nú mætti segja, að meiri hætta stæði af ofnautnum og of- áti. Langsamlega mestur hluti af sjúkdómum manna stafaði af óskynsamlegu líferni, fólk vissi ekki og hirti ekki um það að vita, hvað því væri fyrir bestu. Mikil heilsufarshnignun hefði orðið afleiðing þess breytta mat- aræðis, þegar hætt var að miklu leyti að borða fjallagrös og súrt skyr, tæring hefði t. d. magnast mjög síðan, og eins krabbamein. Líkamanum væri hin mesta þörf á hreyfingu, áreynslu og bætiefnaríkum mat og hófsemi. Menn ættu að forðast kaffi- og víndrykkju, nota sykur lítið, venja börn ekki á köku og sæt- indaát, borða mikið grænmeti, ekki síst ósoðið, yfirleitt forðast skemda og ofsoðna fæðu, láta helst mala korn sitt hjer innan- lands, til þess að missa ekki hratið, sem væri einna mikils- verðast,borða skyr, fjallagrös,kál, lýsi, o.fl. Skoðanir J. Kr. á þess- um efnum hafa vakið umræður og athygli víða, og hafa einnig fleiri ísl. læknar talað í sömu Örninn og tóueitrun. Fyrir nokkrum árum sendi kunningi minni í Svíþjóð mjer hefti af sænsku tímariti, og las jeg þar grein um eitrun fyrir tóu. I Svíþjóð er, eins og hjer, eitrað fyrir tóuna, en þar er hinu eitraða hræi ekki dreift út um holt og hæðir eins og víðast hefur tíðkast hjer hingað til, heldur er það lagt á einn hent- ugan stað í hverju hjeraði, og sækja svo tóurnar úr nágrenn- inu þangað, vegna lyktarinnar af hræinu. Fyrst er á þessa staði í nokkurn tíma lagt óeitrað hræ, til þess að venja tóurnar á að koma daglega á staðinn og gera þær ugglausar, en eftir að nokkur tími er liðinn er lagt út eitrað hræ á sama stað, er tóan ekki varar sig á og verður*henni að bana. Þetta er meginregla í Svíþjóð, ef jeg man rjett. Þegar jeg las þessa grein kom mjer til hugar, hvort þessi sama aðferð gæti ekki orðið viðhöfð hjer á landi, — en þar sem jeg vegna elli og krankleika ekki treysti mjer til að framfylgja hugsjóninni, sendi jeg ritgjörðina manni á Vesturlandi, sem jeg vissi að hafði áhuga á þessu máli, en hefi ekki heyrt eða sjeð neitt um það síðan. Nú nýlega kom Þorsteinn Bjarnason frá Háholti í Gnúp- verjahreppi til mín og sagði mjer meðal annars þau mikilsverðu tíð- indi, að nú væri sú "aðferð. notuð í Gnúpverjahreppi, og líklega í fleiri hreppum Árnessýslu, að eitruðu tóuagni væri ekki lengur dreift (úti »á víðavangi, eins og fyr hefði verið gert, en væri nú lagt í holur eða sprungur, svo það ekki sæist af fljúgandi fugl- um, en gerði samt og ef til vill betra gagn en hin aðferðin. Það er lyktin af hræinu er hænir tó- una að staðnum. Ef þessi aðferð sýnir sig að vera eins hentug og hin venju- lega, að dreifa agninu hvarvetna. ætti hún að notast um alt land- ið, því þá væru líkindi til að erninum, þessum tígulega fugli, sem við ekki megum missa, mundi fjölga hjer á landi, þar sem það, svo sem kunnugt er, er tóueitrunin sem hjerumbil hefur útrýmt honum. Jeg leyfi mjer að mælast til, ef einhver fyndi örn, er drepist

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.