Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 04.05.1927, Qupperneq 2

Lögrétta - 04.05.1927, Qupperneq 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA Utgefandi og riUtjóri 1’ o r »t e I n n 6f Þingholtestrætí 17. Simi 178. iDnhelmta og afgreiðsla i Þingholtsstræti 1. Simi 185. Játning'aT. (Gunnar Ámason frá Skútu- stöðum ritaði). III. Um ritninguna. Mig hefur oft furðað á því, hvað mjer virðist ýmsir hæst- móðins guðfræðingar hafa gaman af að glíma við afturgöngur, sem ekki eru til nema í þeirra eigin heila. Þeir ganga berserksgang til að kveða niður drauga, sem þeir fyrst hafa sjálfir vakið upp. Náttúrlega er þeim þetta ekki of gott, ef þeir hafa gaman af því. En þeir ættu aðeins ekki að ímynda sjer, að þeir væru að vinna Guði og mönnum þægt verk með því, að leysa af hendi stórvirki. Þeir eru aðeins að leika „Hinn ímyndunarveika". Þessir menn ráðast sýknt og heilagt á þá, sem þeir kalla bók- stafstrúarmenn og segja að trúi á hvem bókktaf ritningarinnar sem óskeikulan sannleika. Þeir halda því fram, að flestir eldri prestar og einstaka af þeim yngri, svo sem eins og jeg, haldi fram „bókstafsinnblæstri" biblí- unnar. Sú er meining þeirra, að líkt og gyðinglegu rabbínamir kendu í síðgyðingsdómnum, að Esra hefði ritað alt Gamlatesta- mentið að forsögu Guðs, eftir eyðing Jerúsalemborgar, og það eitt stæði í því, sem væm Guðs eigin orð, líti margir þann dag í dag á ritninguna. Jeg hef oftar en einu sinni orðið fyrir að- kasti í þá átt, að jeg skoðaði höfunda biblíuritanna hafa verið dauð verkfæri í hendi Guðs, er sagður að telja þá hafa skrifað bækur sínar svo sem ósjálfrátt eins og andi Guðs bljes þeir í brjóst. En þetta em tómar get- gátur — blátt áfram hrein og bein ósannindi 1 minn garð og jeg hygg í garð allra annara, sem það er beint til. Sæmra væri þeim, er vilja ófrægja skoðanir þeirra er standa á gmndvelli kirkjunnar, að grípa til annara vopna en þess- ara blekkinga. Þær villa þeim einum sýn þegar til lengdar læt- ur. Aðrir eins gáfumenn ættu að sjá það í hendi sjer. Mjer dettur ekki í hug, að and- mæla því, að um eitt skeið, þó skammt væri, var sú skoðun ríkj- andi innan kirkjudeildar vorrar, að biblían væri bókstaflega inn- blásin af Guði, að hvert orð henn- ar væri hans orð. En jeg hef aldrei fylgt þeirri skoðun og hvorki hef jeg talað við neinn hjer á landi, sem það gerði, nje nokkumtíma sjeð nokkum halda henni fram á prenti. Jeg veit ekki betur, en að þó að mönnum komi ails ekki saman um það, á þessum dögum, hverjir hafi ritað hin einstöku biblíurit, pá sjeu allir algerlega ásáttir um, að þau hafi öll menn skráð, og það alls ekki ósjálfrátt, heldur á sama hátt og bækur em í letur færðar, þannig farið með efnið, sem höfundurinn hefur best vit á og samviskan býður honum. Mikill meiri hluti ritanna em sögurit. Hvorki mjer eða öðmm blandast hugur um, að höfundar þeirra færðu þau í letur á sama hátt og góðir sagnaritarar gera þann dag í dag. Heilagur andi las þeim ekki söguna fyrir, heldur tóku þeir sjer fyrir hendur að skýra sem sannast og rjettast frá þeim atburðum og málum, er þeir annaðhvort vom sjálfir viðriðnir eða höfðu heimildir að. Náttúr- lega gat því altaf sitthvað farið á milli mála hjá þeim. Og gerði það líka. Eins mótaðist sagan oft að einhverju leyti af skoðunum þeirra eins og altaf verður. Þann- ig veit jeg það full vel að mörg ártöl t. d. era óáreiðanleg í biblí- unni, að margt er ranghermt i Kroniku- og Konungabókunum og yfirleitt öðmm bókum. Eins að sumt kann jafnvel að vera skakt í sjálfum guðspjöllunum. Exm- fremur er mjer það vel kunnugt, að síst em allir Davíðssálmar bókstaflega innblásnir — þeir em trúarljóð, sem ýmsir menn hafa kveðið á ýmsum tímum, að Jobsbók er nokkurskonar fræði- legur kvæðaflokkur (einskonar Sólarljóð), að Orðskviðimir em spakmælasafn, sem er jafn nyt- samt og satt fyrir því, að Ljóða- ljóðin em að líkindum upphaflega brúðkaupskvæði, og svo mætti lengi telja. Jeg er ekki í vafa um að biblíurannsóknimir hafa leitt afarmargt stórmerkilegt i ljós, að því er það snertir hvem- ig biblían er orðin til, hvenær hin ! einstöku rit em samin, og hverj- ir hafa skráð þau. Jeg vildi gjaman að almenningur væri ' fræddur meira um þau efni, en | oft er gert. En eitt verð jeg að | taka skýrt fram. Jeg má kallast afturhaldssamur fyrir það, en jeg | vil i aldrei fylla flokk þeirra 1 manna, sem telja að sitthvað sje sannað,'sem eru aðeins getgátur. Jeg tel það eitt sannað sem er það. Þannig virðist mjer það sann- að, að Mósebækumar sjeu ekki eftir Móse, og að þær sjeu frá ýmsum tímum og færðar í letux löngu eftir hans daga. En hitt er jeg ekkert viss um að enn sje vitað með vissu af hvaða heim- ildum þær eru gerðar, og eins álít jeg meðan það verður ekki nægilega hrakið, að bæði sögu- legt og tníarlegt gildi þeixra sje meira en sumir vilja vera láta. I Jeg hygg það líka óhrekjandi, að ! Davíðssálmar sjeu eftir ýmsa i höfunda og frá mjög mismun- andi tímum, en mjer sýnast menn ! færa miklu veikari rök fyrir hvaða kaflar í spádómsbók Jes- | aja, eða Jeremía, sjeu ekki eftir l 0 g svo jeg snúi mjer að Nýja- testamentinu, þá ætla jeg, að ekki verði þvi neitað, að hvorki er Hebreabrjefið eftir Pál nje 2. Pjetursbrjef eftir Pjetur. Hins- vegar finst mjer alveg eins lík- legt að Mattheus og Markús hafi upphaflega skrifað guðspjöllin sem við þá em kend, þó meiri vafi leiki á þvi með Mattheus. Og meðan ekki sannast frekar í því máli en hingað til hefur gerst, þá er jeg fyrir mitt leyti alveg viss um, að Efesusbrjefið er eftir Pál, 1 Pjetursbrjef eftir Pjetur postula og Jóhannesar- guðspjall eftir Jóhaimes ^postula. Meginregla mín er þessi: Jeg treysti á áreiðanleik erfisagnar- innar um tilkomu biblíuritaxma, þangað til mjer finst biblíuraxm- sóknimar hafa fært sönnur á, að hún hafi á röngu að standa. Þá beygi jeg mig fúslega og með glöðu geði fyrir dómi þeirra. En hitt er jeg ekki í vafa um, að erfisögnin á ólíkt meiri rjett á sjer, en tómar getgátur, hversu spaklegar, sem þær kunna að vera. Enda er erfisögnin oftast rjett. Jeg játa því með glöðu geði, | að hið ytra er biblían mannaverk 1 og eins og önnur slík má margt að henni finna. F’rásagnimar þurfa oft leiðrjettingar við, stíll- inn gæti oft betri verið, og sjálf- sagt mætti um það deila, hvort I alt sem í henni stendur þjnrfti | endilega að standa þar, hvort ; höfundamir hefðu ekki mátt i sleppa sumu, er þeir tóku og ] hefðu átt að taka annað er þeir ! sleptu. Ennfremur veit jeg það, og tek altaf tillit til þess, eins og mjer er unt, þegar það þarf að takast til greina, að til em mörg handrit af heilagri ritningu og þó engin með hendi höfunda ritanna. öll miklu yngri. Þessum handritum ber ekki fyllilega saman. Það em taldir, að vera til 150.000 mis- munandi leshættir, aðeins á orð- um Nýjatestamentisins, en það verður að segjast um leið, að all- flestir þeirra skifta litlu eða engu ! máli. Aftur em sumir sem miklu ! mega valda, og er þá hverjum skylt að velja þann er hann er sannfærður um að sje rjettastur. : En að skera úr : slíku efni er ekki annara en sjerfræðinga og oft ekki á valdi þeirra einu sinni. Þessvegna er altaf óvarlegt að að deila geyst um þau atriði, og jeg i segi frómt frá um það, að mjer er gjamast að styðjast þar við erfikenninguna. Hún er oft enn eldri en nokkur handrit, stundum ef til vill svo að segja frá fyrstu hendi. Kalli nú hver, sem vill heimska sig á því, mig og aðra sem játa ofangreindu, bókstafstrúarmenn. Og þó — þrátt fyrir alt þetta, er biblían að mínum dómi innblásin í vissum skilningi, heilög og bók bókanna. Frh. ----o---- Bók um skóga. Nýlega er komin út norsk bók um skóga og skógrækt og heitir Skogen for de unge eftir Chris- tian Gierlöff. (Gyldendal. Norsk forlag). Er það lipur frásögn um sögu skóganna, einkum í Noregi, og gildi fyrir landið og þjóðarbú- skapinn. Fræðibók um þessi efni er bókin samt ekki í eiginlegum skilningi, en miklu heldur skrifuð sem hvöt til þess að varðveita þá skógaauðlegð, sem til sje og fyrir- byggja rányrkju og auka skóg- rækt að miklum mun. Er margt vel skrifað í bókinni út frá þessu sjónarmiði og vel vert þess, að íslendingar, sem áhuga hafa á skógrækt, kynni sjer það einnig, þó ólíkt sje ástatt um Noreg og ísland í þessum efnum. I Noregi hefur verið stofnað allstórt og út- breitt skógræktar og skógvemd- arfjelag, (Det norske Skogsel- skab) einkum fyrir forgöngu Axel Heiberg og hefur það unnið allmikið. Hjer á landi hefur einnig verið nokkuð við skógræktarmál fengist og ýmsir um þau skrifað og hvatt til þeirra og skógræktar - stjórinn, Kofoedhansen, hefur skrifað eftirtektarverða bók um þau, sem heitir Skógfræðileg lýs- ing íslands. Skógræktartalið hef- ur að vísu stundum orðið nokkuð hjegómakent og alt látið velta á gengi skóganna. Gierlöff segir líka á einum stað í þessari bók sinni að blómaöld Islands hafi fallið saman við skógarauðugasta tímabil þess. En hvað sem slíku líður er það mjög æskilegt, að skógrækt gæti aukist hjer og komist í gott horf, enda segja svo gamlar sögur, sem kunnugt er, að Island hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöm þegar það bygðist. -------- Skattamálín og stefna þeirra. í blaðinu Verði hafa fyrir nokkru raddir látið til sín heyra, sem þykjast hafa ýmis- legt við gildandi skattalög að at- huga. Þessar raddir hafa aðallega komið frá embættismönnum og kaupstaðaborgumm þessa lands. Bændur og aðrir framleiðendur á meðal þjóðarinnar hafa að þessu hlustað á, og ekkert látið til sín heyra. En vegna þess að þessi mál koma þeim ekki hvað síst við og þeir hafa vafalaust rjett til þess sem aðrir að gefa þar bendingar, og ennfremur vegna þess að tvær þessar ritgjörðir, önnur frá 30. nóvemb. f. á. eftir Gunnar Viðar; hin í 3. tbl. tölu- bl. Varðar þ. á. eftir G. Sv. sýslu- mann em þannig ritaðar, að sú skoðun, sem þar kemur fram má ekki vera látin óátalin, þá vil jeg biðja yður, herra ritstjóri, um rúm í yðar heiðraða blaði fyrir eftirfylgjandi athugasemdir. Rjettlát og viturleg skattalög- gjöf, er vafalaust þýðingarmesta undirstöðuatriðið, ekki einungis fyrir framför og þroska hvers þjóðfjelags, heldur jafnframt þýðingarmesta skilyrði fyrir því, að fjárhagslegt sjálfstæði aukist og eflist meðal framleiðenda þjóðanna, sem em í rauninni traustustu homsteinar þeirra. Aftur á móti er ranglát og óviturleg skattalöggjöf fyrsta sporið til þess, að lama framsókn, og sjálfsbjörgunarhvatir, meðal helstu gjaldenda ríkisins, stimpiil- inn á hnignandi velmegun og afturför. Það er mikið um það deilt

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.