Lögrétta - 09.05.1928, Side 3
4
LÖGRJETTA
á sitt mál, eins og’ fyr hefur verið
frá sagt í Lögr., og nú er hann að
þýða Eddukvæðin.
Jeg varð eftir í Bergen, er hinir
útlendu gestimir fóru þaðan 24.
marts, og beið þar skipsferðar til
Reykjavíkur. Bergen er fallegur
bær og viðkunnanlegur, stendur
á smáhæðóttu svæði kringum
voga og vötn, en á eina hlið er
bratt fjall, sem fyr er lýst, með
skógi vöxnum hlíðum. Borgin
liggur vel við samgöngum, enda
eru þaðan tíðar skipaferðir í allar
áttir og fjörugt viðskiftalíf. Skip
frá Bergen eru í förum út um
allan heim og þaðan er haldið
uppi föstum samgöngum við ýms-
ar hinar helstu verslunarborgir.
Bergen á merka sögu. ólafur kon-
ungur kyrri átti frumkvæði að
því, að borgarbygging hófst
þama nálægt 1070, en síðan varð
Bergen um langt skeið, fram á 14.
öld, höfuðstaður Noregs. Menjar
frá þeim tímum em Hákonar-
höllin, reist af Hákoni konungi
Hákonarsyni á miðri 13. öld, og
kastalinn Bergenhús. Síðan varð
Bergen höfuðstaður Hansa- sam-
bandsins á Norðurlöndum og em
þar enn miklar menjar frá þeim
tímum. Röð af gömlum Hansa-
byggingum stendur enn í miðbæn-
um, með gafla fram að götunni,
og heitir Tyskebryggen. Fram um
1600 var Bergen fjölmennasta
borg Norðurlanda, en um það
leyti fer Kaupmannahöfn fram úr
henni og nokkru síðar Stokkhólm-
ur, en Osló ekki fyr en eftir 1830.
Þó voru íbúar í Bergen aldrei yfir
16—20 þúsundir meðan hún var
stærsta borg Norðurlanda, Elsta
bygging í Bergen er Maríukirkj-
an, steinhús frá 12. öld með
tveimur háum tumum, og em
þar inni merkileg líkneski og út-
skurðarmyndir frá yngri tímum.
Bergen er fæðingarstaður Hol-
bergs og stendur líkneski hans á
torgi í miðbænum. Welhaven
skáld er einnig fæddur þar og
sömuleiðis tónskáldið Edv. Grieg.
Margir stórauðugir skipaútgerðar-
menn hafa búið í Bergen og búa
þar enn. Einn af þeim var Chr.
Michelsen, sem hafði fomstuna í
síðustu sjálfstæðisbaráttu Norð-
manna, er þeir skildu við Svía
1905.
I Bergen er stórt þjóðminja-
safn, og em þar bæði fornminjar
og myndir, málverk og smíðis-
gripir frá yngri öldum. Þar er og
safn af alls konar bændasmíðis-
gripum frá ýmsum hjeruðum
Noregs og hefur hvert hjerað sinn
sal, svo að einkenni hvers um sig
njóti sín sem best. Hefur nýlega
verið reist stór og vönduð stein-
bygging handa þessu safni. Götu-
nöfn ýms í Bergen minna á gamla
tíma. Víða sjest nafnið „Almen-
ningen“ á breiðum götum í mið-
bænum, t. d. Torv-Almenningen,
og þröngar götur, sem aðeins em
ætlaðar gangandi fólki, heita
„smuget“ (smugan), t. d. Knöse-
smuget.
Jeg beið nokkra daga í Bergen
og fór víða um bæinn. Næstsíð-
asta kvöldið, sem jeg var þar,
kom Haraldur Ámason kaupmað-
ur þangað, á heimleið úr tveggja
#
mánaða ferðalagi suður í löndum,
og fjekk herbergi á Hótel Bristol,
fjörugur og skemtilegur ferðafje-
J lagi og nú í sjöunda himni yfir
j því, að eiga ekki lengri leið eftir
j ófama heim til sín en yfir sundið
J milli Noregs og íslands. Næsta
j kvöld vomm við í sönghöH
| Bergensbúa og hlustuðum þar á
einkennilegan og fallegan söng
hjá umferðasöngflokki Kósakka
frá Kúban í Suður-Rússlándi.
| Hafði hann farið víða um lönd og
j hlotið mikið lof fyrir söng sinn,
en var nú nýkominn til Bergen.
— Þetta kvöld var lagt á stað til
íslands og voru nú farþegar fleiri
en á leiðinni út, bæði íslendingar
og útlendingar. Fengum við góða
ferð, og Lyra skilaði okkur, heil-
um og vel höldnum, við hafnar-
bakkann í Reykjavík aðfaranótt
3. apríl kl. 2V2. Þ. G.
-----o—----
Útlent sauðfje
j Jón H. Þorbergsson sendir mjer
: smágrein í Lögrjettu 7. marts í
ár, út af grein með þessu nafni.
Jeg ætla að gera nokkrar athuga-
! semdir við þessa grein hans, og
! bið Lögrj. að gera svo vel að birta
! þær.
! Hann segir: „En hann getur
! um, hversu miklu meira fóður
! þær ær mundu þurfa, sem ættu
[ að koma upp kynblendingum og
j hversu miklu meira þær mundu
hafa fyrir því að bera lömbunum,
og telur það reynslu bretskra
bænda, er viðurkenna svarthöfða
og Cheviotfje. Jeg dreg það mjög
í efa, að höfundurinn hafi hjer
við raunverulegar heimildir við
að styðjast".
J. H. Þ. fer ekki alveg rjett
með. En það er aukaatriði, sem
jeg skifti mjer ekki af að sinni.
En þar sem hann dregur mjög í
efa að jeg hafi raunverulegar
heimildir við að styðjast, þá vil
jeg leyfa mjer að spyrja hann,
hvort þær eigi að vera orð á
pappír skráð eða reynsla, fengin
með augum og höndum.
J. H. Þ. kveður að hjaltlenskir
bændur telji ekki mikil brögð að I
j því, hve ám þeirra gangi ver að j
bera Leicesterlömbum. Þarna gef- J
J ur J. H. Þ. í skyn, að hjaltlensku
bændumir verði varir við erfiðari
I burð, en vilji sjálfur ekki gera
mikið úr því.
„Allar ær þurfa gott fóður“,
segir J. H. Þ. Jeg hjelt að það
væri áður vitað, en hitt virðist
J. H. Þ. ekki vita, að ein ær mink-
ar að holdum af því fóðri, sem
önnur helst við af, og hin þriðja
eykst að holdum af, þó allar sjeu
jafnvænar að holdum og þunga í
byrjun fóðrunar. Þessu hafa
fiestir almennir sveitasmalar veitt
efirtekt, og hinu líka að ær með
hrútlömb þurfa meira fóður,
heldur en ær með gimbrarlömb
og mest þær, sem með tvö hrút-
lömb gengu að öðru jöfnu. Og
hinu hafa allir almennir fjármenn
tekið eftir — minsta kosti þar
sem jeg hef farið um utanlands
og innan — að þær ær eru hold-
minstar að haustinu, sem með
hrútlömb gengu, betri þær, sem
með geldingslömb gengu, og
bestar þær, sem með gimbrarlömb
gengu. En þama er átt við jafn-
samkynslömb og jafnsamkynsær.
J. H. Þ. segir: „En stærðar-
munur á kynblendingslömbum og
lömbum hreinkynja, öllum ný-
bomum, mundi verða lítill*), en
kynblendingamir miklu þrosk-
aðri“.
Er J. H. Þ. ófróður um ung-
lambavigt og heldur hann að
lömb af bretskum holdafjárkynj-
um verði fyrst bráðþroska við
fæðinguna? í fyrri grein minni
gerði jeg ráð fyrir að kynblend-
ingslömbunum gengi ekki vel að
afla sjer fæðu í bröttum skriðu-
fjöllum og eins að fara um þau í
rekstri. Nefndi jeg þar líka
strangar og stórgrýttar ár. Við
þetta gerir J. H. Þ. þessa athuga-
semd: „Svo vel vill til, að af-
rjettir og sumarhagar hjer á
landi eru að mestu flatlendi“.
Ár nefnir J. H. Þ. ekki, sem þær
væru ekki til, en afrjettir og
j heimahagar gróðursæl flatneskja,
| sem enga erfiðleika beri. „Við
| höfum hjer á landi mörg sauð-
í fjárkyn þótt þau sjeu ekki rík að
* sjerheitum".
j Á þessari setningu hneikslast J.
i H. Þ., og segir: „Það er svo! —
I Hvar em þessi mörgu kyn og á
j hvera hátt aðgreinast þau hvert
; frá öðru?“
Þessu ætla jeg ekki að svara
i strax, en vil aftur spyrja.
Er meiri munur á Oxforddown
Shropshiredown og Southdown
fjárkynjunum en á mörgu fje
hjer heima, eða Roshburghshire,
Cheviot og Southerland-cheviot,
heldur en á Baldursheims og
Gottorpsfjenu?
Er það virkilega alvara J. H. Þ.
að halda því fram, að marghymt,
tvíhymt og kollótt fje hjer á
landi, sje alt eitt og sama fjár-
kyn?
Nánar fer jeg ekki að sinni.
Glampadepill greinar hans er að
hylja skuggaflekki málsins fyrir
almenningi.
St. Reykjavík.
Guðm. P. Ásmundsson
(frá Svínhóli).
----o-----
Passíusálmarnir
á kínversku.
Ólafur Ólafsson trúboði hefur
fengið amerískan kínverskufræði-
mann, prófessor Harry Price, til
þess að þýða á kínversku útdrátt
úr Passíusálmum Hallgríms Pjet-
urssonar. Þýðingunni er nú lokið
og kvað hún vera góð, gerð að
mestu eftir hinni ágætu ensku
þýðingu Pilchers. Ekkert íslenskt
j rit hefur áður verið þýtt á kín-
versku. Ætlar ól. Ól. nú að kosta
j prentun þýðingarinnar austur í
Hankow og láta fylgja henni for-
mála og allítarlega æfisögu H. P.
Kveðst Ól. ól. hafa ráðist í út-
gáfuna í því trausti, að landar
hans vildu hlaupa undir baggann
i ________
*) Leturbreytingin mín.
Útrýmið rottiinuni!
Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna
rottuhjóna geta á einn ári orðið 860 rott-
ur. Af þessu er auðsæ þðrfin á að útrýma
rottunum. Til þess að ná góðum árangri
er þvi tryggast að nota R a t i n og
R a t i n i n . Ratin sýkir rotturnar, og
þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær
umgangast meöan þær eru veikar, og
drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin
hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir
á þær rottur, sem jeta það.
Ratin-aðferðin
er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá
fæst góður árangur.
Sendið pantanir til
RATINKONTORET, KÖBENHAVN
Allar upplýsingar gefur
ÁGÚST JÓSEPSSON
heiibrigðisfulltnii, Reykjavik.
Ef tennumar
vantar gljáa.
Gerið þá þetta.'
REYNIÐ þessa athugaverðu nýju aðferð
eftir fyrirmælum helztu sérfræðinga.
* Híð ljúfasta bros verður ljótt, ef tenn-
urnar eru dökkar. Nú gera vísindi vorra
tíma blakkar tennur blikandi hvítar á ný.
Það hefur sýnt sig, að blakkar tennur
eru blátt áfram því að kenna, aQ á tönn-
unum myndast húð. Rennið tungunni um
tennurnar og þér finnið þessa húð nú; það
er eins konar hát himna.
Hún hefur í för með sér skemdir í tönn-
um, kvilla i tannholdi og pyorrhea, sökum
þess að sóttkveikjur þrífast í skjóli hennar.
Nú hefur fundizt vísindaleg aðferð til
þess að berjast gegn henni, nýtt tannpasta,
sem nefnist Pepsodent.
Reynið það. Sendið miðann í dag og þér
munuð fá ókeypis sýnishorn til 10 daga.
ÓKEYPIS
10 daga túpa.
A. H. RIISE, Bredgade 25 E
Kaupmannahöfn K.
Sendlð Pepsodent-sýnishorn til 10 daga til
Nafn............................
Heímili......................
Aðein^eir^^ahaiTda^fTöls^rdi^
1C.20.
með honum og styrkja útgáfuna
fjárhagslega. Hr. bankaritari
Árai Jóhannsson tekur við fram-
lögum í þessu skyni. En þeir sem
gefa til útgáfunnar fá síðar sent
eitt eintak kínvei'sku bókarinnar
ókeypis. Mun ýmsum forvitni á
því, að eignast þessa kínversku
bók, þótt ekki skilji þeir hana,
ekki síst þegar um svo vinsæla
bók er að ræða, sem Passíusálm-
ana, auk þess sem þeir með fram-
lagi sínu styðja að nokkurri út-
breiðslu ísl. bókmenta í fjarlægu
landi, enda er útgefandinn ól.
ólafsson orðinn hjer víða vinsæll.
-----------------o-----
tJtfluttar ísl. afurðir námu í
apríl 2 millj. 919 þús. kr. Þar af
sjáfarafurðir fyrir 2 millj. 900
þús. kr. Stærstu upphæðimar eru
fyrir verkaðan fisk, rúml. 1 millj.
kr., 992 þús. kr. fyrir lýsi og 762
þús. fyrir óverkaðan fisk.
Höf.
Prentamiðjan Acta.