Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.08.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 17.08.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 17. ágúst 1927. 43. tbl. Um víða veröld. Upton Sinclair um amerískan ósóma og auðvald. Talsvert er talað vestur í Ameríku um nýja bók, sem út er komin fyrir nokkru eftir Upton Sinclair og heitir Olía. Sinclair er hjer nokkuð kunnur, því þýdd- ar hafa verið eftir hann á ís- lensku ' þrjár bækur, Á refilstig- um, Koli konungur og Smiður er jeg nefndur. Hafa í bókum hans verið miklar og bersöglar árásir á ýmislegt það, sem honum hef- ur virtst fara aflaga og öfugt í amerískri menningu og þjóðlífi. Mjög fræg varð t. d. á sínum tíma bókin um sláturhúsin í Chicago og kom hún af stað miklum og flóknum málaferlum af hendi hins opinbera, sem enduðu með því að staðfesta rjettmæti ádeilu Sinclairs. Hann hefur einnig skrifað allhvassyrt um ameríska stórblaðamensku o. fl. Hann er yfirleitt í fremstu rithöfunda röð, mikið lesinn og mikið hat- aður og lætur til sín taka marg- vísleg mál og leggur djarflega til þeirra þótt stórmenni eigi í hlut. Kom það fram t. d. þeg- ar Rúmeníudrotning var á ferð um Bandaríkin nýlega, og að vísu ekki ávalt sjerlega drotningarlega, að því er mörgum þótti. Að ýmsu leyti er Sinclair þó meiri bardagamaður en listamaður í bókum sínum. Síðasta bók Sinclairs fjallar um olíumálin, sem nákvæmlega var sagt frá í Lögrjettu á sín- um tíma og mikið voru rædd í stjórnartíð Hardings forseta. Flæktust eins og kunnugt er, inn í þau mál sumir helstu olíu- kongar vestra og einnig ráðherr- ar og höfðu þeir misbeitt stöðu sinni allhatramlega og mútur og fjárdráttur fór fram í stórum stíl, eftir því sem þá var sagt, en alt lognaðist síðan út af að mestu leyti. Þessi mál eru uppistaðan í bók Sinclairs og eru að vísu ljótt dæmi um misjöfn áhrif auðvalds- ins á amerísk stjómmál. En á ýms önnur mál er einnig vikið, s. s. nokkuð á kynferðislíf, tak- mörkun bamsfæðinga o. sl. Þetta var svo notað sem ástæða til þess að kæra bókina fyrir klám. Var hún gerð upptæk og mál hafið á hendur útgefandanum í Boston. Varð af þessu gnýr allmikill og þó nokkuð auglýsinga- og skmm- kendur í aðra röndina á hjer- lendan mælikvarða, eftir því sem af er sagt. Tók Sinclair sjálfur mikinn þátt í þessum deilum, og var þó á ýmsan hátt heft at- hafnafrelsi hans. M. a. fór hann Stephan G. Stephansson, skáld. Símfregn sagði frá því, að 9. þ. m. hefði látist að heimili sínu vestur í Ameríku Stephan G. Stephansson skáld. Fyr höfðu borist frjettir um það, að hann væri farinn að heilsu og allþungt haldinn og kom dánarfregnin því ekki alveg að mönnum óvörum. Stephan G. eins og hann var venjulega nefndur í daglegu tali, var fæddur að Kirkjuhóli í Ll1 — j I ' II Skagafirði 3. okt. 1853, en fór ungur vestur, um tvítugt (1873) og var þar bóndi síðan, lengst af (eða frá 1889) í Albertafylki og stundum við óblíðu og erfiðan kost landnemans. En á síðari ár- um hafði hann komið sjer allvel fyrir og átti dágott bú og bæ. Kona hans, sem lifir hann, heitir ' Helga Jónsdóttir og eignuðust þau 8 böm og eru 6 þeirra á lífi. Frá því St. G. St. fluttist fyrst vestur um haf, mun hann ekki hafa komið heim hingað nema einu sinni, er honum var boðið hingað í heiðursskyni árið 1917. Var hann þá sæmdur heið- urslaunum af Alþingi og gerður heiðursfjelagi Bókmentafjelags- ins. Stephan G. Stephansson var löngu orðinn kunnur meðal Is- lendinga austan hafs og vestan fyrir kveðskap sinn og viður- kendur eitt af öndvegisskáldum þjóðarinnar. Hann orkti mikið fram á síðustu ár og var alloft mikið um kveðskap hans talað og deilt. Bestu kvæði hans ýms em jafnframt meðal bestu kvæða í síðari tíma kveðskap íslenskum, oft sjerkennileg og þróttmikil í hugsun og foifmi, S. s. bálkurinn Á ferð og flugi, sem er besta verk hans. Það er annars ekki unt I stuttu máli, að lýsa kveðskap hans eða æfistarfi. Hafa greinar um hann og myndir af honum birtst t. d. í Iðunni og Óðni. En hans er nú minst af mörgu ljóð- elsku fólki, sem góðskálds og sem eins hins besta fulltrúa vestur- íslenskrar menningar. Hann kvað hafa flutt með sjer nokkuð af ís- lenskri mold þegar hann fór hjeðan 1917 og sett í heimilis- grafreit sinn vestra, þar sem hann mun nú sjálfur vera lagst- ur. Hann hvílir því í íslensk- vígðri mold og Islendingur vildi hann sjálfur vera fyrst og fremst, þótt erlendis eyddi hann aldri sínum og sannaði einnig á sjálfum sjer að Þótt þú langförull legðir sjerhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalandsmót. nii nf' mé' <* I. ii ~ 1 ni|~i út á götur og gatnamót og bauð bók sína og ásamt henni Hamlet og Biblíuna með þeim ummælum að þær bækur báðar væru stór- lega klámfengnar, eftir þeim skilningi, sem lagður væri í sína bók. Ekki er það kunnugt hjer hvernig málarekstri þessum hef- ur lyktað, vísast hefur hann lognast út af þegar nýjabrumið var farið af honum. En sjálfsagt þarf ekki að líða á löngu uns Sinclair getur fundið nýtt hneyksli og siðsamir lesendur nýja hneykslanlega bók um það og getur þá sami leikurinn haf- ist á ný og lognast út af á ný. Sacco og Vanzetti-málin hafa undanfama daga og vikur orðið hatrömmustu æsingamál tveggja heimsálfa. En málavextir eru þeir, að menn þessir sem eru Italir, og kommúnistar að stjórn- málaskoðun, voru grunaðir um það, að vera valdir að morðum, sem mikið var um talað fyrir nokkrum árum í Bandaríkjunum. Eftir mikið og flókið málastapp voru þeir dæmdir sekir og til líf- láts. En margir töldu éftir sem áður, að þeir væru saklausir, en álitu að stjórnmálahatur hefði m. a. haft áhif á dóminn. Var þess krafist að málið yrði tekið upp að nýju og gekk í löngu þófi og árangurslitlu, en þó var aftökunni slegið á frest. Svo gerðust þau tíðindi, að maður einn úr þorparafjelagi þar vestra, sem dæmdur var fyrir morð, Celestino Madeiros, bar það fyrir rjetti, að ítalarnir væru ranglega dæmdir, því óaldarflokkur sá sem hann tilheyrði væri valdur að glæpum þeim, sem þeim væru eignaðir. Thayer heitir dómarinn, sem dæmdi þá og vildi hann engan trúnað á þetta leggja og átti aftakan fram að fara, en urðu æsingar af og frestaði þá ríkis- stjórinn, sem Fuller heitir, henni um skeið, eða til 10. þ. m. En þá urðu enn miklar óeirðir og upp- þot í ýmsum stórbæjum í Ameríku og Evrópu og var þess krafist, að málið yrði rannsakað að nýju. Meðal þeirra lögfræðinga, sem lát- ið hafa málið til sín taka vestra er sonur Hjálmars Brantings, fyrv. forsætisráðherra Svía og telur hann þá fjelaga ranglega dæmda. Eftir nokkuð þjark ákvað hæstirjettur Bandaríkjanna fyrir skömmu, að málið skyldi tekið upp á ný, en alóvíst er talið í síð- ustu fregnum, að mennimir sleppi við líflát. Em sterk varðhöld

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.