Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.05.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 04.05.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA og útbú verslunarinnar JÓN BJÖRNSSON & Co., Bankastræti 7, hafa ávalt mikið úrval af allskonar V efnadarvöru og öllum smávörum henni tilheyrandi. Saumayjelar handsnúnar og stignar frá Dtirkopp-verksmiðj- unni á Þýskalandi, sem hvervetna hafa fengið besta orð fyr- ir að vera sterkar, fallegar og ódýrar. Þegar þjer verslið við ofangreindar verslanir, hafið þjer ávalt tryggingu fyrir því að sæta lægsta verði, á hvaða tíma semer, þar sem þær lækka verðið, jafnóðum og breyting verður erlendis á vefnaðarvöru — og er þetta einmitt núna mikilsvert fyrir yður, þegar verðlag er lækkandi. eins og verið hefur að undanförnu. Versl. Jón Björnsson & Co. Krístjansson Rey k j a ví k. úr um hug þingmanna til land- búnaðarins. Það gæti orðið bænd- um nokkur leiðarvísir. Þegar leiðtogamir svokölluðu hefja næst göngu sína til að veiða bændur til fylgis, þá er lofað gulli og grænum skógum, það vantar ekki, en úr efndunum verður minna. Bændur eru góð- látir, seinir til og þolinmóðir. Eftir samþykt sambandslaganna 1918 breyttist „pólitíkin" á landi hjer illu heilli, að mestu í and- lausa og hugsjónasnauða stjetta- og hagsmunapólitik. Mest bar á útgerðarmönnunum annarsvegar sem auka skipaflotann óhæfilega mikið þegar vel gengur og festa með því alt veltufje landsins. Svo springur alt annað veifið, eins og nú er því miður, fullar horfur á að verði, — útgerðin og lánsstofnanimar bíða stórtjón. Hins vegar Jafnaðarmenn, sem reyna að halda kaupinu sem mest uppi, jafnframt því að vilja hækka krónuna upp í gullgengi. Fyrir tilvérknað þessara flokka sogast fólkið óðfluga úr sveitun- um til kaupstaðanna. Þótt hærri pólitík eigi að byggjast á ást til landsins og heill allra þegna þess bæði inn á við og út á við, eigi að byggjast á föðurlandsást, sem nú virðist vera að hverfa, þá er því ekki að neita, að rjettlát fjármunaskift- ing meðal þegnanna er líka mik- ilvægt pólitískt atriði. Á þessu sviði hafa bændur lengi verið og era ávalt að verða meir og meir tilfinnanlega afskiftir. Þeir búa með næstum sama sniði og fyrir 1000 áram, meðan vinnuaflið kostaði ekkert. Nú eru víðast annarsstaðar komnar vjelar í stað þræla og ókeypis vinnuafls. Bændur verða að skilja það, að breyta búskapnum í nútímabún- ing, en þeir hafa að vísu flestir þá afsökun, að þá vantar fjár- magn með hentugum lánskjör- um. Bændur skortir einnig til- finnanlega samhug til samvinnu og fjelagsákapar. En bændur hljóta að vakna. Þeir hljóta að hrökkva við áður en allir verk- færír menn dragast nauðugir vilj- ugir til sjávarins, á skipin, á mölina í kaupstöðunum, þar sem þeir verða einskonar undirstjett allra stjetta. Svo jeg endi á því efni sem jeg byrjaði á, þá leyfi jeg mjer að skora á Alþingi, að hefjast handa og gera alt sem í þess valdi stendur til varnar munn- og klaufasýkinni. í einu dagblaðanna sá jeg ný- lega, að veikinni væri útrýmt í Noregi, en slíkar fregnir eru ekki ábyggilegar, hver þjóð reynir í lengstu lög að breiða yfir veik- ina, vegna þess hve illar afleið- ingar hún hefur fyrir viðskifti þeirra. Gunnar Sigurðsson, frá Selalæk. ——o------- Landskjálftakippur allsnarpur fanst víða um Norðurland morg- uninn 30. f. m. Úr Iðnskólanum hafa nú út- skrifast 17 nem. og 16 úr kenn- araskólanum. Þingtíðindi. Á Alþingi hafa nú verið sam- þykt 20 framvörp og 7 þings- ályktanir, þ. á. m. frv. um Titan- sjerleyfið. Var því breytt nokk- uð í ed. og fór aftur til nd. og samþ. þar með 15:6 atkv. Helstu málin, sem rædd era nú, era fjárlögin og stjórnarskránnálið. Um fjárlögin hefur það gerst helst, að fjárveitingan. ed. legg- ur til að ýms gjöld verði lækk- uð um rúml. 350 þús. kr. frá því sem nd. gerði ráð fyrir, en umr. er ennþá ólokið. Stjómarskrár- frv. hefur verið breytt tnjög í nd., þó ekki sje meðferð þess þar lokið og ganga þær breytingar mest í þá átt að sníða burtu sem flestar breytingar aðra en þá, að fækka þingum og þó ágreiningur um það meðal þeirra, sem þeirri breytingu fylgja, hvort þinghald annaðhvort ár skuli fastákveðið í stjómarskránni eða breyta megs því með einföldum lögum. Á- kvæði um framhaldandi 25% gengisviðauka á tolli hefur verið samþ. við 2. umr. í nd. Lands- bankafrv. hefur verið afgreitt frá ed. eftir langar og oft hvassar umræður. Voru samþ. flestar breytingartill. meirihlutans, sem fyr hefur verið frá sagt. I nd. hefur verið felt frumv. um færslu kjördags. Feld hefur einnig verið þingsályktunartill. frá Ingvari Pálmasyni og Jóni Guðnasyni við- víkjandi vínsölumálum. Var farið fram á það, að leita skyldi nýrra samninga við Spánverja á bann- lagagrundvelli, að leggja skyldi niður vínsölur í þeim kaupstöð- um, sem ekki vildu sjálfir hafa þær, að birta ársfjórðungslega í Lögbirtingablaðinu skýrslu um áfengisútlát lækna og lyfjabúða og að hefta lánsverslun úr á- fengisversluninni. Um málið urðu langar umr. Frv. um sauðfjár- baðanir hefur verið vísað til stjómarinnar eftir langar umr. og deilur um það, hvort beita þrifaböSum, svipuðum og tíðkast hafa eða reyna allsherjar útrým- ingarböðun. Við bankaumr. í ed. var allmik- ið um það deilt, hvort eða að hve miklu leyti ríkissjóður bæri ábyrgð á skuldbindingum Lands- bankans, en lögfræðingum utan- þings hafði ekki komið saman um það. Var samþ. till. frá fjármála- ráðh. um það, að ríkissjóður bæri ekki slíka ábyrgð umfram stofn- fje það, sem hann leggur seðla- bankanum (samkv. 5. gr.) nema sjerstaklega sje ákveðið með lög- um. ----o---- Útsvör í Reykjavík eru þessi hæst: 20 þús. kr.: Jensen-Bjerg (Vöruhúsið og Hótel ísland). 15 þús.: Útgerðarfjel. Alliance og Kveldúlfur og Skóversl. L. G. Lúðvígssonar. 12 þús.: Haraldur Ámason kaupm. og Stefán Thor- arensen lyfsali. 10 þús.: Dánar- bú Egils Jacobsen, Jón Bjöms- son kaupm. og Völúndur. 9500: J. Hermannsson lögreglustjóri. 8500: Smjörlíkisgerðin og Ás- garður. 8 þús.: Ásg. Sigurðsson og Johnson og Kaaber. 7 þús.: Sch. Thorsteinsson lyfsali. 6500: Jón Þorláksson forsætisráðh. 6 þús.: H. P. Duus, Kol og Salt, Steindór Einarsson bifreiðarstj., Tómas Tómasson ölgerðarmaður. 5500: Jóh. Jóh. bæjarfógeti, Pet- ersen í Gamla Bíó. 5 þús.: Bj. Björnsson bakari, Copland, út- gerðarfjel. ísland, Marteinn Ein- arsson kaupm., Jes Zimsen. 4500: Jón Þorláksson og Norðmann, Páll Stefánsson, Tóbaksverslun Islands, Chr. Zimsen o. s. frv. Samtals eru 8300 gjaldendur. Bæjarstjómarkosning fór ný- lega fram á Siglufirði Var kosinn jafnaðarmaður, Gunnl. Sigurðs- son. Á ísafirði nema aukaútsvör fyrir síðasta niðurjöfnunarár 144 þús. kr., hæst útsvar er 10 þús. kr. (Nathan og Olsen). Orkutæki sem gengur fyrir sjávarföllum, hefur Bárður G. Tómasson á ísafirði smíðað og fengið einkaleyfi á. Dáin er seint í f. m. frú Luc- inda ísleifsson, kona Gísla Is- leifssonar skrifstofustjóra í stjómarráðinu. Hún var merk kona og vel látin. Jóhannes Jósefsson íþróttamað- ur, sem lengi hefur dvalið í Ame- ríku, er væntanlegur heim hing- að innan skamms. Kröfugöngu fóra Jafnaðarmenn hjer í bænum 1. þ. m. eins og venja er til meðal flokksins um allan heim. Þátttakan var frem- ur lítil og miklu minni en kjör- fylgi flokksins hefur reynst, en mjög var mannkvæmt á götun- um þar sem fylkingin fór um, með lúðraflokk í broddi, fána og spjöld með ýmsum áletrunum um stefnu flokksins. Meðal þeirra voru nokkur, sem hnigu á sveif með kommunismanum og ni. intemationale, sem alþýðuflokk- urinn íslenski hefur annars með þingsamþykt tekið afstöðu frá, og lýst sig „socialdemokratisk- an“. Ræðuhöld vora á Austur- velli að göngunni lokinni og á Alþýðufl. á að skipa ýmsum góð- um ræðumönnum. Verklegu jarðræktamámi vill Búnaðarfjel. koma á fyrir unga menn hjá góðum bændum víðs- vegar um land, einkum þar sem nýyrkja er stunduð með sáðrækt. Er ætlast til þess að bændur borgi nem. 1 kr. á dag, auk fæð- is, en Búnaðarfjel. greiðir þeim kaup að öðru leyti, alt að 150 kr. fyrir minst 6 vikna námsvinnu. Sjötugur varð 27. f. m. Jón Tómasson. útvegsbóndi á Gríms- staðaholti hjer við bæinn, kunnur dugnaðar- og sæmdarmaður. Landhelgismálin. Eins og fyr er frá sagt fór fram rjettarrann- sókn út af alþingisummælum Hjeðins Valdimarssonar út af orðrómi um vanrækslu „Óðins“, án þess að neitt kæmi í ljós um uppruna hans. En nokkru síðar skýrði Magnús Magnússon frá því í Stormi, að sjer væru kunn- ar heimildir sögusagnanna, því Björn Bl. Jónsson, kunnur maður í verkalýðssamtökum bæjarins, hefði meðan á þingumr. stóð, sagt sjer frá þessu, eftir Gísla bróður sínum, vjelstjóra, en hon- um hefði sagt stýrimaður á Óðni, (að sjest hefðu margir ísl. togarar í landhelgi og látnir sleppa). En bræðurnir hafa opin- berlega neitað því, að þeir ættu þátt í sögunum og Bj. Bl. J. kveðst ekki hafa talað orð við M. M. mánuðum saman. En M. M. býðst til þess að staðfesta frá- sögn sína með eiði og era nú málaferli orðin úr. Ól. Friðriks- son lýsti því einnig yfir í ræðu 1. maí, að hann gæti sannað það hvenær sem væri, að skipherrann á óðni hefði vísvitandi látið ísl. togara sleppa hegningarlaust úr landhelgi. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.