Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 27.06.1928, Qupperneq 1

Lögrétta - 27.06.1928, Qupperneq 1
LOGRJETTA XXm. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 27. júní 1928. 29. tbl. Um ¥»ða veröld. Kirkjan og framtíðin. Bretsku kirkjudeilumar. Eins og áður er sagt frá all- nákvæmlega í Lögrjettu hafa und- anfarið staðið miklar deilur um bretsku helgisiðabókina og breyt- ingar, sem biskupamir hafa lagt til að gerðar yrðu á henni og þykja hneigast í rómversk-ka- þólska átt. Saga málsins á síð- ustu árum er í stuttu máli sú, að 1904 var sett kgl. nefnd til að athuga málið og skilaði hún áliti sínu 1906 og stakl^ upp á því að bókinni yrði breytt og frá 1906 til 1919 var starfað að endurskoð- uninni. 1920 voru breytingartil- lögurnar lagðar fyrir kirkjuþing og settar þar í nefnd og svo 1922 lagðar fyrir biskupafund. En það var ekki fyr en 1927 að hin end- urskoðaða helgisiðabók kom opin- berlega frá biskupunum (í júníí og var samþykt af lávarðadeild þingsins (14. des.), en feld í neðri deildinni skömmu seinna. I febrú- ar í ár var bókin enn lögð fyrir kirkjuþing með ýmsum breyting- um og staðfest af því í apríl og lögð aftur fyrir neðri deild þings- ins og þar var hún feld á nýjan leik 14. þ. m. með 266 atkv. gegn 220 (í des. s. 1. var hún feld með 240:207 atkv.). Umræðumar um kirkjuskipun- ina urðu mjög heitar og hefur verið fylgt með athygli meðal kirkjumanna um víða veröld. Það er erkibiskupinn í Kantaraborg, Dr. Davidson, sem er fmmkvöð- ull breytinganna og fylgir honum yfirgnæfandi meirihluta allra bisk- upa. Helsti andstæðingur breyt- inganna innan kirkjunnar er Dr. Bames biskup í Birmingham, en í þinginu innanríkisráðherrann, Sir. Joynson-Hicks. Annars hefur flokkaskipun öll riðlast í afstöð- unni til málsins. Baldwin forsæt- isráðherra og Churchill fjármála- ráðh. voru með breytingunum, sömul. Hugh Cecil lávarður og ýmsir jafnaðarmannaleiðtogamir, Arthur Henderson, Lansbury og Ponsonby. En Snowden var á móti, sömul. Lloyd Greorge, Sir. John Simon o. fl. Ástæðumar, sem nú vora færðar fram með og móti breytingunni voru flest- ar hinar sömu og við síðustu um- ræðuna, sem áður var rakin. Andmælendur breytinganna hjeldu því fram, að þær fjar- lægðu ensku kirkjuna grundvall- aratriðum siðbótarinnar og gætu orðið hættulegar sjálfstæði henn- ar með því að setja á hana of rómverskan blæ. Hinir hjeldu því fram, að fyrst og fremst væri um að ræða breytingar á kirkjuskip- i uninni, sem bráðnauðsynlegar i væru til þess að efla aga og álit kirkjunnar, en í trúaratriðum væri endurskoðaða bókin í insta eðli sínu ekkert kaþólskari en enska kirkjan hefði ávalt verið. Þar að auki væri verið að ganga á sjálfsagðan sjálfsákvörðunar- rjett kirkjunnar, með því að banna henni að nota þá helgisiða- bók, sem hún sjálf vildi. Þessu var m. a. haldið fram af Churchill og Ponsonby og Baldwin að ýmsu léyti, en hann telur sig ekki til neins ákveðins flokks innan kirkj- unnar og Ponsonby, sem er jafn- aðarmaður, stendur utan aJlra trúarfjelaga. Hann sagði að best væri að láta kirkjuþingið sjálft um þessi mál, enda mundi ekki meiri hætta á því, að Bretar yrðu rómversk-kaþólskir, en að þeir yrðu múhameðstrúar. Kenninga- pexið og hjátrúartalið þótti hon- i um harla fánýtt, enda væri svo, ! ef menn vildu skoða málin hrein- skilnislega, að hver hefði sína hjá- ; trú og hver elskaði sína hjátrú. En | það sem við hötuðum væri annara i manna hjátrú og af þessu hefðu sprottið meiri deilur, eymd og grimd en af nokkurri annari mannlegri ástríðu. Þetta sagði Churchill að sjer þætti vel mælt • og ætti hið veraldlega þing, að beita mjög varlega valdi sínu í ! kirkjumálunum og greiddi hann i því sem þingmaður atkvæði með | breytingunum, af þvi kirkjan ' sjálf æskti þeirra, þótt persónu- lega væri hann óánægður með sumar þeirra. Joynson-Hicks hjelt því hinsvegar fram, að þetta ; væri skakt skoðað að því leyti, að vilji kirkjunnar væri ekki ein- | ungis vilji biskupanna og prest- anna, sem væru með breytingun- um, en einnig vilji leikmannanna | í söfnuðunum, en þeir mundu flestir móti breytingunum. Það er nú talið líkíegt, að af- ! leiðing málsúrslitanna verði sú, að | erkibiskupinn segi af sjer, en i hann er maður nvikilsvirtur, einn- ; ig af andstæðingum sínum, en há- aldraður. j Eitt af helstu blöðunum, sem barist hefur móti breytingunum, j segir m. a. svo um úrslitin (The Moming Post 15. þ. m.): Þegar alt kemur til alls, þá er enska S kirkjan ekki til fyrst og fremst j til þess að form tilbeiðslunnar skuli vera þetta eða hitt, heldur til hins, að þrýsta fagnaðarerind- inu inn í hjörtu mannanna og til ! þess að predika trú Krists, með ! hvaða orðum sem það er gert. | Kirkjan hefur ekki síður, heldur j miklu fremur en nokkuru sinni áður, mikið hlutverk að vinna í ! lífi þjóðar okkar og ríkis. Það er verkefni hennar að gera mannúð- legra það líf, sem við lifum öll í sameiningu. Það er oft sagt, að kirkjunni hnigni í þessu landi. Það er vafasamt. Andi trúarinn- ar hefur verið að verki meðal þjóðarinnar með vaxandi afli síð- an heimsstyrjöldin neyddi okkur til þess að horfast í augu við hina miklu leyndardóma og við dauðann. Að vísu er ef til vill ekki um að ræða þann anda trú- arinnar, sem leitar fastra forma eða er fús til þess, að láta fjötr- ast af slíkum formum. Það er frjáls og óháður, jafnvel upp- reisnargjam andi. En oss skjátl- ast mikillega, ef hann er ekki full- ur innileika og alvöra. Þessi andi setur blæ sinn á þjóðlífið og gef- ur sannri og lifandi kirkju tæki- færi, sem eru sjaldgæf í sögunni. Reyndar hefur gætt hnignunar í kirkjurækni og er að miklu leyti sprottin af sjálfstæðisþörf nú- tímamannsins og ástandi nútíma- lífsins. En að nokkra leyti er hún kirkjunni sjálfri að kenna. Kirkj- an hefur talað ýmsum tungum. Prestar hennar og prelátar hafa of oft látið sig það meira skifta að sýna lærdóm sinn og það, hversu þeir fylgdust með tíman- um, í stað þess að sýna brenn- andi loga lifandi trúar. Deilurnar, sem klofið hafa kirkjuna og hin slæmu kjör, sem þjónar hennar eiga við að búa, J>etta hefur hvoratveggja hamlað starfi henn- ar og verið þröskuldur milli al- mennings og þeirra, sem vera áttu talsmenn hans hjá guði. Nú- tíminn er örlögþranginn, en framtíðin mun sýna það, hvort kirkjan er deyjandi eða lifandi. Hið sanna trúarstarf fer ekki fram í höllum biskupanna eða sölum þingsins. Hið afskaplega starf verður að vera unnið í söfn- uðunum og á heimilum almenn- j ings. Og það er andinn en ekki bókstafurinn, sem lífgar. Fólkið biður nú um brauð. Á þá að gefa því steina? Nobile og Amundsen. Undanfarið hafa ýmsar flug- vjelar verið að leita að Nobile og mönnum hans. Loks tókst ítalska flugmanninum Maddelena að finna Nobile í ísnum, en treysti sjer ekki til þess að lenda hjá honum, en varpaði niður til hans ýmsum nauðsynjum. Síðan hefur sænskum flugmanni tekist að lenda hjá honum og bjarga hon- um. Einn af þeim, sem var í leit- inni að Nobile, var Amundsen og | hvárf hann í einni ferðinni og | hefur ekki spurtst til hans nje j vjelar hans síðan, en leiðangur j gerður út til þess að leita hans. Nvtt rit og stórmerkilegt eftir erkibiskup Svía. Erkibiskup Svía, sá er nú situr á Uppsalaerkistóli, Natan Söder- blom, er tvímælalaust einn af langatkvæðamestu kirkjuhöfðingj- um evangeliskrar kristni vorra tíma, sökum gáfna, lærdóms og mikilvirkni og flestra annara mannkosta, er slíkan höfðingja prýða. Löngu áður en hann sett- ist að stóli í Uppsölum (1914) var það orðið alkunna, hver vits- munamaður hann var og frábær að lærdómi, einkannlega í átrún- aðarsögu. En mikilvirkni hans og alveg óvenjuleg fjölhæfni kom þó fyrst fyllilega í ljós eftir að hann gerðist erkibiskup. Margir af erkibiskupum Svía hafa að visu gert garðinn frægan um dagana, enda ræður að líkum, að í þá tignarstöðu veljast sjerstaklega afburðamenn, en enginn eins og hann. Natan Söderblom virðist höfði hærri en allir forverar hans í þeirri stöðu og er þá mikið sagt. Aðsópsmeiri kirkjuhöfðingja hafa Norðurlönd aldrei átt nje athafna- meiri og sætir undran hve miklu hann fær afkastað í þessu um- svifamiklu embætti sínu. Það er eins og honum vinnist tími til alls. Hann má heita allan ársins hring á ferð og flugi, ekki aðeins um stifti sitt, heldur bæði innanlands i og utan. Hann er frábær mælsku- í maður og því sótst eftir honum i sem fyrirlestra- og ræðumanni á kirkjulegum samkomum innan- lands og utan. Það hefir komið fyrir að hann hefir á sama degi flutt erindi bæði í Stokkhólmi og í Helsingjafors á Finnlandi, en þá i hefur hann notað flugvjel sem farartæki. En sjerstaklega er varla nokkur meiri háttar kirkju- fundur haldinn innan evangel- iskrar kristni, að ekki sje Natan Söderblom þar viðstaddur eða eitthvað viðriðinn og jafnan er

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.