Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.07.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 13.07.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXII. ár. t Reykjavík, miðvikudaginn 13. júlí 1927. 37. tbl. Um víða veröld. ÞjóSarheill, stjettarigur og aiðmenning. I næstsíðasta blaði var sagt frá kafla úr einni af bókum bretska rithöf., sem kallar sig „A gentleman with a duster“. Sá kafli var um enskan aðal og sið- menningu. En hann beinir einnig máli sínu til kirkju og kennilýðs og til leiðtoga verkamanna og jafnaðarstefnunnar. Hefur Lögrj. oft sagt frá ýmsum málum enskra jafnaðai-manna og því, sem þeir hafa til þjóðmála lagt, en þeir eiga í flokki sínum ýmsa duglega og mikilhæfa menn. Kemur hjer nú umsögn hins fymefnda höf. um afstöðu þeirra í þjóðmálum og menningarlífinu yfirleitt. Er lýst hefur verið hnignun að- als- og auðstjettanna, segir þann- ig: „Svo þung ábyrgð hvílir þó á herðum leiðtoga verkmannar hreyfingarinnar að ekki var á bætandi frá aðlinum. Hver sá sem rödd sína hefur til þess að styrkja þjóðhagfræðilegar villur jafnaðar- stefnunnar, hann styrkir múg- menskuna og vantrúna. Flestir leiðtogar alþýðuflokkanna vita það sjálfir ofurvel að hagfræði- setningar jafnaðarmenskunnar eru ómögulegar. En með því að þegja um þetta drýgja þeir þunga synd, ekki aðeins gegn þjóðfjelaginu, heldur gegn guði. Því bretska Iýðræðið, sem einu sinni var skynsamlegasta og göf- ugmannlegasta lýðræði Evrópu, er meirai og meira að binda trú sína við mátt kaupgjaldsins til þess að öðlast giftuna og er með ævaxandi óþoli að snúa baki við þeim guðlega sannleika, að ríki himnanna sje innra með okkur sjálfum. Það er alvarlegt athæfi að spilla huga hins einfalda, óbrotna manns. Enska lýðræðið hefur til þessa dags verið meginfulltrúi og einkenni hins sanna Englend- lingseðlis. Það varð aldrei gert latneskt eða franskt. Sveitagarð- arnir ljetu ekki gera úr sjer út- klipta tildurreiti. Alþýðan hefur avalt verið kjamalýður. Hún hef- ur hlegið að firrum tískunnar og sjeð í gegnum yfirborðshátt auðs- ins. Hún hefur trúað á einlægnina og glaðværðina. öll máltæki henn- ar eru sprottin af næmri tilfinn- ingu um dygðina. Allar dægra- dvalir hennar eru karlmannlegs eðlis. En það, að hrinda þessu ágæta og virðingarverða fólki út í efnishyggju, út í mangaraskap og mammonsdýrkun, það að láta það fara að hugsa um peningana í staðinn fyrir um lífið, það að gera það gremjufult, óánægt og harðúðugt — þetta er að leggja í sjálfan hjartastað Englands. En þó leiðtogar alþýðunnar sjeu þannig sekir um þessa spillingu, leikur ekki efi á því að það er afturkastið frá illu lífemi sjerrjettindastjettanna, sem veld- ur þvi hversu illur er andi lýð- ræðisins. Þetta lýðræði lærir ekki að sjá sína eigin auðvirðing með því að líta upp fyrir sig. Það sjer ekkert nema kæmlausa og gagnslausa fjársóun, það sjer ekkert í sólskini auðsældarinnar og meðlætisins nema leikandi hóp ábyrgðarlausra ljettúðarseggja, ekkert nema hringsól blygðunar- lausrar skemtanafýsnar, og það skemtanafýsnar af lægstu teg- und. Lýðræðisstjettimar, sem ala á því, sem þær álíta efnalegt mis- rjetti sitt og líta, eins og ekki er óeðlilegt, á auðstjettimar með sárri gremju, eiga ennþá eftir að læra það, að auðurinn var að miklu leyti verk puritana-eðlisins, og að velgengni bretsku eyjanna var að ekki litlu leyti grundvölluð af sparsemi og hófsemi þeirra manna, sem lifðu einföldu lífi af því að þeir hugsuðu djúpt og al- varlega. Auðurinn, — og án hans hefði alþýðuflokkunum lítið áunnist — hann var ekki fram- leiðsla ríkra hávaðamanna, en hann var með gætni grundvallað- ur af dáðríkum og dygðríkum mönnum. Auðurinn, sem nú er álitinn óvinur alþýðunnar, var einu sinni bersýnilega besti vin- ur hennar. Hvar finst nú meðal auðsr og eignastjettanna fyrirmynd, þó ekki sje nema um einfaldleik í klæðaburði, hógværð í fasi og hófsemi í lifnaðarháttum ? Göfugt eftirdæmi — eftirdæmi vitsku, skyldurækni, sjálfsfómar og sið- ferðilegrar alvöru — það er hvergi sjáanlegt í þjóðlífi okkar, þeim sem líta upp á við. Stjórnmál okkar halda fram afturför sinni ofan í gjá glötunar- innar og lýðræðið hlustar á spill- andi villukenningar þjóðhagfræði legrar jafnaðarstefnu, uns við höfum endurreist hinn forna anda. Við þörfnumst puritanaeðlisins í lundarlag okkar, hellena-eðlisins í hugsun okkar, og kristindóms- eðlisins í sálir okkar. Við verðum að virða meira siðferðileg verð- mæti, hugsana-verðmæti og kristileg verðmæti. Við verðum að læra að sjá það, ekki í þoku og þunglega, heldur í fögnuði og þakklæti, að veröld okkar er sett mitt í óendanlegan algeiminn, að hún á sjer tilgang í rás viðburð- anna, að við erum allir hver öðr- um tengdir, og að engin glæsi- menska lundarlags, huga eða sál- ar er svo mikil að hún geti nokkm sinni orðið verðug tilgangi sköpunarverksins. Minni mælgi í heiminum mundi skapa meiri alvöra, meiri alvara mundi skapa meiri skynsemi, og meiri skynsemi mundi skapa göf- ugra lífa. „Heilsubót okkar, sagði G. Sand, er miklu einfaldara en við höldum. Allir hinir bestu menn meðal okkar sjá það. Hún er rjett stefna hjarta okkar og sam- vitsku, sett af sjálfum okkur“. Hver um sig spyrji nú sjálfan sig — er mín stefna að verðleik- um fortíðarinnar og að von fram- tíðarinnar?“ ----o---- Nýbýii og rsktun. ------- Frh. Hvað höfum vjer gert? Enginn skyldi halda að íslenskir bændur hefðu 'haldið að sjer höndum og ekkert aðhafst til þess að hrinda áfram fram- kvæmdum í sveitunum. Nei, það er síður en svo. Hjer hefur verið lagt stórfje í ræktunarfyr- irtæki, svo sem í áveitur, tún- rækt, framræslu og byggingar. Einnig hafa bændur stofnað sam- vinnufjelög, bygt sláturhús og smjörbú o. fl. Þá hafa ýmsar opinberar ráð- stafanir verið gerðar til þess að hrinda af stað framkvæmdum. Enda þótt styrkurinn til sveita- búnaðarfjelaganna væri lengi vel lítill, hefur hann þó örfað bændur til framkvæmda, og haldið uppi að nokkru leyti hollum fjelags- skap innan sveitanna, búnaðar- fjelagsskapnum. Einnig hefur Ræktunarsjóður og Viðlagasjóð- ur veitt lán til ýmissa búnaðar- framkvæmda með góðum kjör- um. Brátt varð bændum ljóst að þetta var ónógt og voru því gerðar aðrar róttækari ráðstaf- anir. 1. júlí 1923 ganga jarð- ræktarlögin í gildi og má heita að bændum sje samkvæmt á- kvæðum þeirra veittur mjög ríf- legur styrkur til túnræktar al- ment. Mætti margt um þau lög segja með og móti, ef þau væru gagnrýnd,en jeg sleppi því að svo stöddu. Enginn vafi er á því, að þessi lög örfa til framkvæmda, enda sjást þess ljóslega merki, þann tíma sem þau hafa verið i gildi. En ýmislegt virðist benda til þess, að þau nái ekki sem skyldi til einyrkjanna, en þeir eru, eins og kunnugt er, stór hluti af bændastjettinni. Þá er annað stóra skrefið stofnun Ræktunarsjóðs Islands, sem tók til starfa 1. okt. 1925. Eins og gefur að skilja er epgin reynsla komin á það að hve miklu leyti hann getur fullnægt láns-þörf landbúnaðarins, hvort hægt verður að afla fjár til þess með þolanlegum kjöram. Þau kjör, sem hann býður nú, eru frekar erfið, þar sem útlánsvextir era 6% og lánin tiltölulega stutt, lengst 25 ár. Þó er það aðalatrið- ið að vextimir lækki, sjerstak- lega ef krónan verður hækkuð upp í gullgengi. Geta má þess ennfremur, að I fyrir Alþingi hafa legið alls 3 frumvörp um nýbýli eða land- ! nám. Skal jeg ekki gera þau að | umræðuefni hjer, en í ýmsum ! atriðum er jeg þeim ekki vel i samþykkur, aðallega þó smáat- I riðum, og einu þeirra er jeg ó- samþykkur i meginatriði frum- varpsins, sem sje því, að ríkis- ; sjóður byggi nýbýlin og leggi fram allan kostnað til þess og ! selji síðan eða leigi þeim, sem i óska. Jeg tel þá leið á ýmsan ■ hátt mjög varhugaverða. Frum- vörp þessi benda til þess, að málið sje nú mjög vakandi. En hver er svoárang- urinn af öllum þessum framkvæmdu m? I fyrsta lagi hefur árangur- inn verið sá, að enda þótt fólki i sveitunum hafi fækkað árlega, þá hefur framleiðslan aukist, taða og flæðiengjahey hefur vaxið að mun, fjenaður hefur bæði aukist og batnað, svo að af- urðir búfjárins era miklu betri og meiri en fyrir aldarfjóröungi. Enginn vafi er á því, að sveit- irnar væra harla þunnskipaðar nú, ef ekkert hefði verið gert landbúnaðinum til viðreisnar. En jafnvel þótt honum hafi verið gert margt og mikið til viðreisn- ar, bæði með beinum fjárfram- lögum, leiðbeiningum og hvatn- ingum, þá er engu að síður á- standið nú mjög ískyggilegt eins og þegar hefur verið gefið í skyn, og síðustu manntöl bera ljósastan vottinn um. Það sem oss hefur aðallega yfir sjest, er það, að vjer höfum ekki tekið nóg tillit til þess, sem er meginkrafa hins uppvaxandi lýðs í hvaða atvinnugrein sem er, sem sje að skapa mögu- leika til þess, að stofna sjálfstæð heimili til s v e i t a. Fyr verður ekki haml- að upp á móti fólksstraumnum úr sveitunum, en þessar ráð- stafanir verða gerðar. En hvaða leiðir eru til þess að þau verði stoín- uð? Leiðimar eru tvær, eða öllu heldur þrjár, sem stefna aUar að þvi marki:

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.