Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.05.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.05.1927, Blaðsíða 1
 LOGRJETTA ¦ W ^¦M H V ^Br I BJSI ¦¦ I ¦ Ml HB XXn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 4..maí 1927. 25. tbl. Um víða veröld. Keyserling um Kínverja. Ennþá eru Kínainálin óleyst vandamál. Ennþá er barist aust- ur þar og ennþá veit enginn hver skjöldinn ber. En þessar skærur eru, þrátt fyrir stjórnmálavafn- inga, verslunarbrask og hernað- argrimd, eitt af merkustu og eftirtektarverðustu fyrírbrigðum í menningarlífi nútímans, þar sem barist er um það hvort sig- ursæl vestræn menning eigi að lifa í sátt eða ósátt við eina elstu og merkustu menningarþjóð heimsins, þjóð, sem margt hefur lært af vestrænni menningu, en líka verið kúguð af henni og 6- rjetti beitt og stundum hefnt sín grimmilega. — Lögrj. hefur áður sagt all ná- kvæmlega frá þessum málum og sögulegri og þjóðfjelagslegri af- stöðu þeirra. Jafnframt hefur hún sagt nokkuð frá afstöðu merkra Kínverja til vestrænnar menningar, t. d. Sun Yat Sen. Til samanburðar við það er líka fróðlegt að sjá álit merkra Ev- rópumanna á Kínverjum. Einn af kunnustu höf. sem á þýska tungu rita, Keyserling greifi, hefur í einu verki sínu, hugleiðingum i ferðasögusniði, skrifað allmikið um Kínverja og kínverska menn- ingu og hefur sjálfur dvalið aust- wr þar. Hann minnist t. d. á Kanton, einn aðal deilustaðinn sem nú er, og sumir kalla hjarta Kína. En samt er Kanton ekki sjerkennilegri fyrir Kína en Mar- seille eða Neapel fyrir Evrópu. En samt er það merkileg borg, þar er unnið, þrælað. Kínverjar eru lúsiðnir. En Kanton-Kínverj- inn púlar tilgangslaust, hann ?antar aila stórsýn framkvæmda- mannsins. 1 kínverskri menningu eru samt fólgin merkileg verð- mæti, hún hefur staðist próf reynslunnar meira og betur en flest önnur menning. Kína er hið eina ríki, sem leyst hefur vanda- spurningu þjóðfjelagsmálanna, „sociölu" málanna, eina ríkið, sem hefur getað gert allan al- menning borgaranna hamingju- saman. En á því er hætta, að ýms þessi fornu verðmæti hverfi með hinu forna skipulagi. Hið nýja skipulag, sem slíkt, getur ekki endurfætt Kína. Þjóðum er ekki stjórnað með skipulagi sínu, heldur með skapferð sinni, eins og Le Bons sagði. Kínverjar geta veitt viðtöku vestrænum vjelum og skipulagi og slíkt getur orðið þeim að góðu liði. En það getur því aðeins orðið að slíkt fái að samlagast anda fornkínverskrar menningar. Nauðsynin á kín- verskri endurreisn er ekki fyrst og fremst vegna hins gamla skipulags, en vegna þess, að hinn gamli andi er að hverfa úr því. Kína hefur öldum saman staðið hugsjón sinni nær í þjóðlífinu en nokkur önnur söguþjóð og enn lifir hún við þann anda, sem gerði slíkt mögulegt. En hann er að veiklast, jafnvel í hinum bestu Kínverjum. Þá skortir fast- an, framkvæmdaglaðan kraft. Þeir kvarta og kjökra þar sem þeir eiga að starfa. En Kín- verjar eru þó iðnir, og þeir eru allra manna kurteisastir, á marg- an hátt sannmentuðustu menn heimsins, þótt líka bregði fyrir í fari þeirra ómannlegum einkenn- um og djúpspakir í hugsun eru þeir ekki. Viðreisn Kínverja er möguleg aðeins á þeim menning- argrundvelli, sem Konfúsius lagði. Max Reinhardt og Chaplin. Þjóðverj'inn Max Reinhardt er sjálfsagt frægasti leikstjóri sem nú er uppi. Ræður hann stórum leikhúsum í Þýskalandi og er sótst eftir honum víða um lönd til þess að stjórna leiksýningum. Nýlega fór hann t. d. til Ame- rfku og var tekið með kostum og kynjum. Á heimleiðinni kom hann við í París og var haldin þar veitsla og sagði þá jafn- framt blaðamönnum ýmislegt frá vesturför sinni. M. a. barst talið að Chaplin, kvikmyndaleikaran- um og léikstjóranum sem heims- kunnur er orðinn. Hefur ekki einlægt verið vinátta með hinum gömlu leikurum og hinum nýju keppinautum þeirra í kvikmynd- unum, enda líta margir niður á kvikmyndirnar, sem listsnauðan samsetning fyrir lágmentað fólk. Það er því fróðlegt að kynnast því í þessu sambandi hvað helsti leikstjóri hinnar leikmentuðustu þjóðar segir um kvikmyndirnar og einn aðalfulltrúa þeirra, Chaplin: Hann er brautryðjandi í list sinni, segir Reinhardt. Og það er merkilegt, að slíkur braut- ryðjandi kemur einmitt fram, þegar leikhúsin eru hætt að veita öllum almenningi sína aðal and- legu fæðu — kvikmyndirnar eru nú sú fæða. Evrópumenn geta ekki gert sjer fulla grein fyrir áhrifum og gildi kvikmyndanna í Ameríku. Þær eru víða eina listin, sem fólk á kost á að sjá. Chaplin er fyrsta kvikmynda- skáld heimsins og hið eina, enn sem komið er. Hann er skáld, leikari og leikstjórí í senn. Hann hefur rutt braut kvikmyndalist og -bókmentum. Hann hefur aldrei snúið gamalli sögu í kvik- mynd. Kvikmyndir eru í hönd- um hans sjálfstæð list, og hann trúir á þessa list í djúpri alvöru. En samt hafa kvikmyndirnar ennþá ekki komist það, sem þær eiga eftir að komast áleiðis. Chaplin hefur byrjað vel, á einum fegursta stað jarðarinnar (í Kali- forníu). En kvikmyndir eru enn í bernsku, þær bíða eftir Shake- speare sínum. Hin nýja leiklist á að sínu leyti að verða eins og Iist Shakespeares og Molieres. sem eru hátindar menningarinn- ar, list,. sem í senn fullnægir smekk hinna bestu og er óbreytt- um almenningi til ánægju. Skáld- saga getur beðið og unnið sjer áhrif smátt og smátt. Leikur get- ur ekki beðið. Hann öðlast gildi sitt og fær á sig stimpil eilífðar- innar þegar hann hefur verið hugsaður og lifaður af skáldinu og þjóðinni í senn, einmitt á þeirri stund þegar hann getur komið að gagni. Jeg trúi á kom- andi Shakespeare kvikmynda- listarinnar, sagði Reinhardt. Ýmislegt. Cíemenceau, franski stjórn- málamaðurinn, er ennþá starf- andi að ýmsum ritstörfum, há- aldraður. Fæst hann nú mest við heimspeki. Hann hefur verið margbeðinn þess að skrifa minn- ingar sínar og boðið stórfje fyr- ir. En hann neitar. Jeg hef sjeð of mikið og veit of mikið, segir hann — en ef jeg segði frá því mundi enginn, ekki nokkur mað- ur, fara í styrjöld framar, jafn- vel þó framtíð lands hans væri í veði. Miussolini hefur stungið upp á því, að bókmentaverðlaun Nobels fyrir 1927 verði veitt ítölsku skáldkonunni Ada Negri. Morgan-bankafjelagið hefur nýlega boðist til þess að lána bæjarfjelagi Romaborgar 30 milj. dollara. Kolamannaverkfall hófst í fyrra mánuði í meira en helmingi allra náma í Bandaríkjunum. Vildu námueigendur lækka kaup- ið, sem var 71/2 dollar á dag, hjá þeim verkamönnum, sem fjelags- bundnir voru. Vilhjálmur fyrrum keisari er nú sagður alveg hættur við það að reyna að komast aftur til Þýskalands. Hafði hann m. a. farið fram á það, að vera gerður að heiðursforseta í bandalagi þýskra keisarasinna, en var kurt- eislega en ákveðið synjað um það. Lindhagen borgarstjóri bar nýlega fram í sænska þinginu tillögu um afnám á heiðursmerkj- um og nafnbótum og hefur slík tillaga fyr komið frara, m. a. frá Ekmann, sem nú er forsætisráð- herra. Till. L. var samþykt i annari deildinni en feld í hinni. en samt mun stjórnin ætla að gera ráðstafanir til afnámsins. — Lindhagen borgarstjóri hefur einnig borið áfram till. um mikla lækkun á hernaðargjöldum og um norræna samvinnu um afvopnun. Svíar hafa nýlega sett lög um það, að glæpamenn megi, eftir ítrekað brot, setja á einskonar ríkishæli æfilangt. Er víða um lönd unnið í þessa átt í refsilög- g&. Samkvæmt síðustu fjárauka- lögum Dana hefur hallinn á rekstri ríkisjárnbrautanna orðið á árinu ca. 22 milj. kr. Amerískt fjelag eitt ætlar nú að leggja fram 200 milj. marka til húsabygginga í Berlín, en þar hefur verið húsnæðisekla, Á að byggja 15 þús. 2—i herbergja ibúðir. Á fjárlögum þjóðverja eru nv áætlaðar 698 milj. marka gjðld til hermála og hafa Þjóðverjai samt ekki heimild til þess að hafa meira en 100 þús. mannn her. Eitt af stærstu kvikmyndafje- lögum heimsins, Ufa-fjelagið þýska, hefur nýlega verið selt og breytt allmikið. Hafði verið 50 milj. marka halli á rekstri þess. Enska stjórnin hefur nýlega flutt frumvarp, sem takmarkar mjög löglegan rjett til verkfalla, og verkbanna, sem stjórnin telur þjóðfjelaginu hættuleg. Frv. hef- ur mætt ákafri mótspyrnu. Danska stjórnin hefur Iagt áfram frv. um sameiginlega starfrækslu pósts og síma. Et ráð fyrir því gert, að það verði samþykt. Till. í sömu 4tt hefur komið fram á Alþingi. Síðustu fregnir. 1 stóránni Missisippi 1 N.-Ame- ríku eru nú mikil flóð. Eru 250 þúsundir manna heimilislausir og geisar sultur og drepsðttir. Borg- in New Orleans er sögð 1 stðr- hættu og hafa verið sprengdir flóðgarðar norðan árinnar gegnt henni til þess að reyna að bjarga henni og fekst því þð ekM franv gengt nema með blóðugum bar- daga, því bændur þar spyrntu £ móti. í Arkansas-fljóti er einnig feiknaflóð og 60 þús. manna heimilislausir af völdum þess. Sumstaðar sjest aðeins á hús- þökin. Hoover hefur verið skip- aður alræðismaður á flóðsvæð- unum. — Norska þingið hefur samþykt að lögbjóða gerðardóma í vinnudeilum.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.