Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 31.08.1927, Qupperneq 1

Lögrétta - 31.08.1927, Qupperneq 1
xxn. ár. | Um vtö? veröld. Reykjavík, miðvikudaginn 31. ágúst 1927. 45. tbl. Tryggvi Þórhallsson. Jónas Jónsson. Magnús Kristjánsson. Nýju ráðherrarnir eru allir þjóðkunnir menn af opinberri framkomu sinni á undanförnum árum, og hefur verið mikið um þá rætt og deilt. Forsætisráð- herrann (og atvinnumála) Tryggvi Þórhallsson, er yngstur ráðherranna, fæddur 9. febrúar 1889. Hann varð stúdent 1908 og stundaði síðan guðfræði í Kaup- mannahöfn og Reykjavík — enda af merkri prestaætt — og tók próf 1912, en vígslu til Hestþinga árið eftir. Árið 1917 var hann settur dócent í guðfræðadeild há- skólans, en hlaut ekki skipun í embættið og varð um haustið sama ár ritstjóri Tímans í stað Guðbr. Magnússonar, Hefur hann því verið ritstjóri í nær 10 ár og segist hverfa frá ritstjóra- starfinu með söknuði, því fá eða engin störf gefi jafngott tækifæri til að kynnast mönnum um alt land og til þess að bera fram og berjast fyrir áhugamálum. Jafn- framt ritstjóminni hafði Tr. Þ. á hendi ýms önnur störf, í Bún- aðarfjelagi, gengisnefnd, kæli- skipsnefpd og þingmaður hefur hann verið síðan 1923. Hann hefur fengist nokkuð við söguleg- ar athuganir, einkum ættfræði. Kona hans er Anna, dóttir Klem- ensar Jónssonar fv. ráðherra. Jónas Jónsson, dóms- og kenslumálaráðherra, er dálítið eldri en Tr. Þ., fæddur 1. maí 1885, af norðlenskum bændaætt- um. Hann gekk fyrst í Akureyr- arskóla, síðan í Askov lýðhá- skóla, en fór að því loknu til Englands og stundaði nám við Ruskin College í Oxford, nokk- urn tíma, og síðan í París. Hann kom heim hingað aftur 1909 og varð kennari við kenn- araskólann og var það í 10 ár, uns Samvinnuskólinn tók til starfa 1919, en þá varð hann skólastjóri hans. Hann fór snemma að fást við stjórnmál, jafnframt kenslustörfum sínum og var kosinn á þing 1922. Hann hefur átt sæti í bankamálanefnd, var kosinn í milliríkjanefndina 1926 og í bankaráð Landsbank- ans 1927. Hann hefur fengist mikið við ritstörf, einkum blaða- mensku og kenslubókasamningu og hefur íslandssaga hans og Náttúrufræði náð mikilli út- breiðslu og einnig Skólaljóð hans. Hann var ritstjóri Skinfaxa 1911—17 og Samvinnunnar síðan 1916 og hefur lengi verið sam- verkamaður Tr. Þ. við Tímann, svo sem þjóðkunnugt er. Hann hefur einnig skrifað margt í tímarit, einkum um uppeldismál : og samvinnumál, t. d. Nútíma- | hugmyndir um bamseðlið o. fl. i og gefið út eina bók um stjórn- | mál: Komandi ár. Kona hans er j Guðrún Stefánsdóttir frá Skugga- í björgum í Fnjóskadal. Magnús Kristjánsson fjármála- ráðherra er elstur ráðherranna, fæddur 18. apríl 1862 og á einn- ig að baki sjer lengsta þingsögu, var fyrst kosinn á þing á Akur- eyri 1905, sem Heimastjórnar- maður. Hann var búsettur á Ak- ureyri uns hann varð forstjóri i landsverslunarinnar hjer syðra, og einn helsti athafna- og á- hrifamaður bæjarfjelagsins, átti lengi sæti í bæjarstjóm þar og gegndi fleiri trúnaðarstörfum og rak verslun og útgerð. Hann var kosinn í bankaráð íslandsbanka á þessu ári. Kona hans er Dóm- hildur Jóhannesdóttir. Yfirlit. Rínarmálin svonefndu eru nú enn á dagskrá og hafa orðið all- mikið deiluefni. Bandamenn hafa enn setulið í Rínarhjeruðum, um 70 þús. manna og hafa haft við orð að kalla það heim, en það j hefur dregist á langinn. Á ráð- i stefnu nýlega fóm Þjóðverjar enn fram á það, að herinn yrði kvaddur burtu en Frakkar möld- ! uðu í móinn. Englendingar sum- ir vildu samt kalla heim setulið- ið alt, t. d. Cecil lávarður. Hefur þetta orðið að svo miklu ágrein- ingsmáli í ensku stjórninni, að Cecil hefur sagt af sjer störfum sínum, en hann hefur lengi verið einn af helstu starfsmönnum ensku utanríkisstjórnarinnar og einkum látið til sín taka mál Þjóðabandalagsins og hefur frá upphafi verið mjög hlyntur því. Hann er sonur Salisbury lávarðar (f. 1864) varð þingmaður 1906 og hefur setið nokkrum sinnum í stjórn. Hann barðist á sínum tíma mikið fyrir kvenrjettindum og fjekk samþykta tillögu um að heimila konum þingsetu. 1924 fjekk hann hin svonefndu friðar- verðlaun Wilsons, 25 þús. dollara. Bróðir hans, yngri, er Húgh Cecil lávarður, sem m. a. hefur skrifað bók um íhaldsstefnuna, sem Lögrj. sagði einu sinni frá og birti kafla úr. Nýlega er dáinn Saad Zaghlul pasha, einn af kunnustu stjórn- málamönnum Egyptalands og leiðtogi sjálfstjórnarflokksins þar. Hann var fyrst ritstjóri en varð mentamálaráðherra 1906. Sjálfstjómarkröfur sínar hóf hann einkum eftir heimsstyrjald- arlokin og reisti þær á kenningu Wilson’s. Hann var tvisvar tek- inn fastur af ensku stjórninni fyrir skoðanir sínar og fluttur í- útlegð til Malta og Gibraltar, en slept aftur. Eftir heimkomu hans 1923 varð flokkur hans í miklum meirihluta og varð hann forsæt- isráðherra 1924 og varð nokkra síðar að segja af sjer vegna ó- eirða. Egyptsku málin eru enn allmikil vandræðamál og eiga Englendingar þar í vök að verj- ast. Bertrand Russel um uppeldi og mentamál. Lögrjetta hefur áður sagt nokkuð frá skoðunum hins enska heimspekings og stærðfræðings, B. Russel, á þjóðfjelagsmálum, en við þau hefir hann mikið fengist á síðari árum. Hann skrifar enn mikið og má teljast í röð merk- ustu rithöfunda bretskra. Síðasta bók hans fjallar um uppeldismál, einkum í bernsku (On Education, especially in early Childhood). Á þessum málum er nú áhugi hjer, en oft ekki að sama skapi færi á að kynna sjer það, sem best kemur fram um þau annars- staðar. Hjer á eftir er því þýdd- ur niðurlagskafli úr bók'Russels. Þekking borin uppi af ást er það sem kennarinn (eða sá sem uppeldi stýrir) þarfnast og það, sem nemendur hans ættu að öðl- ast. Á fyrstu árunum er ástin á nemendunum mikilsverðust, síðar kemur vaxandi nauðsyn þess að unna þeirri þekkingu, sem látin er í tje. Mikilsverð er fyrst þekk- ing á lífeðlisfræði, heilsufræði og sálarfræði og snertir hin síðast- nefnda þó mest kennarann. Með- fætt eðli og hneigðir barns geta þróast fyrir áhrif umhverfisins svo að úr verði mjög mismunandi venjur og þar af leiðandi mjög mismunandi skapferð.Flest gerist þetta mjög snemma í bernsku og því er á þessu æfiskeiði mest von um að takast megi að móta skapferðina. Þeir, sem láta sjer vel líka það sem ábótavant er nú, þreytast ekki á að fullyrða að manneðlinu verði ekki breytt. Ef þeir eiga við það, að eftir sex ára aldur verði því ekki breytt, þá er nokkur sannleikur í því, sem þeir segja. Ef þeir eiga við það, að engu verði áorkað um breytingar á meðfæddu eðli og hneigðum ungbaras, hafa þeir einnig meira eða minna rjett fyrir sjer, þótt mannkynbætur gætu náð merkilegum árangri á þessu sviði og geri það máske. En ef þeir eiga við það, sem þeir eiga venjulega við, að engin úr- ræði sjeu til þess að framleiða fullorðið fólk, sem sje öðruvísi í háttum sínum en það fólk, sem nú er við líði, þá eru þeir í beinni mótsögn við alla nútíma sálar- fræði. Tvö ungböm með sömu meðfædda eiginleika, geta fyrir mismunandi bernskuumhverfi orðið alveg ólík uppkomin. Það er verkefni hins fyrsta uppeldis að æfa svo eðlishneigðirnar að fram komi samræm skapferð, framleið- andi en ekki eyðandi, ástúðleg en ekki ólundarleg, hugprúð, frjáls- mannleg og skynug. Alt þetta getur áunnist um allan þorra

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.