Lögrétta

Issue

Lögrétta - 06.06.1928, Page 3

Lögrétta - 06.06.1928, Page 3
4 LÖGRJBTTA Æfisaga Krists Eftir Giovanni Papini. (Ágrip). ------ Frh. Myrkrið. Andardráttur Jesú varð þyngri og þyngri, brjóstið dróst sundur og saman eins og í krampateygjum, til þess að ná lofti, höfuðið riðaði, hjartað sló ótt og ákaft, svo að líkaminn skalf. Alla, sem krossfestir eru, kvelur brennandi þorsti, blóðið verður eins og eldur í æðunum. Krossfestingin er grimmilegust og kvalafylst allra dauðdaga. Ef hinn krossfesti fjekk krampa, þá deyfði það meðvitundina og flýtti fyrir dauðanum. En til voru þeir menn, sem með sívaxandi kvölum hjeldu lífi fram á næsta dag og jafnvel enn lengur. En flestir voru þó dánir innan 12 klukkustunda. Blóðið frá sárum Jesú á hönd- um og fótum storknaði kringum naglahöfuðin, en við hvert hjartaslag rann nýtt blóð fram, seig hægt niður eftir krossinum og fjell í dropum til jarðar. Háls- vöðvamir mistu mátt og höfuðið hnje til annarar hliðar, augun voru hálfbrostin og varimar blá- ar og þrútnar. Þannig dó hann, sem hafði læknað sjúka, lífgað dána, útrekið illa anda frá óðum mönnum, grátið með grátendum og snúið ranglátum mönnum á rjetta leið, hann, sem í háleitum skáldsýnum og með kraftaverk- um hafði birt mönnum hinn æðsta kærleika. Hann hafði lækn- að sár, en nú var hann mörgum sárum særður; hann hafði fyrir- gefið og elskað, en leið nú sak- laus hegningu og var hataður í dauðanum. En alt þetta hlaut svo að vera, til þess að mennim- ir fyndu aftur leiðina til hinnar jarðnesku Paradísar, til þess að þeir leystust frá hinu dýrslega ásigkomulagi og þeim yrði lyft upp til heilagleikans hæða, lyft upp frá svefni hins jarðbundna lífs, svo að þeir mættu eygja dýrð hins himneska ríkis. Hugs- un okkar verður að lúta þessum óskiljanlegu leyndardómum og við megum ekki gleyma, hverju verði okkar mikla skuld var borg- uð. 1 þau nítján hundruð ár, sem liðin eru frá þessum atburðum, mun hver sú manneskja, sem hef- ur endurfæðst í Kristi, hafa grát- ið yfir þeim að minsta kosti einu sinni á æfinni. En alt það tára- haf bætir ekki fyrir einn einasta blóðdropa, sem fjell til jarðar frá krossi Krists á Golgata. Þegar píningarsaga Krists var lesin fyrir Hlöðvi Frakkakonungi (ca. 500 e. Kr.) komst hann svo við, að hann grjet fyrst; en að lokum varð hann æfur, greip til sverðs síns og æpti: „Jeg vildi óska, að jeg hefði verið þar með Frakka mína!“ Þetta em að vísu bamaleg orð, en sóma sjer vel í munni herkonungs og ribbalda, þótt þau sýni, að hann hafi ekki orðið snortinn af því, sem Jesús sagði við Pjetur í Getsemane. í allri sinni mannlegu einfeldni eru þetta fögur orð. Það er ekki nóg að gráta, menn verða líka að stríða, berjast gegn öllu innra fyrir, sem skilur þá frá Kristi, j og berjast út á við gegn öllum ó- ; vinum hans. Miljónir manna hafa j grátið við lestur píningarsögunn- j ar, en föstudaginn langa, er Jes- ús hjekk á krossinum, hlógu allir, að undanskildum nokkrum kon- um. Og þeir, sem þá hlógu, em ekki allir úr sögunni enn; þeir eiga afkomendur á lífi, og margir af þeim eru skírðir, en þeir hlæja enn þann dag i dag. En ef allur : gráturinn getur ekki þvegið burtu einn blóðdropa, hvað getur þá bætt fyrir hinn hræðilega hlátur' Lítið enn einu sinni í huganum yfir hópinn, sem stendur hlæjandi : í kring um kross Jesú. Lítið með athygli á hvem einstakan, og þið ; þekkið þá alla, því þeir eru enn ! eins og þeir þá vom. Eftirmynd- j ir gömlu Gyðingaprestanna, ! skriftlærðu mannanna, peninga- j mannanna, lögfræðinganna og alls ; þjónamúgsins em enn til. Og þeir em enn, eins og áður, óvinir Krists. — En það var eins og náttúran sjálf vildi hylja þessa j hræðilegu mynd. Himininn hafði j verið heiður og blár allan fyrri j hluta dagsins, en myrkvaðist alt í einu. Það var eins og svört þoka i stigi upp frá fenjum helvítis og breiddist yfir allan sjóndeildar- hringinn, svo að „myrkur varð yfir öllu landinu alt til níundu i stundar". Hjónaband. Síðastl. sunnudag j giftust á Auðkúlu í Húnavatns- j sýslu sjera Gunnar Árnason (frá j Skútustöðum) og frk. Sigríður Stefánsdóttir fyrrum prests á Auðkúlu. Vilhj. Þ. Gíslason meistari og frú hans fóru í ferðalag til Norð- urlands 30. f. m., landveg frá Borgarnesi; ráðgerðu að koma aftur 19. þ. m. Meðal aðkomumanna hjer í bænum em nú þeir sjera Helgi j Hjálmarsson á Grenjaðarstað og I Sigurjón Friðjónsson skáld og j fyrv. alþm. Aflabrögð em nú sögð í besta lagi á vjelbáta bæði á Vestfjörð- j um og fyrir norðan land. Landhejgisbrot. óðinn hefur nú j með stuttu millibili tekið 8 togara 1 landhelgi, alla útlenda. Vora 5 dæmdir í Vestmannaeyjum, en 3 j kom hann með hingað. } Flugið. Síðastl. viku hefur þýska flugvjelin verið í reynslu- ! ferðum, fyrstu dagana hjer yfir j bænum og nágrenninu, og hefur tvisvar farið til Þingvalla, en 4. j þ. m. flaug hún norður um land, til Isafjarðar, Siglufjarðar og j Akureyrar. Hún fór hjeðan kl. 91/2 um morguninn og kom til ísa- fjarðar laust fyrir hádegi. Kl. 4 fór hún frá ísafirði og kom til Siglufjarðar kl. 5,45. Þaðan fór hún eftir kl.tíma viðstöðu og flaug á tæpum hálftíma til Akur- j eyrar. Með henni vom þýsku flug- mennimir þrír og dr. Alexander Jóhannesson. Fyrir vestan og norðan var henni tekið með mikl- j um fögnuði, og er þetta í fyrsta sinn, sem flogið er norður um Númer 33 34 Plötustærð cm Hæð bökunarofns — Breidd do • . — Dýpt do — Verð kr. 70 X 421/2 lf> 26 35 110,00 751/2 + 48 17 31 38 120,00 Helgi Magnússon & Co. Til athugunar Þá, sem gera ætla húsabætur í vor, eða leggja vatnsleiðslur, viljum við mixma á það, að við höfum ávalt miklar birgðir af margskonar byggingarefni, t. d. þakjámi, þakpappa, linoleum, flókapappa, nöglum allskonar, ofnum, miðstöðvartækjum, eldavjel- j um, baðkemm, þvottaskálum, þvottapottum, eldhúsvöskum, vegg- tiglum, gólftiglum, pípum allskonar, dælum, krönum, o. fl., o. fl. i Prentaða verðskrá (með myndum) yfir ofna og eldavjelar sendum við hverjum sem þess óskar. Sömuleiðis verðskrá yfir alls- konar pípur og tengihluta. Reynslan hefur löngu sannfært viðskiftamenn okkar um það, að þeir gera ekki annarstaðar hagkvæmari kaup en hjá okkur. Hafnarstræti 19, Reykjavík, 23. april 1928. ' Helgi Magnússon <& Co. Vikuútgáfa Alþýðublaðsins flytur mjög ítarlegar greinir mu J íslensk stjórnmál og menningar- j mál. Hún flytur einnig greinir um j sjórnmálaástand erlendra þjóða og I auk þess allskonar frjettir og fróð- I leik. | Húr! kostar aðeins 5,00 kr. á ári. Ritstjóri er Haraldur Guðmunds- I son, alþingismaður. Utanáskrift er: Alþýðublaðið Hverfisgötu 8 Reykjavík i --------------------------- I land . Þoka var þennan dag, og í flaug vjelin alla leið með strönd- j um fram, nema þvert yfir mynni Húnaflóa. í gærkvöld kl. 63/4 ! lagði hún á stað aftur frá Akur- eyri, og vita menn ekki enn um 1 ferð hennar suður annað en það, að hún rendi sjer niður útundan í ökrum á Mýrum einhvemtíma í j gærkvöld vegna bilunar á vjelinni, ! og á að dragast af vjelbáti suður hingað. Þykir öllum leitt, að svona skyldi til takast, ef það yrði til þess að fresta að verulegum mun frekari framkvæmdum á flugferð- | um hjer. . Prentsmiðjan Ácta. Móðir! Gakktu úr skugga um að þú fáir þér Pepsodent á tenn= ur barns þíns og tannhold. CR þér ant um að barn þitt fái fallegri tennur nú og betri vörn við tannkvillum síðar á æflnni? Reyndu þá Pepsodent. Gáðu að, hvað helztu tannlæknar hvetja mæður til að nota. Þú finnur húð á tönnum barns þíns. Þá voflr hættan tíðast yfir. Sömu þrálátu húð- ina og þú verður vör við, ef þú rennir tungunni um tennurnar í þér sjálfri. Við hana áttu að berjast. Húðin er versti óvinur heilbrigðra tanna. Hún loðir við tennurnar, smýgur í sprungur og festist. Gömlum að- íerðum tókst ekki að vinna á henni. Nú hefur Pepsodent tvö ný efni að geyma, sem eyða henni. Helztu tannlæknar fallast á þetta. Það heldur tönnunum hvít- ari. Það er vísindaráð nútímans til betri varðveizlu tannanna. Reyndu það. Sendu rniðann og þú færð ókeypis sýnishorn til 10 daga. , _ 2410A Ó.K« PáSSSÚ*Kt A. H. RIISE, Bredgade 25 E Kaupmannahöfn K Sendið Pepsodent-sýnishorn til 10 daga til Nafn...... Heimili.......................... Aðeins ein túpa handa IC.40.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.