Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.06.1928, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.06.1928, Blaðsíða 1
XXIH. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 6. júní 1928. 26. tbL || / n|J | framan spegil til þess að laga ur mjög í samræmi við kenningar j 1 sín sem allra fyrst, oft á fyrsta Frá Indlandi. Gandhi. — Miss Mayo. — Frú Besant. Indlandsmálin eru nú mikið rædd víða um lönd og Simön- nefndin, sem Lögrj. hefur sagt frá, hefur dregið að þeim nýja athygli. Sir John Simon og fje- lögum hans var víða tekið illa í Indlandi og eru þeir nú komnir heim aftur, en munu ekki skila á- liti sínu að fullu’ fyr en eftir svo sem ár og búast menn við því, að Indlandi verði veitt sjálfstjóm í einhverri mynd. Sjálfstjómar- hreyfingin er allsterk og út á við er Gandhi kunnasti leiðtogi hennar, en héima fyrir hafa að vísu aðrir menn nú orðið miklu meira að segja í flokknum en hann og beita samvinnuvænlegri aðferðum í viðskiftum sínum við Breta. Gandhi er samt enn mik- ils metinn meðal indverskra sjálf- stæðismanna og af mörgum tal- inn heilagur maður. Athyglin beinist nú enn mikið að honum um þessar mundir, vegna þess að hann ráðgerir Evrópuferð á þessu ári og vegna þess, að hann hefur nýlega gefið út æfisögu sína eða endurminningar austur í Indlandi og heitir bókin „Tilraunir mínar með sannleikann“. (Hún hefur ekki verið gefin út á Vesturlönd- um, en hjer er farið eftir frásögn í ensku tímariti). Gandhi er fæddur 1869 og hlaut skólamentun bæði í Indlandi og á Englandi. Hann giftist 13 ára gamall, að indverskum sið, m. a. vegna þess að eldri bróðir hans ætlaði að gifta sig um þær mundir og fjölskyldan vildi spara brúðkaupskostnaðinn, sem er mjög mikill austur þar, með því að slá brúðkaupunum saman. Gandhi er þungorður um þessi indversku æskuhjónabönd og seg- ist sjálfur mundu hafa orðið veikl aður og ósjálfbjarga og líklega dáið ungur, ef brennandi starfs- þrá og skyldurækni hefði ekki haldið í sjer kjarki og lífi. Hann segist ávalt hafa verið nokkuð munaðargjarn og kvensamur og barist þungri baráttu fyrir hrein- lífi, brahnacharya, og einlífi án þess að slíta hjónabandslífi sínu, sem nauðsynlegt hafi verið sjer til þess, að geta gert guð að veruleika í lífi sínu. Hann segist einnig hafa verið talsvert hje- gómagjam á stúdentsárum sínum í London og gert alt, sem hann hafi getað, til þess að verða full- kominn enskur „gentlemaður“. Á hverjum morgni segist hann hafa staðið í tíu mínútur fyrir hálsbindið sitt og greiða sjer. Þá lærði hann einnig að dansa og fór í frönskutíma og stundaði fiðluleik, til þess að reyna að venja eyra sitt við hljómlist Ev- rópumanna, en það varð árang- urslaust. Fyrst eftir að hann kom úr Evrópuferð sinni, kom hann á ýmsum Norðurálfusiðum í fjöl- skyldu sinni, siðum, sem hann segir, að sjer bjóði nú við vegna þess hversu óþjóðlegir og hje- gómlegir þeir sjeu. Einu sinni tók hann t. d. alla skartgripi fjöl- skyldu sinnar og gaf þá til ágóða bágstöddum, þ. á m. dýrindis gullhálsband, sem kona hans átti og lýsir hann baráttu sinni við hana út af þessu og sorg hennar yfir missinum. Gandhi nærðist lengi eingöngu á jurtafæðu og neytti einskis þess, sem úr dýraríki kom, en seinna fór hann, að læknisráði, að drekka (geita) mjólk og lifir nú á henni og ferskum ávöxtum. Gandhi var fyrst andstæðingur kristindómsins, mest vegna þess, segir hann, að hann fjekk óbeit á framferði kristniboðanna í Ind- landi. En seinna segist hann hafa kynst ýmsum kristnum ágæt- ismönnum, einkum á Afríku-ár- um sínum og hafa mikla samúð með kristindóminum. Einkumseg- ist hann virða fjallræðuna mjög mikils, hún sje dýrðleg, og öllu Nýja Testamentinu segist hann vera nákunnugur. Kristni segist hann samt ekki taka, enda ekki telja kristindóminn hin einu full- komnu trúarbrögð. Líf Tolstoys og rit hafa haft mikil áhrif á hann. Gandhi var upphaflega hlyntur stjómmálasamvinnu og sambandi við Breta, en fjarlægðist þá stefnu meira og meira. Samt hef- ur hann einlægt talað og skrifað á móti ofbeldisfullri andstöðu gegn Bretum, en boðað hlutlausa mótspymu, þ. e. að Indverjar taki ekki þátt í neinum störfum með Bretum, eða fyrir þá, skifti ekki við þá o. s. frv. Kringum 1920 var vegur Gandhi’s hvað mestur og völd hans og 1921 fjekk hann einskonar einræðisvald hjá flokki sínum í þjóðþinginu, en var tek- inn fastur af Bretum í marts 1922, vegna uppþots og óeirða sjálfstæðismanna, og dæmdur í 6 ára fangelsi, en slept 1924. Síðan hafa bein stjórnmálaáhrif hans minkað og aðrir menn orðið áhrifameiri í flokknum. En Gandhi sjálfur gefur sig mest að andlegum málum og að sáluhjálp sjálfs sín. Alt stefnir að því að öðlast hjálpræði (mokska) segir hann, að því að fá að sjá guð aug- liti til auglitis. Gandhi lifir sjálf- sínar og nýtur því mikillar virð' ingar. Hann gefur út blað (Na- vajivan). Margir Indverjar aðrir en Gandhi hafa að sjálfsögðu látið sjálfstæðismálin til sín taka, en ýmsir merkir menn 1 Indlandi eru fylgjandi Bretum og telja stjóm þeirra hafa orðið til góðs, en samt eigi að stefna að sjálfstjóm eftir því sem þroski þjóðarinnar leyfi. Einn þessara manna er hixm merki lögfræðingur, Sinha lávarð- ur, en hann er fyrsti Indverjinn, sem orðið hefur landsstjóri í Ind- landi. Annar merkur Indverji og brautryðjandi í atvinnulífinu, Sir Ganga Ram, hjelt einnig fram áþekkum skoðunum. Hann sagði að þroski þjóðmálanna og þjóð- lífsins yrði að fara á þann hátt, að fyrst komi bætur á þjóðfje- lagsháttum og lífskjörum, þá bæt- ur á efnahags og fjármálum og loks bætur á stjómarfari eða sjálfstæði (swaraj). I þessa átt fara einnig skoðanir flestra Breta, en þeir era hinsvegar fáir, sem halda annað hvort fram tafarlaus- um og skilyrðislausum skilnaði eða harðneskju og herðing á ríkis- tengslunum. En um þetta er nú margt rætt, eins og fyr segir. Sú rödd um Indlandsmálin, sem mesta athygli hefur vakið á síð- kastið kom samt ekki frá Bret- landi. Hún kom frá amerískri konu, Miss Mayo, sem ferðaðist í Indlandi á eigin spýtur og gaf í fyrra út bók um athuganir sín- ar (Mother India). Fáar eða eng- ar bækur um þjóðfjelagsmál og stjómmál hafa vakið eins óhemjulega athygli á síðustu ár- um og þessi bók. Bókin er nýstárleg. Þeim, sem fyrst og fremst þekkja Indland sem æfintýraland og álfheima undra og fegurðar eða sem heilagt land þögulla og guðleitandi spek- inga koma lýsingamar einkenni- lega fyrir sjónir. Miss Mayo lagði sem sje áhersluna á það fyrst og fremst að kynnast af eiginni reynd daglegu lífi alþýðunnar, lífskjöram hennar, aðbúnaði og heilbrigðisháttum. Og bókin opnar útsýn ofan í undirdjúp eymdar, óþrifnaðar og þjóðfjelagsmeina og spillingar, sem margir telja að hái þroska og framtíðarfrelsi þjóðar- innar (eða þjóðanna öllu heldur) mun meira en stjómarfarið. Eitt af því, sem Miss Mayo verður tíðrætt um er einmitt sama atriðið og sagt er frá hjer á undan, að Gandhi hefði verið svo þungorður um — barnagifting- arnar. Það þykir óvirðing meðal Hindúa að eiga ógifta dóttur eldri en 9 ára. Foreldrarnir leggja því alla áherslu á það að gifta böm og öðra ári.og hin ungu hjón fara oft að búa saman nokkrum áram fyrir venjulegan fermingaraldur hjer. Það er algengt, segir Miss Mayo, að 10 ára stúlka er gift fimtugum manni, sem svo heimt- ar hjónabandsrjettindum sínum vægðarlaust fullnægt þrisvar sinnum á dag. Um árangurinn má lesa í sjúkraskrám ensku kven- spítalanna og er ekki í hámælum hafandi. Það þykir einnig mjög virðulegt fyrir fínar fjölskyldur, ef dóttirin verður devádassi eða musterisskækja og era teknar til þess úrvalsstúlkur að fegurð, því klerkastjettin er vandlát. Þegar musterisstúlka vex upp, er það starf hennar að veita ástaþjónk- un karlmönnunum, sem koma pílagrímsferðir til helgidómsins og gengur hún klædd skartklæð- um og skrautgripum og lifir all- frjálsu og fjöragu lífi — uns æskublómi hennar er horfinn, „þá er hún gefin almenningi á vald, með dálitlum eftirlaunum og rjetti til þess að betla. En for- eldrar hennar, sem vel getur ver- ið efnafólk af tiginni stjett, miss- ir einskis í af áliti sínu við þessa meðferð á dótturinni. Framkoma þeirra er talin í fylsta samræmi við gott velsæmi". Alt um þetta má samt segja, að kjör uppgjafa musteriskonu sjeu skárri en kjör ekkjunnar. Það er ein af trúarskoðunum Hindúa, að dauði eiginmannsins sje hegning fyrir syndir konunn- ar í fyrri jarðvistum (inkar- nationum) hennar. Þess vegna er jarðlífi ekkjunnar einnig hegnt, hún verður undirgefinn þjónn allra annara á heimili manns henn- ar, öllum erfiðisverkum og skít- verkum er dembt í hana, allir eiga að skamma hana og ávarpa hana fyrirlitlega. Hún má ekki borða nema eina máltíð á dag og á að halda strangar föstur og hún má aldrei giftast aftur, þótt hún hafi orðið ekkja eins árs gömul. Það gefur nokkura hugmynd um það ástand, sem þessi ekkjuþrælkun hefur skapað, að vita það, að í Indlandi voru 1921 330 þúsund ekkiur undir 15 ára aldri, 85 þús. undir 10 ára og næstum 600 á fyrsta ári. Alt þetta kvenfólk er I ákveðið fylgisfólk Breta, segir Miss Mayo, því þeir einir um- gangast það eins og manneskjur. Þetta er aðeins einn þáttur úr þjóðlífslýsingum Miss Mayo. En hún lýsir mörgum öðrum, sóða- skap og sjúkdómum og yfirgangi okraranna. T. d. era konur í barnsnauð álitnar óhreinar og verða, samkvæmt landssiðnum, að ala böm sín á mykjufleti í dimmri kitru. Okrarar, sem

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.