Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.11.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.11.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 16. nóvember 1927. 59. tbL Um vfða veröld. W. Johannsen og erfðarann- sóknir. Símfregn segir nýlega látinn einn af helstu vísindamönnum Norðurlanda, prófessor Wilhelm Johannsen í Kaupmannahöfn. Hann var fæddur 3. febrúar 1857 upphaflega lyfjafræðingur, en sneri sjer síðan að plöntulífeðlis- fræði og loks aðallega að erfða- rannsóknum, en var annars kenn- ari, fyrst við landbúnaðarháskól- ann og síðar við Háskólann. Fyr- ir erfðarannsóknir sínar varð W. J. heimsfrægur meðal fræði- manna, en alþýðuathygli og al- þýðuhylli hlaut hann ekki sjer- lega mikla, enda viðfangsefni hans allajafna ekki vænleg til slíks og sjálfur ljet hann oft ó- spart í Ijósi vantrú sína og fyrir- litningu á alþýðlegri vísinda- mensku í þessa átt og fagur- fræðilegum og heimspekilegum heilaspuna um þessi efni. Rann- sóknir hans komu honum einnig til þess að andmæla ýmsu í kenn- ingum fræðimanna eins og Lam- arques, Darwin's, Spencer's og Galton's og ýmsra annara, sem síður eru kunnir. Sjálfur hefur hann þó samt skrifað um við- fangsefni sín, ekki einungis sjer- fræðileg- rit, en einnig alþýðleg rit (t. d. Arvelighed, 1917). Hann varð einna fyrst vel kunnur fyrir rannsóknir sínar um hinar svo- nefndu „hreinu línur" (1903), eða það, að út frá einu sjálf- frjófgandi fræi mætti framleiða niðjaraðir (hreinar línur), sem hjeldust stöðugar og yrðu ekki sveigðar við úrval innan línunnar. En innan hreinu línunnar gæti samt komið fram ýmiskonar per- sónulegur munur, einkum í eigin- leikum, sem auðveldlega gætu orðið fyrir áhrifum ytri kjara. W. J. gerði skarpan mun á eðl- iseinkennunum, sem hann svo nefndi (anlægspræg, eða geno- type) og persónueinkennunum eða svipeinkennunum (fremton- ingspræg eða fænotype). Ein- ungis hin fyrri eru arfgeng, en ekki hin síðari, að áliti W. J. Út- frá þessum rannsóknum sínum og skoðunum hjelt W. J. fram kenningum um eðli og þroska- möguleika mannsins, sem fóru allmjög í bága við þróunar- og erfðakenningar margra fyrir- rennara hans og nútímakenning- ar um mannkynbætur (eugenic). I einu riti sínu (Biologi, 1922) kemst hann m. a. svo að orði um þetta: Sú fánýta bjartsýni, sem beinist að voninni um hamingju- sama áframhaldandi mannkyns- Sjötíu ljóðlínur til Magnúsar Helgasonar, skólastjóra. 1857 — 12. nóv. — 1927. Roðið haf og himinn blár. Háir tindar, djúpar gjár. Sólar kyngi, kaldur snjár. Kvíðahrollur, gæfuspár. Lágar hvatir, háar þrár. Himnesk gleði, döpur tár. Sókn og vörn — í sjötíu ár. Áfram tímans alda brýst. Alla daga jörðin snýst. Alt í stríðið eina býst. — Ýmsir fá þar sviðið lýst, og til dáða þjóðum þrýst. — Þú, hefir verið, ekki síst, einn af þessum. — Það er víst. Yfir sköpum okkar lands ýmsar nornir stíga dans. — Sundurleitur fræðafans fer um „götu sannleikans". — Þú hefur sett í sigurkrans saman alla kjarna hans. — Há er köllun kennimanns. Æskan þráir óskalönd, út við fjærstu sjónarrönd. Sunna skín á seglin þönd, — sjest úr hafi rísa strönd. Þá er lending þrautavönd, — þá er, — til að firrast grönd, — þörf á frjálsri föðurhönd. Föðurhöndin hönd þín var, hafin yfir bylgjurnar. — Allir þeir, sem fengu far, fundu að verndin leyndist þar. — Marga gátu á góma bar. Guðsást þín úr málum skar. Hún var spurning. Hún var svar. Sköpun lífs var skóli þinn. — Skinu röðlar þangað inn. Guð var með í sjerhvert sinn. Sumarblærinn ljek um kinn. — Þaðan dýrust fræ, jeg finn, fallið hafa í jarðveg minn. — Þú varst mildi meistarinn. Glepur sálir gull og eir. Girnist margur visinn reyr. — öðal hjá þjer áttu þeir allir, sem að vildu meir hefja æskuandans geir yfir bundinn jarðarleir, — eignast það sem aídrei deyr. Okkar tungu, okkar þjóð, okkar sögu, myndir, ljóð, alt, sem greri á landsins lóð, lund þín vígi kringum hlóð. — Geyma skyldi göfgan sjóð. — Guð vors lands á verði stóð. Kristinn andi! — Islenskt blðð! öðlingsmynd þín, ung og teit, er á ferli í hverri sveit, vísar leið í vorsins leit, vermir margan kaldan reit. — Hljóðlát iðja æ þjer sleit. — Undir býr þó fyrirheit: innra líf, sem enginn veit. Lifðu heill við lands þíns skaut líkt og blóm í grænni laut faðmað sólu fjarri þraut, fært í dýrðlegt sumarskraut. — Vefji þig alt, er hjartað hlaut, hef ji þig alt, er sálin naut, á sjötíu ára sigurbraut. Jóhannes úr Kötlum. þróun undir áhrifum menningar- innar — og einkum styðst við Lamarqueskenningar, en tekur einnig tillit til úrvalskenninga Darwins — hún fær því miður litla stoð í erfðarannsóknum nú- tímans. En meginniðurstöður þeirra má hinsvegar vel sam- ræma við þá skoðun,- sem menn hafa öðlast eftir öðrum leiðum, að „manneðlið" sje í heild sinni sjálfu sjer líkt, í illu og góðu, svo langt sem söguleg þekking nær. Þrátt fyrir rannsóknir og upplýsingu, trúarform og verk- vísindi, læknavinnu og dómara- störf, hafa eðliseinkenni okkar í aðalatriðunum „ekkert lært og engu gleymt". Og ef til vill er það best svona, þegar öllu er á botninn hvolt. Rannsóknir W. J. hafa þótt hinar merkustu, þótt deilt sje um ýmsar kenning- ar hans, enda eru erfðarannsókn- ir enn í bernsku, en úrlausnarefn- in mikil og flókin og eru þessar rannsóknir allar meðal merkustu og mikilsverðustu vísindastarfa, sem nú eru unnin. Harden blaðamaður. Maximilian Harden, sem andað- ist 31. f. m. var einhver ritfær- asti og rammauknasti blaðamað- ur nútímans. Hann var utan- flokkamaður og vóg á báðar hendur í blaði sínu „Die Zukunft" (Framtíðin), hverjum manni ber- orðari og óvægnari þegar því var að skifta. Harden varð snemma áhrifaríkur raaður í þýsku þjóð- lífi og ljet mörg mál til sín taka. Hann rjeðst t. d. óþyrmilega á Caprivi eftir að Bismarck var farinn frá, en Bismarck var sá þjóðmálamaður, sem hann dáðist mest að og varð fyrir ýmsum á- hrifum af. Hann rjeðst einnig einu sinni ákaft á skáldið Suder- mann, átti oft í höggi við Jafn- aðarmenn, gerði gys að keisar- anum og hirðlífinu og var einu sinni dæmdur í fangelsi fyrir móðgun við keisarann. Hann sat nokkrum sinnum oftar í fangelsi vegna blaðamensku sinnar og á styrjaldarárunum var blað hans oftar en einu sinni gert upptækt. Hann ritaði þá oft hvasslega gegn hernaðartrú Þjóðverja og vildi láta þá skila af sjálfsdáð- um Elsass-Lothringen og Suður- jótlandi og endurreisa pólska rík- ið. Hann rjeðst þá einnig mikið á Betmann-HoIIweg kanslara. Mestur gnýr stóð samt á sínum tíma um skrif Hardens um Eul- enbergsmálin, eða hirðmanna- flokkinn, sem kallaður var „Taf- elrunde" og honum þótti hafa ó- holl ánrif á keisarann og lifa hneykslanlega. Auk stjórnmála ljet Harden leiklist mikið til sín taka, enda var hann sjálfur leik- ari í upphafi. Hann barðist mik- ið fyrir því, að ryðja Ibsen braut í Þýskalandi og seinna Maeter- linck. Hann skrifaði um skeið undir nafninu Apostata, en rjettu nafni hjet hann Isidor Witkofski og var gyðingaættar (f. 20. okt. 1861). En hann tók kristna trú 1886. Þótt Harden væri einhver merkasti blaðamaður nútímans, var hann það ekki á sama hátt og t. d. Nbrthcliffe í Englandi eða Hearst í Bandaríkjunum, sem voru alt eins mikið eða meira fjármálamenn en rithöfundar og gerðu úr blöðum sínum merkileg stóriðju- og stórgróðafyrirtæki og fengu ritfæra menn í þjón- ustu sína. „Framtíðin" varð aldrei stórblað í fjárhagslegum skilningi þó útbreidd væri, og naut heldur ekki fjárhagslegs flokksstuðnings. En hún varð stórblað vegna áhrifa sinna, fyrir kraft ritsnildar og persónuleíka Hardens sjálfs, víðtækt, vel skrifað, óháð blað, eins og flest bestu blöð Evrópu reyna nú að vera. Ymsar greinir Hardens hafa komið út í bókarformi. Grazia Deledda. Bókmentaverðlaun Nóbelsjóðs- ins hafa í ár verið veitt ítölsku skáldkonunni Grazia Deledda. En hún má, ásamt Selmu Lagerlöf og Richardu Huch, teljast góð- kunnasta kvenskáld nútímans og er merkur höfundur. Hún er fædd 1872, í Sardiníuey, og fór mjög ung að yrkja. Fyrstu sögur hennar komu ut þegar hún var 15 ára. Síðan hefur hún skrifað margar sögur, stórar og smáar og misjafnar, að sögn, en þær bestu eru góðar og vel skrifaðar. Fyrstu sögur hennar eru mest lífslýsingar úr átthögum hennar, síðar reit hún sálarlífssögur al-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.