Lögrétta - 28.03.1928, Page 2
2
LÖGRJB¥¥A
I1-.................... ' l
LÖQRJETTA
Utgefandi og riutjóri
þorittl■b 6 I ilaio n
ÞinjfhoIUotræti 17. Simi 178.
Innheimta op afproidsla
i Miðstrætt 3.
| ------------------------------- |
Gunnar Gunnarsson
um sambandsmálrn.
Dönsku blöðin hafa rætt mikið
íslensku alþingisumræðumar um
möguleika á uppsögn sambands-
laganna, og yfirleitt af hógværð
og kurteisi. Jafnframt höfðu ýms
þeirra tal af merkum mönnum
um málið. Professor Arup segir
t. d. í Politiken, að það þurfi
engan að undra, þótt íslendingar
vilji fá annarskonar samninga
um samband ríkjanna er nú, en
hitt sje að mestu fjárhagsatriði,
hvort eða hvenær þeir taki alveg
að sjer utanríkismál og strand-
vamir. Prófessor Knud Berlin
segir að það sem skeð hafi sje
einungis innanlands stjómmála-
tafl — flokkamir vilji skáka hver
öðmm í því að vera sem þjóð-
ræknastir og kröfuharðastir við
Dani, hitt sje öldungis óvíst hvað
þeir geri þegar á herði. Einn af
þeim, sem Politiken spurði var
Gunnar Gunnarsson skáld. Hann
sagðist lengi hafa átt von á
þessu, sem í þinginu gerðist. Það
væri ekki nema gleðilegt ef það
gæti orðið til þess að opna augu
Dana fyrir þeirri skökku stjóm-
arstefnu, er þeir hefðu haldið
fram gagnvart Islandi síðan 1918.
Þeir hefðu látið alt reka á reið-
anum í einhverju samkvæmis-
glamri og velt öllum þunga sam-
bandsstarfsins yfir á einkafjelag,
Dansk-íslenska fjelagið, sem ekki
hefði fengið neinn sjerstakan byr,
og að nokkra leyti á dansk-ís-
lensku nefndina, sem árlega dreifi
út 50 þúsund krónum, á hinn
merkilegasta og áætlunarlausasta
hátt. 1 viðskiftamálum hefur
einnig farið svo, að Danmörk er
sífelt að þokast fjær Islandi, hún
er nú miklu fjær því í þeim efn-
um en t. d. England. Hin danska
stefna gagnvart íslandi sýnir því
ágætlega, segir G. G., skortinn á
samnorrænni stjómmálastefnu í
Danmörku. Þetta leiði óhjákvæmi-
lega til einangranar og sundrang-
ar milli landanna, og sje svo að
vísu einnig um viðskiftin milli
annara norrænna þjóða Norrænni
samvinnu sje helst haldið uppi
af Norræna fjelaginu, með ferð-
um og heimsóknum, en hin knýj-
andi nauðsyn á samvinnu í at-
vinnumálum og fjármálum sje
látin afskiftalaus.
----o----
Hörmulegt slys. Eldur Tcviknaði
nýlega í karbid í færeyisku fiski-
skipi hjer og brannu sex menn til
bana, en þrír særðust hættulega
og er einn þeirra dáinn. Færcying-
amir voru jarðsettir hjer frá
Dómkirkjunni með viðhöfn og að
viðstöddu miklum fjölda fólks.
----o----
Hákarliim
1 síðasta blaði var sagt dálítið
frá fyrirætlununum um auknar
hákarlaveiðar í sambandi við
nýjar arðvænlegar aðferðir í not-
kun skrápsins. Lögrjetta hefur
síðan aflað sjer nokkurra nánari
upplýsinga um þetta mál, þar sem
ætla má, að það geti orðið all af-
drifaríkt fyrir íslenskt atvinnu-
líf, en margt bendir til þess, að
íslendingar sjálfir ætli ekki að
sinna rannsókn þess fyr en eftir
dúk og disk. En hitt mun nú
vel á veg komið, að enskt (eða
ensk-amerískt) fjelag sje að
koma fótum undir afleggjara í
Danmörku með það fyrir augum
m. a., að fá Dani til að nota sjer
rjett sinn hjer til að stunda veið-
amar og reisa sútunarsmiðjur á
hagkvæman hátt (einnig í Fær-
eyjum og í Grænlandi). Það eru
Ameríkumenn, Ehrenreich og
Stedman, sem fundið hafa hinar
nýju verkunaraðferðir. Hafa
tilraunimar einkum verið fram-
kvæmdar á skipinu Istor, sem áð-
ur var skemtiskip miljónamær-
ings eins. Hinar nýju sútunarað-
ferðir þykja hafa gefist mjög
vel, svo að skrápurinn eigi eftir
að valda stórbyltingu í allri leð-
uriðju og hákarlaveiðamar og
sútunin verði miljónafyrirtæki.
Fjelagið „Dansk-arbejde“ hefur
sett í nefnd í málið (m. a. Half-
dan Henrikssen og Yde) og
„Danmarks Fiskehandels og Hav-
fiskeriforening“ hefur hvatt til
sjerstaks fundar um málið. Nokk-
ur auglýsingakeimur er máske að
sumum ummælunum um þetta, en
eftirtektarvert atvinnumál virð-
ist samt vera hjer á ferðinni, sem
íslendingar eiga að gefa fullan
gaum áður en í ótíma er komið.
Erlendar bæltur
Bókasöfnum og lestrarfjelög-
um fer nokkuð fjölgandi. Fyrir
skömmu kom í Lögrjettu áskor-
un til þeirra, ásamt skýrsluformi,
(frá Vilhj. Þ. Gíslason) um það
að gefa nokkurt yfirlit um bóka-
kost og bókanotkun. Undirtektir
hafa orðið nokkurar, en minni, en
vera mætti. Verða síðar birtar
hjer nokkrar glefsur úr slíkúm
skýrslum. íslensk bókaeign mun
vera í sæmilegu lagi víðast og
nokkuð vera til af dönskum og
norskum bókum, en minna miklu
á öðram málum og ekki fylgst
vel með erlendum nýjungum. Það
er nokkuð alment umkvörtunar-
efni bókamanna og forráðafólks
lestrarfjelaga úti um land, að
erfitt sje eða ókleift, að velja vel
erlendar bækur, vegna erfiðleik-
anna á því að fylgjast með í því,
sem út kemur. Verða menn að
vísu að athuga það, að slíkt ger-
ir enginn til fullnustu, því nýj-
ungarnar fossa fram þúsundum
saman, og altaf verður nokkuð
runnið blint í sjóinn, þótt reynt
sje að velja. Lögrj. hefur oft und-
anfarið getið ýmsra erlendra rita
og nýjunga í andlegu lífi um-
heimsins, bæði í sjerstökum rit-
fregnum og í greinum í bálkin-
um „Um víða veröld“. Nú ætlai'
hún einnig að taka upp þaxm sið,
i að birta öðru hvoru lista um ný
erlend úrvalsrit, sem ætla má, að
I erindi ættu til íslenskra lesenda,
bókasöfnum og bókamönnum til
nokkurrar leiðbeiningar og
freista þannig að bæta nokkuð
úr skortinum í þessum efnum,
ef það mætti verða til þess að
bókasöfn og lestrarfjelög, eða
einstakir áhugamenn, færðu nokk-
uð út kvíamar. Þessu er ekki
ætlað að verða „ritdómum" og
verður ekki sniðið eftir bókaforða
neins sjerstaks bóksala hjer, en
þeir sem hug hefðu á því, ættu
að geta aflað sjer bókanna hjá
hverjum þeim, sem þeir helst
skifta við. Verð er tilgreint að
öllum jafnaði, því auðvitað velt-
ur mikið á því fyrir fjelög og
einstaklinga, sem litlu hafa úr að
spila, en svo er um flesta nú um
þessar mundir. Reynslan sýnir
það einnig, að nýjar erlendar
bækur era upp og ofan alls ekki
ódýrari en íslenskar, nema síður
sje oft og einatt. Annars láta
menn sjer oft vaxa óþarflega í
augum bókaverð og er það samt
að jafnaði lítið, sem flestir eyða
til bókakaupa hjá því sem fer í
ýmsan óþarfa. Að sjálfsögðu láta
lestrarfjelög sveitanna íslenskar
bækur einnig ganga fyrir öðrum
í kaupum, og ættu að kosta kapps
um að eignast alt það helsta, sem
út kemur. Lestrarfjelögin hafa
sjálfsagt flest orðið að góðu
gagni. En meðan þau eru ekki
fleiri en enn er orðið, gera þau
einnig nokkuð að því, að þrengja
markaðinn, og hækka þá jafn-
framt óbeinlínis bókaverðið nokk-
uð. Bókelskir menn, eða heimili,
ættu líka helst ekki að láta sjer
nægja lestrarfjelagsbækur, en
reyna að eignast úrvalsbækur,
eða eftirlætisbækur sínar sjálfir.
Það á að vera mark hvers heim-
ilis, að eignast gott og vel hirt
bókasafn, fyrst og fremst ís-
lenskra bóka, og svo þeirra er-
lendra, sem um þau efni fjalla
sem menn hafa helst áhuga á og
á þeim málum, sem fólkinu eru
auðlesnust. Er nú víða allmikið
lesið enskra bóka (einkum í
kaupstöðum) auk danskra og
norskra. I bókaskrám Lögrj. verð-
ur megináherslan lögð á norræn-
ar, enskar og þýskar bækur og
dálítið á franskar, því frönsku-
lestur fer hjer vaxandi, einkum i
Reykjavík. Tilgreindar verða
bæði fræðibækur og skáldrit. Að
sjálfsögðu verður alls og alls tal-
ið mun meira, en hvert fjelag
eða heimili getur keypt og verður
hver að velja fyrir sig, eftir
smekk og gjaldþoli og verður
að sjálfsögðu ekkert ábyrgst um
það fyrirfram, hvemig hverjum
líkar hvað eina. Nokkum fróð-
leik geta einhverjir ef til vill líka
sótt í þetta, þótt ekki geti þeir
keypt, með því að fá að fylgjast
ofurlítið með nokkurum bók-
mentanýjungum umheimsins og
skal þá jafnframt vísað í Lög-
rjettubálkinn „Um víða veröld“.
Væntanlega getur þessi tilraun
orðið til nokkurrar leiðbeiningar
og bætt eitthvað úr skorti þeim,
sem á er um þekkingu á erlend-
um bókmentanýjungum. Fyrsta
skráin er tilbúin og kemur í
næsta blaði.
„Islandshús“ í Osló.
Um nokkur undanfarin ár hafa
ýmsir áhugasamir menn í Osló
unnið að því, mest fyrir for-
göngu I. Eyjólfssonar ljósmynd-
ara, að komið yrði upp „íslands-
húsi“ þar í borginni. Allmargir
I. Eyjólfsson.
Islendingar eru þar nú (og víða
í Noregi) og sækja þangað ár-
lega ýmsir til náms, er hafa ekki
átt að ákveðnum stað að hverfa
og þykir forgöngumönnunum það
ilt. Vilja þeir koma upp í Osló
sæmilegu húsi, er orðið geti mið-
stöð íslensks fjelagslífs þar og
ódýrt en skemtilegt hæli þeim Is-
lendingum, sem þar eru á ferð.
Telja þeir rjettilega að að slíku
mætti nokkurt gagn verða og
gaman og hafa ýmislegt gert til
að vinna fyrir þessa hugmynd
sína í Noregi og safnað álitlegri
upphæð. Hjer hefur þessu síður
verið sint, enda í mörg horn að
j líta heima fyrir, en nú munu for-
göngumennirnir sækja um nokk-
' urn styrk til fyrirtækisins hjeðan.
| Þeir eru áhugasamir og maklegir
; þess, að þeim yrði einhver viður-
kenning veitt.
-o—
Nína Bang fyrrum kirkju- og
kenslumálaráðherra í jafnaðar-
mannastjórninni dönsku andaðist
26. þ. m.
Kirkjan. Sr. Jóni Guðnasyni
hefur verið veittur Prestsbakki í
Hrútafirði, og Kvennabrekka aug-
lýst til umsóknar. Sr. Stefán á
Völlum er skipaður prófastur í
Eyjafirði. Laus er Bíldudalur,
Suðurdalaþing og Húsavík.
Fátækrafulltrúar tveir hafa ver-
ið skipaðir í Reykjavík, Samúel
Ólafsson og Magnús V. Jóhanns-
son, og verða fastir launaðir
starfsmenn, en áður gengdu 15
menn störfum þessum sem auka-
störfum.
Nýtt predikanasafn eftir Har-
prófessor Níelsson er í ráði að
gefa út, með samskotum meðal
vina hans.
Sfldin. Alþingi hefur samþykt
1 milj- kr. lánsheimild til að reisa
síldarverksmiðju er ríkið reki.